Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Page 23
$> %’r MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 39 Langhlauparinn frá l<TM KTM á íslandi hefur látið flytja inn eitt stykki KTM 660 Rallye sem þeir ætla að nota til æfingaaksturs, meðal annars fyrir Karl Gunnlaugs- son sem keppir á slíku hjóli í eyði- merkurrallinu. Hjólið sem um ræð- ir fór nýtt í París - Dakar - Kairó rallið og kom svo beint hingað eftir upptekningu hjá verksmiðju. DV notaði tækifærið og fékk að taka í hjólið sem er sérhannað til aksturs í lengri maraþonkeppnum í mótor- hjólaralli. Keppnisshjólið er byggt á KTM LCE 640 hjólinu og má því líta á þennan reynsluakstur sem nokk- urs konar úttekt fyrir þess háttar hjól, allavega í aðalatriðum. Stórt og togmikið Hjólið er stórt og mikið og svo að það virkar næstum fráhrindandi þegar fyrst er komið að því. Ásetan er fjallhá og sætið grjóthart en þeg- ar maður fer að hugsa betur um það er góð ástæða fyrir því. í langri keppni þreytist maður á að dúa mikið í hnakknum og því er hann stífur. Fyrir vikið finnur ökumaður aðeins fyrir titringi hjólsins í stað- inn og það veldur doða smástund sem líður síðan hjá. Það vekur strax athygli í akstri hversu gott tog er í hjólinu á bókstaflega öllu snúnings- sviðinu og það virðist alltaf eiga eitthvað eftir. Þannig er hægt að keyra það vel hratt án þess að vera á botnsnúning sem þreytir mann. Þægilegt á langa-löngu langkeyrslunni Þótt hjólið sé hátt og mikið er það stöðugt í akstri og slaglöng fjöðrun- in bókstaflega étur upp allar ójöfn- ur. Stýrið er breitt og beint og áset- an virkar þægilega á mann og það er jafnþægilegt að standa á því i akstri enda er þess háttar aksturs- tækni mikið notuð í lengri keppn- um. Það er eins og það standi skrif- að utan á hjólið að það sé lang- keyrsluhjól og í raun og veru er ekkert því til fyrirstöðu að hoppa upp á það, keyra þvert yfir hálendið og stoppa næst á Akureyri. Það er með stórum bensintank og þar að auki eru tveir aukatankar á því sem samtals taka 46 lítra af bensíni. Sérútbúið til rallíaksturs Það sem er öðruvísi í þessu hjóli en 640 hjólinu er margt, og má þá fyrst telja að það er með aðeins stærri mótor. Vélin rúmar meiri olíu og er með auka olíukælum og undir henni er sérstyrkt hlíf til að vernda neðri hluta hennar. Ofan á því er ýmis sérbúnaður eins og upp- lýst leiðatafla með rafdrifinni rúllu fyrir pappírinn og er henni stjórnað með rofa undir vinstra handfangi. Fyrir ofan hana er stafrænn skjár sem sýnir kílómetrafjölda og er honum stjórnað með rofum vinstra megin á stýri. Auk þess er festing og tengi fyrir GPS-tæki á hjólinu. Fyrir utan þennan búnað er 640 hjólið að mestu leyti eins, og þar af leiðandi talsvert léttara og því að öllum líkindum hið skemmtilegasta hjól. Vonandi fáum við tækifæri til að kynnast því þó síðar verði. -NG KTM 660 Rallye Vél: 2 strokka, fjórgengis, 4 ventla. Rúmtak: 653.7 rúmsentímetrar. Hestöfl: 62. Þjöppuhlutfall: 11.0:1. Kúpling: Fjöldiska blautkúpling. Gírkassi: 5 gíra „dog-type“. Kveikja: Kokusan CDI. Kæling:Vatnskælt. Rafstart: Já. Blöndungur: Dell’Orto PHM 40 SD Grind: Miðjurör með tvöfaldri körfu, Chrome-Molybdenum. Stýri:Tapered Magura. Framdemparar:WP UpSideDown 43 mm. Afturfjöðrun:WP-Monoshock. Slaglengd framan: 280 mm. Slaglengd aftan:320 mm. Frambremsa: Brembo 300 mm diskabremsa. Afturbremsa: Brembo 220 mm diskabremsa. Framdekk: Michelin 90/90- 2ltommuT 63. Afturdekk: Michelin 140/90- 2ltommuT 63. Bensíntankur: 28 lítrar. Varatankar: 16 lítrar. Þyngd: 156 kíló. r— Verð KTM 640:788.000 kr. Umboð: KTM á íslandi. Það er þægilegt að standa á hjólinu, jafnvel þótt verið sé að keyra það hratt og í beygjum. Tíl allra hluta nytsamlegt - fyrsta Honda Varadero hjólið frá Vatnagörðum I fyrra kom fyrst á markað frá Honda tilraun þeirra til að búa til hjól sem hentaði til hvaða ferðalaga sem er, jafnt á malbiki sem utan