Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Blaðsíða 13
Fyrir tveim árum gaf Eagle Eye Cherry út fyrstu plötuna sína, Desireless, og sagði við það tækifæri: „Ég vona bara að platan seljist nógu vel til að ég fái að gera aðra.“ Nú, 4 milljón eintökum síðar, er kappinn kominn með nýja plötu og viðtökurnar hafa verið svo góðar að hann fær örugglega að gera eina enn. Ef síminn hríngir fljúga lögin út um gluggann Amarauga fæddist I Svíþjóð 1971 og pabbi hans, djassarinn Don Cherry, nefndi soninn þessu flipp- aða nafni. „Pabbi var á tónleikatúr þegar ég fæddist. Hann kom heim og ég var sofandi í fyrsta skipti sem hann sá mig. Ég vaknaði og opnaði annað augað og þá gaf hann mér þetta nafn.“ Fjölskyldan bjó í sænskri sveit en Eagle og systir hans, söngkonan Neneh Cherry, flæktust oft með pabba og hinum djasskörlunum í hljómsveitarrútunni þegar þau voru lítil. Þeim likaði lífemið vel og fengu bakteríuna. Tólf ára var Eagle sendur í skóla tO New York. Eftir námið reyndi hann fyrir sér sem trommari og leikari áður en hann sneri til Svíþjóðar og hóf upp- tökur á fyrstu plötunni sinni. „Ég hafði góða tUfinningu fyrir lögunum sem ég haföi samið en var samt ekki viss um að þessi bijálaði tónlistarbransi væri fyrir mig. Það em svo mörg dæmi um fólk sem hefur glatað neistanum. Mér fannst Sviþjóð öruggt umhverfi til að byrja í.“ Platan virkaði sem galdur á gagnrýnendur. - „Sumir eru þannig að þegar maður heyrir fyrsta lagið með þeim veit maður að þeir eiga eftir að verða risanúm- er,“ sagði t.d. tímaritið Uncut - og Eagle varði tveim árum I að fylgja plötunni eftir með tónleikum um aUan heim. Vill hlutina fönkaða Eftir túrinn fór Eagle Eye beint að spá í næstu plötu og enginn ann- ar en Rick Rubin bauðst til að hljóðstýra henni. „Maður gerir sína fyrstu plötu fyrir skít og kanii og hún gengur vel,“ segir Eagle. „Þá freistast margir til að fá ein- hvem rosa tískuhljóðstjómanda og breyta öllu. Fyrir mestu er þó að vita hvað maður vill. Ég vissi um leið að Rick væri rétti maðurinn fyrir mig. Ég fila hvað hann hefur Stjörnukerfi Ifókus ★ ★ ★ ★ * Gargandi snilld! * Notist í neyö. ★ * ★ ★ Ekki missa af þessu. 0 Tímasóun. *** Góö afþreying. skaðlegt. ★ ★ Nothæft gegn leiðindum.vev plötudómar „Eg ætla ekki að taka þetta of alvarlega og alltaf að reyna að muna að þetta gengur út á að búa til tónlist en ekki að vera í flottum fötum og vera með kúl sólgleraugu.“ einfaldan stíl og aö honum þykir gaman að taka lögin upp læf.“ Það kom þó smávægÖegt babb í bátinn. Eftir tveggja ára tónleika- túr átti Eagle engin ný lög. „Rick varð dálítið stressaður af því hann var búinn að bóka hljóðver," segir Eagle. Hann dreif sig því í að leigja hæð í New York, fékk söngvarann Chris Watkins (úr blúsbandinu Preacher Boy) til liðs við sig og saman sömdu þeir sex lög sem tek- in voru upp á átta dögum skömmu síðar. Fleiri lög vom tekin upp í Svíþjóð á jafn snöggan hátt. „Ég fíla ekki hátæknileg stjömustríðs- hljóðver," segir Eagle. „Ég fíla að hafa hlutina meira fönkaða með gömlum, góðum analóg-græjum.“ Náttúrlegir hæfileikar Niðurstaðan er lífræn og lifandi plata sem heitir Living in the Pres- ent Future. Fyrri plata Eagle Eye var miklu rólegri en þessi því nú er tónlistin spriklandi hress á töff máta og gripandi melódíur út um allt. Eagle virðist hafa náttúrlega hæfileika til að semja gott popp- rokk en vill sjálfur ekki skilgreina hæfileikana. „Ég vil ekki kafa of djúpt í þá sálma því lagasmíðar era mér mjög viðkvæmt mál. Ég veit að daginn sem ég samdi Save Tonight (vin- sælasta lagið af síðustu plötu) hefði ég alveg eins getað farið að spila fótbolta og lagið hefði glatast að ei- lífu. Lögin eru eins og fiðrildi sem fljúga í kringum mig. Ef síminn hringir þá fljúga þau út um glugg- ann.