Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2000, Blaðsíða 16
34 MIÐVKUDAGUR 24. MAÍ 2000 Fyrrvercmdi fiskverkakonur með botndýr undir smásjá: Látið drauminn rætast Sportköfunarskóli íslands Hafnargötu 48 A, Keflavík. Sími 421 7100,897 6696. Netfang scuba@símnet.is - ef þau væru með rétta laginu sem ekki voru þekktar við ísland áður. Guðmundur Víðir Helgason er verkefnisstjóri. Hann segir verk- efnið varpa ljósi á það hvaða botn- dýr lifi við landið og í hvaða magni. „Við erum að koma upp gagna- grunni sem mun koma að gríöar- lega miklum notum,“ segir Guð- mundur Víðir. Aðstandendur verkefnisins líkja starfmu við að búa til orð sem aðr- ir nota síðan til að búa til setningar. Allskyns skemmtilegheit hafa kom- ið upp og erlendur fræðimaður sem uppgötvaði nýja tegund nefndi hana eftir konu sinni. Þær Guðbjörg, Est- er og Sigrún sögðust alveg vera til í að skíra eftir sínum körlum. „Ef kvikindin eru með rétta lag- inu er tilvalið að skíra þau eftir körlunum okkar,“ sögðu fiskverka- konurnar fyrrverandi og skelli- hlógu ofan i smásjárnar. -rt DV-MYNDIR ÞÖK Kátar vib smásjá Þær Guöbjörg Haraldsdóttir, Ester Grétarsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir eru alsælar meö a& vinna vib flokkun botndýra. Allar hafa þær reynslu af fisk- vinnslu og segjast ekki líkja því saman hvab þetta væri skemmtilegri vinna. Hér eru þau ásamt yfirmanninum, Gubmundi Víbi Helgasyni. Dúndrandi aðsókn að náttúrusafni Fræðasetursins: DV, SANDGERÐI: „Þetta er bráð- skemmtileg vinna og fólk ílengist hér,“ segja þær Guðbjörg Haralds- dóttir, Ester Grétars- dóttir og Sigrún Har- aldsdóttir sem allar vinna að greiningu botndýra í Fræðasetr- inu í Sandgerði. Allar hafa þær reynslu af því að starfa í fiski og öðr- um hefðbundnum störf- um sem til falla í sjáv- arþorpum. Þær segja núverandi starf vera ólíkt skemmtilegra en allt annað sem þær hefðu tekið sér fyrir hendur áður og verk- efnið sé mikil lyftistöng fyrir byggðarlagið. Starf þeirra átta kvenna sem starfa við smásjár felst í þvi aö greina i smásjá skeldýr í fjölda flokka sem síð- an er greindir enn frek- ar í ýmsum vísinda- stofnunum. Skeldýrun- um er safnað allt í kringum landið og þeim síðan komið í Sandgerði til flokkunar þar sem fiskverkakon- umar fyrrverandi taka við og greina dýrin í allt að 150 flokka sem fara til yfir 100 sérfræðinga í 20 löndum. Verkefnið er samstarfs- verkefni Náttúrufræðistofnunar, Háskóla íslands og Sandgerðisbæj- Botndýr í gagnagrunn Vib erum ab koma upp gríbarlegum gagna- grunni sem mun koma ab gríbarlega miklum notum," segir Gubmundur Víbir Helgason. ar. Botndýrin fást á allt að 2.400 metra dýpi út af landgrunninu og nokkrar áður óþekktar tegundir hafa uppgötvast auk fjölda tegunda DV, SANDGERÐI:_________________ „Það voru allir dagar í maí bók- aðir hjá okkur vegna heimsókna skólahópa," segir Reynir Sveins- son, forstöðumaður náttúrusafns Fræðasetursins í Sandgerði. Hann segir safnið, sem samanstendur af fuglum, fiskum og sjávardýrum, vera feiknarlega vinsælt og tekið sé við allt að 85 manna hópum bama og kennara í einu. „Við sendum krakkana í fjör- umar ásamt kennurum og leið- sögumanni. Þau safna síðan eigin sýnum og koma með hingað og rannsaka sjálf í þeim fnnm víð- sjám sem við höfum til staðar," segir Reynir. Hann segir engan vafa leika á því að krakkarnir læri mikið af því að safna sýnunum sjálf og rannsaka síðan. „Þetta er mjög gefandi fyrir þau. Þau stunda þama eigin rannsókn- ir sem kennir þeim margfalt meira en að nema eingöngu af bókum,“ segir Reynir. Auk nemendahópa sækir ferða- fólk fróðleik til þeirra. „Við höfum verið með fræðsluerindi fyrir það fólk sem er á leið í hvalaskoðunar- ferðir. Sandgerði er í dag miðstöð fræðslu og rannsókna á Reykja- nessvæðinu," segir Reynir. -rt Fræbsla í öndvegi Sandgerbi er mibstöb fræbslu og rannsókna, segir Reynir Sveinsson for- stöbumabur sem hér er á safni sínu. Myndum skíra kvik- indin eftir körlunum Börnin safna sýn um og rannsaka sjálf —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.