Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Qupperneq 22
38 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 Ö V Bayou er stööugt og ekki gjarnt á aö missa sig upp á tvö dekk. Þegar hjólið er látið lulla yfir við- kvæma mosabreiðu sér ekki einu sinni á henni á eftir. Þess vegna henta þau líka vel í blautum og viðkvæmum Kawasaki KLF 220 Bayou Vél: Eins strokks, fjórgengis, með einum yfirliggjandi knastási. Kæling: Loftkælt. Rúmtak: 215 rúmsentímetrar. Blöndungur: Mikuni VM24SS. Start: Snúru- og rafstart. Gírkassi: 5 gíra beinskipt með bakkgír. Tengsli:Tvöföld, sjálfvirk. Fjöðrun framan: Sjálfstæð, tvöföld. Slaglengd: 4,5 tommur. Fjöðrun aftan: Quad-Link, tvöföld. Slaglengd: 4,9 tommur. Bremsur: Þrjár skálar. Dekk framan: AT 21 x 8/9, slöngu- laus. Dekk aftan: AT 22 x 10/10, slöngu- laus. Driflína: Drifskaft. Sætishæð: 28,7 tommur. Bensíntankur: 9 lítrar. Þurrvigt: 183 kíló Umboð:Vélhjól & Sleðar. Ágætispláss er fyrir farangur, bæöi aö framan og aftan. Hjóliö nýtur sín best í brölti og urö þar sem aö stutt er á milli hjóla. Frábært verð Það hlýtur að vera aðalkostur hjóls- ins hversu ódýrt það er. Að loksins skuli vera hægt að fá ijórhjól á minna en hálfa milljón er aldeilis frábært og því líklegt að vinsældir þeirra fari brátt að aukast aftur. Þessi tæki henta okkar aðstæðum mjög vel og mættu því sjást meira i notkun. Með torfæru- tækisskráningu má aka því stystu leið úr þéttbýli og tryggingar verða líka lægri. -NG Á hvers manns 220 Bayou er létt hjói og fyrir einn mann - þokkalegasta leiktæki ef því er aö skipta. DV-myndir E.ÓI. - reynsluakstur Kawasaki Eitt ódýrasta fjórhjólið á markaðin- um í dag eftir nýtilkomnar tollabreyt- ingar er Kawasaki KLF 220 Bayou. Það er lítið og nett hjól sem hentar vel ein- um manni þótt það ráði vel við tvo og er með drif á afturhjólum. Átakalaust í akstri Það sem finna má að Bayou-hjólinu er að það mætti hafa aðeins meira afl og því kannski ekki mikið leiktæki. Lítil fjórgengisvélin hefur öðruvísi snúningssvið en tvígengisvélamar og þar af leiðandi meiri endingu. Hins vegar gerir léttleiki og átakalaus akst- ur þess það að verkum að það er hent- ugt tæki í flest sem þessi hjól eru góð fyrir. Það er varla hægt að hugsa sér betra tæki í hvers kyns landbúnaðar- störf og fyrir einn mann í veiðiskap er það líka kjörið. Það er með farangurs- grind bæði að framan og aftan og tek- ur sú fremri 25 kíló. Það er líka stór kostur við ijórhjól hvað þau skemma lítið gróður og fara vel með náttúruna. fjórhjóls túnum og mýrlendi og flotgeta dekkj- anna tryggir að það skilur ekki eftir sig sár í mjúkum sverðinum. Stööugt og gott í brölt Bayou er mjög stöðugt í akstri og erfitt að velta því, jafnvel þó maður leggi sig allan fram. Ásetan er mjög þægileg og reynir lítið á mann en mjög stórir menn gætu verið aðkrepptir, sérstaklega með hreyfanleika stýris. Það er nokkuð hátt undir það og lítið þvælist fyrir því nema stærstu steinar. Þá hjálpar líka að það er stutt á milli hjóla í því efni en samt ekki þannig að það vilji reisa sig að framan nema vel sé gefíð á hörðu undirlagi. Það er lítil hætta á að missa það út í spól til hlið- anna og þess vegna er Bayou kjörið í hvers kyns brölt. Þyngdardreifmg er einnig góð og það steypir sér lítið, jafn- vel þótt stokkið sé á þvi. Fjöðrunin er tiltölulega mjúk og þar hjálpa