Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2000, Blaðsíða 13
31 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 Garður stefnir á stórfjölgum íbúa: Varafólk og Tóft- arar eru kjölfesta - en sveitarstjórinn utanbæjarmaður í 10 ár DV-MYND SÍMON ÖRN Sta&ur í uppsveiflu íbúunum í Garöi hefur fjölgab um 10 prósent síöan 1990 og stefnt er á ab fjölga um 200 manns á næstu 2-3 árum. „Við stefnum ákveðið að þvi að ijölga íbúum hér. Hér ríkir bjart- sýni og við erum að leggja lokahönd á 82 nýjar lóðir. Við erum sveitarfé- lagi í uppsveiflu," segir Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps, um íbúaþróun í Garði þar sem nú DV-MYND ÆCIR MÁR Utanbæjarma&ur í 10 ár „Hér ríkir bjartsýni og vi& erum a& leggja lokahönd á 82 nýjar ló&ir. Vi& erum sveitarfélagi í uppsveiflu," segir Sigur&ur Jónsson, sveitarstjóri Ger&ahrepps. búa um 1200 manns. Þvert á það sem víða gerist á landsbyggðinni hefur íbúum fjölgað jafnt og þétt frá 1990. Sigurður sveitarstjóri, sem kom frá Vestmannaeyjum 1990 til að stýra sveitarfélaginu, segir að fjölg- un frá 1990 nemi 10 prósentum. Hann segir að fjölgunin hafi haldið áfram á þessu ári og markið er sett hátt. „Við teljum raunhæft að miða við að það fjölgi í 1400 manns á næstu tveimur til þremur árum. Frekari fjölgun er ekki heppileg í bili þar sem þá þyrfti að mæta aukningunni með stórframkvæmdum, svo sem meö stækkun grunnskólans," segir Sigurður. Hann segir að þrátt fyrir fjölgun sé nokkur hreyflng á fólki. Nokkrar stórar ættir séu þó kjölfestan og innan þeirra sé fólk sem ekki hug- leiði einu sinni að flytja. „Stærstu ættimar hér eru Tóftar- amir, Varafólkið, Kothúsafólkið og Rafnkelsstaðafólkið. Þá eru minni ættir en þetta fólk á það sameigin- legt að halda mjög tryggð við sitt byggðarlag og það er kjölfestan," segir Sigurður. Aðspurður um það hvort hann smelli inni í ættasamfélagið hlær hann við og segir aðkomumenn alltaf vera utanaðkomandi. „Ég uni mér vel héma en það er ljóst að þrátt fyrir 10 ára búsetu er ég enn aðkomumaður i Garði. Það er bara þannig,“ segir hann og upp- lýsir að það komi í ljós í kosningun- um 2002 hvort aðkomumaðurinn verði áfram í plássinu. Stærsta fyrirtækið í Garði er Nes- fiskur hf. þar sem um 250 manns starfa við fiskvinnslu og útgerð. Um 40 manns hafa atvinnu við hjúkrun- ar- og dvalarheimið Garðvang þar sem 40 vistmenn dvelja. Þá er fjöldi smærri fyrirtækja og verktaka á staðnum. „Það er næg atvinna á staðnum og hér er paradis verktakanna sem taka að sér verkefni vítt og breitt. Við erum afar vel staðsett og héðan er aðeins 7 mínútna akstur til Kefla- víkur og þriggja mínútna akstur til Sandgerðis. Aðalatvinnuvegurinn er þó og verður fiskvinnsla og út- gerð þar sem vaxtarbroddurinn liggur,“ segir Sigurður. Hann segir engan vilja vera til sameiningar við Reykjanesbæ eða Sandgerði. Á það hafi þegar reynt. „Það hefur verið kosið um sam- einingu hér og fellt. Þá hafa verið gerðar kannanir um vilja íbúanna til sameiningar og þá kom í ljós að hann er ekki til staðar. Þar við sit- ur,“ segir Sigurður, sveitarstjóri í Garði. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.