Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Blaðsíða 12
vikuna
25.5-1.6 2000
21. vika
Bloodhound Gang fikra sig upp lis-
tann með óðinn til klámmyn-
daleikkonunnar Chasey Lain. Fyrir
áhugasama sem vilja meira en að
horfa á hana í bláum myndum ben-
dum við á Rómeó & Júlíu þar sem
hægt er að kaupa afsteypu af kyn-
færum klámmyndastjörnunnar.
Topp 20
(01) Tell Me Einar Ágúst & Telma áfistaí © 7
02 The Ballad Of Chasey L. Bloodhound Gang 8
(03) Freestyler Boomfunk MC's 5
(04) Jammin' Bob Marley & MC Lyte X 1
(05) He Wasn't Man Enough Toni Braxton ^10)
(06) Thong Song Sisqo t 11
07 Oops 1 Did Again Britney Spears ^ 6
(08) Freakin' It Will Smith t10
(09) Ex-Girlfriend No Doubt 4^1
(10) Run To The Water Live ; 4- 12|j
(11) Vertu Hjá Mér Á Móti Sól /9
(12) 1 Wanna Mmm The Lawyer A 8 * Íj
(13) There You Go Pink t 5
(14) Say My Name Destiny's Child ^13
(75) Fool Again Westlife
(16) Are You Still... Eagle Eye Cherry 10
(17) Mama Told Me. Tom Jones&Stereophonics 4, 7
(18) Dirty Water Made In London * 3
(19) Bingo Bango Basement Jaxx 6
(20) Never Be The... Mel C & Left Eye ^11
0 topp/ag vikunnar
/
X
X
hastökkvari
vikunnar
nýtt á /istanum
stendur I stað
a hækkar sig frá
■ s/ðtstu viku
?
lækkarsigfrá
síðjstu viku
fall vikunnar
Sætin 21 til 40
21. My Heart Goes Boom French Affair •l 8
22. Mambo Italiano Shaft 6
23. Búinn Að Fá Nóg Buttercup 9
24. Orginal Sálin Hans Jóns Míns 4, 16
25. Sunshine Reggae Laid Back t 5
26. Lucky Star Superfunk 4, 7
27. Music Non Stop Kent t 4
28. Mr. Bongo Housebuilders X 1
29. Just Around The Hill Sash •Þ 4
30. Don't Wanna Let... Five ? 9
31. Fill Me In Craig David t 6
32. Broadway Goo Goo Dolls X 1
33. Waste Smash Mouth 4- 8
34. Riddle En Vogue X 1
35. Shackless Mary Mary t 3
36. Now Or Never Tom Novy & Lima t 2
37. Everything Vertica! Horizon t 2
38. Feel The Same Triple X 4* 4
39- Toca's Miracle Fragma •l 5
40. Flowers Sweet Female Attitude X 1
Hann hefur víða
komið við síð-
an hann vakti i
fyrst athygli m
með NWA áriðj
1987. Trausti
Júlíusson
skoðaði leikar-1
ann, kvik-
myndaframleið-1
andann og AI
rapparann Æ
Cube. j|7
lce Cube ætlar að taka Hollywood með stæl.
Lagið You Can Do It með Ice
Cube hefur fengið mikla spilun á
islenskvun útvarpsstöðvum að und-
anfomu. Lagið er úr kvikmyndinni
Next Friday sem Cube lék í og
framleiddi. Lagið er einnig á nýju
Ice Cube-plötunni War & Peace
Vol. 2 (The Peace Disc) sem er
seinni hlutinn af War & Peace-
verkinu, sá fyrri (The War Disc)
kom út 1998.
Ice Cube fékk rappveiruna í
gaggó þegar strákur í bekknum,
Kiddo, skoraði á hann í rapp-
keppni. Ice Cube tók áskoruninni,
vann keppnina og eftir það varð
ekki aftur snúið.
Eftir stutta viðveru í
C.I.A.krúinu með þeim Sir Jinx og
K-Dee varð N.W.A. (Niggaz with
Attitude) til þegar meðlimir C.I.A.
og Class Wreckin’ Crew, sem Dr.
Dre var í, tóku saman við þá Easy
E og Ron-de-Vue. N.W.A. átti fyrst
að vera hliðarverkefni fyrir þá,
svona vettvangur til þess að búa til
últra hrátt og óheflað efni, en varð
fljótlega aðalbandið.
