Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Blaðsíða 17
ADOflK að bera sigur úr býtum.“ Útskýröu hann nánar og í einni setningu, takk: „Tveir galdramerm Mjást um yf- irráð í þeim heimi sem þeir eru að berjast í og baráttan fer fram með þessiun spilum sem ég held á. Ann- ars er ekki hægt að útskýra þetta nema menn prófi.“ Bjarni „töframaöur" Baldvinsson hefði ekkert á móti því að hafa bjór við höndina þegar hann spáir í það hverja hann sprengi næst. Fyrst er kastað og svo mælt ná- kvæmlega hversu langt mennirnir mega hreyfa sig. Þessir menn eru handmálaðir og aug- Ijóst að það þarf gífurlegan áhuga og ótrúlega þrautseigju til að mála tugi svona kalla því þeir eru minni en tind- Sigurbjörg Guðmundsdótttir passar strákana sína í nafni ása og segir sína menn vera Ijúfa sem lömb. Guðni Þrastarson, herstjóri Elda, horfir hér á Þóri Þorgeirsson, herstjóra Space Marines, kasta upp á það hvort árásin hafi heppnast. mennsku. Hann spilar hlutverka- spil í heimahúsi og hefur gert i nokkur ár. En lendiröu ekki í ólíklegustu œv- intýrum hérna? „Jú, jú, jú. Það hafa komið upp veikindi og ég hef þurft að hringja í mæður nokkurra stráka til að koma þeim heim. Svo er maður í plástrunum og límir saman spil ef svo ber undir. Ég hef líka lent í því að hreinsa bletti úr buxunum hjá þér, þurrkað þær og jafhvel þurft að stoppa í göt.“ Og þá kallar einhver á Sigur- björgu. Hún þarf að afgreiða nammi og gos og samlokur í nafni ásatrúarinnar sem greiðir henni launin. Galdramennirnir Rétt hjá Þóri, Guðna og Fróða sitja þeir Bjarni „töframaður" Baldvinsson, starfsmaður hjá Nex- us, og Sigurður Gunnarsson, lag- ermaður húsgagnaverslimarinnar Hirzlan. Þeir spila Warhammer líka og eru ekki hrifnir af þvi að láta ónáða sig við spilamennskuna. Enda krefst hún einbeitni. Körlun- um er raðað upp eftir ákveðnu kerfl í byrjun en þeir geta bara ferðast fáeinar tommur í hverjum leik, nánari lengd er ákveðin með því að kasta teningum, og svo hafa byssurnar vissan drifkraft en það þarf sérstakt kast til að sjá út hvort þær hafa hitt þegar skotið er úr þeim. En þrátt fyrir hamaganginn í striði ungu mannana viðurkenna þeir að það væri ágætt ef þeir hefðu bjór við höndina og gætu slakað almennilega á. En hvaða hershöfðingi vill það ekki. „Ég hef aðeins eitt á móti Poké- mor. og það er hversu gaman það er að spila það,“ segir Árni Stein- grímur Sigurðsson en hann situr og telur spil úr spilastokki á næsta borði og heyrði spurningu um þetta Pokémon-æði sem hristir upp í mæðrum borgarinnar þessa dag- ana. „En ef þú vilt skilja almenni- legan leik þá er Magic málið,“ held- ur hann áfram og kynnir sig sem rafmagns- og tölvuverkfræðing ofan úr Háskóla. „Og mig vantar vinnu, þannig að ef einhver er að lesa þetta þá er ég laus.“ Ámi er einn af upphafsmönnum spilamennskunnar á islandi. Hann er 28 ára, stúdent úr Verslunar- skóla íslands og rak um tíma versl- unina Myþríl sem var frumkvöðull á sinu sviði. „Þetta er taktískur leikur,“ út- skýrir Ámi en hann hefur spilað þennan leik, Magic, i fimm eða sex ár án þess að fá leið á honum. „í honum blandast saman heppni og hæfileikar. Það er allt sem þarf til Guttarnir Tómas Agnarsson, Halldór Ágúst Ágústsson, Arnþór Stefáns- son og Erik Kristjánsson eru ókrýnd- ir konungar Pokémonsins á íslandi. Keppti í brids „Það eru eitthvað um 40, 50, 60 manns sem spila Magic að stað- aldri,“ útskýrir Ingvi Sighvats- son, þrítugur markaðs- og sölu- stjóri hjá ónefndu tölvu- og marg- miðlunarfyrirtæki hér í bæ. En hann er nokkurs konar kóngur Magics-ins á íslandi og að öilmn líkindum aldursforsetinn. Hann og nokkrir spilarar eru á leið til Par- ísar eftir nokkra daga til að taka þátt í Evrópumeistaramótinu í Magic. „Þetta er alþjóðlegt fyrir- bæri og við erum að tala um al- vörukeppni þar sem heildarverð- mæti vinninga hleypur á milljón- vun. En eftir keppnina í París för- um við strákamir og böðum okkur á sólarströnd í Frakklandi í viku en höldiun svo beint á heimsmeist- aramótið í Brussel." Vá. Er verið að keppa í þessu? „Já. Þetta er keppni. Fyrst skipt- um við spilunum sem eru í gangi í Magic blandast saman heppni og hæfileikar. Þaó er allt sem þarf til aó bera sigur úr býtum. og svo setjumst við, einn á móti einum, og spiliun þar til annar vinnur,“ segir Ingvi og svona held- ur spilið áfram með útsláttarfyrir- Ingvi Sighvatsson spiiaói brids í nokk- ur ár og vann meðal annarra heims- meistarana okkar en nú fúlsar hann vió öllu nema Magic. komulagi þar til allir nema einn eru dauðir. Þessi eini er þá sigur- vegarinn. „Og ég get sagt af reynslu að ég keppti i brids i nokkur ár á sínum tíma en Magic er helmingi þróaðara spil en brids. Við erum að tala um mjög fjölbreyttan leik sem er langt frá því að vera engöngu tengdur heppni.“ En Ingvi hefur einmitt unnið heimsmeistarana okkar í brids og veit því um hvað hann er að tala. Við megum þvi eiga von á því að bridsaramir deyi út á næstunni og að við sitjum kannski upp með heimsmeistara í Magic í staðinn. Allavega er lyktin svipuð og af hvaða karlasporti sem er og því ekkert að gera annað en láta sig hverfa. Mikael Torfason UM DELGINA m Jít impimilintti tilooa. ©EAS ÁRAN6>lJfff>FfÍK VFIRBURUA NÆRING Kynning á EAS fæðubótarefnum föstudag og laugardag átar. 26. mat 2000 f Ó k U S 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.