Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Page 13
1
Nafn: Jóna Bergþóra Sigurðardóttir.
Aldur: 19 ára.
Hæð: 171 cm.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað?
Sniglar. Þeir eru ágætir á þragöið en l!ta mjög
ógirnilega út.
Hvaða land langar þig mest til að heim-
sækja? Mig langar að fara aftur til Parísar af
því að ég gat ekki skoðað helminginn af öllu
því sem ég vildi sjá þar þegar ég fór síðast.
Hvenær verða skór það stórlr að þeir hætta
að vera kvenlegir? Þegar þeir eru orðnir það
stórir að maður dettur um tærnar á sér.
Hvað þykir þér vænst um í lífinu? Kærastann
minn.
Nafn: Hrafnhildur Eyjólfsdóttir.
Aldur: 16 ára.
Hæb: 173 cm.
Hver ertu? Ég er Reykvíkingur og stunda nám
við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Með náminu
stunda ég dans og fer mestallur tími minn í
það.
Hvað gerirðu verst? Þrífa klósett.
Ef þú værir gæludýr hvaða gæludýr myndirðu
vilja vera? Hundur, því hann er gáfaður og
góður félagi.
Hvaða land langar þig mest að heimsækja?
Ítalíu. Það er svo mikiö að skoða þar. Kirkjurn-
ar vekja sérstaklega aðdáun mlna.
S
Aldur: 19 ára.
Hæð: 176 cm.
Hver ertu? Einstaklingur sem hefur flutt mjög
oft en býr núna I Hafnarfirði.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur boröað?
Skerþukjöt og sþik.
Hvað heldurðu að þú hafir verið I fyrra lífi?
Mjög loðinn api því ég var svo loðin þegar ég
var litil.
Uppáhaldsfyrirsæta? Claudia Schiffer.
Nafn: Steinunn Dóra Harðardóttir.
Aldur: 17 ára
Hæð: 168 cm
Hver ertu? Ég er nemi.
Hvenær verða skór það stórir að þeir hætta
að vera kvenlegir? Ef þeir passa á konur þá
eru þeir oftast kvenlegir.
Hvað þykir þér vænst um í lífinu? Lífiö, fjöld-
kylduna og heilsuna.
Hvað land langar þig mest til þess að heim-
sækja? Afriku, vegna menningarinnar og bara
til að skoða.
Nafn: Herdís Steinarsdóttir
■ >'
b
k’
Aldur: 17 ára.
Hæð: 171 cm.
Hver ertu? Ég bý I Hafnarfirði og stunda nám
við Flensborgarskóla. Dags daglega er ég köll-
uð Steina.
Hvað gerirðu verst? Bakka I og úr stæði. Ég
kann varla að bakka.
Hvað þykir þér vænst um í lifinu? Fjölskyld-
una, vinina og bilinn minn.
Hvað er hræringur? Það er skyr með hafra-
graut.
Nafn: Hafrún Alda Karlsdóttir.
Aldur: 16,að verða 17 ára
Hæð: 170 cm
Hver ertu? Ef þú veist hver þú ert þá þarftu
ekki að segja það, þú veist það sjálffur).
Hvar viltu búa I framtíðinni? Ég held á íslandi
en ég á eftir að kanna heiminn betur.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðaö?
Ég veit ekki hvað er það skrýtnasta en það
versta er allavega sushi.
Hvað gerirðu verst? Ég læt aöra dæma um
það.
Nafn: Gyða Bergsdóttir
Nafn: Margrét G. Jóhannsdóttir
Aldur: 16 ára
Hæð: 167 cm
Hver ertu? Ungur nemi á uppleið sem er köll-
uð Magga.
Ef þú værir gæludýr hvaöa gæludýr myndirðu
vilja vera? Köttur, þvl þeir eru latir, éta mikið
og er mjög sjaldan sagt að þegja.
Hvað þykir þér vænst um í lífinu? Pylsur, fjöl-
skylduna og kærastann.
