Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Blaðsíða 10
 svo séríslenskt fyrirbrigði og að ís- lendingar yrðu ábyggilega alltaf óánægðir með útkomuna þegar Hollívúddmaskínan væri komin í málið. Hins vegar kynnu útlend- ingar betur að meta útkomuna og þá sérstaklega Bandaríkjamenn sem halda mikið upp á stórmyndir eins og íslendingasögumar gætu orðið. „Svo fylgir þessu auðvitað söluréttur á ýmsu drasli sem selt er, t.d. leikfóngum. Ætli það sé ekki hægt að reikna með um 20 til 30 milljónum dollara (1,5-2,3 millj- arðar) fyrir sölu á leikföngum á ári,“ segir Benedikt G. Allt í einu rennur upp ljós fyrir fólkinu og það áttar sig á nýrri tækni og nýj- um tímum, auðvitað hljóti aðrir möguleikar að fylgja með í kaup- unum. „Tölvuleikimir, við megum ekki gleyma tölvuleikjunum," seg- ir Benedikt G. og allir taka við sér. „Við megum alls ekki vanmeta þá,“ segir nafni hans Pálmason og nokkur umræða fer í gang um hvaða tölu allir geti sæst á. „Ég held að við verðum að giska á að árleg innkoma af tölvuleikjum verði á bilinu 50-100 milljónir doll- ara (3,8-7,6 milljarðar) á ári, alla vega fyrstu árin,“ segir Benedikt G. Eftir þetta fer umræðan út í hvaða aðrir tekjumöguleikar séu í dæminu og kemur upp hugmynd um skemmtigarða um allan heim með þema íslendingasagnanna í aðalhlutverki. Hægt væri að hala inn góðan pening á þessum görð- um erlendis en ísland er kannski ekki alveg tilbúið. „Davíð er bú- inn að banna allt svoleiðis meðan hann er að slá á þensluna," segir Almar. Heildarverðmæti: 9,2 milljarðar verðum ekki að reyna að skilgreina þjóðem- ið fyrst,“ segir hún og Almar tekur við: „Síðan þarf að meta alla þá kosti sem fylgja því að vera Is- lendingur." Fólk tek- ur ágætlega í þessa tillögu og fljótlega tekur Þórður við: „Það er einnig hægt að reikna dæmið með því að gera ráð fyrir allri þjónustu sem einstak- Elsa M. Böðvarsdóttir: „Væri þá engan II gróða út úr því ílsa tekur að sér aö að hafa að eiga byrja umræðu um verð- fánafyrirtæk- mæti þjóðernisins. „Þarna er að mjög mörgu að huga því svo margt einkennir okkur íslendinga. Ætli við Með breyttum timum er hægt að verðleggja allt. Uppgang- ur innan verðbréfaheimsins hefur verið með ólíkindum hérlendis að undanförnu og með tilkomu deCODE og gagnagrunnsins virðist ekkert vera lengur heilagt. Að Kári Stefánsson geti vitað hverjir hafa fengið herpes er að skila fyrir- tækinu á Nasdaq og við það hljóta að vakna spurningar hversu langt má ganga. Fókus hitti nokkra færustu peninga- og mark- aðsspekúlanta landsins sem komust m.a. að því að íslendingasögurnar eru verðmeiri en ailir stjórn- málaflokkarnir til samans lingur á völ á við fæðingu. Síðan er þessi þjónusta núvirt að áætlaðri ævilengd og væntar skattgreiðslur dregnar frá.“ „Þá ertu að tala um rík- isborgararétt, ekki þjóðerni," skýtur Benedikt P. inn í. „Þjóðerni er mun huglægara en ríkisborgararéttur. Við erum að tala um þau forréttindi sem fylgja því að vera íslendingur, ekki þjónust- una.“ Og þannig held- ur umræðan um verðmæti þjóðernisins áfram án þess að nokk- ur niðurstaða fáist enda kannski frekar snúið málefni. Færist hún fljótt út í víðara samhengi eins og kennitölur. Þórður Pálsson bindur þó enda á umræðuna í léttum tón: „Eigum við ekki bara að segja að verðmiðinn á þjóðemi einstaklings sé verðmæti deCODE deilt með 270.000 kennitölum íslendinga.