“ Margir hafa beðið eftir dúett systkinanna og hann er á nýju plöt- unni, lagið Long Way around. Það, eins og flest önnur á plötunni, hef- ur alla möguleika á að verða smell- ur en þegar hefur lagið Are You still Having Fun? notið vinsælda. Þegar fyrsta plata Eagle Eye kom út sló hann ákveðna vamagla á veru sína í hákarlavatni popp- bransans. Hann sagði: „Ég ætla ekki að taka þetta of alvarlega og alltaf að reyna að muna að þetta gengur út á að búa til tónlist en ekki að vera í flottum fotum og vera með kúl sólgleraugu." En hefur hann staöið við stóru oröin? „Ég viðurkenni að ég hef stund- um gengið með kúl sólgleraugu og þetta er búið að vera miklu við- burðaríkara en ég átti von á. En ég er samt undrandi á að því að mér finnst ég vera sami náunginn og þegar ég byrjaði." Dr. Gunni Axl verður fyrir ónæði Aumingja Axl Rose. Síðustu sex árin hefur hann lifað í einangrun og eytt 6 milljón dölum í nýja G‘NR- plötu. Nafnið er Chinese Democracy en ekkert bólar á henni þó sagthafi verið að hún ætti að koma út í vor. Ekki bætir úr skák að brjálaður að- dáandi 37 ára kona, Karen, hefur verið að 1 ofsækja hann síðustu árin. Fyrir þrem árum læddist hún inn og kom að Axl spilandi á gítar í eldhúsinu. Hún sagði hann hafa kallað á hana með hugarorku. í síð- ustu viku var hún enn að sniglast í kringum heimilið og þá var hringt á lögguna. Nú sagðist hún vera eigin- ^ kona Axl og öskraði: „Ef ég fæ hann ekki fær hann engin!" á meðan hún var dregin í burtu. Axl vildi ekki tjá sig en Karen gistir fangageymslur. Enga bolafleygjandi vitfeysinga hér, takkl Annað furðufyrirbæri er meistari Michael Jackson. Fyrir skömmu ljóstraði hans fyrrverandi kokkur því upp að Mikki fengist ekki til að borða matinn sinn fyrr en búið væri að gefa honum bamaleg nöfn. „Ég bjó til Péturs Pan- pitsu fyrir hann og j sækadelískan sverðfisk,“ sagði kokksi. Hótel! Dorchester í [ London hefur bann- að Mikka að gista [ þar framar - ekki af 1 því að hann hafi! heimtað barnamat heldur af því að hann henti bol niður af svölunum til æstra aðdáenda. Krakkamir hlupu á eftir bolnum og ung stelpa varð fyrir bíl. Þó stelpan slasaðist ekki illa vilja hóteleigendumir ekki hafa svona vitleysu. Michael var í London til að syngja á einkatónleik- um fyrir soldánin af Brunei og á góögerðatónleikum fyrir vinkonu sína, Elizabeth Taylor. Pönkið tapar fyrlr rétti Dead Kennedys var eitt aðalpönk- bandið í den. Það hætti 1986 og með- limirnir fóru hver sína leið. Söngv- arinn Jello Biafra gerði sólóplötur og rak fyrirtækið Alternative Tentacles. Hinir meðlimirnir kærðu Jello fyr- ir vangreiddar tekjur af lögun- um og fyrir að vilja ekki nota þau í auglýsing- ar. Levi’s vildi nota Holidays in Cambodia í sjón- varpsauglýsingu en Jello fannst það vitaskuld ekki pönkinu þóknanlegt. Nýlega fengu hinir Dead Kennedys- meðlimimir 220.000 dali upp úr krafsinu sem Jello verður að greiða þeim. Við dómsuppkvaðninguna sagði Jello sár: „Mér er refsað fyrir að halda í gömlu gOdin og vilja ekki selja mig auðvaldinu." hvaðf ★★★★★ Hljómsveitin: 200.000 naglbítar Platan: Vögguvtsur fyrir skuggaprtns Útgefandl: Spor Lengd: 52:34 mín. ★★★★ Hljómsveitin: JuStÍCe Platan: Hears To The Future Hydrogen Duke- Utgefandi: box/Þruman Lengd: 36 : 26 mín. ★★★ Hljómsveltin: SonÍC Youth Platan: NYC Ghost & Flowers Útgefandl: Geffen / Skífan Lengd: 42 : 43 mín. Önnur plata akureyrska rokktriósins. Á þessari plötu ná þeir nýjum hæö- um í þeim persónulega rokkstíl sem kynnt var á fyrstu