Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000
DV
Fréttir
9
Flutningur eldfimra efna um Hvalfjarðargöng:
Beðið svara
lögreglustjór-
ans i Reykjavík
DV, AKRANESI:_________________________
Fyrir allnokkru sendi bæjar-
stjóm Akraness bréf til lögreglu-
stjórans í Reykjavík þar sem flutn-
ingi á eldfimum efnum um Hval-
fjarðargöng er mótmælt. Þessu bréfi
hefur lögreglustjóri ekki svarað. í
bréfi bæjarstjórnar er vitnað í
skýrslu þeirra Sigmundar Eyþórs-
son, slökkviliðsstjóra Brunavarna
Suðumesja, og Helga ívarssonar,
slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Hafn-
arfjarðar, þar sem gerð er úttekt á
slökkviliði Akraness. Kemur meðal
annars fram að flutningur eldfimra
efna og mikil urnferð um Hvalfjarð-
argöng bjóði heim hættu sem er
ekki ásættanleg
„Takmörkun á umferð um Hval-
fjarðargöng heyrir undir embætti
lögreglustjórans í Reykjavík og það
var því rökrétt að senda bréfið
þangað og afrit var sent til Spalar,"
segir Gísli Gíslason, stjórnarfor-
maður Spalar og bæjarstjóri á Akra-
nesi.
„Þessi mál hafa einnig verið til
umræðu í stjóm Spalar og ég er
þeirrar skoðunar ásamt fleiri í
stjórn Spalar að það eigi að tak-
marka og helst að banna flutninga á
bensíni og olíu um göngin eða þá til
vara að takmarka það enn frekar en
í dag er það þannig að einungis er
keyrt með eldfim efni á virkum dög-
um. Þetta hefur líka verið rætt við
olíufélögin og þau eru ekki sátt við
þessar hugmyndir, benda á að þau
séu með betur búna bíla en aðrir
sem annast vöruflutninga á vegun-
um. Hins vegar kom ábending fram
í skýrslu slökkviliðsstjóranna og
hún er þess verðug að skoða hana
mjög gaumgæfilega. Ég hyggst
halda mönnum við efnið i stjórn
Spalar um að þetta verði skoðað enn
frekar,“ sagði Gísli Gíslason.
-DVÓ
DV-MYND SIGURÐUR K. HJALMARSSON
Hraöakstri á að linna
Þarna eru framkvæmdir hafnar viö þjóöveg 1 gegnum Víkurkauptún - þeim á
aö Ijúka í sumar og veröa til aö auka umferöaröryggi. Hraöakstur um þorpiö
hefur veriö allt of mikill.
Glannar
bremsaðir af
DV, VlK í MÝRDAL:
„Það stendur til að bæta sambýli
fólks og bíla, þarna er mikill og óvið-
unandi umferðarhraði gegnum bæ-
inn, við viljum gera þetta bærilegt fyr-
ir alla, það er megininntakið í þessu,“
sagði Gylfi Júlíusson, umdæmisstjóri
Vegagerðarinnar í Vik, í gær.
Framkvæmdir við þjóðveg 1, þar
sem hann liggur í gegnum Víkurþorp,
eru hafnar. Gylfi segir að um sé að
ræða heilmiklar framkvæmdir og
miklar breytingar. Nú eigi ökumenn
sem leið eiga um að skynja strax að
þeir séu komnir á þéttbýlisstað. Oft
hafi þeir þessa staðreynd ekki í undir-
meövihmdinni. Framkvæmdum á að
ljúka um miðjan júlí.
Vegagerðin í Vík er að ráðast í
miklar framkvæmdir í sumar, ekki
síst eru brýr breikkaðar og bættar -
einbreiðu brúnum fer ört fækkandi.
Unnið verður við breytingar við
Skógá, Hvammsá, sem fer í ræsi, og
Hörgsá á Siðu en breiðari brú verður
byggð í stað gamailar og þreyttrar.
-JBP
Listasmiðjan
Keramikhús
Ný °g
glsSLleg
model.
Lxkkaðverðá
tilbúnurovorum
Sendum um
allt land.
SUMAR
OPNUNAR
TÍMI
10 - 18 mán-fim
10 - 16 föstudaga
Lokað laugardaga
S k e i f a n S a • 10 8 R e v k j a v t k • S i m i S S 8 2 10 8
Góð dýna
...KEMUR ALLTAF SKEMMTILEGA Á □ VART
TM - HÚSGÖGN
Síðumúla 30 - Sími 568 6822
- œvintýri likust
W
Mðn. - Fðs. 10:00 -18:00 • Laugard. 11:00 -16:00 • Sunnud. 13:00 -16:00
sHmeríób ut^œróia
ÞREFDLD FJÖÐRUN
-S
'prLncf-ayna.
SNÚANLEG
/Áwmaí/í
una
Góður nætursvefn er grundvallaratriði - og til að ná honum þarf góða
dýnu! Norsku Jensen dýnurnar hafa verið framleiddar í yfir 50 ár. Þær eru
með mismunandi fjaðrakjarna - og af hverri gerð er hægt að velja
mismunandi stífleika.
IW Kæhskapur I
• RG 2255
• Kælir 183 Itr.
• Frystir 63 Itr.
• Sjálfvirk afþýðing í kæli
• Orkunýtni C
a Mál hxbxd: 152x55x60
39.900
k, stgr. ^
/
n
/
Það voru hinir
blóðheitu ítalirsem hönnuðu
Indesit kæliskápana enda veitir þeim oft
ekki af því að kæla sig aðeins niður.
En Indesit er ekki fyrir alla, nei, nei blessaður vertu.
Indesit er bara fyrir þá sem vilja töff hluti í eldhúsið
og kjósa að borga sem minnst fyrir þá.
(Í)inDesu
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is