Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Side 6
Nærri því helmingur af
bandarískum netnotend-
ur er konur en hvaða
heimasíðum skyldu þær
vera hrifnastar af?
Nælon-
sokkar og
demantar
Samkvæmt tölum frá dagblaöinu USA Today
eru það heimasíöur þar sem hægt er aö
kaupa eitthvað sem eru hvaö vinsælastar hjá
ameriskum netkonum. Fyrst ber að nefna síö-
una Miadora.com sem bandarískar konur virö-
ast hreinlega dá og dýrka. Þessi síða er full af
alls konar skartgripum og er ekki nema von að
konurnar fíli hana í botn þar sem þaö hefur
lengi veriö vitað að demantar eru bestu vinir
konunnar. Ekki amalegt að dunda sér við aö
skoða þessa glitrandi dýrð í vinnunni. Þar á
eftir kemur slðan Silkies.com sem hreinlega
gefur nælonsokka en einnig er hægt að panta
þar sokkabuxur af ýmsum gerðum og litum.
Næst ber að telja
í Sparks.com þar sem
; hægt er að kaupa
hin fáránlegustu kort
sem passa við öll til-
efni og Onehanes-
place.com þar sem
er að finna nærföt á
alla fjölskylduna á
rl irisí- ■■ hagstæðu verði.
aU. • 'rárssSE Þaö má hins vegar
deila um smartheitin á þessum nærfötum
sem boðin eru til sölu þarna en svona er
greinilega smekkur bandarískra kvenna,
Neöst á þessum heimasíðuvinsældalista dag-
blaðsins USA Today er svo að finna síðurnar
Healthshop.com og More.com sem fjalla
báöar um allt er viökemur heilsunni.
Pál 1
óskar
Islenski draumurinn íbíó
lundir er Róbert Dougias að
lokahönd á nýjustu íslensku
em er jafnframt hans fyrsta.
Það er Kvikmyndafélag íslands
sem framleiðir myndina og nýtur
til verksins styrks frá Kvik-
myndasjóði íslands. „Við erum
búin að taka myndina og stefnum
á að frumsýna í byrjun ágúst,“
segir Róbert I. Douglas, handrits-
höfundur og leikstjóri myndarinn-
ar. „Þetta er gamanmynd um
Tóta, ungan athafnamann sem er
að reyna að koma undir sig fótum
í lífinu. Hann er helgarpabbi og
þarf auk þess að sinna dóttur
sinni, sjá um foreldra sína,
tengdaforeldra og bissnesinn.
Ofan á allt saman er hann haldinn
sjúklegri fótboltaþráhyggju."
Lífsseig persóna
íslenski draumurinn er fyrsta
kvikmynd Róberts í fullri lengd.
Áður hefur hann gert fjórar stutt-
myndir þar af tvær sem fjalla um
Tóta, aðalkarakter íslenska draums-
ins. Unnu þær einmitt til verðlauna
á Stuttmyndadögum 1998 og 1999.
Róbert sagði að viðbrögð fólks við
þeim myndum hefðu verið mjög góð.
„Þessi karakter virtist snerta
flestalla þá sem sáu stuttmyndimar.
íslenski draumurinn fjallar þó ekki
eingöngu um hann enda þarf fleira
að koma til eigi að halda áhorfend-
um í svo langri mynd.“
Eins og í stuttmyndunum fer Þór-
hallur Sverrisson með hlutverk Tóta
í íslenska draumnum. Með önnur
hlutverk fara meðal annars Jón
Gnarr, Hafdís Huld, Laufey Brá
Jónsdóttir, Felix Bergsson og Gunn-
ar Eyjólfsson. Einnig fer Matt nokk-
ur Keeslar með rullu í myndinni.
Hann er á mikilli uppleið í kvik-
myndaheiminum en þekktastur er
hann án efa fyrir leik sinn í mynd-
inni Scream 3 sem verið er að sýna
um þessar mundir við mikla aðsókn
í kvikmyndahúsunum. „Ég sá hann
fyrst í Last Days of Disco þar sem
hann stal gjörsamlega senunni," seg-
ir Róbert um Matt. „Hann er mjög
góður leikari og ekki orðinn það
stórt nafn að ómögulegt væri að fá
hann i þetta.“
Byrjjum heima
Á þessu stigi hafa ekki verið
teknar neinar ákvarðanir um
markaðssetningu myndarinnar
erlendis. „Við erum núna fyrst og
fremst að hugsa um íslenska
markaðinn og síðan sjáum við
bara hvernig móttökurnar verða,“
segir Róbert. Aðspurður um
markhóp myndarinnar sagði
hann hana eiga að höfða til allrar
fjölskyldunnar. Þrátt fyrir nafnið
væri ekki sérstaklega verið að
taka fyrir einhver séríslensk ein-
kenni, heldur hefði myndin al-
menna skírskotun. Einstæðir feð-
ur fyrirfinnast jú hvar sem er í
heiminum.
