Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Blaðsíða 18
18 31 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar Ijölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: Isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Borað ífjöll Eitt af eðlilegum hlutverkum ríkisins er að tryggja gott samgöngukerfi fyrir landsmenn. En í þeim efnum sem öðrum verður skynsemi hins vegar að ráða ferðinni en ekki óskhyggja um að hægt sé að gera allt fyrir alla - að láta drauma allra rætast. Arðsemi framkvæmda í vegamálum verður að ráða ferðinni, að minnsta kosti verður að gera þá lágmarkskröfu að framkvæmdin sé hagkvæm þegar til lengri tíma er litið. DV hefur undanfarna daga flutt ítarlegar fréttir af fyr- irhuguðum framkvæmdum í vegamálum, enda voru þingmenn í óvenjulega góðu skapi síðustu daga þingsins áður en þeir fengu langþráð sumarfrí. Því miður fengu önnur sjónarmið en hagkvæmni og arðsemi að ráða ferð- inni i þingsölum þegar samþykkt var að stórauka fé til vegagerðar á komandi árum. Þingmenn eru reyndar búnir að átta sig á að kosið verður eftir nýrri kosninga- löggjöf og gjörbreyttri kjördæmaskipan í næstu alþingis- kosningum. Á undanförnum áratugum hafa stjórnmálamenn skipulega grafið undan sjálfsbjargarviðleitni lands- byggðarinnar með því að gera þau verðmæti sem sköp- uð eru í dreifbýli upptæk að stórum hluta og flytja þau á Austurvöll. Og fullir samviskubits eru þingmenn til- búnir til að ausa fjármunum úr sameiginlegum sjóðum landsmanna í vegaframkvæmdir og flottast af öllu er að bora í gegnum fjöll. Með borvélum út um allt land ætla þingmenn að friða samviskuna en það eina sem gerist er að hengingarólin verður lengri. Að skammta lands- byggðinni úr hnefa til að standa undir framkvæmdum sem eiga aldrei möguleika á að standa undir sér er vís- asta leiðin til að gera kjósendur að þurfalingum. Stjórnmálamenn eru því miður enn uppteknir af því að leggja byggðagildrur til að halda fólki í sínu héraði í stað þess að aðstoða það við að finna sér búsetu þar sem möguleikar þess í leitinni að lífshamingju og þokkalegri afkomu eru mestir. Á næstu árum verður ráðist í að gera jarðgöng frá Reyðarfirði til Fáskrúðsfjarðar fyrir þrjá milljarða króna. Einnig verða gerð jarðgöng milli Sigluflarðar og Ólafsfjarðar og þau kosta 5,3 milljarða. Án fjármagns- kostnaðar munu fýrri göngin borga sig upp á 41 ári og þau síðari á 81 ári, sé miðað við sama vegtoll og nú gild- ir í Hvalfarðargöngum. Á Vestfjörðum eiga Dýraíjarðar- göng að kosta 2,2 milljarða. Alls nemur kostnaður við þessi þrjú mannvirki 10,5 milljörðum króna. Síðan bíða 21 göng til viðbótar á óskalistum. Á meðan borað er í fjöllin sitja arðbærar framkvæmdir á hakanum og þjóð- arbúið greiðir reikninginn í formi lakari lífskjara. Ýmis byggðarlög úti á landi glíma við mikinn vanda og mörg hver eiga sér því miður ekki mikla lífsvon. Kjarkur og þor, sem einkennt hefur landsbyggðina, er á mörgum stöðum þrotið eftir langvarandi erfiðleika og mótvind. Því miður hafa margir stjórnmálamenn fallið fyrir þeirri freistingu að bjóða fram töfralausnir í formi jarðganga og stóriðju. Byggðastefnan, sem rekin hefur verið hér á landi, hefur fyrir löngu beðið skipbrot og borun í gegnum fjöll mun þar engu breyta. Óli Björn Kárason + MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000 I Skoðun Sauðkindin og frystitogarinn Undanfarið hefur verið mikið rætt um það að nauð- syn beri til að friða hálendi landsins. Þar sé víða orðinn lítill gróður og eina ráðið sé að reka sauðkindina burtu. Þetta getur verið góð tillaga, en þá ætti líka að ræða um sjóinn og landgrunnið kring- um landið. Þar er allur botngróður víða alveg horf- inn og eyðilagður. Eyðing botngróðurs Lengi vel trúði fólk í flski- —— þorpum úti um allt land þeirri kenningu að botnvarpan og togararnir eyðilegðu fiskimiðin. Fólkið byggði kenninguna á reynslu sinni af erlendum og svo ís- lenskum togurum. Fiskurinn hvarf af grunnslóðinni þegar botnvarpan hafði verið dregin þar fram og aftur árum saman. Kenningin var sú að heppilegra væri að veiða fiskinn á grunnslóðinni á línu og handfæri og fara þannig vel með botninn og gróðurinn þar. Nauðsyn bæri til að halda togurunum og botn- vörpunni úti á djúpslóðinni. Erlendu togaramir voru hraktir héðan og við fórum að veiða einir hér við land og höfum gert það seinustu Lú&vik Gizurarson hæstaréttarlögmaöur áratugi. Þá datt allur vindur úr þessum einfoldu sannind- um um nauðsyn þess að vemda sjávarbotninn og gróður hans. Þegar islenskir togarar áttu orðið einir hlut að máli var talað um nauð- syn þess að „nýta“ landhelg- ina sem er sama og græða peninga á henni. Þá mátti eyðileggja botngróðurinn. - Alla vega gleyma öllu tali um hann í bili. Margir vildu frystitogar- ana alveg upp í land. Þessi stefna um fljótan peningagróða í bili hefur skaðað stórlega fiskimiðin við landið. Það var ekki nóg að fá gjafa- kvóta fyrir ekki neitt og þar með ein- okun til fiskveiða. Menn vildu líka fá að fara með frystitogarana og botn- vörpuna inn á grunnslóðina með til- heyrandi eyðileggingu á sjávarbotnin- um og lifi margra smádýra sem eiga skjól í slíkum botngróðri. Stórþorskur við Suðurland. Lengi vel var mikill stórþorskur á vissum svæðum við Suðurland. Þar var hraun í botninum og hafði sjávar- botninn því ekki verið eyðilagður með „Um leið og menn skrifa um nauðsyn þess að takmarka beit sauðkindarinnar á hálendinu verðum við lika að takmarka „beit“ frystitogaranna á botni hafsins í kring- um landið. Menn verða líka að skrifa um þá friðun. “ trolli eins og víðast annars staðar. Hraunið í botninum reif og eyðilagði trollið og vemdaði fisk og botngróður. Þarna hafði stórþorskurinn því skjól og kunni vel að meta það. Kunnugir töldu þennan stórþorsk uppistöðu í hrygningu þorskstofnsins og höfðu líklega mikið rétt fyrir sér. Marga langaði samt til að „nýta“ þennan hálffriðaða stórþorsk og fá pening. Enginn hugsaði um afleiðing- arnar. Svo komu ný veiðarfæri og tækni sem hægt var að nota þótt gróft hraunið væri undir á botninum. Þá var allur þessi stórþorskur hreinsað- ur upp á stuttum tíma. Þarna voru ekki útlendingar að verki heldur ís- lendingar sjálfir. Hægt gengur í dag að ná þessum þorski upp aftur. Hann er horfinn í bili. Ofan á þetta allt fengu menn svo oft lítinn pening fyrir þennan stór- Að tolla í tískunni Ofríki tískuduttlunga hefur um langan aldur verið bölvaldur mann- kyns. Einn helsti streituvaki samtím- ans er án efa sú árátta að leitast stöðugt við að semja sig að meira og minna fáránlegum háttum samfélags eða samferðamanna, hvort heldur er