Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2000, Síða 6
6 Fréttir FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 DV Fé aukiö til vegagerðar um níu milljaröa: Vitlaus framkvæmdatími - segir hagfræöingur SA. Eykur enn á þensluna, segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar Samgöngunefnd hefur lagt til við Alþingi að veitt verði níu milljarða króna viðbótarfé til vegagerðar fram til ársins 2004. Þetta er þvert á tillögur hagfræöinga um samdrátt í útgjöldum ríkisins. Heildarframlög ríkisins til vega- gerðar þessi ár eru þvi áætluð ríflega 61,4 milljarðar króna. Einnig er lagt til að þessari aukningu á kostnaði ríkisins vegna vegaframkvæmda verði mætt með sölu ríkiseigna. Mikil umræða hefur verið að undanförnu um háa gengisskrán- ingu islensku krónunnar sem skap- ast af viðleitni Seðlabankans til að slá á þenslu í þjóðfélaginu með hækkun vaxta. Þrátt fyrir það sjá hagfræðingar SA, ASÍ og LÍÚ fátt í Slgurður Jóhann- esson, hag- fræöingur Samtaka atvinnulífsins „Menn haga sér eins og þaö séu aö koma kosningar. “ Þórður Friöjóns- son, forstjóri Þjóðhags- stofnunar „Þaö er alveg ijóst aö auknar framkvæmdir af þessu tagi stuöla aö auk- inni þenstu. “ spilunum sem bendi til þess að þenslan sé að minnka. Þessir hag- fræðingar hvetja til varkámi og að- gerða af hálfu ríkisvaldsins. Aukið fé til vegagerðar, um níu milljarðar króna á næstu fjórum árum, virðist því vera í hrópandi mótsögn við allt tal manna um að slá á þensluna. Sigurður Jóhannesson, hagfræð- KOLGRAFAFJÖRÐUR 300 millj. kr. 2002-2004 - BRBKKUI 400 millj. kr. SUNDABRAUT Undirfcúningur REYKJANESBRAUT i HAFNARFIRÐI 400 millj. kr. 2001-20C 400 mtllj kr. f\\\ Í FERÐ AMANNALEIÐIR AAÚSTURLÁNDÍ fyy 900 ^ liUj. kr. 2002-2004 \ ' nölíS V 1jpoo millj. kr. 2000- ingur Samtaka atvinnulífsins, segir aukningu vegaframkvæmda þvert á það sem hagfræðingar hafl verið að benda á að þyrfti að gera. „Ef einhvem tima er vitlaus tími til slíkra framkvæmda þá er það núna, sérstaklega ef ekkert kemur á móti. Ráðherra kynnti þetta ein- göngu sem tilfærslu á fjármunum sem ekki kallaði á aukna skatta. Þensluáhrifin eru hins vegar jafn- mikil fyrir því. Mér finnst margt hafa verið á svipuðum nótum upp á síðkastið, fæðingarorlofið er t.d. eitt atriðið. Þótt það sé ágætt í sjálfu sér þá var það kynnt eins og það ætti ekki að kosta neitt. Menn haga sér eins og það séu að koma kosning- ar,“ sagði Sigurður Jóhannesson. Þýðlr aukna þenslu Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir hagfræð- inga hafa verið að mæla með því að dregið yrði úr opinberum fram- kvæmdum en þær ekki auknar eins og þarna er gert. „Þetta er að vísu á nokkru tíma- bili sem verið er að ræða um þessar framkvæmdir, eða á árunum 2001-2004. Þegar horft er á þetta i einangrun, miðað við að annað sé óbreytt, þá er þetta auðvitað viðbót sem flestir hagfræðingar mæla gegn. Þeir vilja frekar að það verði dregið úr framkvæmdum frekar en að bæta við þær.“ - Þýðir þetta þá aukna þenslu að öllu óbreyttu? „Já, það er alveg ljóst að auknar framkvæmdir af þessu tagi stuðla að aukinni þenslu. Ég vek þó at- hygli á því að þama er spurningin hvort eitthvað verður gert á móti til að vega upp þau áhrif.“ -HKr. Skemmdirnar á hellinum við Gjábakkaveg milli Þingvalla og Laugarvatns: Hellismunninn brotnaði og grjót rennur niður — heill vörubílsfarmur af grjóti og möl hefur þegar runnið niður í hellinn Sigurður Svelnn við brattan vegginn þar sem menn fikra sig niður djúpan hellinn. Þeir sem ætia niöur í heliinn veröa aö taka meö sérgóöan spotta því fæstir komast meö góöu móti upp á ný nema aö veröa dregnir. Munni hellis, sem talinn er 9500 ára og stendur utan í Gjábakkavegi sem verið er að endumýja á milli Þingvalla og Laugarvatns, hefur greinilega skemmst meðan á fram- kvæmdum hefur staðið. Þegar DV fór á staðinn í gær ásamt Sigurði Sveini Jónssyni, formanni Hella- rannsóknafélagsins, kom einnig í ljós að hátt í bílhlass af grjóti og möl hefur runn- ið niður í hell- inn sem bæði er djúpur og tals- vert langur. Hellirinn hefur verið þekktur í áratugi eða ár- hundruð. Fulltrúar Vegagerðarinn- ar á Suðurlandi höfðu ekki tök á að skoða verksummerki í gær en hafa lýst því yfir að það verði gert þegar tækifæri gefist. Sigurður Sveinn telur að þrátt fyrir skemmdirnar sé brýnt að grípa til aðgerða þannig að