Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Page 13
33 "V MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 29 711 í hvað sem er - reynsluakstur Toyota Land Cruiser 90 L Skelfilegri hugsun laust niður í huga minn þar sem ég geystist áfram með annað augað á veginum og hitt á tölvuskjánum við hliðina á stýrinu þar sem ég fylgdist með ferðum sjálfs mín á landakorti af Hellisheiðinni, „Ég verð að skila honum aftur.“ Hann er Toyota Land Cruiser 90 LX, fullbreytt- ur bíll, sem Skúli Skúlason, fram- kvæmdastjóri Toyota, lánaði DV til reynsluaksturs. Reynsluaksturinn stóð í tvo daga og það verður að segjast eins og er að það var allt of stuttur tími til að fullreyna bíl sem þennan. Hann var þó prófaður í innanbæjarakstri, lang- keyrslu á þjóðvegum, í grýttum lækjar- farvegi og í snjó sem enn er hægt að frnna í Bláfjöllunum. Hraöskreiöur skriödreki Það verður að segjast að Land Cruis- erinn reyndist ótrúlega vel við allar þessar mismunandi aðstæður og fátt þrátt fyrir að vera á 38 tomma dekkj- um. Aflstýrið sá til þess að aksturinn var átakalaus í aðkrepptum innanbæj- arakstri og í hraðakstri úti á vegum var stýrið þó ekki of létt. Það gaf góða tilfinningu fyrir veginum hvort sem var á malbiki eða möl. í bílnum var sjálfskipting sem rann mjúklega á milli gíra án þess að ökumaðurinn yrði mikið var við það, nema þá helst er vélin var botnuð á ferð og hún skipti sér niður. Dísilvélin, með túrbínunni, vann ótrúlega vel, reif bíl- inn áfram og augljóst var að sumir V8 bílar þyrftu að hafa sig aila við til að halda í við Cruiserinn. Bíllinn var út- búinn með sídrifi en hægt að læsa millikassanum. Þá var einnig hægt að læsa báðum drifunum og virkuðu læs- ingamar vel, billinn var eins og skrið- dreki þegar búið var að læsa þeim og honum ekið í snjó. Bremsumar vora fremur þungar en tóku vel í og gáfu ör- yggistiifmningu þegar bremsað var. Þó þurfti helst til mikið átak þegar bilnum var nauð- hemlað á mikilli ferð. Þægilegur aö innan, fallegur aö utan Það fer vel um ökumanninn i Land Cruiser 90 bíinum. Sætin em þægileg og veita góðan stuðning. Útsýnið er gott í allar áttir en þó þurfti að hafa sérstaka gát þegar bakkað var þar sem bíilinn var hár og erfitt að sjá það sem var beint fyrir aftan hann, nálægt bíln- um. Öll stjómtæki em þægilega stað- sett og auðveld í notkun. Mælamir era skýrir og auð- velt að fylgjast með þeim. Land Cruiser 90 bíllinn er í raun ekkert sérstaklega stór þegar komið er inn í hann. Þar fer þó vel um fjóra fúll- orðna en þegar sá fimmti bætist við fer aðeins að þrengja um þá sem era i aftursætinu. Farangursrýmið er þægilegt í umgengni þar sem afturhurðin opnast til hliðar og þvælist því ekki fyr- ir. Þar ætti að vera nægjanlegt rými í flestum tilvikum. Hönnuðum Toyota hefur tekist vel þegar þeir teikn- uðu Land Craiser 90 bílinn því hann er mjög fallegur og samsvarar sér vel. 38 tommu breyting- in á 90 bílnum hefúr tekist- ótrúlega vel og hefur strákunum hjá Arctic Trucks tekist að halda lín- um bílsins og ýkja þær við breyting- una. Brettakantam- ir ganga inn á hurð- imar þannig að þeir renna saman við bíl- inn og virðast vera