Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Blaðsíða 16
...menntuð lei
og bara næ þessu ekki alveg með
Björk. Veit fólk virkilega ekki að
hún er algerlega ómenntuð? Hún er
bara einhvers konar söngkona og
ekki einu sinni menntuð sem slík.
Ég hringdi í Söngskólann og þeir
kannast ekkert við að hún hafi lok-
ið neinum prófum þar. Og á svo að
veita þessu ein stærstu leiklistar-
verðlaun sem um getur í heimin-
um? Ég gæti öskrað ...
... af reiði.
Ég lagði á mig töluvert erfiði að
komast í gegnum mitt leiklistar-
nám. Ég sótti fimm sinnum um í
Leiklistarskólanum og komst
aldrei inn. Mér var sagt að ég léki
af of mikiH tilfinningu og æsingi
(var það ekki þess vegna sem ég
var að reyna að komast í nám, hel-
vítin ykkar?). Eftir mikið erfiði og
fjárskuldbindingar, sem kostuðu
foreldra mína 120 fermetra íbúð í
Mosfellsbæ, komst ég þó loksins í
gegnum leiklistarnám í Tom
Selleck-leiklistarskólanum í Massachusetts þar
sem ég útskrifaðist af...
... söngleikjasviði.
Þetta var sem sagt töluvert erfiði
(ekki síst vegna þess að ég þurfti að
láta rétta í mér aiiar tennumar og
brjóta upp á mér mjaðmimar til
þess að geta dansað). Og þegar heim
var komið tók ekki betra við. Það
virtist enginn kannast við leiklist-
arskólann minn og það tók mig
fjögur ár að komast inn í leikarafé-
lagið. Ég þurfti svoleiðis að liggja í
þeim, hringja daglega í alla stjóm-
armennina og hanga fyrir utan
húsið þeirra daginn út og inn, hóta
þeim og sanna mig sem leikkonu.
(Það var samt slys þegar ég hengdi
hundinn hans Randvers, ég ætl-
aði bara að þagga niður ...
... í honum).
En þegar ég komst inn í leikara-
félagið var ekki öll sagan sögð. Ég
fékk ekkert að gera. Þjóðleikhús-
stjóri vildi ekkert við mig tala og
eftir u.b.b. fimmtíu fundi þar sem
ég lagði fram öll prófgögn og skír-
teinið mitt I leikarafélaginu fékk
hann sett á mig lögbann þannig að
nú má ég ekki koma nær Þjóðleik-
húsinu en fimm hundruð metra
(ég stend stundum á Amarhóli og
steyti hnefann í átt að húsinu).
Þeir í Borgarleikhúsinu vildu
reyndar ráða mig en ég gafst upp
á þeim, þeir rifast svo mikið og
svo er alltaf verið að skipta ...
... um leikhússtjóra.
Eina vinnan sem ég hef fengið frá
því að ég útskrifaðist var hlutverk
kartöflu i Möguleikhúsinu við
Hlemm (ég fékk hræðilega dóma).
Og svo kemur þessi Björk. Alger-
lega ómenntuð, ekki í einu einasta
leikarafélagi og ekki búin að leggja
rassgat á sig og fær verðlaun. Ég
krefst þess að hún afhendi mér
þessi verðlaun af því að ég er búin
að vinna fyrir þeim, eða a.m.k. að
hún reddi mér hlutverki í næstu
bíómynd.
Þetta er það sem Warhammer 4000 Qaliar um:
handmálaða kalla og tækin þeirra.
Á föstudögum kl. 15 streyma ung-
lingspiltar inn í sal ásatrúarmanna að
Grandavegi 8. Þeir fikra sig upp stig-
ana og ganga inn í eigin hugarheima.
Spila Pokémon, Warhammer 4000
eða Magic sem er að þeirra sögn
miklu merkilegri leikur en brids. Fókus
kíkti í heimsókn og athugaði hvað
það væri við þessa leiki sem fengi
smágutta til að gera lítið annað en
að safna spilum þessa dagana.
Bjarni töframaður og Sigurður hjá Hirzlunni vildu ekki láta trufla sig í stríðinu um yfirráð heimsins sem þeir bjuggu sér
til á gömlu eldhúsborði.
Uppi á annarri hæð á Granda-
vegi 8 fá nördamir uppreisn æru.
