Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Blaðsíða 36
Miðborgin: Helgin erilsöm hjá lögreglunni Erilsamt var hjá lögreglunni í miö- bæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið og aðfaranótt sunnudags. Mikið af fólki safnaðist saman í miðborginni upp úr miðnætti. Biðraðir mynduðust við alla skemmtistaði og stóð fólk enn í röðum fyrir utan þá klukkan 5.30 á sunnudagsmorgun. Talsvert var um að dyraverðir köll- uðu á aðstoð lögreglu þegar sauð upp úr í biðröðum og til átaka kom milli fólks. Aðfaranótt laugardags var færra fólk í miðborginni. Lögreglan var köll- uð að veitingastað í Hafnarstræti þeg- ar maður vopnaður borðfæti réðst að dyraverði. Dyravörðurinn hlaut áverka á höfði. Eins handtók lögreglan ölvaðan mann sem hafði ekið eftir Pósthús- stræti, stöðvað bíl sinn viö Austur- stræti og ógnað mannfjöldanum við gatnamótin með hamri. -SMK SKÍTAMÓRALL ! STOKKHÓLMI! SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FVRIR HÓPA MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000 Sjókajakar prófaðir í Nauthólsvík Áhugi íslendinga á kajökum fer vaxandi eins og fram kom á kynningu á starfsemi Kayakklúbbsins í blíöviörinu á laugardaginn í Nauthólsvíkinni. Ýmsar verslan- ir sem selja kajaka og aöilar sem bjóöa kajakferöir voru einnig á kynningunni og mætti margt fólk til þess aö prófa bæöi sjó- og straumvatnskajaka. Eurovision: Fraus í 210 sek. „Ég var rólegur allan tímann. Við rétt náðum að ræsa móttakarann upp áður en íslendingar greiddu atkvæði en það mátti alltaf búast við þessu,“ sagði Bragi Reynisson útsendingar- stjóri ríkissjón- varpsins í Eurovision- keppninni á laugardags- kvöldið þegar útsendingin frá keppninni féll niður í þrjár og hálfa mínútu og íslenska þjóðin sat sem ein og horfði á svartan skjá. „Það var gervihnattamóttakari hér á jörðu niðri sem fraus og það tók þennan tíma að koma honum í gang aftur,“ sagði Bragi útsendingarstjóri. íslensku þáttakendumir, Einar Ágúst Víðisson, söngvari Skítamórals og Telma, komu heim síðdegis í gær. Sjá nánar á bls. 4 og 41. -EIR FRJALST, O H A Ð DAGBLAÐ FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.0Ó0. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Eldsvoði í gömlu Guðbjörginni ÍS 180 mílur norðvestur af Reykjavík: Fljótandi púðurtunna - segir eiginkona skipstjórans sem upplifði martröð sjómannskonunnar í gær „Það var mikill léttir þegar út- gerðin tilkynnti mér að skipverjam- ir væru komnir yfir í grænlenska togarann. Þá var ég búin aö upplifa martröð sjó- .. \m. Guöbjartur Ásgeirsson. mannskonunnar en við Guðbjart- ur höfum verið gift lengi og reynt ýmislegt í þessum efnum," sagði Ragnheiður Hákonardóttir, eiginkona Guð- bjarts Ásgeirs- sonar skipstjóra sem var meðal Guðbjörg IS Heitir nú Hannover og vargerö út undir þýskum fána. skipverja sem börðust við eld um borð í gömlu Guöbjörginni ÍS um 180 mílur norðvestur af Reykjavík síðdegis í gær. Guðbjartur var fiski- skipstjóri um borð í skipinu sem nú heitir Hannover og er gert út af þýsku dótturfyrirtæki Samherja á Akureyri. „Það er hræðilegt þegar eldur verður laus í skipum því hann læsir sig i allt og í raun verður skip- ið eins og fljótandi púðurtunna," sagði Ragnheiður Hákonardóttir sem beið frekari frétta af afdrifum Guðbjargarinnar gömlu á heimili sínu á ísafirði í gærkvöld. Engin boð hafði hún þá fengið frá græn- lenska togaranum sem bjargaði áhöfn Hannover úr logandi skipinu enda enginn sími um borö. Öll sam- skipti við grænlenska togarann fóru fram með skeytasendingum. Guðbjörgin ÍS var á sínum tíma flaggskip íslenska fiskiskipaflotans enda glæsilega búin og vel til alls vandað í smíði hennEU-. Hún hefur að undanfömu verið gerð út undir þýskum fána með þýskum skip- stjóra en Guðbjartur Ásgeirsson gegndi hlutverki fiskiskipstjóra um borð. Einn annar íslendingur var í áhöfn skipsins. Seint í gærkvöld höföu skipverjar náð tökum á ástandinu en ljóst er að tjón er gríðarlegt. Tveir úr áhöfn- inni börðust við eldinn en aðrir skipverjar, 19 talsins, voru komnir um borð í grænlenska togarann Pol- ar Nanortalik. Eldurinn kom upp í stjómherbergi í vélarrúmi gömlu Guðbjargarinnar ÍS og breiddist út þaðan. -EIR Forsetinn greiðir skatt frá 1. ágúst en heldur húsnæðis- og bifreiðahlunnindum: Ekki til höfuðs Dorrit segir fyrsti flutningsmaður - sendiráðsstarfsmenn næstir „Þetta frumvarp var aldrei sett fram til höfuðs Dorrit Moussaieff, vinkonu Ólafs Ragnars Grímsson- ar, enda nú flutt í þriðja sinn. Hugsunin er einfaldlega sú að gera skattgreiðslur einfaldari og laimin gegnsæ," sagði Pétur Blöndal, al- þingismaður og fyrsti flutnings- maður tillögu um afnám skattfrels- is forseta íslands sem Alþingi hef- ur samþykkt. Lögin taka gildi 1. ágúst næstkomandi og að sögn Pét- ur byrjar forsetinn þá að greiða skatta eins og allur almenningur. „Forsetinn heldur hins vegar hlunnindum varðandi búsetu sína á Bessastöðum, svo og af bifreiðum enda þekkjum við dæmi þess að Pétur Blöndal Næst eru þaö sendiráösstarfs- mennirnir. Olafur Ragnar Grímsson Byrjar aö borga skatt 1. ágúst. Dorrit Moussaieff Lagasetning henni óviökom- andi. vegna þess að þeir höfðu ein- faldlega ekki efni á að búa þar,“ sagði Pétttr Blöndal og átti þar við forsætis- ráðherra Sví- þjóðar sem þurfti að flytja úr embættisbú- stað sínum eftir breytingar sem gerðar voru þar í landi á skatta- foystumenn annarra ríkja hafi þurft að flytja úr embættisbústöð- um eftir lagabreytingar sem þessar málum hans. Kjaradómur mun á næstunni endurskoða laun forsetans með hliðsjón af lagabreytingu Alþingis en að mati Péturs Blöndals eru nú- verandi kjör forsetans að ígildi rúm milljón króna á mánuði, að teknu tilliti til tekjuskatts, en þá er ekki litið til hækkunar á lífeyris- réttindum. „Næst ætla ég að snúa mér að skattafríðindum sendiráðsstarfs- manna en þar rek ég mig á Vínar- samkomulagið frá 1815 þar sem segir að erlendir erindrekar skuli ekki greiða skatt. En ég ætla samt að reyna. Það er allt of mikið af undanþágum og frávikum í ís- lenska skattakerfinu," sagði Pétur Blöndal. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.