Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Blaðsíða 14
Hrakfallabálkurinn Haukur Ingi Guðnason er kominn heim eftir tvö erfið ár hjá knattspyrnufélaginu
Liverpool, til að spila sem lánsmaður með KR í baráttunni í Landssímadeildinni í sumar. Hann tjáði
Heiðari Sumarliðasyni að hann væri langt frá því að gefast upp á dvölinni hjá Liverpool:
Eins og að klífa Everest
a nærbuxunum
„Ég var ekki alinn upp með það í
huga að ég yrði fótboltamaður," seg-
ir Keflvíkingurinn Haukur Ingi,
sem er sonur Guðna Kjartansson-
ar, knattspyrnuþjálfara. „Pabbi
minn hefur hjálpað mér mjög mik-
iö. Það má vel vera að ég hafi lagt
harðar að mér en aðrir vegna þess
að ég er sonur hans. Það hefði nú
samt ekki verið neinn heimsendir
ef ég hefði ekki gerst atvinnumaður
í knattspymu. Knattspyman er alls
ekki merkilegasta uppfinning
mannsins og lif mitt gengur ekki al-
farið út á hana. Ef ég hefði ekki val-
ið knattspymuna væri ég sjálfsagt í
hákólanum í dag. Ég hef nú samt
ekkert gefið námið upp á bátinn,
því ég hygg á háskólanám i framtíð-
inni. Hvort það verði við íslenskan
eða enskan háskóla verður bara að
koma í ljós,“ segir Haukur sposkur
á svip og bætir við að hann hafi
hins vegar ekki hugmynd um hvað
hann ætli að læra.
„Mér gekk mjög vel að aðlagast
lífinu úti en þar sem ég var aðeins
19 ára gamall þegar ég ég hélt þang-
að var ég látinn búa hjá enskri fjöl-
skyldu fyrstu tvo mánuðina. Sú
reynsla kom sér mjög vel. Seinna
keypti ég mér íbúð í Albert Docks,
sem er gamalt vöruhús niður við
ána. Það er mjög vinsælt meðal leik-
manna og bjuggu þar nokkrir leik-
manna liðsins þegar ég flutti inn.
Ég hefði ekki viljað vera yngri en 19
ára þegar ég fór til Liverpool. Þetta
var í raun góður tíma fyrir mig til
að fara út, þvi ég var nýútskrifaður
úr framhaldsskóla og stóð á kross-
götum í lífinu. Mér þykir mjög vænt
um að hafa náð þessum framhalds-
skólaárum á íslandi og ættu ungir
strákar sem vilja gerast atvinnu-
menn í knattspyrnu ekki að fórna
þessum árum svo glatt. Samt veit ég
alveg að þegar maður fær tilboð frá
þekktu liði er erfitt að hafna því,“
segir hinn sókndjarfi Haukur og er
með þetta allt á hreinu.
Harðstjórinn Houllier
„Það er mjög misjafnt hvaða við-
horf ég fæ frá fólki. Sumir halda að
ég sé að koma heim með skottið á
milli lappanna eftir að hafa skitið á
„Þetta gekk allt vel
til að byrja með,
ég stóð mig vel
með varaliðinu og
var á varamanna-
bekknum hjá aðal-
liðinu í þremur síð-
ustu leikjum tíma-
bilsins ‘97-’98.“
mig hjá Liverpool. Mér er í raun al-
veg sama hvað einhverjir Islending-
ar halda sem ekkert vit hafa á
þessu. Þetta er harður bransi og
ekki heiglum hent að koma sér
áfram í þessu. Ég tek sem dæmi að
stórstjörnuframherji á borð við
Robbie Fowler á varla vist sæti í
liðinu á komandi leiktíð," segir
Haukur Ingi, sem hefur verið í her-
búðum Liverpool í meira en tvö ár.