plðtunni. Hin var góö en þessi er enn betri, nánast óaðfinnanleg. Að megninu til er inni- haldið kraftmikiö og melódtskt rokk, en í bland eru angurværar perlur og hægar, drungalegar pælingar. Þetta er ný plata frá Tony Bowes, öðru nafni Justice. Hann hefur lengi verið þekktur á drum & bass sen- unni, t.d. fyrir plötur eins og .Viewpoints” og safnplötuna .The Greatest Hit“ sem kom út í fyrra. Á þessari nýju plötu kveður hins vegar viö nýjan tón hjá honum. Ellefta plata New York tilraunarokkar- anna ógurlegu. Þetta fóik er oröið hálffimmtugt svo fáir búast viö ein- hverju byltingakenndu frá þeim leng- ur (nóg af þeim lúxus í fortíðinni). Hinn ferski Jim O'Rourke vinnur með þeim í þetta skiptið og er það far- sælt samstarf. fyrir hvernf Sé eðalrokk eða -popp þinn tebolli ættiröu að kynna þér þessa plötu. 200.000 naglbítar er ekki eins og nein önnur hljómsveit en vissulega minna þeir stundum ögn á aðra. Villi minnir t.d. á Jónsa þegar hann syng- ur í felsettu, strengirnir minna stund- um á tónlistina úr Twin Peaks og stundum minnir bandið á Blur. Þessi plata ætti að höfða til allra þeirra sem kunna að meta uppá- tækjasamt breakbeat. Þetta er plata fyrir stofuna eöa bílinn. Hún er vita- gagnslaus á dansgólfið. Tónlistin er frekar fjölbreytt, rapparinn Danoyd kemur fram í laginu ,Wack MC's' og iögin .Cycle 11“ og „Beat Drop“ eru ekta elektró. Sonic Youth aðdáendur eru fjölmarg- ir og gleypa við hvaöa vitleysu sem er frá bandinu. Þeir eru örugglega sáttir við þessa plötu. Hún er eins konar óður til New York. Textalega er bandið hér í svipuðum fíling og Ijóð- skáld „beat“-kynslóöarinnar og um- slagið er unnið upp úr teikningu Willlams Burroughs. skemmtilei staöreynd Platan byrjar og endar á spiladós og það sem rúmast þar á milli eru ein- hvers konar myrkar vögguvísur, þetta yrði lesiö upp til agna hjá Addams flölskyldunni. Textarnir liggja ekki al- vegf augum uppi, þeireru dularfullir og litaðir af ógninni af hinu óþekkta, en um leið barnslega einfaldir. Hydrogen Dukebox útgáfan og systramerkið Recordings of Substance hafa gefið út glás af flottri tónlist á undanförnum árum. Á meðal nýlegra gripa frá útgáfunni eru „Fjaka* með lcarus og „Neo Ouija" með Metamatics sem báöar eru frá- bærar. I fyrra var öllum hljóðfærum Sonic Youth stolið. Þau voru með einhverja tugi af gíturum sem þau höfðu breytt og afmyndað á ýmsan máta til að ná fram sínu sérstaka sándi sl. 12 árin eða svo. Þau þurftu þvf aö byrja frá grunni með hamar og nagla. Sonic Youth spilar svo að öllum líkindum í Reykjavík seinna f sumar. niöurstaöa Ekki spurning, þessi plata er meöal þeirra ailra bestu sem fslenski rokk- bransinn hefur alið. Lagasmíðar, raddpælingar, sánd og spilamennska sameinast í fjölbreyttri heild sem hlustendur munu smám saman fá á heilann. Frábærlega skemmtilegt og gefandi fslenskt rokk eins og það ger- ist ailra best. Húrra! dr. gunnl Justice var alltaf liðtækur í d&b tón- listinni. Þessi plata sýnir hins vegar á honum nýja hliö. Þetta er mjög flott tónlist og sýnir að Justice lumar á allskonar hugmyndum. Þetta er dæmi um hvað menn geta gert þeg- ar þeir hundsa strauma og stefnur og láta hugmyndaflugiö ráöa ferö- inni. trausti júlíusson Sonic Youth eru hér í betra formi en í lengri tíma, sumt er hið fínasta gítar- hjakk og það er merkilega létt yfir þeim. Platan græðir á því að vera stutt, þau hafa ekki tíma til að juðast óend- anlega á gíturunum eða vera með til- gerðarlega langhunda. Plata sem vinn- ur vel á, en er samt alllangt frá snilld- arverkum bandsins. dr. gunni 26. ma! 2000 f ó k u s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.