Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Blaðsíða 30
42 Tilvera MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000 I>V Eiríkur FM-töffari og Berglind, starfsmaöur keppninnar, hlakka til föstu- dagsins þegar úrslitin veröa kunngerö á Broadway. Gáfu fyrstubekking- um hjólreiðahjálma DV, STYKKISHÓLMI: Lionsklúbburinn Harpa í Stykkis- hólmi kom færandi hendi í grunn- skólann í vikunni. Það var einhver ókyrrö í lofti þegar ljósmyndari DV mætti á staðinn, krakkarnir í 1. bekk höfðu haft pata af einhverju óvenjulegu og eitthvað var pískrað um að það ætti að gefa þeim páska- egg! Enda voru þau að mæta í skólann í fyrsta sinn eftir páskafrí. Lions- konur færðu þeim þó ekki páskaegg enda flestir búnir að borða yfir sig af þeim, heldur voru þær sam- kvæmt venju að færa 1. bekk grunn- skólans í Stykkishólmi hjólreiða- hjálma. Um nokkurra ára skeið hef- ur klúbburinn haft þennan sið og á heiður skilinn fyrir að stuðla þannig að notkun hjólreiðahjálma í umferðinni. DVÓ/ÓJ Saga Britney komin út Ævisaga táningastjörnunnar Britney Spears er komin í hillur bandarískra verslana. í bókinni, Britney Spears heart to heart, sem söngkonan skrifaði með mömmu sinni, eru frásagnir úr lífi hennar auk fjölda áður óbirtra mynda. Mæðgumar vilja að það verði ekki bara aðdáendur Britney sem kaupa bókina. Hugmyndin með bókarskrifunum var sú að bókin ætti að vera handbók fyrir mæður og dætur sem vilja bæta samband sitt. Vill banna jarðsprengjur Paul McCartney vill vinna að því að upplýsa fólk um hættuna af jarðsprengjum. Hann vill einnig að sett verði á alheimsbann gegn sprengjunum. „Ég vil að fólk vakni,“ segir McCartney í viötali við breska blaðið Daily Express. Fyrrverandi bítillinn og vinkona hans, Heather Mills, ræddu þessi mál við embættismenn Sameinuðu þjóðanna í New York á dögunum. Keppendurnir í Feguröarsamkeppni ísland í ár er óvenjufagur og föngulegur hópur. Hreimur, söngvari Lands og sona, ásamt kærustunni, Þorbjörgu Sif, sem tekur þátt í keppninni í ár. Anna Lilja, Helga Sjöfn, Vilborg Birna og Hulda sáu ástæöu til aö skála eftir vel heppnaöa óvissuferö. Fjör hjá fegurð- ardrottningum Það styttist í Fegurðarsam- keppni Islands sem fram fer næstkomandi föstudag á Broad- way. Það eru 24 stúlkur sem taka þátt í keppninni í ár, hvaðanæva af landinu. Undir- búningur fyrir keppnina stendur nú sem hæst en það eru þó ekki eingöngu strangar æfmgar sem stúlkurnar standa í. Síðastliðinn laugardag brugðu þær sér í óvissuferð þar sem þær fóru m.a á hestbak, prófuðu jetski og dældu bensíni á bíla. Ferðin end- aði svo á veitingahúsinu Klaustrinu þar sem þær fengu að bragða á réttum af nýjum matseðli. Atvinna í boði Frjáls fjölmiðlun óskar að ráða í eftirtalið starf: Umbrot Vinna við auglýsingagerð, umbrot og útlitshönnun. Þekking á Quark, Freehand, Photoshop, Word og Netinu nauðsynleg. I boði er fjölbreytt starf í nútíma-fjölmiðlaumhverfi og þátttaka í spennandi umbótastörfum. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Umsóknir berist DV, Þverholti 11, merkt: „ DV-atvinna”, fyrir 10.maí. FRJÁLS é FJÖLMIÐLUN HF. I 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.