„Þetta gekk allt vel til að byrja
með, ég stóð mig vel með varaliðinu
og var á varamannabekknum hjá
aðalliðinu í þremur siðustu leikjum
tímabilsins ‘97-’98. Þáverandi
knattspymustjóri, Roy Evans, tjáir
mér í lok þess tímabils að hann
stefni á að láta mig spila eitthvað
með aðalliðinu á komandi misser-
um. „Þegar Haukur mætir svo tO
æflnga eftir sumarfrí er tilkynnt að
Frakkinn Gerard Houllier verði
ásamt Evans við stjórnvölinn til
frambúðar. Houllier vill að leik-
menn hafi það á hreinu að það er
hann sem ræður og er hann svolít-
ið í harðstjórahlutverkinu, en
Evans var meiri vinur leikmann-
anna og ræddi persónulega við
hvem einn og einasta leikmann á
hverjum degi.“ Ekki vill betur til en
að Haukur meiðist stuttu eftir
komu Houllier og er frá í nokkra
mánuði. Á þeim tíma hættir Evans
og Houllier heldur einn um stjórn-
artaumana. Haukur nær sér af
meiðslunum en meiðist strax aftur
og ekkert verður úr tímabilinu.
„Knattspyrnan er
alls ekki merkileg-
asta uppfinning
mannsins og líf
mitt gengur ekki
alfarið út á hana.“
„Nýafstaðið tímabil var ekki
mikið skárra," segir Haukur mæðu-
legur. „Ég var frá mest allt haustið
en hef verið heill síðan í desember.
Ég hef hins vegar fengið fá tækifæri
með varaliðinu, enda Houllier bú-
inn að sanka að sér framherjum í
landsliðsklassa. Það má því líkja
aðstöðu minni við að ætla að klífa
Mount Everest á nærbuxunum ein-
um fata.“
Einmana í Englandi
„Þrátt fyrir að vera utan við lið-
ið upplifi ég mig engan veginn sem
utangarðsmann. Strákarnir í lið-
inu eru ótrúlegir ljúflingar og enga
stéttaskiptingu að finna innan liðs-
ins. Ég verð að viðurkenna, að
þetta kom mér svolítið á óvart, því
stéttaskiptingu er jafnvel að finna
innan smæstu félaga á íslandi, þar
sem sumir eru taldir merkilegri en
aðrir. Miðað við hvað þetta eru allt
gífurlegar stórstjörnur er alveg
merkilegt hvað strákar eins og
Jamie Redknapp og Michael
Owen eru jarðbundnir. Ef þú
kæmir t.d. inn í klúbbinn og vissir
ekkert um fótbolta, mundirðu
aldrei gera þér grein fyrir því að
Michael Owen er án efa þekktasti
fótboltamaður í heimi, svo hógvær
og lítillátur er hann.“
Þegar Haukur hefur verið
meiddur, aleinn og einmana í
Englandi og ekkert í gangi nema
eintóm leiðindi, hefur hann oft
verið að því kominn að íhuga að
hætta þessu bara og taka sér eitt-
hvað annað fyrir hendur. Það hef-
ur sem betur fer aldrei komið til
þess.
„Ég á góða fjölskyldu og kærustu
sem eru dugleg að heimsækja mig
og styðja við bakið á.sjtnér. Svo er
símareikningurinn hjá mér alveg
svimandi hár um hver mánaða-
mót. Þetta fer þó batnandi því
kærastan min ætlar að flytja með
mér út til Liverpool i haust. Við
erum búin að vera saman í tæp
fjögur ár og þrátt fyrir að vera að-
skilin stóran hluta ársins, hefur
þetta alveg gengið upp. Þar sem
Keflavík er lítill bær hafði ég alltaf
vitað af henni í gegnum tíðina. Við
hittumst voðalega oft i kringum
íþróttcihúsið þar sem hún var í
fimleikum og ég í boltanum. Svo
atvikaðist það einhvem veginn að
við byrjuðum saman," rifjar Hauk-
ur upp og brosir.
Harðir og þjófóttir
Besti vinur Hauks, Jóhann B.
Guðmundsson, fór á svipuðum
tíma og Haukur til Englands, til að
spila fótbolta með Watford. „Við
erum eins og bræður," útskýrir
Haukur og heldur áfram; „Við tölum
saman í gegnum síma á hverjum
degi og reynum að hittast jafn oft og
við getum. Þannig styðjum við
hvorn annan þegar hlutimir ganga
illa.“ Jóhann er í svipaðri aðstöðu
og Haukur og á ekki fast sæti i lið-
inu þrátt fyrir augljósa hæfileika.
„Þegar Jóhann er í stuði stenst hon-
um enginn snúninginn og hann sól-
ar menn eins og að drekka vatn,“
segir Haukur um vin sinn af
mikilli sannfæringu.
Um borgina sjálfa hefur
Haukur að mestu leyti góða
hluti að segja. „Þetta er
gömul iðnaðarborg sem
margir telja skítuga en
það er virkilega búið að A
taka hana í gegn að '
undanförnu. Hún er
ekki of stór og fólkið >
mjög vinalegt."