í híbýlum og húsbúnaði, bílaeign og tækjakosti, fatnaði og framkomu, við- horfum og viðbrögðum, og þannig mætti lengi telja. Áráttuna má rekja til öryggisleysis og vanburða sjálfsvitundar einstak- linga, sem telja sér best borgið með því að vera einsog hinir, týna sjálfum sér í múgsálinni, lúta þeim öflum sem ötulust eru við að færa sér í nyt van- þroska og ráðvillu uppvaxandi kyn- slóða. Með auknum þroska vaxa menn að jafnaði frá þessari áráttu, þó hinu verði ekki neitað, að furðumargir virðast vera of- urseldir stundtískufárinu frammeftir aldri. Þjóð á gelgjuskeiði Ætli það sé vegna þess að íslendingar eru til þess að gera nýskriðnir útúr mold- arkofum, að þeir virðast vera ginnkeyptari fyrir tískuduttlungum en aðrar þjóðir sem ég hef haft spurn- ir af? Fyrir allmörgum árum gekk ég niður Laugaveginn með kanadísku ljóðskáldi af íslensk- um ættum, David Arnason. Tjáði hann mér að við þessa einu götu væru fleiri tískuverslanir en í samanlögð- um borgum Kanada vestan Sigurður A. Magnússon rithöfundur Winnipegs! Kannski var hann að taka sér skáldaleyfi með þeirri yfirlýsingu, en hitt fór ekki milli mála að honum þótti mikið til um ttskuáráttu Mörlandans. Þegar hann bað um skýringu á fyrirbærinu, varpaði ég fram þeirri tilgátu að ís- lenska þjóðin væri upptU hópa enn á gelgjuskeiði og ætti langt í land að ná fúll- um þroska. ________ Kaupmangarar hafa með öflugu liðsinni nær allra fjöl- miðla fært sér áráttuna í nyt og mak- að krókinn svo um munar. I Reykja- vík ku tU dæmis vera á annan tug tískuverslana í eigu sömu fjölskyldu sem nálega einoka fatatískumarkað- Á Laugaveginum. - „Fleiri tískuverslanir en í samanlögðum borgum Kanada vestan Winnipegs! Ætli það sé vegna þess að íslendingar eru til þess að gera nýskriðnir útúr moldarkofum, að þeir virðast vera ginnkeyptari fyrir tískuduttlungum en aðr- ar þjóðir sem ég hef haft spumir af?“ inn. Þar eru seld fræg ‘merki’ á upp- sprengdu verði og því komið inn hjá unglingum með glæfralegum auglýs- ingabreUum, að enginn sé maður með mönnum nema hann kaupi þennan rándýra fatnað. Hann er hvorki betri né merkUegri en annar fatnaður, nema sfður sé. En ‘merkið’, ímyndin er það sem máli skiptir. Og áhrifavald auglýsinganna yfir óhörðnum ungmennum er slikt, að foreldrar fá ekki við neitt ráðið. Menn geta gert sér í hugarlund hvemig börnum einstæðra mæðra og annars láglaunafólks líður við þvUíkar að- stæður. Hér er með ísmeygUegum og þrælskipulögðum hætti verið að ala á stéttaskiptingu og koma því inn hjá unglingum, sem ekki hafa efni á flott- ræfilshætti tískufríkanna, að þeir séu annars flokks þegnar í samfélaginu. Spyrnum við fótum Kannski er kominn tími tU að spyma við fótum, bindast almennum samtökum um viðnám við ofurvaldi þeirrar brengluðu manngerðar sem með tUstyrk auglýsingafursta og fjöl- miðla telur það vera hlutverk sitt í líf- inu að raka saman fé á því að vUla um fyrir uppvaxandi kynslóðum og halda þeim sem aUra lengst á klafa sí- bemsku og vanmetakenndar. Ef þjóðin á að gera sér vonir um að komast tU fuUs þroska, verður henni að lærast fyrr en seinna, að sýndar- veruleiki tiskuheimsins grefur undan þeirri viðleitni menntakerfisins að ala upp heUbrigða, raunsæja og gagnrýna þjóðfélagsþegna. Sigurður A. Magnússon ! fé til vegaframkvœmda Ekki sitja