Upphafsmaður
gangsterrappsins
Aðalplata N.W.A., Straight Outta
Compton, er ein af mikilvægustu
rappplötum sögunnar og átti eftir
að hafa ótrúleg áhrif. Straight
Outta Compton, sem er ótvírætt
meistarastykki, er undanfari
gangster rapp-æðisins sem náði
kannski hámarki með Death Row,
útgáfu Suge Knight, en hefur
þynnst verulega út í seinni tíð.
Ice Cube hætti í N.W.A. eftir að
hafa aðeins fengið 30.000 dollara
greidda fyrir Straight Outta
Compton sem hann átti stóran hlut
í að semja og sem seldist i yfir 3
milljón eintökum. Sólóferill hans
hófst með „Amerikkka’s Most
Wanted" sem líka var frábær plata.
Ice Cube hélt áfram að gefa út
sólóplötur sem seldust i stórum
upplögum en fljótlega var hann
líka farinn að framleiða mynd-
bönd og pródúsera aðra tónlistar-
menn. Fyrsta hlutverk hans i
kvikmynd var i þeirri eftirminni-
legu Boyz N The Hood sem John
Singleton leikstýrði. Hann stóð
sig með prýði í þeirri mynd (fór
m.a. með myndinni á Cannes-há-
tíðina og varð mjög undrandi þeg-
ar franska kvikmyndaelítan filaði
hana í botn!) og eftir það tóku til-
boðin að streyma frá Hollywood.
Hann hefur síðan leikið í ótal mis-
góðum myndum, núna síðast í
Three Kings.
War & Peace
Mest af efninu á War & Peace-
plötunum var tekið upp fyrir
tveimur árum. Þegar Ice Cube sá
að hann var með efni sem nægði á
tvöfalda plötu ákvað hann að
skipta því í tvennt og gefa út tvær
plötur með árs millibili frekar en
að gera tvöfalt albúm eins og
Notorious B.I.G., 2Pac og Wu
Tang Clan gerðu. „Ég hef reynt að
hlusta á sumar af þessum tvöfoldu
rappplötum og að mínu mati er
þetta bara of stór skammtur,“ seg-
ir hann. Hugmyndin á bak við War
& Peace er einfold: „War & Peace
er um lífið og hvemig maður tekst
á við það,“ segir Cube. „Hver dag-
ur er ströggl. í dag er kannski allt
í góðu en svo verður morgundagur-
inn hryllingur."
Eitt af þeim lögum sem vöktu
mesta athygli á fyrri plötunni var
Fuck Dying sem Ice Cube gerði
með hljómsveitinni Kom. Á nýju
plötunni eru gestimir t.d. Chris
Rock, sem rappar með honum í
laginu You Ain’t Gotta Lie (Ta
Kick It) sem gerir grín að röppur-
um sem syngja um hvað þeir em
sjálfir rosalega magnaðir og merki-
legir; Mack 10 og Ms. Toi, sem
rappa með í You Ca Do It, og gömlu
N.W.A.-félagamir Dr. Dre og MC
Ren sem rappa með í upphafslag-
inu Hello.
Þegar grannt er hlustað á You
Can Do It heyrist að í laginu er bút-
ur úr einu af fyrstu hip-hop-lögun-
um, Planet Rock, sem meistari Af-
rika Bambaataa gaf út 1982. Það
er auðvitað löngu orðið timabært
að endumýta gamalt hip-hop eins
og aðra flotta tónlist.
Kvikmyndajöfurinn lce
Cube
Það er ekki nema 20 mínútna
akstur frá South Central, þar sem
Ice Cube ólst upp við fátækt og
harðneskju, til Hoflywood, þar sem
Ice Cube eyðir miklu af sínum
tíma í dag. Hann hefur bæði fram-
leitt nokkrar myndir (t.d. Friday
og Next Friday) og meira að segja
skrifað handrit að, framleitt og
leikið í einni (The Player’s Club).
Hann er enn að búa til tónlist og er
stoltur af War & Peace-plötunum,
en hann er samt ekki endflega að
reyna að keppa við yngstu menn-
ina í brEmsanum: „Ég er búinn að
vera svo lengi i skotgröfunum að
ég held ég láti ungu mennina sjá
um að þróa hip-hoppið. Þegar mað-
ur nær ákveðnum aldri þá lætur
maður næstu kynslóð hafa keflið.
Ég er búinn að ná öllu þvi sem ég
ætlaði mér að ná í hip-hoppinu, nú
ætla ég að taka Hoflywood á sama
hátt,“ segir hann. Og þar hafiði
það...
12
f Ó k U S 26. maí 2000