Samt sem áður er
mikið um glæpi í
borginni og hefur
Haukur orðið fyrir
barðinu á óprúttnum
mönnum sem létu greip-
ar sópa í bílnum hans. „Púlaramir
hafa í gegnum tíðina verið kallaðir
„scousers" og hafa orð á sér fyrir að
vera harðir og þjófóttir."
Haukur segir lítinn mun vera á ís-
lendingum og Bretum. „Menningar-
lega era þjóðimar mjög svipaðar
enda kemur íslendingum og Bretum
mjög vel saman. Helsti munurinn
felst í kvenfólkinu, sem er mun
ófríðara á Bretlandseyjum, samt
finnst bresku strákunum þær flott-
ar,“ enda ekki jafn góðu vanir og
dekraður íslenskur karlpeningur-
Strákana langar í
heimsókn
„Það mætti helst lýsa mér sem
einstaklega rólegum og jarðbundn-
um,“ segir Haukur sem þrátt fyrir
að ilma af rakspíra og vera með
gullkeðju er ekki hinn dæmigerði
íslenski „fótboltatjokkó." Hann
virðist frekar vera hinn dæmigerði
„góði strákur" sem allar mæður
dreymir um að eiga sem son og all-
ar tengdamæður dreymir um að
dætur þeirra giftist.
„Ég hef mikinn áhuga á tónlist
og bíómyndum, ég les mikið og er
alltaf að grúska eitthvað. Þegar
heimþráin sækir að, skoða ég bæk-
ur með myndum af íslandi. Ég
kann betur að meta sérstöðu Is-
lands og er stoltur af landi og þjóð
eftir að hafa dvalið lengi erlendis.
Ég er mikið búinn að segja strák-
unum í liðinu frá íslandi og þá
dauðlangar að koma i heimsókn.
T.d. fmnst Redknapp og Owen það
alveg ótrúlega merkilegt að eftir-
nöfn karlmanna á íslandi endi öll á
son. Ég er öragglega búinn að út-
skýra það fyrir þeim yfir hundrað
sinnum hvemig þetta virkar,“ seg-
ir Haukur og hlær að því hve liðs-
félagar hans eru tregir. Haukur
hittir íslendinga í fótboltaferöum
oft í Liverpool.
„Það er alltaf gaman að hitta ís-
lendinga á fömum vegi og fá að
spjalla við þá. Samt vill það oft ger-
ast að það hringja í mig einhverjir
íslendingar. Samtalið byrjar á því
að fólk kynnir sig, og segir svo. „Þú
þekkir mig ekki
neitt en gætirðu
samt gert mér
greiða?" Svoleiðis
hlutir eru oft á tíö
um pirrandi."
Tilbúinn í
samkeppnina
Eitthvað var
rætt um að
Haukur
„Eftir að hafa
keppt við menn
eins og Robbie
Y Fowler og Em-
ilie Heskey er
ég reynslunni
ríkari og tel mig
fullfæran um
að keppa við
hvern sem er.“
j
m u n d i
spila með
Keflavík í
srnnar en
á endan-
um fór
hann til .
KR. „Fólk
í heima-
högunum
hefur ekk-
ert verið að
angra mig
fyrir að
svikja lit
enda var
það algjör-
lega ákvörð-
un Liverpool
hvert ég færi.
Það vill oft
gleymast að
allir í móður-
ætt minni eru
K R - i n g a r. “
Þannig að það
má segja að
Haukur sé hálf-
ur KR-ingur.
„Bæði félögin
hafa fyrir mig
sína kosti og
galla en það mik-
ilvægasta er að
fá að spila og
koma sér í gott
form. Það eru
auðvitað tveir
góðir framherjar
til staðar hjá KR
sem verður ekki
svo glatt úr vegi
rutt en eftir að
hafa keppt við
menn eins og
Robbie Fowler v
og Emilie |' y
I leskey er ég V
reynslunni rík-
ari og tel mig fullfæran um að
keppa við hvem sem er.“
Hvemig sem það fer á Haukur
eitt ár eftir af samningi sínum við
Liverpool og er ákveðinn í að
sanna sig og láta þá sem hafa efast
um hæfni hans taka orð sín aftur.
I*
wff
- -
14
f Ó k U S 26. maí 2000