Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Page 6
22
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 I^"V
Að breyta eða breyta
mikið, það er spurningin
Nissan Terrano-
jepparnir hafa
verið vinsælir í
minni breytingar
og með tilkomu
Terrano II hafa
nokkur verkstæði
verið að breyta
þeim fyrir 38
tomma dekk. Einn
þeirra sem hafa
látið breyta hon-
um á þann veg er
Andrés aflrauna-
kappi og fékk DV
bílinn hans til
reynsluaksturs.
Einnig var prófað-
ur 33 tomma bíll til samanburðar.
Bíllinn hans Andrésar er með að-
eins öðruvísi breytingum en þeim
sem verið er að breyta hjá Fjalla-
sporti, en þeir ásamt Breyti, sem
breytti bíl Andrésar, sjá aðallega
um breytingar á nýjum Terrano-
jeppum. Hann er með öðruvísi
brettaköntum og felgum. Þau hjá
Fjallasporti eru hins vegar með
breytingapakka fyrir þessa jeppa
sem eru á breiðari dekkjum og
felgum og með 38 tommur undir
bilnum er hann tilbúinn í hvaða
slag sem er.
' ' . A'v'i'-C-,
•* ívi , \
A þessari mynd sést vel hvað aöfallshornið aö fram-
an er gott.
DV-mynd TÞ
Jöklajeppabreyting
Breytingamar hjá Fiallasporti
eru helstar 10 sentímetra hækkun
á yflrbyggingu og er afturhásing
þá færð aftur um 10 sentímetra.
Þegar afturhásing er færð aftur
fæst mun betri fjöðrun I bílinn og
hann hættir að stampa og stinga
framendanum niður. Fíöðrunin er
þá meira beint upp og niður og þar
sem lengra er á milli hjóla skilar
það sér í meiri drifgetu. Hækkun á
undirvagni er svo 2 sentímetrar og
sérstök styrking er sett á fram-
fjöðrun. Drifhlutfollum er breytt í
5,42:1 og verður hann þá aðeins
lægri kominn á 38 tommu dekk
heldur en á upphaflegu dekkjun-
um á verksmiðjudrifinu. Dísilvél-
in ræður vel við þessar breytingar
hvort sem um sjálfskiptan eða
beinskiptan bíl er að ræða. Með 38
tommunum er orðið vel hátt undir
hann og aðfallshornið það gott að
framan að hann nær að klifra upp
á krappa bakka og skominga. Bíll-
inn hans Andrésar er þar að auki
búinn loftlæsingum sem hefur
mikið að segja, sérstaklega í erfiðu
færi, eins og þungum snjó.
Króm allan hringinn gefur honum skemmtilegri svip.
í 33 tommu breytingunni er smekklegur bíll á ferðinni sem hentar vel í sum-
arferðir.
Ódýr breyting
sem kemur vel
út
Með loftlæsinguna á, lítils háttar
hleypt úr dekkjum og olíugjöfina t
botni rótaði hann yfir þennan skafl
og brekkuna fyrir ofan. DV-mynd TÞ
Terrano á 38 tommum er ansi verklegur bíll og meö loftlæsingum mjög hent-
ugur í fjalla- og jöklaferöir. DV-myndir E.ÓI.
Á 33 tommu
dekkjum er Terra-
no II mjög
skemmtilegur bill
og er óhætt að
mæla með þeirri
breytingu fyrir þá
sem vilja jeppa
sem hentar jafnt í
akstur innanbæjar
sem flestar fjalla-
ferðir. Engu er
breytt í driflínu
bílsins og þar sem
Stigbretti eru til hægðarauka við að komast inn og út
úr bílnum.
Þegar gera á bílinn betrí
Verið framsýn!
i
O Gírkassalegur
O Driflegur
o Hjóiaiegur veljið öiyggi og endingu
Hjólalegusett
Þbkkinq Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8*108 Reykjavík
Sími: 540 7000 • Fax: 540 7001
- Það borgat siy að rwki það bealn
Breytingapakki
Fjaliasport,
Nissan Terrano II,
38 tommu:
Hækkun á yfirbyggingu: 10 sentí-
metrar.
Hækkun á undirvagni: 2 sentí-
metrar.
Afturhásing: Færð aftur um 10
sentímetra.
Framfjöðrun: Styrkt sérstaklega.
Drifhlutfall: 5,42:1.
Brettakantar: Gunnar Ingvi.
Stigbretti: Ál.
Felgur: 15x12 tommur.
Dekk: 38 tommur.
Ljósagrind: með kösturum.
Verð frá 980.000 kr.
Breytingapakki
Fjallasport,
Nissan Terrano II,
33 tommu.
Hækkun á undirvagni: 2 sentí-
metrar.
Brettakantar: Gunnar Ingvi.
Stigbretti: Ál.
Felgur: 15x 10 tommur.
Dekk: 33 tommur, Mickey
Thompson.
Ljósagrind: með kösturum.
Verð frá 398.000 kr.
vélin er spræk ræður hún vel við
stærri dekkin og bíllinn er bara
ansi snöggur upp á lagið þegar gef-
iö er í. Einn af kostum Terrano-
jeppans er hvað hann leggur vel á
og 33 tommu dekkin takmarka það
ekkert. Þau hjálpa honum hins
vegar mikið í torfærum miðað við
óbreyttan bíl og er ekki margt sem
stendur fyrir honum, nema
kannski stærri ár og lengri jökla-
ferðir. Hækkunin á undirvagni er
lítil, aðeins 2 sentímetrar, svo að
stærri dekk koma lítið sem ekkert
niður á aksturseiginleikum hans.
Kastaragrindin og stigbrettin gefa
honum verklegan svip og ekki
skemma fallegar felgur fyrir. Hætt
er þó við að þær láti fljótt á sjá í
torfærum í drullu og sandi og risp-
ist þá fljótt. Fyrir þá sem eru ekki
forfallnir jeppadellumenn er þetta
því kjörinn breytingapakki. Ekki
skemmir fyrir að verðið er í ódýr-
ari kantinum þar sem breytingin
er tiltölulega lítil og ekki þarf að
færa til hásingar eða lækka drif.
-NG
Breytingapakki Breyt-
ir, Nissan Terrano II,
38 tommu:
Dekk: 38 x 14,5 RI5
Álfelgur: 15x12 breyttar.
Drifhlutföll: 5,42:1
Hásing færð til.
Yfirbygging: Hækkuð um 6 senti-
metra.
Hækkun á fjórum yfirvagnsfest-
ingum.
Styrkingar: Grind, stýri.
Lenging: Stýrisstöng, gírstöng.
Síkkun á vatnskassa.
Hækkun á stuðara.
Brettakantar með grjótvamar-
mottum.
Gangbretti
Hraðamælabreyting.
Verð: 955.000 kr.
Aukabúnaður í bíl Andrésar:
Loftlæsingar að aftan.
Loftdæla fyrir dekk.
Ljósagrind og kastarar.