“ Heildarverðmæti: 141.667 kr. COM dvrara Jr Benedikt Pálmason, verðbréfamiðlari hjá Búnaðarbankanum Verðbréf, Almar Guðmundsson, greiningardeild FBA, Þórður Pálsson, yfirmaður greiningardeildar Kaup- þings, Benedikt Gíslason, markaðsviðskiptadeild FBA, og Elsa M. Böðvarsdóttir, gjaldkeri félags viðskiptafræðinema í HÍ. en Irvllv Jesús Það er Þórður sem hefur umræð- una um Jesúm og hvaða hagnað mætti hafa af einkaleyfí á honum hérlendis. „Þessi umræða er nú kannski svolítið guðlast en það er samt staöreynd aö í gegnum tíðina hefur fylgt því mikill auður og völd að fara með stjómartaumana í kirkjum þó það eigi ekki alveg við ísland í dag. Það má horfa á þetta frá tveim hliðum. Annars vegar hafa menn nýtt sér Jesúm í ábóta- skyni í gegnum aldimar, eins og t.d. með aflátssölunni. Nú til dags era þessir menn svokallaðir raf- magnsguðfræðingar, sjónvarps- predikarar, svar gupfræðinnar við verkfræðinni,“ segir Þórður og við- staddir líta hlæjandi á Benedikt Gíslason, fulltrúa verkfræðinnar I hópnum. „Hin hliðin á þessu er svo hið huglæga gildi. Til að hlutir hafl verðgildi á markaði þurfa gæðin að vera deilanleg. Ég get selt símann minn en ekki trúna. Þannig að hvað varðar virði trúarinnar þá liggur verðgildi hluta aldrei í þeim sjálfum heldur notkunarmöguleik- um þeirra," segir Þórður. „Svo má ekki gleyma tíundinni, mér skilst nú að sértrúarsöfnuðir hérlendis láti menn enn borga tí- und,“ segir Almar. „Erum við ekki bara að tala um að kaupa notkun á nafni,“ spyr Benedikt G. „Vöru- merkið Jesús,“ bendir nafni hans Pálmason á. Þórður skýtur þá inn að menn gætu aldrei rukkað fyrir trú. „Það væri ekki hægt að setja verðmiða á trúna. Trúin hverfur ekki þó einhver eignist hana og banni öðrum að nota hana.“ „Erum við ekki frekar að taka um markaðssetninguna. T.d. fær sá sem á Jesúm 10 krónur fyrir hvem seldan kross og 30 krónur ef Jesús er á krossinum,“ segir Bene- dikt P. Nú spinnast upp miklar umræður um Linux-stýrikerfið og líkir Almar sölunni á því við hvernig mark- aðssetning á Jesúm gæti orð- ið. „En hvernig væri að segja bara að verð- mæti einkarétt- arins á Jesúm væri til dæmis 20% af þjóðar- tekjum íslendinga, svona ca. 100 milljarðar,“ segir Þórður. „Nei, er það ekki allt of mikið, eigum við ekki að segja 30 milljarðar“ skýtur Benedikt P. inn í. „Ekki ef leyfi til að bannfæra fylgir," segir Þórður og allir skella upp úr. Almar er ekki sammála Benedikt um 30 milljarða. „Var OZ.COM þá dýrara en Jesús þegar það var sem verð- mætast? Eigum við ekki frekar að miða við 80 milljarða? Jesús væri þá orðinn fyrsta billjón dollara fyr- irtækið á íslandi." Heildarverðmæti: 70 milljarðar íslendinga- sögurnar „Égheld að við gætum í mesta lagi selt kvikmyndaréttinn að þrem íslendingasögum í Hollí- vúdd. Ef við miðum við að fimm af sögunum séu góðar er ágætt að stefna að þríleik en ég held að við myndum ekki fá nema þrjár millj- ónir dollara fyrir hann (230 millj- ónir),“ segir Benedikt G. „Svo velt- ur auðvitað mikið á því hvaða leikarar koma til með að leika í myndunum. Það kæmi mér til að mynda ekki á óvart að allt yrði brjálað ef Mel Gib- son eða E d d i e M u r p h y lékju Egil Skalla- grímsson. Sjálfur mundi ég vilja Eddie Murpy en menningarvitarn- ir hérna heima yrðu örugglega brjálaðir," segir Þórður. Allir virt- ust sammála um að sögumar væra Þjóðfáninn „Vandamálið við þjóðfánann er að menn munu vilja skilgreina hann sem ríkiseign. Það væri vafa- samt ef hann á að vera inneign í ríkissjóði," segir Almar Guð- mundsson og gefur Þórði