allir við sama borð Samræmi þó annað verði að skoða J „Eg gagnrýni vinnubrögð við hvemig var staðið 1 > að tUlögunni. Að sjálfsögðu fagna ég auknu fé til vegaframkvæmda og gleðst yfir að jarðganga- framkvæmdir komast loksins aftur af stað. Einnig lá í loftinu að tekið yrði sérstaklega á höf- uðborgarsvæðinu sérstaklega. En í viðbót er um að ræða aukafjármagn og flýtingu á al- mennum vegaframkvæmdum. Mér sýnist að ekki sitji aUir landshlut- ar þar við sama borð. Suðurland, Vest- urland og að miklu leyti Vestfirðir fá þar fé en Norðurlandskjördæmi fær t.d. ekki neitt. Ég vonast tU að menn sjái að það er ekki sanngjarnt og að á Kristján Pálsson alþingismaöur og fulltrúi í samgöngu- nefnd. því verði gerð leiðrétting. Austfirðir fá sérstaka með- höndlun undir því óvenjulega heiti að um sé að ræða orku- og iðjuvegi. Ekki veitir Aust- firðingum af sem dregnir hafa verið á asnaeyrunum af stjóm- völdum í sambandi við stór- iðjumál. Þessu var ekki skipt með hefðbundnum hætti, þing- mannahópar kjördæmanna komu ekki að þessu. Ég hef t.d. bent á að við á Norðurlandi eystra lukum störfum fyrir hálfum mánuði og höfðum ekki hug- mynd um að meira fé væri á leiðinni. Það var ákveðið einhvers staðar ann- ars staðar en í þeim farvegi sem al- mennar vegaframkvæmdir hafa verið afgreiddar. er mjög ■ ánægður með þá r niðurstöðu sem f náðist í ríkisstjórn- inni um að bæta verulegu fjármagni inn í vega- áætlun þannig að hægt verði að mæta mjög brýnni þörf á úrbótum í samgöngumálum, sérstaklega á höfuðborgar- svæðinu og suðvesturhominu. Mér fmnst að þama hafi tekist mjög vel til og menn sjái það síðan í samþykkt fjárlaga á næstu ámm að þessi framsækna áætlun nái fram að ganga. Mér finnst heildin í ágætu sam- ræmi. Þetta er tvískipt, annars vegar vegaáætlun og hins vegar jarðgangaá- ætlun. Sú siðamefnda er fyrst og fremst á Norðurlandi, Vestfiörðum og Steingrímur J. Sigfússon alþingismaöur. Austfiörðum. Þess vegna er ekki hægt að segja með sann- gimi að Vestfirðingar eða Austfirðingar hafi orðið út undan. Síðan veit ég ekki ann- að en að verið sé að gera vera- legar bætur að ósk norðan- manna til að tengja saman kjördæmi þar - Siglufiörð við norðausturkjördæmið. Þar giltu nákvæmlega sömu rök gagnvart Suðurstrandarvegi - að tengja saman kjördæmi. Ég get ekki séð annað en að þama sé samræmi. Önnur spuming er að mörg svæði á landinu era með hörmulega vegi, þá sérstaklega norðausturhomið, Barða- ströndin og vegurinn vestur á ísafiörð. Þetta þarf sérstaklega að skoða í fram- haldinu. -Ótt Auknu fé veröur variö til vegaframkvæmda á landinu á næstu árum, m.a. til jaröganga í þremur landshlutum og framkvæmda á suövesturhorninu. þorsk þar sem erfitt var að vinna hann. Öf mikið kom á land í einu með- an hann var allur veiddur upp á stutt- um tíma. Það mætti vera mönnum tU um- hugsunar hvort friðun fyrir trolli á hraunbotninum við Suðurland ásamt með gróðri hans og smádýrum var ekki ein ástæða þess að stórþorskur- inn vfidi halda sig þama og ólst upp á hrauninu. Svo náðu menn honum ekki lengi vel en vora fljótir að klára hann með nýrri tækni. - Engin fiski- friðun þar. Verndum botngróðurinn Um leið og menn skrifa um nauð- syn þess að takmarka beit sauðkind- arinnar á hálendinu verðum við líka að takmarka „beit“ frystitogaranna