Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Side 10
26
MIÐVKUDAGUR 31. MAÍ 2000 DV
Góður ferðabíll
Umgengni fyrir farþega er þægileg í Starex og alls staöar handföng og stig-
bretti til hægöarauka.
Hyundai Starex er nokkuð sérstak-
ur bíll á islenska bílamarkaðinum.
Hann er fjórhjóladrifínn fjölnotabíli
með meira pláss en fLestir aðrir bOar
og jafnframt lipur og þæghegur. Sem
fjórhjóladrifsbíll er hann seldur sjö
manna og er hann styttri og hærri en
aðrir bílar í H-fjölskyldunni. DV-bílar
fékk einn slíkan til prófunar í lengri
ferð núna á dögunum og voru alls ekn-
ir um 1000 kílómetrar á bílnum á ís-
lenskum þjóðvegum og möl.
Seigla í torfærum
Geta Starex-bilsins í torfærum með
dísilvélinni kom nokkuð á óvart. Skipt
er í lága driflð með takka í miðju
mælaborðinu en til að tengja framdrif-
ið þarf að fara út og setja driflokumar
á. Þannig seiglaðist hann áfram í gegn-
um allt það sem fyrir hann var lagt. Þó
naut hann sín best ef hægt var að
malla í rólegheitum en ef fara þurfti á
ferðinni steyptist hann nokkuð mikið
að framan eins og búast mátti við af bíl
með þessu lagi. Þó er fjöðrunin
slaglöng og slær ekki saman og eftir-
tektarvert hvað hún virkar vel á mal-
arvegi. Nokkuð hátt er upp undir
hann, sérstaklega undir haxm miðjan
en afturstuðari gæti orðið til trafala
þar sem hann skagar nokkuð út.
Afturhlerinn er stór og opnast upp. Bíllinn er heldur ekki mikill sóði, hér er hann nýkominn úr langkeyrslu norður.
Stórir hliðarspeglar og stuðari einkenna útlit bílsins að framanveröu. Takið
eftir hversu straumlínulagaður framendinn er sem er óvenjuiegt í þessari
gerð af bíl.
Mælaborðið fær plús fyrir hversu auðvelt er að nálgast alla rofa og stjórn-
tæki fyrir ökumann. Einnig er gott pláss fyrir hluti í kringum hann, ekki síst
ofan á mælaborðinu.
Vantar meira upptak
Á langkeyrslunni er Starex dísil
bara nokkuð þægilegur og togið í vél-
inni tryggir að sjaldan þarf að gíra nið-
ur úr fimmta gír. Hann er þó frekar
latur af stað eins og búast má við en
umboðið hefúr verið að athuga með að
bjóða þá með millikæli og öðrum
tölvukubb sem eflaust gera sitt fyrir
hann. Nokkuð hvein I dekkjum sem
voru hörð og gróf undir reynsluakst-
ursbílnum og reyndar líka með nögl-
um en ekki myndi saka að hafa mýkri
dekk undir honum. Sætum er vel fyr-
irkomið og eru miðjusætin með snún-
ingsstólum og hægt að leggja aftursæti
til hliðanna, annað eða bæði. Starex-
inn er án grindar en hjólbotn með
sterklegu stigalagi sem hefur þann
ótvíræða kost að gólfið er lægra en ella
og slétt þar að auki.
Gott verð
Hyundai Starex 4x4 er hinn þægileg-
asti ferðabíll með dísOvélinni enda er
hún þekkt fyrir seiglu og endingu í
Mitsubishi vinnubílunum. Fieira í
bílnum kemur frá Mitsubishi eins og
gírkassi og hásingar og millikassinn er
frá Borg Wamer og hefur reynst vel
við islenskar aðstæður. Það keppa fáir
við verðið á Starex miðað við hversu
mikið fylgir í kaupunum, en hann
kostar innan við tvær og hálfa milljón
Takið eftir hversu hátt veröur undir hann með þessari litlu breytingu.
DV-myndir Teitur
Stökkbreyting
á Pajero
Hekla hf. fékk fyrstu Pajero-jepp-
ana á dögunum með nýja útlitinu og
setti strax bíl í létta breytingu. DV
fékk þann bíl í stuttan reynsluakst-
ur um leið og hann ók út af verk-
stæðinu. Við fyrstu sýn verður ekki
annað sagt en Pajeroinn verði ansi
kraftalegur með þessari breytingu
sem fer ávölum og sportlegmn lín-
um hans vel.
Bandarískir bílar
Eigum ýmsar gerðir Chrysler, Dodge og Jeep bifreiða,
nýjar og notaðar.
Nýr Grand Cherokee Limited V8 4,7L árg. 2000 kr. 4.700.000.-
Garðatorgi 3, 210 Garðabæ.
Sími: 565-6241, 863 0820, 893 7333 (Lúðvík).
Fax: 588-2670 • Netfang: netsalan@itn.is
Sýningarbíll á staðnum. Opið: Mánudaga - Föstudaga 10-18 • Laugardaga 10-16
Netsalan ehf
Línurnar (nýja Pajero-jeppanum falla vel að þessari breytingu, til stendur aö
sérhanna á hann stigbretti einnig.
Brölt og príl eru þessum jeppa auöveld enda er hann þaulreyndur úr þolröll-
um erlendis sem eru blanda af leiðum og torfærum.