Páls- syni orðið. „Þjóðfáni er sameining- artákn og allir geta á einhvern hátt samsamað sig honum. En um leið og það er komið verð á hann er grunn- urinn fyrir verðmæti fán- ans hruninn. par meo er verðmiði á hann mótsögn í sjálfu sér,“ segir Þórður. Benedikt Pálmason tekur undir með Þórði: „Þjóðfáninn hefur bara gildi sem almannaeign." „Það er alveg rétt að verðmætið felst í því að fáninn er einhvers konar tákn og ljóst að ríkið á ekki að græða á honum. Það er í raun afskaplega erfitt að verðmeta hann eða græða á honum. Ef ég á að fá að njóta hans umfram aðra er ekki víst að menn vilji nota íslenska fánann minn á sama hátt og þeir nota hann i dag,“ segir Almar. „Væri þá engan gróða út úr því að hafa að eiga fánafyrirtækið?“ spyr Elsa M. Böðvarsdóttir. „Jú, það væri örugglega einhver proflt í því,“ svarar Benedikt P. „Það að menn noti fánann til að t.d. mark- aðssetja vörur sínar skerðir ekki rétt annarra í leiðinni. í dag vita til dæmis fæstir íslendingar að það er stór verslunarkeðja í Bretlandi sem heitir Iceland," segir Þórður. „Það sýnir að það er örugglega hægt að markaðssetja vörur með þjóðfánanum, að minnsta kosti virðist Ólafi Ragnari ganga vel á þeim vettvangi," segir Almar og það er ljóst að sérfræðingarnir komast ekki að neinni niðurstöðu um verðmæti fánans. Heildarverðmæti: Engin nið- urstaða Benedikt Pálmason: „Það er alla- vega Ijóst að ég væri ekki til í að gefa mikið fyrir stjórnmálaflokk- ana, sérstak- lega ekki nýju flokkana." Benedikt Gíslason: „Ég held að við gætum í mesta lagi selt kvik- myndaréttinn aö þrem íslend- ingasögum í Holiívúdd. Ef við miðum viö að fimm af sögunum séu góðar er ágætt að stefna að þríleik." Hálendið Benedikt P. hlaut þau forrétt- indi að koma með fyrstu tillögu að verðmætamati hálendisins. „Það er ágætis verðgildi í hálendinu. Ætli það sé ekki réttast að núvirða tekjuflæðið sem fæst af virkjunum og þeim ferðamönnum sem á ann- að borð vilja leggja leið sína á há- lendið. Það sem myndi laða ferða- mennina að er að bjóða upp á ekki neitt, þar liggur hið raunverulega verðgildi. Fólk vill komast í þessa „stærstu eyðimörk Evrópu" til að spranga um og dúlla sér. Það væri að vísu hægt að veita þeim veiði- leyfi á flsk og rjúpu.“ „Þá væri líka tilvalið að veita þeim veiðileyfl á kindur sem bænd- ur myndu borga fyrir að hafa á beit,“ skýtur Þórður inn í. „Ég myndi nú ekki alveg fara út í kindadráp en þær mættu auðvit- að vinna á því litla grasi sem fyrir er í takmörkuðu magni. Sem og hreindýrin, það má ekki gleyma þeim,“ svarar Benedikt P. „En gef- um okkur að 50 þúsund ferðamenn sæki hálendið heim á ári hverju. Hámarksfjöldi á dag yrði 5 þúsund manns. Það þætti auðvitað ótrú- lega fint þannig að við myndum setja upp 30 þúsund króna gjald á viku og í þvi yrði nákvæmlega ekk- ert innifalið." „Þú verður þá að gera ráð fyrir þ ó nokkrum kostnaði," segir Bene- dikt G. „Það verð- ur einhver að fylgjast með ferðum aumingja fólksins og annar að taka til eftir það.