á botni hafsins í kringum landið. Menn verða líka að skrifa um þá friðun. Það er ekki nóg að hamast út i sauðkind- ina sem leggur hálendið í auðn. I raun og veru er frystitogarinn hálfgerð sauðkind þegar hann dregur vörpu sína eftir hafsbotninum. Þar verður eftir hrein auðn og ekki stingandi strá lengur. FrystitogcU'inn er líka hrein ofbeitarrolla. Lúðvík Gizurarson Ummæli „Neytendavernd“ ríkisins Afskipti ríkisins af atvinnurekstri eru mjög mikil hér á landi. Þrátt fyrir að þokast hafi í rétta átt á mörgum sviðum atvinnulífsins, t.d. í rekstri fiármála- stofnana, er ríkið jafnt og þétt að auka afskipti sín á öðrum sviðum... Hið nýjasta í þessari „neytendavernd" ríkis- ins er að framvegis verði allir starfs- menn sem svara 1 síma fyrirtækja sem sinna verðbréfamiðlun að standast próf, á vegum ríkisins, í verðbréfamiðlun. Samkvæmt núgildandi löggjöf nær þessi kvöð eingöngu til framkvæmdastjóra fyr- irtækja í verðbréfaþjónustu og daglegra stjórnenda rekstrarfélaga verðbréfsjóða." Úr Vef-Þjóöviljanum 11. maí. Skattfrelsi forseta- embættisins „Skoðanir mínar á skattfrelsi forsetaembættis- ins eru kunnar. Þær komu fram þegar ég mælti fyrir þvi máli sem ég flutti um það efni á sínum tíma. En að ætla að taka þingmannamál um þetta efni á dagskrá núna er hreint fráleitt. Við erum að fialla um forsetaembættið og menn mega ekki láta það ráða gerð- um sínum hvaða einstaklingur gegnir þvi. Það er sjálfsagt að taka þetta mál upp síðar á kjörtímabilinu og breyta þessum lögum yfirvegað og með góðri samstöðu alls þingheims." Svanfríöur Jónasdóttir alþm. á vefsíöu sinni 11. maí. Ólympískar veiöar „Leið Mugabe, að taka kvótann af útgerðarmönn- um bótalaust, er ekki fær í réttarríki... Svokallaðar „ólympískar" veiðar, þar sem öll orkan fer í það að keppa um að ná fiskinum upp úr sjón- um í stað þess að keppa að því að skapa sem mest útflutningsverðmæti, verða aldrei teknar upp aftur á meðan íslend- ingar ráða yfir fiskimiðunum." Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaöur i Mbl. 12. maí. Yfir þolmörk efna- hagslífsins „Það sem er áberandi við efnahagslífið hér í samanburði við aðrar þró- aðar þjóðir er að við höf- um gengið lengra en þær í að reyna á þessi þol- mörk, þar sem bæði viðskiptahalli og verðbólga hér eru meiri en annars stað- ar. Það er því ljóst að við megum við bæði minni ágjöfum en aðrar þjóðir og þolum lika skemmri tima þar sem svona mikil þensla ríkir.“ Þóröur Friöjónsson, forstj. Þjóöhags- stofnunar, í Degi 12. maí. SINNmsTlFORSFpSM EiNOREaro aíKíSíffl I^rr, 8LLUM9KATrFRMNW)M ir7Í'Uf TENSDUM EMBATTINO ÉWfSmLÉTUÐ 'XyJ 0 /1 ~ z r\ 1 Uv m & I M & y i -r- cxo Hin dimma dauðans alvara Það er með miklum undr- um hversu alvörulaus og í raun léttúðug umræðan er alltof oft um áfengismál. Það er eins og vandlega sé horft fram hjá öllum skuggahlið- um þess, kæruleysið kalt er allsráðandi og oft er tví- skinnungurinn aðalein- kennið. Hversu dapurlegt er það þegar sjálfselska eigin neyslu skín í gegn hjá þeim sem harðast þykjast ganga fram gegn eiturefnum öðr- um sem alltof víða er að fmna en um leið þess vandlega gætt að undan- skilja hið algengasta og afdrifarík- asta, þ.e. áfengið með öllum sínum sorglegu afleiðingum. Ástæðan er augljós, þar kemur eig- in neysla inn í myndina og aftrar því