belgmik- il dekkin og slaglengd hennar nokkuð góð. Bremsur eru þokkalegar en aftur- bremsa mætti vera betri. Lítill og lág- þrýstur fjórgengismótor eins og er í Bayou virkar þó vel sem mótorbremsa og því þarf sjaldan að nota bremsum- ar að ráði. I víking - tekið í nýja Husaberg 501 hjólið Baldur var fegurstur allra goða, stendur einhvers staðar í Snorra Eddu, en þessi nýja lina Husaberg- hjóla kallast einmitt Baldur. Reynd- ar heitir öll framleiðslulínan þeirra eftir nöfnum úr goðafræðinni eins og hægt er að sjá á heimasíðu þeirra, www.husaberg.se. Slagorð þeirra er líka gamall víkingamáls- háttur, „Maöur velur sér vopn eftir getu“ og þetta hjól er gott dæmi um það og hentar vel miðlungsfærum og upp úr. Frískt á snúningi Vélin í FE 501 er ansi skemmtileg og hentar hjólinu við hvers konar aðstæður, hvort sem er í krossi, brölti eða hröðum slóðaakstri. Þjöppuhlutfallið er nokkuð hátt og þess vegna rís aflkúrfan hæst ofar- lega í snúningssviðinu. Fyrir vikið virkar hjólið mjög frískt og freist- andi að gefa því inn en ef menn eru ekki orðnir vanir hjólinu getur það komið þeim í koll. Maður fann það sjálfur hversu freistandi það var að rafstart, sjálfskipt. Venö 75.000-230.000 ^^YFTARAR EHF. Hyrjarhöfða 9. Sími 585 2500 Þótt hér sé fjórgengishjól á ferðinni minnir léttleiki þess oftar á krossara en drullumallara. við að nóg sé að blása á hana til að hún geri það sem hún á að gera. Góð fjöörun Það er mikill kostur á þessu hjóli hversu góð fjöðrunin er og hvemig hægt er að stilla hana að vild. Gott dæmi eru framdempararnir sem auk þess að stilla á hefðbundinn hátt má stífa eða mýkja með þvi að skrúfa til stillibolta efst á þeim sem virkar beint á gorminn. Áukabún- aður á hjólinu er Öhlins-stýris- dempari sem alltaf er til bóta i tor- færuhjólum, sérstaklega i hjóli sem hentar vel fyrir blandaðan akstur eins og þetta. Hann má einnig stilla á ýmsa vegu, bæði slagsvið, þyngd og afstöðu. Það vakti athygli mína hvað frágangurinn á smáatriðum í hjólinu hefur skánað og ekki er hægt að segja annað en að Baldur sé fallegt hjól. Verðið er líka orðið all- gott eftir breytingu, sérstaklega þeg- ar haft er í huga að hér er um hjól að ræða sem svo að segja er tilbúið í keppni ef þvi er að skipta. -NG vera á botngjöf og hjólið er furðu- fljótt að venjast undir manni. Sætis- hæðin, 93 sentímetrar, virkar mikil þegar sest er upp á hjólið í fyrsta skipti en þegar komið er af stað finnur maður ekki svo mikið fyrir því. Reyndar var fjöðrunin stillt frekar mjúk þegar hjólið var prófað. Eitt fannst mér líka alveg frábært, en það var hversu létt kúplingin er. Hún er vökvakúpling og það liggur Husabergur nýtur sín sérstaklega í hrööum akstri á slóðum. Baldur ásamt eiganda sínum, Sveini Markússyni. Husaberg FE 501 E Rúmtak: 501 rúmsentímetri. Þjöppuhlutfall: 11.8:1. Start: Spark- og rafstart. Rafall: I2V/70+70W. Rafgeymir: 12V - 8Ah. Blöndungur: Dellorto 0 40 mm. Gírkassi: 6 gíra. Pústkerfi: Ál, tvær í eina. Stýrisdempari: Öhlins. Framfjöðrun: Upside-down WP MXMA. Slaglengd: 43-280 mm. Afturfjöðrun:WP 5018-E. Slaglengd: 320 mm. Frambremsa: Brembo tveggja stimpla, 260 mm diskur. Afturbremsa: Brembo 220 mm diskur. Hjólhaf: 1490 mm. Sætishæð: 930 mm. Bensíntankur: 9 lítra. Þurrvigt: 112.5 kíló. Verð: 744.000 kr. Umboð:Vélhjól & Sleðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.