Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2000, Blaðsíða 9
27 MIÐVKUDAGUR 24. MAÍ 2000 1700 íslendingar hjá Bandaríkjaher: Friður um - sem virti reykingabann frá fyrsta degi DV, KEFLAVÍKUEFLUGVELLI: „Ég er búinn að starfa hér í 18 ár. Það er fjöldi íslendinga sem starfar hér sem hefur verið um áratuga- skeið. Það er óhætt að segja að fólki líði vel i vinnunni hér,“ segir Frið- þór Eydal, upplýsingafulltrúi Vam- arliðsins á Keflavíkurflugyelli. Frið- þór er einn þeirra 1700 íslendinga sem starfa hjá ameríska vamarlið- inu. Um 4000 þúsund manns búa i Vamarstöðinni þar sem atvinnulíf- ið snýst um Bandaríkjaher. Auk starfsins á Keflavíkurflugvelli rekur herinn fjórar ratsjárstöðvar sem vakta flugumferð í kringum landið. Varnarstöðin á Keflavíkurflug- velli er 11. stærsti byggðarkjami landsins og þar er allt að finna sem er I sambærilegum byggðarlögum svo sem verslanir, kirkju, skóla, skemmtistaði og fjölmiðla. Her- menn eru ails um 1900 en makar þeirra og böm eru rúmlega 2000. Aðrir sem búa í sveitarfélaginu em 100 Amerikanar sem starfa við þjón- ustustörf tengdum hernum. Þá starfa aUs um 1700 íslendingar við störf sem til falla á Vellinum. Frið- þór segir að mikil viðhorfsbreyting hafl orðið til veru Vamarliðsins frá þvi sem var fyrr á árum. Tíska aö mótmæla „Fólk tekur þetta í dag sem eðli- legan hlut og þetta er ekki það hitamál sem það var í eina tíð. 68- kynslóðin tók þetta upp þar sem þetta var nærtækasta málið til að mótmæla og vera eins og hinir. í Bandaríkjunum var verið að mót- mæla Vietnamstríðinu. í Frakk- landi var verið að mótmæla vegna sósíalaðstæðna. Hér tóku menn þetta sem einn lið í því að mót- mæla við stjórnvöld. Þetta var tískufyrirbrigði sem er löngu liðin tíð,“ segir Friðþór. Hann telur óliklegt að Vamarlið- ið pakki saman á næstu árum. Samið hafi verið um að dregið verði úr kostnaði sem hafi tekist. „Það hefur verið dregið gífurlega úr umsvifum, sem þýðir spamað. Á undanfomum tíu ámm hefur flug- vélunum verið fækkað um helming og hermönnnum um rúmlega 40 prósent. Eftir stendur að hér er sveitarfélag sem þarf að halda gang- andi með öllu sem því fylgir. Það er Islenskur tæknimaður: Dánartil- kynning vísbending um atvinnu DV, KEFLAVÍKURFLUGVELLI: „Það liggur við að hlusta þurfi eftir dánartilkynn- ingunum til að menn eigi von um að komast í vinnu hér,“ segir Friðrik Haraldsson, Fri&rik Haraldsson tæknimaður Gó&ur vinnuandi. hjá ameríska sjónvarpinu á Keflavíkurflugvelli. Hann er með einna lægstan starfsaldur á sínum vinnustað þar sem hann hefur unnið í 14 ár. Hann segir marga starfsfélaga sína hafa unnið á Vellinum frá því um 1960. „Hér er mjög góður vinnuandi. Ég var tvítugur þegar ég hóf störf og það er ekkert sem bendir til þess að ég sé á förum héðan,“ segir Friðrik tæknimaður. -rt dýrt að reka þetta sveitarfélag þar sem þjónustustigið er mjög hátt. Hér búa íbúamir eins og á hóteli. Það þarf að skaffa þeim allt sem þeir þurfa þar sem þeir eiga ekkert sjálflr nema búslóð og bíl. Fólkið er á ábyrgð og forræði ríkisins sem á öll mannvirkin og þar með talin íbúðarhúsin. Eðli málsins sam- kvæmt,“ segir Friðþór. Hann segir að þeir sem dvelji til lengri tíma á Vellinum séu frá