Hvar viltu búa í framtíðinni? í stóru húsi meö
fullt af þjónum svo ég geti legið I leti allan dag-
inn.
námið fram yfir
* i
Aldur: 17 ára.
Hæð: 182 cm.
Hver ertu? Ég er nemi I Flensborgarskóla I
Hafnarfirði en er samt úr sveitinni. Vinn á sjó
á sumrin og er landkönnuður. Rnnst leiöinlegt
að læra heima og geri það aldrei.
Hvar viltu búa i framtíöinni? Ég vil búa alein I
vita úti á sjó svo ég geti skoðað fiskana.
Hvað þykir þér vænst um í lífinu? Rskana
mlna.
Hvenær verða skór það stórir að þeir hætta
að vera kvenlegir? Þaö fer allt eftir hæð og
gerð hverrar manneskju.
Nafn: Maria Björgvinsdóttir
Aldur: 17 ára
Hæð: 178 cm
Hver ertu? Ég er nemandi I Menntaskólanum
við Hamrahliö og æfi ballett.
Hvaö heldurðu að þú hafir verið í fyrra lífi?
Tré, af þvl að ég er svo stór.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað?
Niðursoðnar pylsur.
Uppáhaldsfyirsæta? Lilja Ósk (Ljósk).
„Ég var hármódel hjá Dúdda og
það var tekin mynd af mér þar.
Vinkona mín var með og ákvað að
senda hana inn að mér for-
spurðri." Svona vildi það til að
Valgerður M. Backman tók þátt í
Fordkeppninni árið 1986 sem hún
vann síðan. Aðspurð segist hún
ekkert hafa verið fúl út í vinkon-
una fyrir að gera þetta. „Mér
fannst það bara spennandi og gam-
an að taka þátt í þessu,“ segir Val-
gerður en viðurkennir jafnframt
að hún hafi verið dálítið feimin.
Valgerður átti ekki von á að sigra
en segir að hún hafi svo sem alveg
átt möguleika eins og allar hinar.
Ljótur og harður heimur
Þegar kom að því að fara á loka-
keppnina, Supermodel of the
World, þá gerði Valgerður dálítið
sem telst mjög sjaldgæft fyrir sig-
urvegara i svona keppni, bæði hér
heima og erlendis. „Ég ákvað að
fara ekki í lokakeppnina því að ég
vildi klára menntaskólann áður en
ég færi eitthvað að
þvælast út í heim,“
útskýrir Valgerður.
Hún kláraði stúd-
entinn og þá fyrst lét
hún verða af því að
prófa fyrirsætu-
bransann. „Ég fór til
Italíu og var þar í
tvö ár,“ segir Val-
gerður og segist hafa
farið þangað alveg á
eigin forsendum.
„Ég hafði farið sem
skiptinemi og talaði
því málið.“ Hún seg-
ir það hafa hjálpað sér
mikið.
Aðspurð segir Valgerður, sem
sjálf var orðin tvítug þegar hún
fór utan, það ekki hollt að mjög
ungar stúlkur séu að fara út í
fyrirsætustörf því að þetta sé
harður og ljótur heimur. „Það
bara er svoleiðis þar sem miklir
peningar eru í húfi. Reyndar tel
ég að íslenskar stelpur séu yflr-
leitt betur í stakk búnar að
takast á við þennan heim en aðr-
ar stelpur, þær séu yflrleitt frek-
ar heilar persónur."
Been there, done that
Eftir þessi tvö ár á Ítalíu ákvað
Valgerður að nóg væri komið og
sneri sér aftur að námi. „Það var
aldrei ætlun mín að gera þetta að
aðalstarfi. Það var meira bara að
upplifa þetta og geta síðan sagt:
Been there, done that,“ segir Val-
gerður hlæjandi. Hún segist frekar
hafa viljað staðgóða menntun en
að treysta á fyrirsætustörfin og
sitja síðan eftir með sárt ennið og
án menntunar.
Valgerður er menntuð í sameindaerfðafræði, ham-
ingjusamlega gift og tveggja barna móðir.
4
t
14.april 2000
f ó k u s
13
x