Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Qupperneq 4
Gestabók Asíufaranna: Nú gefst þjóöinni færi á að ferðast i huganum um Asíu með því að fylgjast með ferðalagi Ei- riks og Hrundar á Fókusvefnum. Allirgeta sent þeim kveðju i gestabókinni og vitnað í pistlana þeirra eins og Martin lúxusköttur sem svarar galvaskur þótt hann tali ekki íslensku, enda virðist hann hafa rekist á skötuhjúin eftir þessari beisku kveðju að dæma: At last, a picture of Hrund being cheerful. Believe me readers, she had a fairly misera- ble time for the last bit of her stay with us in India. We're glad to see her looking so happy (or is it just wind like with babies?). Good luck for the rest of your trip. Martin the iuxury cat. PS I know l’m fat and middle-aged but there's no need to broadcast it to the world. Just because i can't read lcelandic - don't think I haven’t got my spies (funnily enough a phone call from Klaustur). martinh@nda.vsnl.net.in Þessi kveðja frá Vestmannaeyjum hljómar þó ólíkt hlýlegar og hefur eflaust yljað þeim um hjartarætur eftir mjálmið í Martin: Eiríkur og Hrund. Ég hef verið að fylgjast með ferðum ykkar undanfarna daga og hef gaman af. Einhvern veginn þá lifi ég mig inn í ferða- sögu ykkar og ímyndunaraflið ber mann hálfa leið með ykkur á ferðum ykkar. Hafið kæra þökk fyrir samfýlgdina. Kkv. Sigmar Gíslason, stýrimaður frá Vestmannaeyjum. sig- mar@lsl.!s Það eru líka nokkrir sem senda þeim kveðjur vegna magakveisu sem hefur hrjáð þau og hér eru tvö dæmi: Gaman að sjá að allt gengur vel fýrir utan skit- una. Það er þrælgaman að fýlgjast með ykkur og skoða myndirnar beint í gegnum Netið. Bestu kveðjur, Dagbjartur, audurg@islandia.is Það er hrikalegt að fá matareitrun og gera sér ekki grein fyrir hvers vegna. Örlítil sorgarrönd undir nögl, með sýklum sem þú gætir hafa fengið hvar sem er, gæti hafa komist í munninn og ofan í maga, það þarf oft ekki mikið til. Kveðja, Garðar, gardarb@islandla.ls. Asíufarinn Eiríkur. GRIM Um síðustu helgi útskrifaði Kvikmyndaskóli íslands 23 nemendur með pomp og prakt í Háskólabíói. Við það tækifæri voru 4 stuttmyndir nemenda sýndar og stal kvikmyndin Sjatteraður alveg senunni. Söguþráðurinn er virkilega „sick“ svo ekki sé meira sagt en hann er sprottinn úr höfði Bjarka Markússonar. Þaö hefur sjaldan sést eins mikiö ógeö í íslenskri kvikmynd og í stutt- myndinni Sjatteraður síöan iðrin úr Gísla Súrssyni láku út í Útlaganum. Stuttmyndin fjallar um mannát og söguþráðurinn sem er ótrúleg snilld er saminn af Bjarka Magnússyni. „Myndin hefði í rauninni ekki þurft að vera svona ógeðfelld. Það hefði vel verið hægt að gera kvik- myndina án þess að sýna svona mikið blóð en ég er samt virkilega ánægður með útkomuna. Mamma var hins vegar ekkert allt of hrif- in,“ segir hinn 25 ára gamli kvik- myndagerðarmaður, Bjarki Mark- ússon, sem skrifaði handritið af stuttmyndinni Sjatteraður. Myndin var sýnd ásamt þremur öðrum myndum í Háskólabíói um helgina við útskrift Kvikmyndaskóla ís- lands og fór virkilegur hrollur og jafnvel öskur um salinn við mörg atriði myndarinnar en söguþráður- inn er mjög sérstakur. Kjötúrgangur úr sláturhusi Myndin „Sjatteraður" fjallar í grófum dráttum um dreng sem tek- ur orðtakið „þú ert það sem þú borðar" einum of alvarlega og borðar m.a. vin sinn í þeirri von að hann verði eins og hann. „Mér finnst það mikið umhugs- unarefni hvað við látum mikinn ruslmat ofan í okkur,“ segir Bjarki um hugmyndina að handritinu sem kviknaði á fimm mínútum. í myndinni eru margar brellur og segist Bjarki hafa fengið hjálp frá stelpu sem stundaði nám í forðun- arskóla tú að búa til þá gervi- líkamshluta sem notaðir eru í myndinni. „Fingumir sem aðalsöguhetjan borðar eru annars vegar búnir til úr vaxi og hins vegar úr mar- sípani. Ég fór niður á Kentucky Fried og fékk kjúklingabein til að nota inni í þá,“ segir Bjarki sem einnig leitaði á náðir sláturhúss til að ná sér í kjötúrgang í myndina. Blóðið sem sést á tjaldinu er þó ekki ekta blóð heldur blanda af vatni, sykri og matarlit. Magqi örugglega bragogóður Bjarki er sjálfur engin græn- metisæta heldur er roastbeef og lambakjöt í miklu uppáhaldi hjá honmn. Aðspurður hvaða íslend- ing hann myndi helst leggja sér til munns ef enginn annar matur byð- ist þá nefnir hann Magnús Schev- ing. „Ég get ímyndað mér að hann sé ljúfur undir tönn því hann lætur örugglega ekki mikið rusl ofan í sig,“ segir Bjarki hugsi. Nú var sagt vió útskriftina að ein- ungis 2 af þessum 23 manna hóp sem útskrifaðist muni plumma sig í framtíðinni innan kvikmynda- geirans. Heldurðu að þú veröir annar þeirra? „Alveg tvímælalaust en það að gera kvikmynd er samt miklu erf- iðara en ég hélt,“ segir Bjarki sem vonast til að geta gert margar athyglisverðar kvikmyndir í fram- tíðinni. ...OG ADAM OG EVA ÁTTo TVO SrM». KAIN OGABEt OG kAlN DRAP ABEt... GUNNAR ? EN HVERNIG GAT HANN i»A ATT BÖÍlN EF HANN VAR BARA EINN EFTiR ? EH... 3Ú... ÞAÐ ER. EINMiTT ÞAR SEM APARNiR l<OMA INN ! MVNDINA... 4 f Ó k U S 5. mai 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.