einu ári og upp í þrjú að meðaltali. Síðan sé fjöldinn allur af fólki sem komi til skammrar dvalar. „Flugvélar, að undanskildum þyrlum, eru gerðar út annars staðar frá. Áhafnir stoppa þá frá viku og upp í 6 mánuði. Helmingur þeirra vamarliðsmanna sem dvelja hér um lengri tíma er með fjölskyldur og því fólki líður vel. Svo lengi sem fjölskyldur eru saman líður fólki vel þó auðvitað sé langt til afa og ömmu í Bandaríkjunum," segir hann. Stoppa stutt Hann segir fólkið ekki mynda mikil tengsl við íslendinga þó það sé auðvitað til í dæminu. Ástæða þess að vináttubönd myndast ekki segir hann gjarnan vera þá að vam- arliðsmenn stoppi stutt og fólk því ekki ginnkeypt fyrir að mynda vin- áttutengsl. „Það hafa auðvitað myndast vina- tengsl en það gerist ekki á neinn skipulagðan hátt heldur er það bara DV-MYND ÞÖK Aga& samfélag „Ibúarnir eru löghlýönir og þar er ekki saman aö jafna því sem gerist á íslandi," segir Fri&þór Eydal sem starfaö hefur á Vellinum í 18 ár. Félagi hans Fri&rik Haraldsson hefur einnig starfaö lungann af sinni starfsævi á Vellinum. maður á mann. Það sem stendur í veginum er einna helst að íslend- ingar nenni ekki að standa í að mynda vinatengsl því fólk er varla búið að kynnast þegar kemur að því að Ameríkanarnir fari heim,“ segir hann. Hann segir dæmi um að fjölskyld- ur séu lengur en þessu nemur og framlengi dvöl sína í 5 ár. „Það er ein fjölskylda hér sem búið hefur hér meira og minna i 10 ár. Þau hafa þá farið og komið aft- ur,“ segir Friðþór. Sterkur agi Hann segir að eðli málsins sam- kvæmt séu hömlur á því hverjir fá að fara inn á Völlinn. Þeir gestir sem komi verði að vera á ábyrgð einhverra innan hliðs. Varnarliðs- menn séu aftur á móti frjálsir að því að ferðast utan hliðs. „Þetta er herstöð og alþjóðaflug- völlur og þvi ekki hægt að leyfa al- mennt ráp út og inn. Það eru engar hömlur lengur á ferðum hermann- anna og fjölskyldna þeirra út af Vellinum. Þeir íslendingar sem vilja heimsækja kunningja innan vallar verða að hringja á undan sér og þá kemur viðkomandi í hliðið og tekur á móti gestum sínum," segir Friðþór. Hann segir mjög sterkan aga ríkja í samfélaginu og hart sé tekið á lögbrotum. Ibúamir séu mjög lög- hlýðnir. „Menn eru látnir gjalda fyrir sig. Geri þeir eitthvað rangt fá þeir und- antekningarlaust fyrir ferðina. Þetta er ekki eins og við þekkjum á íslandi þar sem mikið skortir á að fólk sé gert ábyrgt. Þeir sem bregð- ast í starfi verða að fylgja lögum og reglum út í ystu æsar. Þetta er mjög agað samfélag," segir hann. Hann nefnir dæmi um það hversu alvarlega Bandaríkjamenn taka reglur. „Fyrir nokkrum árum ákvað Bandaríkjastjóm að taka upp nánast sömu reglur varðandi reykingar og gilt höfðu á íslandi i 10 ár. Munurinn var bara sá að hér var farið eftir regl- unum til fuils frá fyrsta degi. Lög um notkun sætisbelta eins og þau eru framkvæmd á íslandi hefðu aldrei virkað hér. Þetta voru að vísu ágæt- islög en það sem gerði útslagið var að það vom engin viðurlög við brotum og það skilur fólk hér innan vallar ekki. Dæmigerð íslensk málamiðl- un,“ segir Friðþór. -rt ýjcr móttökur 420 8800 ♦ lagoon@bluelagoon.is • www. ICEIAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.