Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Síða 16
32 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 33 "V SÓUVfíVG Smiðjuvegi 32 • Kópavogi • sími 544 5000 www.solning.is Flestar breytingar á Nissan- og Izusu-jeppum og pallbilum hafa veriö hann- aöar í Fjallasporti. Fjallasport • Víð gerum góð dekk betri • Betra grip í hálku • Meiri ending • Öruggari í bleytu • Minni hávaði Tímarit mánaðarins Fæst á blaðsölustöðum Fyrirtækið Fjallasport á Malarhöfða 2a í Reykjavík er ungt, einungis tveggja ára. Eigendur þess eru hjónin Reynir Jónsson og Kristín Sigurðar- dóttir. Þó svo að fyrirtækið sé ungt er Reynir ekki nýr í breytingabransan- um. Hann starfaði áður í Breytinga- deildinn hjá Toyota frá stofnun hennar og hefur því töluverða reynslu í jeppa- breytingum. Fjallasport var stofnað sérstaklega til að sjá um breytingar á Nissan- og Izusu-bflum og leggur áherslu á þær tegundir þó svo að fyrir- tækið taki einnig að sér breytingar á öðrum tegundum. Fjallasport rekur einnig verslun sem selur vörur til breytinga á jeppum og aukahluti fyrir jeppa auk útivistarklæðnaðar frá Helly/Hansen sem FjaUasport hefur umboð fyrir. Áhersla er lögð á að eiga allt f Nissan- og Izusu-bíla en í Fjalla- sporti fá jeppamenn ahnenna auka- hluti eins og t.d. dekkjaviðgerðarsett, tóg, spil, loftdælur, druilutjakka, landakort GPS-tæki, talstöðvar og ann- að það sem nauðsynlegt er að hafa í vel búnum fjallabfl. Þróunarvinna Fjallasport hefur verið leiðandi í hönnun breytinga fyrir Nissan- og Izusu-bílana. Þar hafa flestir brettak- antamir fyrir þessar tegundir verið hannaðir. „Við smíðum allt sjálfir í sambandi við breytingamar nema drifsköft sem þurfa að fara í renni- bekk. Viö gerum fyrstu kantana úr treijaplasti, reynum að halda linum bílsins en ýkjum þær þannig að útlitið verði smekklegt og falli að línunum í bílnum," segir Reynir. Fyrstu bílum þessara tegunda, Nissan og Trooper, hefur verið breytt í Fiallasporti. Þar var fyrsta Trooper-jeppanum breytt fyrir 38 tomma dekk, einnig fyrsta Terranoinum. Núna er verið að breyta fyrstu Nissan Double Cab fyrir 38 tommur. Hásingin er færð aftur um 10 sm og sett er gormafjöðrun undir hann. Einnig er verið að smíða fyrsta skriðgírinn fyrir Trooper í Fialla- sporti. „Það að hanna breytingar fyrir jeppa er stórmál í sjálfú sér. Verið er að taka einhvem bfl sem framleiðand- inn er búinn að framleiða og menn vilja breyta honum fyrir stór dekk án þess að skemma einkennin, karakter- inn í bilnum - halda aksturseiginleik- unum en fyrir því er ákveðin formúla svo að bfllinn þoli stóm dekkin. Þetta er verk sem þarf að vanda vel og erum við með heildarlausnir fyrir breyting- amar,“ segir Reynir. „Þegar stór dekk em sett undir jeppa eykst álag á drif og öxla. Legur í jeppum era hins vegar í mikilli yfirstærð hjá framleiðendum vegna þess að öxlamir þurfa að kom- ast í gegnum þær. Því skiptir aukið álag vegna dekkjanna engu máli fyrir legumar. Eins er með bremsumar, þar hefúr hraðinn miklu meiri áhrif en stærri dekk. Stærra dekk hægir á hjól- inu, þannig að billinn bremsar ekkert verr,“ bætir Reynir við. Terrano Terrano er mjög vinsæll á 33“ dekkj- um. Það þarf einungis að hækka hann um 2 cm tfl að koma 33 tomma dekkj- um undir. Klippa þarf úr brettum, það er svolítil vinna. Fyrsta 38 tomma Terrano-bflnum var breytt í Fialla- sporti í janúar, síðan er búið að breyta 9 bflum. Flytja þarf hásinguna aftur þegar bílnum er breytt fyrir 38 tomm- ur. „Terrano er á sérstaklega góðu verði því það er svo mikill búnaður í honum. Hann er vænlegur kostur og nokkuð sterkbyggður, t.d. er sama aft- urhásing undir honum og er undir Patrol,“ segir Reynm. Reynir Jónsson, eigandi Fjallasports, hefur sérhæft sig í breytingum á Niss- an- og Izusu-bílum. DV-myndir JAK Patrol Að mati Reynis er Nissan Patrol jeppinn bestur fyrir stór dekk vegna þess að hann er með heila hásingu að framan. „Hann er mjög sterkbyggður, tveimur númerum of stór í öllu,“ segir Reynir. Patrolinn er að koma með nýrri öflugri vél, 4 strokka, 3 lítra, Common Rail disilvél, svipaðri vél og er í Trooper. Helst hefur verið sett út á Jóhann Sigurösson, starfsmaður f Fjallasporti, festir Ijóskastara á Patrol- jeppa. aflleysi í Patrolnum en það ætti að vera úr sögunni með þessari vél. Nýr Patrol með nýju vélinni var einmitt í vinnslu hjá Fíallasporti meðan á vinnslu þessa blaðs stóð og því var fylgst með af athygli. Það sem gert var Flipaskurður (siping) við 38 tomma Patrol-jeppann var að hann var hækkaður um 10 sm á undir- vagni með klossum en stundum era settir lengri gormar. Síkka þurfti stíf- ur, breyta stýrisarmi og lengja dempara. Klippa þurfti einnig úr fram- brettum og sílsum og settir vora stærri brettakantar. Stigbretti vora færð utar og krómrör sett þar utan með. Bretta- kantar era klæddir með sérstöku efni að innan svo þeir skemmist ekki af gijótkasti. Drif vora lækkuð úr 4,68:1 niður í 5,42:1 og hraðamælir leiðréttur með sérstökum hraðamælabreyti. Dekkin sem fóra undir eru 38 tommur á hæð, 15,5 tommur á breidd og felg- umar era 15x12 tommur. Auk þess var sett í þennan svarta Patrol krómuð grillgrind, ljóskastarar, vindskeið að aftan, varadekkshlíf, toppgrind, króm- aðir speglar og púst Trooper Trooperinn hefúr verið mjög vin- sæll síðustu misseri og búið er að breyta mörgum bílum. Trooperinn er gríðarlega öflugur, vélin togar mikið og bfllinn er mjög sterkbyggður. Flest- um þeirra hefur verið breytt fyrir 33 og 35 tommur. Hann þarf að hækka um 3 sm fyrir 33 tommur og 6 sm fyr- ir 35 tommur. Búið er að setja hátt í 30 bfla á 38 tomma dekk og með lægri drifhlutfóllum er hann mjög skemmti- legur þannig. Gríðarlegur munur er á breyttum bílum þegar búið er að lækka drifin/hlutfóllm í þeim. Vinnsl- an í þeim verður skemmtilegri en sér- staklega munar um lægri drif þegar færið er þungt. Þá er mikilvægt að geta ekið nógu hægt. -JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.