Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Blaðsíða 7
^sta Sigríður og Nanna Katrín Kristjánsdætur: I dúkkuleik með litlu systur annar stofnenda módelskrifstofunn- ar. Sex ár eru á milli þeirra, Ásta er 28 ára en Nanna 22 ára. Þær segja samstarfið á Eskimo ganga framar öll- um vonum. „Þegar ég hóf störf fyrir rúmu ári höfðum við áhyggjur af að þetta myndi ekki ganga vel,“ segir Nanna. „Auðvitað voru það óþarfa áhyggjur. Allt gengur eins og í sögu. Við erum enn betri vinkonur en áður eftir að við byrjuðum að vinna saman og tölum tíu sinnum saman á dag í gegnum síma ef við hittumst ekki.“ Stelpumar bjuggu ungar í Lundi í Svíþjóð þegar foreldrar þeirra voru í námi. Þá var Nanna komung en Ásta segist enn þá kunna sænskuna. Hún hafði þó lítið notagildi í næsta áfangastað fjölskyldunnar, Laugar- neshverfinu. Þar sem Ásta var sex ára þegar Nanna fæddist og þær eiga ekki fleiri systkini liggur það beint við að spyrja hvort hún hafi ekki orðið öfundsjúk og látið öllum illum lát- um til að ná athygli foreldranna. „Alls ekki. Þvert á móti,“ segir Ásta. „Þetta var frábært. Ég var alltaf að passa Nönnu og leika við hana. Á stundum fannst mér eins og hún væri litla dúkkan mín.“ Dúkkuleikurinn kláraðist ekki al- veg strax hjá Ástu. Þegar gelgju- skeiðið nálgaðist átti hún það til að kalla á litlu systur til að setjast í förðunarstólinn sinn til að æfa sig á augnskugganum, maskaranum og fleiri gellutólum. „Ég hlýddi henni þó svo að stundum hafi ég verið farin að iða ansi mikið í stólnum," rifjar Nanna upp hlæjandi. . „Við vorum alltaf frekar ólíkar,“ segir Ásta. „Nanna var ósköp Ijúf og gott að eiga við hana á meðan ég var þrjósk og vildi hafa hlutina eftir mínu höfði." „Framtíðardraumar okkar voru einnig mjög ólíkir,“ seg- ir Nanna. „Ásta vildi búa í risa- stórri höll með tígrisdýrum og lifa hömlulausu lifi. Ég vildi bara eign- ast fjölskyldu einhvers staðar uppi í sveit. Munurinn sást einnig á her- bergjunum. Ásta var alltaf mjög snyrtileg á meðan ég sankaði kæru- leysislega að mér rusli. Einhvem tímann beit hún það í sig að hafa allt i herberginu sínu rautt og hvítt og notaði rautt lím- band til að líma yfir bókakilina í hillunni. Það rót- tækasta sem ég gat hugsað mér var að láta Playmobile-kall- ana tala saman á skrifborðinu." Þegar Nanna var fimmtán ára varð hún ólétt af syni sínum, Alexander Má. „Þetta var mjög skrýtið þar sem ég var svo ung. Ég é ... ■ l .*» r l\ K j [ Nanp' ’j V W- Þegar þær voru yngri vildi Asta (28 ára) búa í risastórri höll með tígrisdýr á hvora hönd en Nanna (22 ára) eignast fjöl- skyldu einhvers staðar uppi í sveit þorði ekki að segja mömmu þetta strax. í staðinn hringdi ég í Ástu, sem bjó erlendis, og sagði henni frá þessu.“ Eftir að Nanna sagði henni frá óléttunni gat Ásta ekki lengið haldið fregnunum leyndum. „Ég fékk al- gjört sjokk og hringdi beint heim til mörnmu." Skiljanlega var Nanna ekki par ánægð með lausmælgi stóru systur. íjórum árum seinna fetaði Ásta í fótspor litlu systur þegar hún eign- aðist dótturina Jasmln Soffíu og segist hún oft hafa leitað til Nönnu til að fá ráðleggingar. I dag eru Alex- ander og Jasmín bestu vinir enda leita systurnar til hvor annarrar þegar þær vantar pössun. búa báðar á æsku- slóðum í Laugarneshverf- inu og stunda enn þá Laugardagslaugina sam- an eins og í gamla daga. „Við höngum þó ekki í lauginni heilu dagana eins og við gerðum," segir Ásta. „Það er mik- ill munur að vera i góðu sambandi við fjöl- skylduna. Ég komst að því þegar ég hafði búið i erlendis í nokkur ár að það vantaði alla kjöl- festu í lif mitt. Það er best að hafa íjölskyldu og vini nálægt sér og þannig vil ég halda því um ókomna framtið." 26. maí 2000 f Óku Helga Ðraga og Ingveldur Ýr Jónsdætur: Gengu báðar á Ijósastaur Helga Braga og Ingveldur Ýr Jónsdætur eru hálfsystur, dætur Jóns Hjartarsonar leikara. Helga Braga ólst upp á Akranesi hjá mömmu sinni en Ingveldur hjá mömmu sinni á mismunandi stöð- um á landinu þangað til þær settust að í Reykjavik. „Við vorum voða- lega samrýndar og líkar að mörgu leyti,“ segir Helga og Ingveldur jánkar því og bætir við: „Við hitt- umst um helgar og eyddum þeim þá yfirleitt þannig að við töluðum myrkranna á milli. Við gerðum það líklega til að vinna upp tapaðan tíma.