Dr. Love er sjálfskipaður kynlífsfræðingur götunnar. Hann leysir úr tílfinningaflækjum lesenda Fókuss og gesta Fókusvefsins á
Vísi.is. Einungis er hægt að svara völdum bréfum en þeir sem eru virkilega þurfandi geta leitað á náðir Dr. Love í síma 908 1717.
Blint stefnumót varð að martröð!
Kæri Palli.
Ég veit að þetta vandamál er kannski ekki eins
og önnur vandamál sem þú ert beðinn um að
leysa en ég veit ekki hvern annan ég á að tala
við og ég verð bara að tala við einhvern! Málið er
að ég kynntist strák á irkinu og spjallaði við hann
í nokkrar vikur og fannst ég þekkja hann frekar
vel og vita allt um hann. Hann sagðist vera jafn-
gamall mér og loks ákváðum við að hittast.
Hann kom og sótti mig með fullan bíl af vinum
sínum og ég sá strax á honum að hann hlaut að
vera alla vega 5-10 árum eldri en ég. En ég
sagði ekki neitt og fór með þeim á rúntinn.
Þeir byrjuðu fljótlega aö gera grín að útliti mínu
og djókuðu með aö svona Ijótum stelpum ætti
bara að nauðga og drepa þær síðan. Ég varð
virkilega hrædd og baö þá um aö skutla mér
heim eða aö minnsta kosti hleypa mér út. En
þeir sögðust ekkert nenna því og gáfu í botn.
Þeir voru allir aö drekka og „strákurinn" viður-
kenndi fýrir mér aö hann væri 29 ára. Ég var
orðin skíthrædd og þegar við keyrðum fram hjá
löggubíl reyndi ég að ná athygli löggunnar en
hún „veifaöi" mér bara á móti. Ég grátbað
strákana um að hleypa mér út en þeir hlógu
bara. Þeir keyrðu með mig í áttina til Hafnar-
fjarðar og töluðu um að fara með mig heim til
eins þeirra og „rlða mér í tætlur". Þá var ég al-
veg komin að því að gráta og var farin að
sparka i framsætin. Ég tók upp farsímann minn
og ætlaði að fara hringja f einhvern til að hjálpa
mér en þeir rifu af mér símann.
Á leiöinni stoppuðu þeir á bensínstöð og ég
náði að hlaupa út úr bílnum þegar þeir voru að
tala við afgreiðslumanninn. Þeir hlupu ekki á
eftir mér en daginn eftir lá farsíminn minn við
útidyrahurðina. Ég labbaði heim frá bensínstöð-
inni í sjokki og þegar ég kom heim þá grét ég
stanslaust í marga tíma. Mér var ekki nauðgað
og ég var þakklát fyrir það en samt leið mér
eins og eitthvað hræðilegt hefði gerst og ég
steig ekki út úr húsi í viku.
Ég á nokkra vini en ég myndi aldrei þora að
segja þeim frá þessu og mamma er ekki beint
skilningsríkasta manneskja í heimi og viö tölum
lítið saman. Þaö versta er að núna eru liðnar
þrjár vikur og ég fæ ennþá stanslausar
martraðir og þori ekki að sofna og ég þori held-
ur ekki að taka strætó ein í og úr skólanum eða
vera ein heima. - Hann hefur sent mértvö SMS
síðan þetta gerðist, annaö til aö segja að þetta
hefði allt verið djók en í hinu til að segja að
hann myndi drepa mig ef ég segði einhverjum
eitthvað, hann vissi hvar ég ætti heima og allt!
Ég er búin aö segja upp vinnunni þar sem ég
vann um helgar þvi ég er svo hrædd um að
hann komi og er búin að fá mér nýtt númer i far-
simann. En ég er samt svo hrædd, jafnvel þótt
ég sé með fullt af fólki í kringum mig. Það hef-
ur hvarflað aö mér aö hafa samband viö lög-
regluna en hvað get ég í raun sagt? Ég hef eng-
ar sannanir nema 2 SMS skilaboð og hver
myndi trúa mér? Löggan myndi bara segja það
sama og ég hef sagt við sjálfa mig seinustu vik-
ur: Hvað var ég að hugsa að fara upp i bílinn
með þeim? Er eitthvað sem þú getur ráðlagt
mér að gera til þess að gleyma þessu öllum
saman og halda áfram meö líf mitt?
