Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 3
Það var mál manna að fyrsta Tónlistarhátíð Reykjavíkur hafi tekist vel og sé komin
til að vera. Látunum linnti þó ekki fyrr en á mánudagsmorgun því Fókus stóð fyrir
heljarinnar partíi á Thomsen öll kvöldin og ekki beint lognmolla yfir þeim. Þar með
er þó ekki sagan öll því fjörið heldur áfram á næstunni.
Asian Dub Foundation voru svo hrifnir af Thomsen aö þeir hyggjast senda alia félaga sína þangaö á næstunni, þ.m.t. Ap-
hex Twin.
Það gekk mikið á um síðustu
helgi í tengslum við Tórúistarhátíð
Reykjavikur 1 Laugardalnum enda
borgin stútfull af drukknum ung-
lingum og bransakölium utan úr
heimi. Eftir að hátíðinni lauk mn
sunnudagsnóttina hópuðust gestir
niður á Thomsen þar sem opið var
lengi og fólk skemmti sér vel. Stað-
urinn var pakkaður af blaðamönn-
um frá Bretlandi sem héldu vart
vatni yfir ágæti hans og lenti for-
svarsmaðurinn Agnar Tr. í ótal
viðtölum vegna þessa. Meðal ann-
ars var tekið sjónvarpsviðtal við
hann sem birtast mun í
klúbbaþætti á stöðinni Channel 4
innan skamms. Blaðamenn frá
helstu innblöðunum eins og Muzik,
Mixmag og Dazed & Confused
Blaðamenn NME voru mjög hrifnir af
hátíöinni og lýstu sérstakri ánægju
meö XXX Rottweilerhundana og
Botnleðju.
skemmtu sér svo vel að þeir fóru
beint af Thomsen í flugvélina heim
á mánudagsmorgun og var einum
þeirra hent út af Hótel Esju fyrir að
æla út aila gangana. Kappinn sem
sá um að halda utan um dvöl
þeirra hér var reyndar orðinn svo
stressaður að talað var um að hann
hefði orðið gráhærður á einni
nóttu.
Breskir djammarar á
leiðinni
Stjörnumar fóru heldur ekki
varhluta af gleðinni á skemmti-
staðniun í Hafnarstræti. Darren
Emmerson tjúttaði á svæðinu fram
undir morgun og Ian Brown
skemmti sér vel allt þar til hann
hvarf á braut með óþekkta stúlku-
kind upp á arminn. Asísku Bret-
arnir í Asian Dub Foundation
sneru skífum á Thomsen á fóstu-
dagskvöldinu og voru þeir yfir sig
hrifnir af hljómburðinum og staðn-
um almennt. Umboðsmenn ADF
voru með í for og létu þeir forsvars-
menn staðarins vart í friði fyrr en
þeir höfðu lofað að taka á móti
ýmsum tónlistarmönnum á þeirra
snærum til að koma og spila á
Thomsen. Meðal þeirra nafna sem
talið eru öruggt að komi á næst-
unni er Aphex Twin. Þá er búist
við því að miðbærinn fyllist um
næstu helgar af breskum djömmur-
um sem nú voru að komast í sum-
arfrí og hyggjast nýta sér ódýr flug-
fargjöld Go.
Ótrúleg upplifun
Tónlistarhátlð Reykjavíkur hef-
ur annars fengið mikla og góða um-
fjöllun í bresku pressunni eftir
helgina og von er á meiru þegar
tímaritin koma út í lok mánaðar-
ins. Blaðamenn
NME voru að sjálf-
sögðu á svæðinu og
voru þeir sammála
um að hátíðin hefði
verið ein allsherjar
upplifun. í gagn-
rýni blaðsins segir
að tónlistin á hátíð-
inni hafi verið
skemmtileg samsuða og af íslensku
böndunum hrósa þeir Botnleðju og
XXX Rottweilerhundum. Mestu
plássi eyða þeir þó í upplifunina
sem slíka. Segjast þeir aldrei hafa
upplifað eins mikið af drukknu
fólki, slagsmálum og látmn og þetta
sé eitthvað sem allir verði að prófa
einhvern tímann. Þessir menn
ættu kannski að prófa að kíkja til
Vestmannaeyja um verslunar-
mannahelgina.
negra i
■ ■■ w m
leiKnusi
„Ég er mjög ánægð með útkom-
una á myndinni. Húmorinn í bók-
inni skilar sér upp á hvíta tjaldið og
myndin stendur fyrir sínu, er ekki
að reyna að vera eitthvað annað en
hún er. Á frumsýningunni var ég
með nokkur flðrildi í maganum en
síðan slakaði ég sem betur fer á og
hló,“ segir Þrúður Vilhjálmsdóttir
leikkona um 101 Reykjavík.