“ Auk þess að hittast einstaka helgar fóru þær alltaf saman á sumrin til ömmu sinnar á Hell- issandi. Helga og Ingveldur voru báðar voðalegir sveimhugar sem krakkar og lifðu í sínum draumaheimi. „Ég var svo utan við mig og mikill pró- fessor eitthvað að eitt sinn þá gekk ég á ljósastaur,“ útskýrir Helga. „Já, ég líka,“ segir Ingveldur hlæj- cmdi. Þessi tilhneigmg þeirra til draumóra olli því að þegár þær komu saman þá lifðu þær í öðrum heimi og voru stöðugt að búa til sögur og leikrit. „Það var stöðugt eitthvert drama I gangi hjá okkur, eitthvert leikrit eða þess háttar sem við síðan fluttum fyrir aðra,“ segir Helga. „Það var líka dálítið fyndið að yfirleitt voru þetta há-rauð skila- boð sem að við vorum að flytja. Við smituðumst af pabba sem var mik- ill kommúnisti og það kom fram í leikritunum okkar, jafnvel þó við hefðum ekki hugmynd um hvað við vorum að segja,“ bætir Ingveldur við. Aðspurðar segjast þær ekki vera kommar lengur. Einhver eftirminnileg prakkara- strik? „Nei, ekkert alvarlegt. Eitt sinn, reyndar, þá vorum við heima hjá pabba i Reykjavík og vorum með Systurnar Ásta Sigríður og Nanna Katrín Kristjánsdætur eru fulltrúar tískugeirans. Þær vinna saman á Eskimo models en Ásta er þessi líka rosalæti í íbúðinni hans, allt viljandi held ég. Það endaði með því að einhver hringdi á lögg- una til þess að skakka leikinn," seg- ir Ingveldur. „Já, það var ferlega fyndið því þegar löggan kom þá hljóp ég inn í skáp, skjálfandi á beinunum af hræðslu, og Inga henti sér í rúmið og þóttist vera sofandi, öll löðursveitt og móð og másandi. Jódís, fyrrverandi stjúpsystir okk- ar, var heima. Hún var ljóshærð, hljóðlát og góð stelpa og átti engan þátt í þessu. Hún fór hins vegar til dyra þegar löggan kom og sansaði þetta allt saman,“ segir Helga. Einu sinni hefur komið tímabil þar sem aðeins slettist upp á vin- skapinn, ef svo má segja. „Þegar ég var sextán þá byrjaði ég á föstu með strák og hafði allt í einu engan tíma fyrir Ingu. Hún var fjórtán þá og að mínu mati algjör krakki. Ég var hins vegar nýbyrjuð í menntaskóla, á kafi í leiklistarstarfinu þar og með kærasta (alveg á pikkföstu) og voðalega upptekin öll eitthvað." Það jafnaði sig þó. Ingveldur minnist þess einnig, brosandi, að hafa kallað Helgu gelgju þegar hún var 11 ára. „Hún varð voða ful yfir þvi eitthvað. Enda á of viðkvæmum aldri fyrir s v o 1 e i ð i s uppnefningar." Þegar Ingveld- ur varð 18 ára fluttist hún til Austuríkis og þá tók við nýtt tíma- bil i sambandi þeirra systra: „Við höfðum sam- band með því að senda hvor annarri spólur sem við tókum upp, vorum of latar til skrifta. Þetta var wm líka djammtíminn okkar. Alltaf þegar við hittumst hér heima eða úti þá rösuðum við út eins og brjálæðingar og espuðum hvor aðra upp i alls konar vitleysu," segir Ingveld- ur. „Síðan var dramað alltaf til staðar hjá okk- ur nema í annarri mynd. Eitt sinn þegar við vorum búnar að part- íast þá lentum við í rosa uppgjöri einhverju, ég móðgaði Ingu eitthvað og hún tók allt dót sem ég hafði gefið henni um ævina, setti í svartan ruslapoka og ætlaði að láta mig taka það aftur. Ég rauk út og skellti hurðum. Stuttu seinna kom ég aftur til að biðjast afsökunar og það endaði með svona Kathy og Heathcliff-pakka. Bara ég elska þig og rosadrama." Þær systur er enn miklar vin- konur en segja þó að vinskapurinn hafi breyst. „Þegar við komumst yfir þrítugsaldurinn þá breyttist vinskapurinn, varð mun þroskaðri," segir Helga og Ingveld- ur bætir við: „Já, við erum ekki lengur þessar samlokur sem við vorum, það eru komnar nokkrar brauð- sneiðar á milli okkar í brauðhleifnum." Helga Braga (35 ára) og Ingveldur (33 ára) eiga það til að vera á mismunandi tíma í sömu verslun, sama hvort það er í útlöndum eða hér heima og kaupa ná- kvæmlega sömu flíkina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.