“ „Það er minnsta málið. GPS-stað- setningartæknin yrði notuð til að fylgjast með liðinu og að sjálfsögðu myndi það sjá sjálft um að hreinsa upp skítinn eftir sig. Þannig gæt- um við áætlað 500 krónur i kostnað á mann. Það væri eflaust hægt að selja einhverjar lóðir undir sumar- bústaði og fleira, kannski setja á laggirnar lúxus-skíðasvæði við Langjökul. Þá lítur dæmið út svona: 14 milljarðar í tekjur af ferðamönnum. Við það leggjast 10 milljarðar sem hægt er að áætla fyrir virkjanirnar. Síðan skulum við gera ráð fyrir 6 milljörðum í aðrar óskilgreindar tekjur. Þannig er það komið á hreint að hálendið er 30 milljarða virði,“ segir Bendikt P. og aðrir taka undir. „Það væri líka hægt að auka verðgildið til muna með því að stofna fríríki á hálendinu," segir Þórður í gríni. „Spilaviti og pútna- hús myndu laða að sér endalausan pening." „Við myndum halda okk- ur við íslensk landslög, svona í bili,“ svarar Benedikt P. Heildarverðmæti: 30 milljarðar Almar Guðmundsson: „Eigum við ekki frekar að miða við 80 millj- arða? Jesús væri þá orðinn fyrsta billjón dollara fyrirtæk- iö á íslandi." Barneignir „Væri ekki skynsamlegt að miða við að kostnaður við hvert barn væri mn 10% af tekjum foreldra," segir Benedikt G. um hvernig ætti að haga þvi að ráða hverjir fengju að eignast böm á íslandi. „Þarna held ég að um sé að ræða fómar- kostnaðinn við börn sem er tekju- missir vegna barneigna og þar fengjum við lágmarks- verðið," segir Þórður og Elsa bætir við hvort ekki yrði að raða upp i verðflokka eftir tekjuhlutfalli við- komandi. Benedikt P. bendir á að fólk borgi þegar „formúu" fyrir glasafrjóvganir, af hverju ætti það ekki að borga fyrir að eignast böm ef sú staða kæmi upp. „Ég held nú að svona stofnun yrði bara sprengd í loft upp eða fólk færi í verkfall og hætti að eignast börn,“ segir Þórð- ur áður en sérfræðingamir fara af alvöru að reyna að komast að nið- urstöðu. Elsa tekur fram að bam- eignagreiðslan megi ekki vera of há svo allir eigi jafna möguleika. Þórður leggur til að greiðslan verði hlutfall af brúttótekjum fjölskyldu, 15% fyrir fyrsta bam, 10% fyrir annað og 5% fyrir þriðja, eða 8% að meðaltali. Þá hefjast útreikning- ar hjá hópnum og er miðað við 5000 böm á ári, 400.000 krónur á hvert barn og 6% ávöxtunarkröfu en samanlagt gera það 34 milljarða. Benedikt P. lokar þessari umræðu og segir að það sé sanngjamt að þessi liður slái út hálendið. Heildarverðmæti: 34 milljarðar Þórður Pálsson: „Það væri líka hægt að auka verögildið tii muna með því að stofna fríríki á hálendinu. Spilavíti og pútnahús myndu laða að sér endalausan pening." Stjórnmála- flokkarnir Eins og I hinum tilvikunum var ætlimin að leggja nákvæmt mat á verðmæti hvers stjómmálaflokks fyrir sig. Þegar talið barst að flokk- unum kom það hins vegar bersýni- lega í ljós að sérfræðingahópnum þótti ekki mikið til þeirra koma. „Það er á hreinu að verðgildi stjómmálaflokkanna hefur snar- lækkað samfara minnkandi mn- svifum rikisins," segir Þórður. Benedikt P. er honum sammála: „Það er alla vega ljóst að ég væri ekki til í að gefa mikið fyrir þá, sér- staklega ekki nýju flokkana." „Á tímum haftastefnmmar hefði auðvitað verið meira krassandi að eiga stjómmálaflokk þegar þurfti að sækja um leyfl fyrir gjaldeyri og til að flytja eitthvað inn. í dag er svo komið að þeir eru svo illa staddir að þeir þora ekki einu sinni að rukka meðlimi um félagsgjöld," segir Þórður. „Það getur ekki þýtt nema eitt, þeir eru einskis virði. Ég gæti meira að segja trúað því að verðmæti þeirra bæri mínusgildi," segir hann að lokum og allir eru honum hjartanlega sammála nema kannski um mínusgildið. Þannig er óhætt að segja að stjómmálaflokk- amir hafi þurft að láta í minni pok- ann fyrir öllu öðru sem barst inn á borð sérfræðinganna. Vægast sagt. Heildarverðmæti: 0 f Ó k U S 26. maí 2000 26. maí 2000 f ÓkUS 10 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.