Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2000, Síða 6
f i ] 1 m Þríeykið úr Hafnarfirði, Davíð Þór Jónsson, Jakob Bjarnar Grétarsson og Steinn Ármann Magnússon, hafa í gegnum tíðina verið áberandi í íslenskum fjölmiðlum. Þeir segjast sjálfir hafa breytt íslensku útvarpi á sínum tíma en nú er komið að sjónvarpinu og á mánudaginn fer í loftið nýr sjónvarpsþáttur þeirra á Stöð 2, HNN - Hafnfirska fréttanetið. Koníakstofan á Hótel Holti er staðurinn þar sem þeir slaka á eftir vinnu og leyfðu þeir Höskuldi Magnússyni að setjast niður með sér til að ræða nýja þáttinn og komst hann m.a. að því af hverju hann er skammstafaður HNN. „Við viljum gefa þá mynd af okkur að fólki finnist það geta treyst okkur fyrir verðbréfunum sínum. Þetta er enginn fiflagang- ur, við erum hættir þvi. Við vitum það að við höfum þann kross að bera að við erum úr Hafnarfirðin- um en við ætlum að reyna núna og ég er handviss um að við getum það, við ætlum að vera alvöru. Nú erum við loks alvöru," segja þre- menningamir Davíð Þór Jóns- son, Jakob Bjamar Grétarsson og Steinn Ármann Magnússon þegar þeir hafa komið sér mak- indalega fyrir í sófa koníakstof- unnar á Hótel Holti. „Fólk hefur mikið verið að tala um það að vmdanfömu að það vanti svona alvöru rannsóknarblaöa- mennsku," segir Jakob en Steinn er ekki sammála. „Hver var að tala um það?“ „Jú, það eru mjög reynslulitlir menn sem eru að standa i þessu. Gamlir ruddar í blaðamennsku sem hafa ráðið sig í fyrirtæki sem annast markaðs- tengsl, leika sér að þeim sem nú standa í eldlínu frétta eins og skopparakringlum. Það vantar reynsluna og þá reynslu höfum við.“ „Og snyrtimennskuna,“ bætir Steinn við. „Við höfum áður, hver á sinn hátt, tekið þátt í að ryðja nýrri teg- und fjölmiðlunar braut. Eins og reyndar margir á undan okkur, t.d. forseti íslands, hann var nú órag- ur við það á sínum tíma,“ segir Davíð. „Við ætlum heldur ekki að vera púkalega klæddir," segir Steinn og Davíð tekur undir. „Nei, það fælir fólk náttúrlega bara frá sannleikanum ef þú setur hann ekki í neytendavæna pakkningu. En það vantar að líta á framvindu heimsmálanna í víðara samhengi og hinar undirliggjandi orsakir framvindunnar. Mikið af konflikt- um og deilum sem við erum að heyra af í dag eiga sér kannski mjög djúpar rætur sem aldrei er vikið aö heldur aðeins það keisar- ans skegg sem debatið snýst um hverju sinni.“ Leslie Stahl er átrúnað- argoðið Og málefnin, þið virðist œtla að koma víða viö. „Það eru málefni líðandi stund- ar, þetta er fréttamagasín," segir Jakob. íslensk eöa erlend? „Við byrjum á því að beina fókusnum að innlendum vett- vangi." „En fyrst um sinn munum við einskoröa umfjöllun okkur um al- þjóðapólitíkina við utanríkismál ís- lendinga og afstöðu til umheims- ins. Ég held að við reynum að ein- beita okkur að því flytja þær frétt- ir sem standa markhópi okkar næst, íslenska málsvæðið," segir Davíð. En þaó vindur svo kannski upp á sig þegar veldi stöðvarinnar fœrist út? „Jú, jú, möguleikamir eru óend- anlegir," segir Steinn. Veröur umfjöllunin á persónu- legu nótunum? „Já.“ Steinn er fljótur til svars en Jakob er ekki sammála. „Já og nei, fagmannleg kannski fyrst og fremst." „En við munum ekki hika við að draga upp mjög ítarlegar myndir af þeim persónum sem standa i eldlín- unni hveiju sinni,“ bætir Davíð við en Steini fmnst svarið ekki nægi- lega gott. „Jú, hún verður fagmann- leg en lika persónuleg og rætin.“ „Þú ætlaöir að segja gætin, var það ekki?“ „Nei, rætin.“ „Róttæk?