Guðrún
Elsku Guðrún
Þú hefur nægar sannanir í höndunum fyrir lög-
regluna. Hver myndi senda SMS morðhótanir
án þess að vera skíthræddur hálfviti meö e-ð
mjög óhreint í pokahorninu? Hann veit alveg
upp á sig sökina. Það er auðséð! Frásögnin þín
i þessu bréfi er líka svo skýr, raunsæ og full af
smáatriðum að maður trúir ÞÉR fullkomlega. Þú
getur lagt þetta bréf fram sem vitnisburð og
kært þetta fífl. Hvað sem gerist, þá alla vega
veit löggan af honum í framtíðinni, þegar hon-
um (og vinum hans) dettur í hug að sanna karl-
mennsku sina á þennan líka ógeðslega hátt -
og virkilega halda því fram að það sé bara
„djók"!
Þú þarft líka á áfallahjálp aö halda. Þú ert í al-
gjöru sjokki, góða min
- og ég mæli með því
að þú spjallirviö stelp-
urnar hjá Stígamótum.
Þær eru frábærar og
vita nákvæmlega hvaö
þær eru að gera.
Þetta sem þú lentir i
var ekkert annað en
kynferðislegt áreiti og
ofbeldi, eða réttara
sagt - kynferöislegt
einelti! Mundu að það
hefur ekkert með kyn-
líf að geral Segðu
bestu vinum þínum frá
þessu. Stuðningur
þeirra mun svo sann-
arlega koma þér á
óvart og létta þér lifið.
Þegar maður er að
„krúsa" á irkinu þá
getur maður þóst vera
hvað sem er og hver
sem er. Mér tókst
einu sinni að telja öll-
um trú um að ég væri
12 ára stelpa á spjall-
rásinni #losti (og ég fékk heilu biðraðirnar af
fertugum karlmönnum sem vildu „tala" við
mig.j. Þannig aö - þaö er eins gott að gera sér
grein fyriröllum „skemmdu eplunum" sem leyn-
ast þarna á milli. En það er líka svo auðvelt að
vera á varðbergi gagnvart þeim.
Til dæmis þegar maöur fer á blint stefnumót
(sem getur líka verið mjög gaman og spenn-
andi), þá lætur maður ALLTAF einhvern sem
maöur þekkir og treystir vita af því hvert maður
sé að fara! EN - um leið og þú finnur á þér að
viðkomandi „deit" er aö gera eitthvað sem
EKKI VAR TALAÐ UM (eins og t.d. aö mæta með
fullan bíl af vinum sínum þegar hann lofaði aö
mæta einn) þá er stefnumótið búið! Með það
sama! Og maður fer HEIM - EKKI UPP i BÍL-
INN!!! Manstu ekki eftir sögunni um Rauðhettu
og úlfinn?
Mundu bara aö það eru ekki allir karlmenn sem
haga sér svona eða gætu hugsað sér að koma
svona fram viö konur. Það er fáránlegt að halda
því fram að ALLIR karlmenn séu með höfuðið
fullt af ógeðslegum hugsunum. Þessi reynsla er
ekkert ósvipuð því og að lenda í umferðarslysi.
Það er mjóg fríkaö að keyra aftur bíl eftir um-
ferðarslys en maður byrjar aftur á því með tím-
anum. Þú lærir af jtessu en ekki láta þessa
reynslu koma í veg fyrir það að þú eignist
kærasta í framtíðinni - kærasta, sem vill ekki
gera þér neitt illt heldur er bara góður við þig.
Þú ert mikil hetja fyrir það eitt aö hafa skrifað
þetta bréf því mig grunar að svona lagað gerist
mun oftar en við gerum okkur grein fyrir. Svona
fantar komast upp með að gera svona aftur og
aftur þegar enginn segir til þeirra. Ég vona að
þetta hvetji allar stelpur sem lent hafa í svipuöu
til aö gera eitthvað í málunum. Mig grunar líka
að margir strákar (og strákaklikur) kannist við
sjálfa sig- og kveljist í helvíti fyrir vikið ... hægt
og rólega!
P.S. Byrjaðu aftur í helgarvinnunni þinni. Ekki
gefa það í skyn að þú sért hrædd við jtessa
gaura þvi það er bara vatn á myllu þeirra.
Síminn hjá Stigamótum er 562 6868 / 562
6878.
ÞINN
DR LOVE!
6
f Ó k U S 14. apríl 2000