þess, og kallast græjan Varadero. Hjólið er nú komið inn í fram- leiðslulínu þessa árs og næsta og hefur fengið góðar viðtökur og fyrir tveimur vikun afhenti Honda/Peu- geot-umboðið fyrsta eintakið hér heima. Þessi gerð mótorhjóla, sem ætluð eru til blandaðs aksturs, hef- ur reyndar ekki selst vel á íslandi hingað til. Erfitt er þó að ímynda sér lientugri hjól fyrir okkar að- stæður en einmitt þessi og það veit sá mikli fjöldi útlendinga sem heim- sækir landið á mótorhjólum á hverju ári. Vélin er óvenjustór og öflug í Varadero miðað við önnur alhliða torfæruhjól. Hún er vatnskæld, 1 lítra V2 með 8 ventlum og tveimur yfirliggjandi knastásum á hvorn strokk. Ailkúrfan er jöfn og breið og þegar best lætur 95 hestöfl. Togið er líka öflugt eða 99 Nm. við 6000 sn. á mín. Að sjálfsögðu er það með raf- starti en ein af nýjungunum er tví- virkt bremsukerfi sem er arfur frá Goldwing-ferðahjólunum. Tvívirkt bremsukerfi virkar þannig að ef tekið er í frambremsuhandfang eða stigið á afturbremsu verða báðar bremsur virkar en ef tipplað er einu sinni snöggt á aðra hvora virkar bara hún. Kerfið kaflast CBS og leit- ast við að fullnýta bremsukrafta á hvort hjól fyrir sig. Mikið var lagt upp úr þvi að gera hjólið þægilegt til langferða, meðal annars með góðu sæti, töskufestingum og stór- um 25 lítra bensíntanki. -NG Varadero er mikið hjól, sætishæðin er 84,5 sentímetrar og þyngdin 220 kíló. Um torfærukeppni á vélhjólum Vélhjólaíþróttaklúbburinn, eða VÍK eins og hann er kallaður i daglegu tali, er elsti starfandi mótorhjólaklúbbur landsins, stofnaður í október 1978. Markmið klúbbsins í upphafi var að koma óskráðum keppnishjólum úr al- mennri umferð inn á afmarkað keppn- issvæði, þar sem félagsmenn gætu stundað íþrótt sína. Stööug fjölgun félagsmanna I dag er fjöldi félagsmanna um 150 manns sem hafa löngun og áhuga á að stunda mótorhjólaíþróttir, þ.e. motocross og enduro. Meðal markmiða félagsins er að skapa aðstöðu fyrir fé- lagsmenn til að stunda íþróttir sínar á löglegum svæðum, skapa aðstöðu fyrir æskulýðsstarf og fræða félagsmenn um öryggisbúnað og að umgangast náttúr- una með virðingu. Klúbbnum hefur þó ekki tekist að fá framtíðarsvæði undir starfsemi sína og er því aðstaða félags- manna VÍK til að stunda sína íþrótt lit- il sem engin. Sú aukning sem orðið hefúr í ástundun mótorhjólaíþróttar- innar á sl. árum og þá sérstaklega í vor hefúr aukið þörf fyrir að VÍK fái að- stöðu þannig að hægt sé að beina keppnistækjum félagsmanna á eitt af- markað svæði. Loftfimleikar á vélhjólum Motocross er íþrótt þar sem allt að 40 keppendur eru ræstir í einu og keyra þeir í stuttri braut með kröpp- um beygjum, bröttum brekkum og stórum stökkbrettum. Motocross er talin ein erfiðasta íþrótt í heimi enda mikið álaga á allan líkamann í um 20 mínútur. Eftir 15 mínútna akstur er fyrsta manni gefið til kynna að 2 hringir séu eftir, þá hefst lokasprettur- inn. Eftir þessa 2 hringi eru keppend- ur flaggaðir út úr brautinni. Sá sem kemur fyrstur í mark fær 20 stig, næsti 17 o.s.frv. Ein keppni eru 3 svona riðl- ar og moto eins og það heitir á motocross-máli. Sigurvegari dagsins er sá sem fær flest stig út úr þessum þremur riðlum. íslandsmeistari er sá sem fær flest stig úr öllum íjórum keppnum ársins. Enduro er keppni í þoli f enduro reynir meira á þol og útsjón- arsemi keppenda en i motocross. Keppn- in getur hlaupið á 2 til 7 klukkutímum. Oftast er ekinn stór hringur, u.þ.b. lfr km, 7 til 10 sinnum og er þá ekið eftir ' slóðum, árfarvegum, auðnum og í afls kyns landslagi. Keppendur þurfa að velja sér rétta leið, þ.e. rata, einnig að spara kraftana og hjólið fyrir langan akstur. Þeir hafa með sér smáverkfæri og þurfa að taka eldsneyti einu sinni til þrisvar í hverri keppni og skiptir þá máli að hafa hraðar hendur. Sá sigrar sem kemst fyrstur tiltekna vegalengd. -HÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.