skemmdir verði ekki meiri en orðið er. „Vegurinn hefur verið hækkaður það mikið þama upp fyrir hellis- munnann að það hrynur úr vegöxl- inni,“ sagði Sigurður Sveinn á vett- vangi í gær. „íburðarefnið og grjót leitar niður i hellinn. Það er kom- inn heill vörubílsfarmur þarna nið- ur. Ein leið til úrbóta gæti verið að moka frá hellinum, þrífa klöppina og slá upp í kringum munnann, hreinlega steypa í kringum hann þar sem hægt væri að setja lok á. Með því móti væri hægt að koma I veg fyrir að hrynji jafn mikið ofan í hellinn og núna. Síðan mætti setja þarna 3-4 tröppur, timburstiga, til að auðvelda niðurgönguna í hellinn. Þá getur hver sem er farið þama nið- ur,“ sagði Sigurður Sveinn. Hann sagði jafnframt að greinilega hefði brotnað úr hellismunnanum enda er opið nú mun stærra en það var áður. Efninu, sem hefur verið notað til að hækka veginn upp, hefur verið ýtt yfir hellismunnann og hluti þess farið niður í gatið. -Ótt A heiðinni milll Þingvalla og Laugarvatns Vegurinn hefur gjarnan veriö kallaöur Lyngdalsheiöi en heitir í raun Gjábakkavegur. í vegbrúninni aö noröanveröu, um 200 metra sunnan viö hraunstrýtuna Tintron, er munni hell- is sem þekktur hefur veriö í áratugi eöa hundruö ára. Hellir- inn er tatinn um 9500 ára. Þar hafa nú oröið skemmdir. Sandkorn wm _________ "Urnsjón: Reýnir Traustason netfang: sandkom@ff.ls Tilvistarkreppa Nú þykir ljóst að R-listinn eigi í full- kominni tilvistar- kreppu. Nú þarf ekki aðeins að friða Framsókn sem er klofvega í landsmál- : um og borgarstjórn heldur biður Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra einnig það erfiða verkefni að líma saman Vinstri-græna og Samfylkingu eftir að össur Skarphéðinsson hefur sent skýr skilaboð um að skörp skil séu á milli flokka. Litlar líkur eru taldar á því að VG muni verða und- ir hatti regnhlífarinnar í komandi kosningum og þá er jafhframt ljóst að grundvöllur R-listans er brostinn og flokkamir munu bjóða fram hver á sínum vegum. Þar með sjá sjálf- stæðismenn valdastólana í hilling- um eftir langt og erfitt hlé... Pólitíkina á pólinn Haraldur Öm Ólafsson náði loks á norðurpólinn klukkan hálftiu á miðvikudagskvöld. I Davíð Oddsson | forsætisráðherra var mættur í höf- uðstöðvar bak- varðasveitanna í Útilífi ásamt foreldrum og bróður Haralds og fleira fólki. Pólnámið átti sér stað meðan eldhúsdagsum- ræður geisuðu á Alþingi og Davíð tók sér frí til að fagna. Það vakti at- hygli að Ólafur Öm dró hvergi af sér í gagnrýni á Davíð og stjórnina dagana á undan en síðan féllust þeir nánast í faðma á stóru stund- inni. Víst er að margir stjórnmála- menn hafa öfundað pólfarann við þetta tækifæri, sérstaklega þeir sem aldrei vita í hvaða fót skal stíga eða í hvaða átt skal halda. Davíð kom einmitt inn á þetta atriði í samtali við Harald Öm og sagði að á norð- urpólnum væri alltaf hægt að taka nýjan pól í hæöina, sama hvert litið væri. Velta áhugamenn um pólitík því nú fyrir sér hvort ekki sé rétt að koma upp varanlegum búðum á pólnum fyrir íslenska pólitíkusa... Sviðsmynd rifin Vinsæll þáttur Hildar Helgu Sig- urðardóttur, Þetta helst, var sleginn af vegna svívirðilegra vinsælda svo sem Sandkorn fjailaði | um í gær. Aftakan | þykir liafa átt sér undarlegan aðdrag- anda þvi stjómendur þáttarins fréttu af henni á skotspónum eftir að Rúnar Gunnarsson dagskrár- stjóri gaf smiðum RÚV skipun um að rífa sviðsmynd þáttarins. Þá hafði Gallup mælt metáhorf á þátt- inn. Sú kenning ríður húsum RÚV að Hildur Helga sé fórnarlamb hreinsana og að kippt hafi verið í spotta að ofan... Meðbyr og mótbyr Óskar Bergs- son, varaborgar- fulltrúi Framsókn- arflokks, hefur ásamt fjölskyldu gert það gott með rekstri veitinga- staðarins Naut- hóls við Nauthóls- vík. Óskar á sér þá fortíð að hafa staðið í miklum illdeilum innan Framsóknarfélags- ins í Reykjavík þar sem hann gagn- rýndi forystuna og vildi taka við stjómartaumunum í eigin persónu. Þrátt fyrir mótbyr í pólitikinni er fljúgandi meðbyr í rekstri veitinga- staðarins og nú heyrist að Óskar og fjölskylda hyggi á verulega stækkun hans. Talið er að ef umsókn berst bygginganefnd þá fái hún góða af- greiðslu enda er hann formaður nefhdarinnar. Jafnframt telja heim- ildarmenn víst að sjálfur muni hann vikja sæti á meðan fjallað er um fjölskyldumál hans...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.