Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000 33 V 41 á slysadeild eftir að rúta fauk út af í Hvalfjarðarbotni í gær: Þökkum guði fyrir að ekki fór verr Hópferðabifreið með 41 Laugar- nessóknarbami fauk út af veginum í Hvalijarðarbotni um fimmleytið í gærdag. „Við þökkum guði fyrir að ekki fór verr. Bílstjórinn stóð sig alveg frábærlega. Bíllinn hristist allur í vindhviðunni og sumir héldu að þetta væri jarðskjálfti,“ sagði Hjör- dís Georgsdóttir sem var farþegi í rútunni. „Fólkið var mjög rólegt og þetta var afskaplega samheldinn hópur.“ „Rútubílstjórinn gerði allt sem hann átti aö gera, hann var óaðfinn- anlegur," sagði séra Bjami Karls- son, sóknarprestur í Laugarnes- kirkju, en hann var einnig farþegi í rútunni. Sóknarbörn Laugarneskirkju höfðu fariö í þremur rútum og i einkabílum í Vaglaskóg í gær og voru á heimleið þegar slysið varð. Rútan sem fór út af var sú eina sem var með bilbeltum og voru margir farþeganna í beltum. Margt af fólk- inu í þessari rútu var eldri borgar- ar en einnig voru nokkur böm í bílnum. - sagði Hjördís Georgsdóttir Rúta fauk út af Á fimmta tug manna var í hópferöabílnum sem fauk út af veginum í Hvalfjaröarbotni í gærdag. Bílbelti eru í rútunni og höföu margir farþeganna notfært sér þau. Hjördís Georgsdóttir. Þrír sjúkrabílar og lögregla komu á slysstað og farið var meö alla sem í rútunni voru á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi þar sem fólkinu var boðið upp á áfallahjálp. Femt var lagt inn á sjúkrahúsið, þrír á gæsludeild til eftirlits og einn á heila- og taugaskurðdeild tO eftirlits vegna heilahristings. Um 30 starfs- menn sjúkrahússins voru kallaðir út vegna atviksins. Ættingjar og vinir þeirra sem í slysinu lentu söfnuðust saman við Laugarneskirkju eftir slysið og voru þar sumir í miklu uppnámi. Bæna- stund var haldin í safnaðarheimili Laugameskirkju í gærkvöld. -SMK Suöurnesin: Blindfullur bílþjófur á hraðahindrun Lögreglan í Reykjanesbæ þurfti að hafa afskipti af þremur ölvuðum ökumönnum um helgina. Tveir þeirra vora á stolnum bílum. Ökumaður nýlegrar BMW-bifreið- ar hafði skilið lyklana eftir í bilnum er hann brá sér í burtu frá honum í Grófinni um klukkan 4 aðfaranótt sunnudagsins. Góðkunningi lögregl- unnar, sem er ekki með bílpróf, not- aði tækifærið og tók bifreiðina traustataki. Hann ók suður í Hafnir og lenti á hraðahindrun. Bíllinn tókst á loft og hafnaði inni í hús- garði. Hraðahindrunin, sem var mjókkun á veginum, fyllt með fjöru- grjóti, dreifðist út um allan veginn. Bálinn er ónýtur en ökumanninn sakaði ekki. Lögreglan handtók hann í kjölfar atviksins og hann er grunaður um ölvun. Annar ökumaður var tekinn á stolnum bíl sömu nótt. Hann er einnig próflaus góðkunningi lög- reglunnar svo aö hún stöðvaði hann þegar hann sást aka bifreið. Þá kom 1 ljós að bifreiðin var stolin og mað- urinn er grunaður um ölvun. Eins var stúlka stöðvuð á Grinda- víkurvegi aðfaranótt sunnudags og var hún ölvuö undir stýri. -SMK DVA1YND S Fjörutíu og elnn á slysadeild Fariö var meö hina slösuöu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem hlúö var aö þeim. Gekk berserks- gang í söluturni DVA1YND KK Skemmdarverk Maöur réöst inn í söluturn á Grensásveginum á laugardags- kvöld og vann skemmdarverk á lottókassa og posavél. Maður gekk berserksgang i sölu- turni á Grensásvegi skömmu fyrir klukkan 23 á laugardagskvöldið. Maðurinn kom inn í sölutuminn og henti bæði lottókassa og posavél í gólfið. Félagar mannsins reyndu að róa hann og yfirgaf berserkurinn sölu- turninn eftir skemmdarverkin. Lög- reglan í Reykjavík var kölluð til en maðurinn var þá á bak og burt. Starfsmaður sölutumsins þekkti hins vegar skemmdarvarginn svo lögregla veit hver hann er og er málið í rannsókn. -SMK Ólga í Rithöfundasambandinu: Barnabókahöfundar stórmóðgaðir - ekki flokkaðir með skáldsagnahöfundum „Það er illa komið fyrir