að á öllum þáttum vandans sé tekið, sá þáttur sem er algengastur ógæfu- valdur er hvergi með í myndinni og skal þó ekkert dregið úr hinni skelfi- legu ógn annarra eiturlyfia. Þennan vanda þarf að sjálfsögðu að skoða í heild, enda margsannað að upphaf hvers konar neyslu er yfírgnæfandi í áfenginu að finna. í óbeinu auglýsingaskyni Einn þáttur þessa máls er auðvitað umfiöllun hvers konar í beinu sem óbeinu auglýsingaskyni sem tröllríður öllu í dag, enda liggja þræðir áfengis- auðvaldsins víða og nóg er fiármagnið Helgi Seljan fyrrv. alþingismaöur til að kaupa upp og jafnvel múta þegar kostur er. Þar er auðvitað á sælu- strengi eina leikið, víðs fiarri er hin skelfilega vá og aíleiðingar allar, lofsöngur einn látinn glymja og dýrð- arljómi dásemdanna yflr og allt um kring. Áróðursgildi þessa megum við aldrei van- meta svo ósvífin sem blekk- ingin er þó, svo purkunar- laust er loflð eitt sungið, menningLumi gjarnan mis- boðið með því að setja samasem- merki milli hennar og áfengisins. Og matartilbúningur, framleiðsla og framreiðsla, sem og neyslan sjálf, allt áfengisívafið í bak og fyrir, þar sem hin eina sanna matarmenning er menguð göróttum veigum vinsins. Allt er þetta eðlilegur þáttur í þeim áróðri sem áfengisauðvaldið nýtir þæga þjóna sína til að koma á fram- færi, vísvitandi eða óafvitandi. Sýnu alvarlegra er þó þegar fólk er að fialla um þessi mál, vitandi um þá vá er af neyslunni stafar en lokandi augunum samt fyrir einföldustu stað- reyndum. Oft verður málatilbúnaður- inn bamalega hlægilegur en hættu- legur þó. Ég sá í leiðara blaðs nokk- urs á dögunum að það að vera á móti því að áfengi væri selt við hliðina á hollustudrykkjum I matvöruverslun- um væri eitthvert versta dæmið um þröngsýni og afturhaldssemi, svona jafngildi þeirra óskapa að vera á móti hinum „göfugu“ hnefaleikum. Sá sem væri á móti slíku væri í raun óalandi' í þjóðfélagi nútímans. Firrur fáránleikans Alvarlegust alls er þó æpandi þögn- in um þátt áfengisins í skuggadölum þjóðlífsins: ölvunarakstrinum, ofbeld- inu, heimilisógæfunni, sjálfsmorðum og morðum, svo hryggilegustu dæmin séu tíunduð. Allt blasir þetta þó hvar- vetna við allsgáðum augum, svo skelfilegt sem það nú er. Þessi æpandi þögn á sér ugglaust ýmsar orsakir en furðulegt er það að í annars svo hræðilega berorðri umfiöllun um hina válegustu atburði skuli svo vandlega þagað um grunnorsökina svo alltof oft og víða. Vissulega myndi það slá á dýrðarljómann, vissulega __ myndi það hvetja til umhugsunar og * umfiöllunar og aðgerða í kjölfarið og það er greinilega ekki ætlunin. Hafa skal heldur enn hærra um gæsalappafrelsi áfengisins og vín- menninguna margrómuðu og nauðsyn þess að hverri gleðistund skuli áfengið órjúfanlega tengt. Við sem vöram við, við sem erum allsgáðir áhorfendur óskapanna biðjum aðeins um það eitt að allar staðreyndir komi fram til op- inskárrar umræðu og raunhæfra vam- araðgerða í kjölfarið. Þaö er tæpast fram á mikið farið þegar hin dimma al- vara dauðans er annars vegar. Helgi Seljan „Áróðursgildi þessa megum við aldrei vanmeta svo ósvífin sem blekkingin er þó, svo purkunarlaust er lofið eitt sungið, menningunni gjaman misboðið með því að setja samasemmerki milli hennar og áfengisins. “ ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.