Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2000, Blaðsíða 8
26 MIÐVKUDAGUR 24. MAÍ 2000 Samkaup í Grindavík. Verslanakeð|an Samkaup í hörkusamkeppni á landsvísu: - í Reykjavík. Hræðumst ekkert, segir Skúli Þ. Skúlason DV-MYNDIR ÞÖK Til í slaginn Skúii Þ. Skúlason, fulltrúi framkvæmdastjóra, ásamt afgreiðslufólki Samkaupa í Keflavík. Þær Helga Sigurjónsdóttir og Kristín Halldórsdóttir eru andlit verslunarinnar og gæta þess að afgreiöa viöskiptavini meb stakri Ijúfmennsku. DV, REYKJANESBÆ: „Við höfum fyrst og fremst hasl- að okkur völl á landsbyggðinni sem er þvert á það sem flestar aðr- ar verslanakeðjur hafa lagt áherslu á,“ segir Skúli Þ. Skúlason, fulltrúi Hinum megin á landinu Ur verslun Sparkaups í Neskaupstaö þar sem brosandi blómarósir af- greiöa viöskiptavini. framkvæmdastjóra Samkaupa. Samkaup rekur sögu sína ailt til ársins 1946 þegar Kaupfélag Suður- nesja var stofnað í framhaldi þess að deild frá KRON hafði verið starfrækt þar. „í dag er Kaupfélag Suðumesja eignarhaldsfélag. Árið 1998 var öll- inn rekstrinum breytt í hlutafé- lagaform. Það rekstrarform er ólíkt vinsamlegra atvinnustarf- seminni og auöveldar mönnum vaxtarmöguleikana. Samvinnu- formið gefur þvi miður ekki sömu möguleika," segir Skúli. Óhætt er að segja að kaupfélagið á Suðumesjum hafi plumað sig því nú eftir að KRON er löngu horfið af sjónarsviðinu rekur Samkaup 16 verslanir um allt land og sú 17. tek- ur til starfa á Egilsstöðum um þessar mundir. Að auki rekur keðj- an öfluga kjötvinnslu í Reykjanes- bæ undir vörumerkin Kjötsel. Verslanimar em reknar imdir þremur merkjum; Samkaupum, Sparkaupum og Kaskó, sem er lág- vöruverðsverslun á borð við Bónus og Nettó. Verslanimar eru á Suð- umesjum, á höfuðborgarsvæðinu, á Vestfjörðum og Austfjörðum. „Þetta er skilgreint með þrenn- um hætti. Samkaup er stórmark- aðsverslun. Sparkaup er hverfis- verslun og Kaskó er lágvöruversl- un,“ segir Skúli. Stoltir af Samkaup Hann segir að Suðumesjamenn séu gjaman stoltir af þessari verslana- keðju sinni sem er í hópi þeirra stærstu á landinu og veltir rúmum þremur milljörðum krðna á ári. „Við verðum varir við það að fólk hér er stolt af þessu fyrirtæki sínu og þvi að það skuli starfa um allt land. Þá finnum við að okkar heimamenn standa með okkur sem er til marks um aö við höfum náð að veita ibúum hér viðunandi þjónustu," segir Skúli. Hagkaup hefur starfrækt verslun í Keflavík sl. 16 ár. Nú mun samkeppn- in enn aukast því Nóatúnsverslun verður opnuð á næstunni auk þess að 10-11 verslun hefur verið boðuð um áramótin. Skúli segir Samkaupsmenn ekkert óttast þó samkeppnin aukist. Risar og einokun „Við höfum verið í samkeppni við þessa aðila í hartnær áratug því okk- ar verslunarsvæði er allt höfuðborg- arsvæðið. Það er því ekkert nýtt fyrir okkur að keppa um kúnnana. Því er þó ekki að neita að okkur fmnst ugg- vænleg þessi tilhneiging risanna til að einoka markaðinn. Maður hefur á tUfmningunni að þeir tali sig saman um útþenslustefnu sína og skipti með sér kökunni. Við höfum lítið að óttast í því ljósi að við stöndum okkur vel í samkeppninni. Við byrjuðum að bjóða danskar vörur í verslununum fýrir 10 árum. Þetta eru vörur sem komið hafa vel út fyrir okkur og verðkannanir sína þokkalega útkomu okkar. Við hræðumst ekkert og þetta er spuming um tangarsókn," segir Skúli. Hann segir að Samkaup muni vissulega svara samkeppni á heima- velli. Þar sé meðal annars horft til þess að opna Kaskó-verslun í Reykja- vík og blanda sér þannig í lágvöru- slaginn við Nettó og Bónus. „Það kemur allt greina. Við erum með sama verð og þær keðjur. Það er hægðarleikur fyrir okkur að fara af stað með Kaskóverslanir þar sem það á við. Ég hef enga trú á því að þjóðin vilji að tveir aðilar ráði matvöru- markaðnum. Ég er jafnframt fullviss um að það er áfram pláss fyrir Sam- kaup á markaðnum og við biðum bara færis,“ segir Skúli. Brubl í húsnæöi Hann gagnrýnir það bruðl sem eigi sér stað í verslunarrými á íslandi þar sem hvert stórhýsið af öðru rísi. Hann segir uppreiknað séu 370 fermetrar á hverja þúsund íbúa sem sé langt um- fram það sem gerist í nágrannalönd- unum. „I þeim löndum sem við berum okkur saman við er hámarkið 50 fer- metrar á hverja þúsund íbúa. Maður spyr sig hvort verðlag á íslenskri mat- vöru endurspeglist í þessu fjárfest- ingaræði í húsnæði. Við höfum ein- beitt okkur að því að viðhalda versl- unum í því húsnæði sem fyrir er. Það er ekki okkar stíll að vinna land með því að byggja nýtt húsnæði. Það er áríðandi að vinna með viðkomandi samfélagi. Þar hefur okkur meðal annars tekist vel til á fsafirði þar sem íbúarnir hafa tekið okkur opnum örmum. Þeir hafa haldið tryggð við okkur þrátt fyrir að þangað hafi kom- ið Bónusverslun," segir Skúli. -rt Samkaup um allt land MSSbl V- ’ *,s, am Samkaup: Njarðvík, Hafnarfjörður, Grindavík, ísafjörður, Reykjavík, Egilsstaöir. Sparkaup: Keflavík, Sandgeröi, Garður, Reykjavík, Bolungarvík, Seyðisfjöröur, Neskaupstaður, Esklfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyöarfjöröur. Kaskó: Keflavík. Kjötsel: Njarðvík. _____________ íhuga lágvörustríd við Bónus og Nettó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.