Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2000, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2000, Side 3
Hvítasunnuhelgin er gengin í garð. Einu sinni flykktist fólk út á land í útilegur og mun það víst enn vera lenska hjá sumum. Það gæti samt eitthvað breyst um þessa helgina því Fókus ásamt öðrum aðilum stendur fyrir Tónlistarhátíð Reykjavík- ur, Reykjavík Music Festival, í Laugardalnum. En ekki bara það því einnig verða haldin Fókus-partí á Kaffi Thomsen. Agnar lofar geðveiku partíi og bendir fólki á að mæta snemma til að komast inn. „Þetta verður straight parti öll þrjú kvöldin, án hvíldar," segir Agnar Tr. Le’macks, fram- kvæmdastjóri Kaffi Thomsen, um Fókus-partíið sem haldið verður á Thomsen alla helgina. „Þetta er hið opinbera partí Reykjavik Music Festival. Allir sem tengjast hátíðinni á einn eða annan hátt verða þarna, þar á meðal allir tónlistarmennirnir sem spila auk blaðamanna. Síðan erum við búnir að senda út nokkra boðsmiða og einnig verður Fókus með lítinn VlP-lista fyrir nokkra heppna lesendur. Það er samt ekki þar með sagt að þetta sé lokað partí. Þetta er meira svona opiö/lokað partí. Allir mega koma svo lengi sem húsrúm leyf- ir.“ Mætið snemma! Seinast þegar haldið var stórt partí á Thomsen var þegar Gus mmmwmm Árni E. sér um fjörið á efri hæðinni ásamt slatta annarra skífuþeytara. ástand á neðri hæðinni með þeim Arnari og Frímanni ásamt óvæntum gesti. Á sunnudagskvöld mæta síðan þeir Alfred More og Agzilla ferskir úr Frakklandstúr ásamt franska rapparanum MC Johnny Z sem er víst alveg magn- aður. Á efri hæðinni veröa síðan Ámi E, dd. Lux, dj. Sweet Chilli og fleiri og fleiri.“ Gus-kvöldið var haldið. Fjöldi manns lagði þá leið sina niður í Hafnarstrætið og myndaðist löng biðröð. „Það var svoddan haugur af fólki sem mætti að röðin náði yfir Pósthússtrætið. Miðað við þessa reynslu ætti röðin ekki að verða minni núna þannig að fólk þarf að mæta tiltölulega snemma til þess að komast inn,“ segir Agn- ar. Það ætti að vera gulrót fyrir fólk að það er aldrei að vita nema ein- hverjum takist að plata þá plötu- snúða sem koma til landsins, Laurent Garnier, SASH eða ATB, til að kíkja í búrið og þeyta nokkrar skífur. Óendanlegur listi plötu- snúða Eins og fyrr segir verður þetta stíf dagskrá öll þrjú kvöldin á Thomsen. Það verður haugur af tónlistarmönnum sem sjá til þess að fólk hafi rytmískt tónaflæði fyr- ir fólk að hreyfa sig við. „Það verð- ur nóg framboð af úrvals plötu- snúðum. Á neðri hæðinni, fostu- dagskvöld, verða þeir Tim Taylor og Thor ásamt óvæntum gesti. Á laugardagskvöldið verður Hugar- Þeir Halli Reynis og Þorvaldur Flemming sendu frá sér disk fyrir um viku sem nefnist Myndir. Þeir eru báðir búsettir í flatneskju Danaveldis og var diskurinn tekinn upp þar. Fókusi lék forvitni á að vita hvað væri í gangi og þess háttar hjá köppunum. „Það var nú aldrei stefnan að gera disk. Þetta einhvem veginn bara gerðist og þegar við áttuðum okkur á því hvert stefndi þá var of seint að bakka út úr því,“ segir Þorvaldur Flemming. Hann ásamt Halla Reynis, trúbador par excellence, var fyrir stuttu að senda frá sér geisladiskinn Mynd- ir. Þeir félagar segja að þessi disk- ur hafi í raun verið í getjun í ell- efu ár en þeir tóku fyrsta lagið, Landslagið, upp 1989. Þeir búa núna báðir í Dan- mörku. Þorvaldur býr í Kaup- mannahöfn þar sem hann rekur sitt eigið tölvufyrirtæki. Halli býr hins vegar stutt frá Árhus á Jót- landi ásamt fjölskyldu sinni og stefnir á tölvunám í haust. Samkvæmt lýsingum strákanna var tilurð disksins lyginni líkust. Halli: „Þetta var algert ævintýri frá a til ö. Til að byrja með voru mörg laganna samin í gegnum síma og tölvupóst. Eitt sinn sendi Þorvaldur mér texta í gegnum imeil. Tveim mínútum seinna hringdi ég í hann og spilaði fyrir hann lagið i símann." Það gekk á ýmsu meðan á upp- tökum stóð. „Við lentum i alls kon- ar hremmingum við upptökurnar en því var tekið með bros á vör og jákvæður hugsunarháttur viðhafð- ur út í eitt. Það var reyndar stofn- aður félagsskapur í kringum þetta batterí, pósitífi-klúbburinn, sem búið er að koma upp vefsíðu fyrir, www.positiveclub.com. Þannig komumst við í gegnum," segir Þor- valdur. „Við sögðum oft að Guð væri sjötti meðlimurinn okkar. Þannig virkaði það allavega á stundum." Davíð, Steinn og Jakob: Verðum ekki fuilir í vinnunni Islendinga- meik: Dazed and Confused elska okkur Fyrirbærið Fyrirbs bóbó: Komið til að vera fundir ^ Það vilja æði margir í kjallarann hjá Britney Teknótöffarinn: Luke Slater á Fróni Orville Jos- ph Pennant: uðfaðirinn Éger=16 Fatlaður Hrís- eyingur 1- Elíza í Bellatrix: Hlakkar til að hitta köttinn Ahorfendaverð- laun DV: Grímur mætti með leg í poka 11 f Í ö rawg»«i»i Svitakompa aóðærisins Sandra Bullock í afvötnun Afkvnþokkun klámmvndaleikkonu Of erfitt að aefa út rokk f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Teitur af Orvllle Joseph Pennant. 9. júní 2000 f Ó k U S 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.