“ „Nei, rætin. Ef við fáum ekki góða díla í búðum þá kemur þaö fram í okkar fréttaflutningi," segir Steinn en hinir eru ekki alveg sam- mála. Eru einhverjar fyrirmyndir sem þiö horfiö til? „Við lítum kannski helst til fólks eins og Dan Rathers, Andy Roon- ey og Leslie Stahl,“ segir Jakob. „Leslie Stahl er kannski sérstak- lega mitt idol og ástæðan er kannski fyrst og fremst hvernig henni tekst að taka á hverju máli af innsæi og næmi en þó af rögg- semi,“ bætir Davíð við. Eru þá engar fyrirmyndir á inn- lendum vettvangi? „Nei, alls engin,“ segir Davíð og nú fer Steinn af stað. „Nei, og við ætlum að vera svona hálfgerð tískulögga á íslenska fréttamenn ef svo má segja. Við ætlum að vera svolítið aðhald fyrir þá en jafn- framt smá grýla. Það má líka taka það fram aö þetta er ekkert djók, þetta er háalvarlegt. Við erum sam- viska þjóðarinnar og refsivöndur." Verða einhverjir gestir í þœttin- um? „Nei, ekki nema Andri Rúna en hann verður fastur pistlahöfundur. Er hann ekki einhver ættingi þinn Steinn?" spyr Davíð. „Ja, ég hef allavega mjög gott samband við hann og hann er á mínum vegum.“ En hvað meö Áslák Gautason, sem sást eitthvað í Ríkissjónvarp- inu í vetur, kemur hann eitthvað í heimsókn? „Já, smiðurinn. Nei, vissulega er gott að hafa tengingu við hinar vinnandi stéttir og hver veit nema við munum hafa samband við þær og þá er náttúrlega Áslákur glæsi- legur fulltrúi iðnaðarmanna." „Það varð fljótlega úr, þegar við fórum að velta þættinum fyrir okk- ur, að vera ekki að draga einhverja misvelklædda drullusokka inn í þessa vönduðu umgjörð sem komin er um þáttinn," segir Davíð og í gang fara harðar umræður þangað til Steinn stoppar hina af. „Og strákar, ef ég má aðeins. Það væri svolítiö að skjóta sig í fótinn að vera að koma með einhverja kúka í þáttinn." „Það myndi líka aðeins þjóna þeim tilgangi að draga úr gildi þeirra sem eru í raun stjömurnar," tekur Davíð undir. „En Davíð, það má alls ekki skilja það sem svo aö við ætlum að hlífa einum né nein- um. Við verðum mjög óvægnir og rætnir.“ „Ég held að Steinn sé ekki alveg búinn aö fletta orðinu rætinn upp í orðabók,“ segir Davíð og þeir Jakob fallast ekki alveg á það sem Steinn segir. Spörkum jafnvel í liggj- andi fólk Konsept þáttarins hefur vakiö nokkra athygli, miðaldra karlmenn með drykkjuvandamál. „Ha, fenguð þið þann texta,“ segir Davíð undrandi og hinir tveir eru jafnhneykslaðir. „Það var einhver rætinn á markaðsdeildinni, líklega sá sami lesblindi og skammstafaði Hafnfirska fréttanetið HNN, sem sendi frá sér fréttatilkynninguna þess efnis að þetta væri þáttur sem áhugamenn um drykkfellda karl- menn á fertugsaldri ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Ég held að þetta sé af því aö á mínum sokka- bandsárum stakk ég undan honum á sveitaballi. En hann hefur verið lát- inn fara þessi maður, skál fyrir því.“ „Auðvitað ætlum við ekki að vera fullir í vinnunni, það er alveg prinsipp mál að það verður ekki lykt af okkur,“ bætir Steinn við. Þetta veröur ekki Hausverkur um helgar? „Nei, þetta er ekki Hausverkur um helgar.“ „Guði sé lof,“ segir Steinn og Jakob er hneykslaður. „Við hvað er eiginlega verið að miða þetta?“ Ja, þetta er hara þaö sem fólk heldur, þið verðiö greinilega að sparka jleirum á markaðsdeildinni. „Já, það er gott að þú segir að við verðum að sparka einhverjum vegna þess að það er nú eiginlega það sem viö ætlum að gera. Við ætlum aö sparka i fólk og sparka þeim úr störfum og jafnvel sparka í liggjandi fólk,“ segir Steinn við lít- inn fognuð hinna. „Ja, við ætliun kannski ekki að sparka í liggjandi fólk en við mun- um gefa þeim spark sem eiga það skilið,“ segir Davíð og reynir að róa Stein. „Ég tek þetta aftur að við ætlum að sparka í liggjandi fólk. Við ætlum að gefa drag í rassgatið á þeim sem eiga það skilið.“ „Ég myndi segja að lokapunktur- inn sé sá, ef einhver er að segja að við séum bara einhveijir djókarar og þetta sé nú bara enn einn Hafn- arfjaröarbrandarinn, að við erum mennirnir sem gerbreyttum ís- lensku útvarpi fyrir nokkrum árum og nú er röðin komin að sjón- varpinu,“ segir Davíð og félagamir taka undir. Við það að ganga út af Holtinu fjarlægist smám saman ómurinn af rifrildi þeirra félaga um hver eigi svo að borga bjórinn. 6 f Ó k U S 9. júní 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.