Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Qupperneq 4
Taktu ólífuolíuna með á ströndina: Ólífuolía er ekki bara hentug við matseldina heldur er hún einnig orðin ómissandi i sólbaðið ef marka má japanska visinda- menn. Ólífuolían á nefnilega að hafa fyrirbyggjandi áhrif á húð- krabbamein og er mælt með því að menn smyrji henni á sig að sólbaði loknu. Tilraun- ir voru gerðar á hárlausum músum sem sendar voru í sólbað þrisvar í viku og sýndu þær mýs sem voru smurðar með ólífuolíu miklu minni út- brot og tilhneig- ingu til húð- krabbameins heldur en þær sem ekki fengu É m ólífuolíumeð- . ferð. Það skal þó tekið fram að ólífuolían er eng- in sólarvöm og það þýðir lítið að maka henni á sig áður en lagst er út í sólina. Það sakar hins vegar örugglega ekki að sletta aðeins á sig að sólbaðinu loknu svona rétt á meðan maður stendur hvort sem er yfir eldavélinni með flöskuna í hendinni við kvöldmatarbraskið. Stjáni stuð vinnur í Kassageröinni og auk þess er hann útvarpsmaður af lífi og sál og ef eitthvað vit væri í öllum þessum útvarpsstöðvum sem senda út á FM myndi síminn í Kassagerðinni glóa núna. Kristján Þórðarson var snemma á seinasta áratug vel þekktur hjá útvarpshlustendum sem Stjáni stuð er hann kynnti lög af stakri snilld, m.a. á útvarpsstöðinni Sóiinni. Seinustu ár hefur lítið sem ekkert í honum heyrst en hann tjáði Heiðari Sumarliðasyni að hann væri samt sem áður alltaf að reyna að komast í útvarpið. Fékkflís í rassinn Þegar maður mætir Stjána á vinnustaðnum hans í Kassagerð Reykjavíkur er ekki um að villast hver maðurinn er. Hann er vel merktur með límmiðum á eyrna- hlífunum sínum sem á stendur Stjáni stuð. „Ég fékk fyrst áhuga á útvarpi þegar ég var lítiil en á þeim tíma var pabbi minn útvarpsmaöur á Rás 1. Ég byrjaði svo með útvarps- þátt á Rótinni árið 1989, þá var ég 19 ára gamall.“ Eftir það var Stjáni um nokkurra ára skeið með þátt á Sólinni en eft- ir að hún hætti fékk hann hvergi starf í útvarpi. Stjáni lét það ekki halda sér frá útvarpsbransanum heldur safnaði sér peningum og var með eigin útvarpsstöð í viku. „Það var rosalega dýrt þannig að ég held að ég geri þetta ekki aftur.“ Stjáni átti stóran hlustendahóp sem lét í ljós óánægju sína með það að hann fengi ekki inni á neinni af útvarpsstöðvunum. Stjáni segir að m.a. hafi eitt fyrirtæki hér í bæ hringt í eina ónefnda útvarpsstöð og sagst ætla að hætta að auglýsa þar ef Stjáni fengi ekki inni hjá þeim. Stjáni var yfirleitt einn i út- varpinu en fékk þó öðru hvoru vin sinn, Sigga Rokk, til að vera með sér. „Við erum miklir grínarar eins og Jón og Gulli,“ segir Stjáni sem vill helst spila vinsældapopp og segist í dag vera hrifnastur af Brit- ney Spears og Christinu Aguilera. „Það er minn helsti draumur að fá að vera með þátt um helgar í útvarpi." Gifting á kortinu „Ég er ekki líkamlega fatlaður en ég er samt fatlaður," segir Stjáni en hann er 75% öryrki. „Ég hef æft borðtennis með íþróttafélaginu Ösp sl. 4 ár. Ég er alveg ágætur spilari en enginn stórmeistari. Á seinasta móti náði ég bronsinu en stefnan er tekin á gullið eða silfrið á vor- mótinu. Ég sætti mig ekki við bronsið aftur,“ segir Stjáni mjög ákveðinn á svip. Bráðlega mun Stjáni fara til Hollands þar sem hann tekur þátt í Evrópumóti fatlaðra í borðtennis. „Það eru nokkrar sterkar þjóðir á mótinu en ég verð bara að bíta á jaxlinn og segja sjálfum mér að ég geti þetta.“ Stjáni býr í Árbænum ásamt kærustunni sinni, Soffíu, hana hitti hann þegar þau voru saman í Öskjuhlíðarskóla. „Einu sinni leyfði ég henni að koma með mér í útvarpið þegar ég tók viðtal við Ladda en hún hló svo mikið í beinni að hún fékk aldrei að koma með mér aftur. Við erum trúlofuð og erum að spá í að gifta okkur i haust. Við erum búin að ákveða að fara á Hótel Örk í brúðkaupsferð- inni okkar.“ Stjáni segist þó ætla að halda sig frá vatnsrennibraut- inni, minnugur þess þegar hann fór þangað síðast. „Ég ákvað að renna mér niður á spýtu og endaði með stóra flís í rassinum." Stjáni segir einnig að það sé mjög erfitt að eiga kærustu. „Sérstaklega af því hún gleymir alltaf að búa um á morgnana." Vill minnka magann. Um starfið hjá Kassagerðinni hefur Stjáni aðeins góða hluti að segja. „Þetta er besta vinna sem ég hef verið í og ég á marga góða vini í Kassagerðinni. Ég er aðallega á tætaranum í öskjudeildinni en ég flakka líka mikið á milli þeirra deilda þar sem mín er þörf.“ Þegar Stjáni er að lokum spurður um framtíðarvonir sínar liggur hann ekki á svörunum. „Ég stefni ótrauður í útvarpsmennskuna og ætla aldrei að hætta að reyna að komast að. Fyrir mig persónulega er helsta takmarkið að minnka bumbuna." Og miðað við hversu ákveðinn hann er á svipinn mun honum örugglega takast það. WAR'NN VAR MEO "lO-U" AUölSfSlNSU A ítPUNNI,,, JÁ ÞAe ER, A© OPNAST PARNA M4ÖG STÓR MARkAOUR, AUT NORt>URH6IM3KAUTl& EKKI S6T0A t&ik UPP "10-II" BUÐIR. ÞAR, > 0& iK t-Á 6 KKI ÞÁUblO fANOT A$> FARA? uó, PETTA 6 8, T'tMA FUU&.„ f Ó k U S 19. maí 2000 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.