hluti af uppruna- legri hönnun hans. Þessi breyting er vafalaust sú glæsilegasta sem sést hef- Á torfærum slóöum stendur Land Cruiser 90 bíllinn sig vei og á honum er hægt a6 komast hvert á land sem er, a.m.k. þangað sem leyfilegt er aö fara. GPS-staösetningartækið og tölvan gerir þaö aö verk- um að hægt er aö aka bflnum þó svo aö útsýniö sé ekkert. Innréttingarnar í Land Cruiser 90 bíinum eru þægilegar en innanrýmiö er ekki mikið. Vélin í Land Cruiser 90 bílnum er ótrúlega öfiug miö- aö viö aö hún er einungis fjögurra strokka. Toyota Land Cruiser 90, breyttur fyrir 38“ dekk, hent- ar sérlega vel til aksturs í snjó og á jöklum. hægt út á hann að setja. Bíllinn var mjög þægilegur og auðveldur í akstri Land Cruiser 90 jeppinn hefur notið mikilla vinsælda hér á landi. DV-myndir JAK ur og hönnuðum hennar til mikils sóma. Land Cruiser LX 4WD turbo dísil Vél: Dísil, með tölvustýrðu olíuverki Rúmtak: 2982 rúmsentímetrar Afl: 126 hestöfl við 3600 snúninga á mín. Tog: 295 Nm við 2400 snúninga á mín. Dríf: Sítengt aldrif Gírar: 5 gíra beinskiptur / 4 þrepa sjálfskiptur Lengd: 4730 mm Breidd: 1730 mm Hæð: 1860 mm Hæð undir lægsta punkt: 230 mm Eigin þyngd: 1880 kíló Verð, beinskiptur: kr. 3.045.000 Verð, sjálfskiptur: kr. 3.245.000 Umboð: P. Samúelsson. Breytingin á bíl Skúla Land Craiserinn er í grunninn með 38 tomma breytingu sem kostar 998.000 kr. hjá breytingadeild Toyota. Innifal- in í henni er öll grunnbreytingm, þ.e. færsla á hásingu um 12 sm, upphækk- un um 100 mm, álfelgur, 38 tommu Dick Cepek-dekk 4:88 drifhlutfóll og fleira sem þessari breytingu fylgir. Þar að auki er Skúli með 100% driflæsingu að fram- an sem kostar kr. 253.000. Á bílnum er ýmis annar smábúnaður, s.s. grind að framan og kastarar. Þá er í bílnum allur nauðsyn- legur fjarskiptabúnaður til ferðalaga á fjöllum. Má þar nefna talstöð, farsíma og GPS-staðsetningartæki sem era beintengd við tölvu. Hægt er því að sjá á landakorti nákvæmlega hvar bíllinn er staddur á landinu. Skúli var einn margra sem fóra að skoða Heklugosið í vetur. Þegar hann hélt heimleiðis síðla dags vora Hellisheiðin og Þrengslin orðin ófær vegna snjó- þyngsla og bfla sem sátu fastir. Skúli minnkaði þá loftþrýstinginn í dekkjun- um og skellti sér út fyrir veginn og ók yfir heiðina, blindandi í hríðinni, með fram veginum, með aðstoð GPS-tækis- ins og tölvunnar. -JAK Brettakantarnir falla sérlega vel aö útlínum bíls- ins, ýkja þær og undirstrika. Eigum þessi hjól fyrirliggjandi á lager C R - 5 0 0 R 1 cyl. • 491 cc 65 hestöfl • 101 kg ^Verð kr. 685.000.-^ 2 cyl. • 996 cc 110 hestöfl • 192 kg ^Verð kr. 1.060.000.-J 2 cyl. • 999 cc 136 hestöfl • 190 kg ^Verð kr. 1.430.000.-^ 2 cyl. • 1099 cc 58 hestöfl • 279 kg yVerð kr. 1.080.000.-^ V T-1 1 0 O C3 4 cyl. • 929 cc 152 hestöfl • 170 kg ^Verð kr. 1.239.000.-^ C B R - 6 0 O F 4 cyl. • 599 cc 110 hestöfl • 170 kg ^Verð kr. 999.000.-y 6 cyl. • 1520 cc 100 hestöfl • 300 kg Verð kr. 1.499.000.- 2 cyl. • 745 cc 43 hestöfl • 229 kg Verð kr. 880.000,- V T - 7 5 0 C 2 HONDA Gunnar Bernhard ehf. Vatnagördum 24 • Sími: 520 1100 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.