Og þótt fílapenslamir séu ekki al-
veg allsráðandi, þeir eru þokkalega
þrifalegir piltamir, þá er einhver
svona keimur í loftinu sem á ættir
að rekja í gamla góða búningsklef-
ann. Enda eru bara drengir inni í
salnum og þar að auki er það versl-
unin Nexus sem er heilinn á bak
við að fá ásatrúarmenn á íslandi til
að lána sér staðinn gegn vægu
gjaldi. Það kostar nefnilega
250 kall inn en hægt að hanga
frá þrjú á föstudögum og
fram yfir miðnætti. Ódýr bió-
ferð það.
Þrír einhieypingar
Það fyrsta sem ber fyrir
augu er kona á besta aldri
sem flýgur á milli borða með
samloku á bakka. Hún er að
þjónusta spilara sem heitir
Guðni Þrastarsson og er 21
árs og titlar sig lagermann
hjá Hagkaupi þegar hann er
ekki stjómandi herliðs Elda í
Warhammer 4000.
Við borðið era, auk Guðna, Þór-
ir Þorgeirsson, 24 ára einhleyp-
ingur og forritari, sem stjómar
Space Marines. Þessir andstæðing-
ar þekkjast lítið sem ekkert og vita
ekki einu sinni foðumöfn hvor
annars. Þeir hittast bara þama til
að beijast með köllunum sem ófáar
kvöldstundir hafa farið í að mála
stríðsmálningu. Og þeir virðast
vera það færir að Fróði nokkur
Smárason hefur tekið sér stöðu við
borðið og ætlar að horfa á bardag-
ann fram eftir nóttu. Fróði er í MK
og er svokallaður „fúll tæm“-spil-
ari. Alæta á allt sem tengist hlut-
verkaspilum á meðan Guðni og
Þórir spila ekkert nema War-
hammer 4000.
„Við förum heim tólf, eitt. Þá er
salnum héma lokað,“ útskýrir Þór-
ir, aðspurður um hvað þeir ætli að
vera héma lengi. Klukkan er níu
um kvöld.
Hvað með píur, eigiði ekki
kœrustur?
„Nei,“ svara þeir allir og það er
ekki laust við rauðar kinnar.
Hvaó meö Jyllirí á eftir? Töltiöi
wmmmmamrnmBBttBSBSm
ekki bara niður í bæ eftir spiliríið?
„Nei. Maður fer ekki á fyllirí eft-
ir þetta kvöld,“ svarar Guðni og
hinir samþykkja það en strákarnir
viðurkenna að lyfta sér upp endr-
um og sinnum. Þeir þola það bara
ekki alveg eftir marþonorustur
kvöldsins.
En Pokémon, hvaó er meó það?
„Þetta er svona aldurshópurinn
sem spilar það,“ segir Guðni og
bendir á einhverja smástráka en
Fróði segir um leið að Pokémon sé
algjör steypa.
Mamma kónganna
Strákamir sem Fróði benti á eru
réttilega kóngar Pokémonsins á ís-
landi. Þeir heita Tómas Agnars-
son, Halldór Ágúst Ágústsson,
Amþór Stefánsson og Erik Krist-
jánsson. Drengimir eru á aldrin-
um 13-16 ára og eru því með eldri
spilurum Pokémon því flestir spil-
aramir í Scilnum eru miklu yngri.
Þess vegna em Tómas og þeir
kóngamir. Þeir spila Magic líka en
það spil er vist miklu finna en
Pokémon innan þessa heims. Alla-
vega eru Tómas og félagar hans að
biða eftir því að stíga skrefið
til fulls og segja skilið við ein-
faldleika Pokémons og verða
að galdramönnum í Magic.
En mitt í öllu þessu hafaríi
ræður Sigurbjörg Guð-
mundsdóttir ríkjmn. Hún er
ásatrúar og líður greinilega
vel innan mn veggi félags-
heimilisins en þeir eru
skreyttir með málverkum í
röðinni Heiðið dagatal eftir
Hauk Haraldsson listmál-
ara.
„Þeir eru alveg að bögga
mig á fullu, strákamir,“ segir
Sigurbjörg og á þá ekki einvörð-
xmgu við litlu strákana. „Ég er orð-
in svo mikil mamma þeirra að það
er ekki einu sinni fyndið.“
Er ekkert partístand á þessum
piltum?
„Ekki héma. Hér er allt svo frið-
sælt og saklaust. Það er varla að
það séu læti héma nema mikið
liggi við. Og frá því ég byrjaði
héma hafa einungis tvö mál komið
upp tengd ólátum. En þau leystust
bara að sjálfu sér því stemningin
er þannig að það gengur ekki upp
að vera með læti,“ segir Sigurbjörg
sem þekkir strákana sina. Enda á
hún sjálf gutta og þótt þeir sæki
ekki hingað er einn þeirra í spila-
f Ó k U S 26. maí 2000