Rithöf- undasambandinu mínu ef þeir eru hættir að flokka barnabækur með öðrum bókum,“ sagði Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrum forseti Alþingis, eftir að DV birti vinsældalista íslenskra skáldsagna- höfunda sem byggður er á útlánatöl- um úr bókasöfnum landsins. „Ég er þúsund eintökum yfir sjálfum nóbelshöfundinum en kemst þó ekki á listann," sagði Guðrún sem hefur kvartað við Rithöfundasam- bandið og segist ætla að halda heiðri sínum á lofti. Fleiri barna- bókahöfundar hafa sett sig í sam- band við Rithöfundasambandið og finnst miður að skáldskapur þeirra sé ekki metinn að verðleikum þó ætlaður sé bömum. Á vinsældalista DV og bókasafnanna var Halldór Laxnes í fyrsta sæti með tæplega fimm þúsund útlán á síðasta ári. Guðrún Helga- dóttir var hins vegar með tæplega sex þúsund útlán og fékk fyrir það 142 þúsund krónur úr Bókasafnssjóði höfunda. „Listinn sem við tókum saman í samráði við DV ein- skorðaðist við þá skáld- sagnahöfunda sem skrifa Guðrún Helgadóttir Vinsælli en nóbelsskáldiö á bókasöfnum. fyrir fullorðna," sagði Rann- veig Tryggvadóttir, starfsmað- ur Rithöfundasambandsins. „Það er alveg ljóst að bama- bókahöfundar eiga langtum fleiri bækur í útlánum í bóka- söfnum en þeir sem skrifa fyr- ir fullorðna og ef einhverjum hefur sámað þá verðum við að biöjast afsökunar. En þetta er skýringin," sagði Rannveig Tryggvadóttir. -EIR Davíð á ferðalagi Davíð Oddsson er nú ásamt Ástríði Thoraren- sen í opinberri heimsókn í Liechtenstein. Þau fara síðan til Sló- veníu þann 17. og 18. maí en dagana 25.-27. maí fara þau í opinbera heim- sókn til Lettlands. Morgunblaðið sagði frá. Fíkniefnaverð óbreytt Ríkissaksóknari byggir útreikn- inga sína um gróða sakbominga í stóra fikniefnamálinu á meðalverði fíkniefna á íslenskum markaði í fyrra. Talsmenn SÁÁ segja að verð fikniefna hafi staðiö í stað síðustu mánuði. RÚV sagði frá þessu. Flug tii Siglufjarðar Siglufiarðarbær ætlar að borga 260.000 krónur með tilraunaverkefni um flug til bæjarins. Bærinn samdi við íslandsflug um verkefnið en með því á aö athuga hvort grund- völlur sé fyrir áætlunarflugi til Siglufiarðar. Áætlað er að fljúga Qómm sinnum i viku. RÚV sagði frá. Boxið fellt Alþingismenn felldu á síðasta degi Alþingis frumvarp um lögleið- ingu ólympískra hnefaleika. Við- horf manna virtust vera þvert á flokkslínur en mjótt var á munum, frumvarpið var fellt með 27 atkvæð- um gegn 26. Óvissu þarf að eyða Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra segir mik- ilvægt að óvissunni um framtíð Kísiliðj- unnar við Mývatn verði eytt á árinu. Hún segir að nýjasta skýrslan sem unnin hefur verið um umhverf- isáhrif Kísiliðjunnar auki likumar á því að hægt verði að halda kisil- vinnslu áfram á svæðinu. Sjónvarp- ið sagði frá. Leiðir leikskólakennarar Mikil óánægja ríkir meðal leik- skólakennara í Reykjanesbæ. Alls hafa 27 kennarar sagt upp störfum en þeir telja sig ekki fá greitt í sam- ræmi við auknar skyldur þeirra. RÚV sagði frá þessu. Sótt um hælí Alls hafa 62 einstaklingar sótt um pólitískt hæli á íslandi síöustu fimm árin. Flestir sóttu um hæli í fyrra, 25 manns. Á síðustu 10 árum hefur 143 einstaklingum verið vísað frá Keflavík af ýmsum ástæðum. RÚV sagði frá. Bændur á þingi Lok Alþingis á þessum tíma árs eru til komin vegna telur þó að þessi hefð fyrir þinglok- um sé að mörgu leyti tímaskekkja og segir að sennilega væri betra að láta þing standa lengur fram á sum- arið. Stöð 2 sagði frá. Ekki Nóatún Ranghermt var í DV á laugardag að framkvæmdir við byggingu Nóa- túnsbúðar hefðu verið stöðvaðar. Hið rétta er að þama átti 10-11 versl- un í hlut,en ekki Nóatúnsverslun. -KJA þess að eitt sinn þurftu þingmenn að losna úr harkinu til að geta farið í sauð- burðinn. Nú er hins vegar einungis einn bóndi á þingi, Drífa Hjartardóttir. Hún

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.