Ekki blóð og sviti
Eins og margir vita getur kvik-
myndaleikur reynt mjög á leikara
þar sem kvikmyndagerðarmennirn-
ir þurfa oft að ljúka tökum á sem
skemmstum tíma.
„Ég var samt heppin að því leyti
að ég lék í tömum, ekki stanslaust
eins og t.d. Hilmir Snær. Tökurnar
dreifðust líka um vetur og sumar.
Þannig að þetta var ekki blóð og
sviti, ég fékk gott rými og er nokk-
uð ánægð með frammistöðu mína í
myndinni," segir Þrúður og bætir
við að fagmannlega hafi verið stað-
ið að 101.
Er kvikmyndaleikurinn meira
spennandi heldur en sviósleikurinn?
„Hann er vissulega góð tilbreyt-
ing við leikhúsið. Þegar tækifærin
gefast er skemmtilegt að leika í
kvikmynd. Hins vegar verður mað-
ur hamingjusamari af því að leika í
leikhúsi, það er enn þá skemmti-
legra. Þar fær maður samspilið
milli leikara og áhorfanda beint i
æð. Því miður finnur maður ekki
fyrir neinu svoleiðis í bíó. Þannig
verður þetta tvennt ólikt,“ segir
Þrúður.
Hófí og Ófelía
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Baltasar Kormákur leikstýrir Þrúði,
hún lék í Sunnudagsleikhúsi Sjón-
varpsins i Eins og ég sagði eftir Þor-
vald Þorsteins og í Hamlet þar sem
hún lék sjálfa Ófelíu.
Eiga Hófí og Ófelía eitthvaö sam-
eiginlegt, fyrir utan ó, f og í?
„Þær eru báðar konur sem eru að
leita að ástinni og gengur ekki vel,
eru frekar óheppnar í ástarmálum.
Að öðru leyti get ég ekki sagt að
þær séu mjög líkar.“
Þrúður tekur því rólega í sumar
og er flokksstjóri hjá Vinnuskólan-
um þar til æfingar á Vitleysingun-
um eftir Ólaf Hauk Símonarson
hefjast að nýju hjá Hermóði og Háð-
vöru i Hafnarfjarðarleikhúsinu.
„Ég er að aðstoða Hilmar Jónsson
leikstjóra. Við vorum að æfa nú í
vor og höldum áfram í ágúst. Síðan
er áætluð frumsýning í haust.“
Eru annars einhver hlutverk
ákveöin nœsta vetur?
„Ekki nema móðurhlutverkið. Ég
er að fara að eignast lítið bam í lok
nóvember," segir Þrúður stolt að
lokum.
„I leikhúsinu fær maður samspiliö milli leikara og áhorfanda beint í æö en ekki
í bíó,“ segir Þrúður Viihjálmsdóttir leikkona.
Einn margra leikara í kvikmyndinni 101
Reykjavík sem talinn er ^ - *
standa sig með stök- |
Stikkfrí og " \
eitt aðak' Ti-. ' v
hlutverk- -■* mk
Egill Sveinbjörn Egilsson:
Er í Hannover fyrir
Holland
Þráinn Bertelsson:
Á nokkrar ræmur eftir
Heimasíða vikunnar: /
Hættum
gJi^sSSað horfa á
$ sjónvarp
Armand Van
Helden:
Mongólíti
The Deftones:
Ekki asnalegir
16-17
Vér mótmæl-
um allir:
10 bestu
mótmælin
ÍTlö
8MBMÍ1P1
Ókevpis i bíó
Gone in 60 Seconds
Júlíus Brjánsson í Tsiekhov
Mr. Scruff a íslandi
f ókus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíðumyndina tók ÞÖKaf Johnny
National.
16. júní 2000 f Ó k U S
3