Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 7
Myndir Þráins^ Jón Oddur og Jón Bjarni Ekki verður annað sagt en aö Þráinn hafi farið nokkuö vel af stað með fyrstu mynd sína og unnu tvlburarnir ungu hug og hjörtu lands- manna. Ekki voru þó síðri ýmsar aðrar smærri persónur I myndinni eins og Karl Ágúst Úlfs- son sem samviskusami sundlaugarvörðurinn. ★★★★ Nýtt líf ★★★★ Islendingar kynntust nú fýrst þeim kumpánum Þór og Danna sem eft- ir stuttan en farsælan feril í veitingabisnessnum fara á vertíð I Eyjum og ætla að græða stórar fjárhæðir. Uppátæki þeirra eru með ólíkind- um og íslendingar þyrptust í bíó til að sjá þetta nýja afkvæmi Þráins. Aftur náði leikstjórinn að skapa ódauðlegar persónur I aukahlutverk- unum eins og drykkfellda afreksflakarann Axel sem svo róaðist og keypti sér vídeó. >♦♦♦••< Dalalíf ★★★ Eftir að hafa tekið Vestmannaeyjar með trompi var komið að því að kíkja I sveitina hjá þeim Þór og Danna. Með nafngiftirnar bú- fræðingur og óöalsbóndi að vopni taka þeir við rekstri stórbýlis og þykjast nú kunna allt sem viðkemur landbúnaði. Allt endar að sjálfsögðu í vitleysu og sveitin fyllist af Víetnömum og færeysk- um konum svo ekki sé minnst á Kormák Reynis. Löggulíf ★★★ Þegar áhorfendur eru kynntir fýrir þeim Þór og Danna í þriðja sinn eru þeir að baksa við að stela fálkum og selja þá úr landi á milli þess sem þeir stela ketti lögreglustjórafrúarinnar og .finna" hann svo fyrir hana aftur fyrir lausnargjald. Málin atvikast svo þannig að piltarnir eru teknir inn I lögregluna þar sem þeim tekst m.a. að rota karatemeistara íslands Ijúdó auk þess sem þeir berjast við aldraðar konur og endurnýja kynni sln við Kogga. Skammdegi Ung ekkja kemur til dvalar hjá fjölskyldu sinni I Arnarfirði en hún hefur erft helming býlis þeirra. Hún er I slagtogi með kaupsýslumanni úr þorpinu sem vill kaupa býlið og hyggst hún reyna að fá fjölskylduna til að selja hlut sinn með öllum ráöum. Fljótlega finnst henni þó að sér stafi hætta af óþekktum manneskjum og öflum á svæðinu og líf sitt sé I húfi. !»««««< ★★ ♦ ♦♦♦»< Magnús Magnús er 45 ára lögfræðingur á uppleið : þvl að hann er meö krabbamein og þarf h; við og hugsa um líf sitt og fjölskyldu. Ef har vill hann komast að þvl hvort llflð hafi ver viröi að lifa þvl og fer hann aö skoða fól kringum sig sem strögglast áfram I hvun dagslífinu en telur sig engu að síöur upplift stór ævintýri. ★★★★ Einkalíf ★★ Einkallf er án efa slsta mynd Þráins en hún var gerð árið 1995 og átti að færa sér I nyt nýja tækni vídeósins á ungt fólk. Sagan telst ekki mjög merkileg og þaö er helst að myndin nái sér á strik meö skemmtilegum aukapersónum eins og máltíðir fjölskyldunnar sanna. ingin hjá Frikka vakti mikla at- hygli á sínum tíma. Svo var fínt mál líka þegar Magnús fékk tvær tilnefningar til Evrópuverölauna og einhvem tímann koma þessi verölaun bæöi hingað. En mestu er um vert að nú er íslensk kvik- myndagerð komin til aö vera. Þetta er lífvænleg atvinnugrein." Draumur um stórt, al- þjóðlegt verkefni Að lokurn er ekki úr vegi aö veiða aðeins meira upp úr Þráni um nœstu mynd hans sjálfs. „Það er dálítið merkilegt flnnst mér að í gegnum tíðina eru ansi margir sem hafa dáið úr alkóhól- isma eða eiturlyfjaneyslu og á sama tíma og íslensk kvikmynda- gerð var byggð upp þá var byggð upp hér áfengismeðferð sem hefur skUað alveg ótrúlegum árangri sem sést m.a. af því að um 15.000 íslendingar hafa farið í gegnum hana. Þetta er nú ekki flóknara en svo að mig langar að gera mynd um mann sem fer á snúruna. Það hefur leitað mjög á minn hug að gera mynd sem einnig væri mínísería fyrir sjónvarp um þessi efni og ég kalla þetta verkefni á þessu stigi Lífsins vatn. Það geng- ur ágætlega að undirbúa þetta og ég er að vonast tU að við fáum svo- lítið erlent ijármagn tU að hjálpa okkur við þetta,“ segir Þráinn sem nú er varaformaður SÁÁ og vinn- ur að ýmsum kynningar- og skipu- lagsstörfum fyrir samtökin. Hann segist líka sjálfur eiga samtökun- um mikla skuld að gjalda eftir að hafa gengið í gegnum meðferð þar árið 1984. „Þetta tvennt hefur valdið mjög miklum þjóðfélagsbreytingum á ís- landi, þ.e. tUkoma kvikmyndagerð- ar og áfengismeðferðar, og hefur einnig sett svip sinn á mitt líf þannig að mig langar mjög tU að spinna þessa tvo þætti saman. Þeir sem hafa farið í gegnum meðferð hafa flestir lifað skrautlegu lífl og upplifað ótrúleg söguefni. Fram aö meðferð hefur þetta lið ekki setið heima og verið að fara yfir frí- merkjasafnið sitt. Ég hef ótrúlega gaman af þessu verkefni og hef miklar væntingar i kringum það. Svo sér maður bara hvemig það fer en ég er líka að vinna að allt öðrum hlut sem er svo sem lítiö um að segja annað en að ég var að pæla í því hvort ekki gæti komiö héðan frumkvæði að stóru alþjóð- legu verkefni. Það er svona draum- ur sem er rétt að byrja.“ Þaö er sem sagt kominn tími á slíkt verkefni? „Já, já, úr því að hægt er að setja upp lífvænlega kvikmyndagerð í 270.000 manna þjóðfélagi þá getur aUt gerst, það er ekkert útUokað. í kvikmyndagerðinni alveg eins og í áfengismeðferðinni er nóg af geggj- uðum karakterum sem eru tU aUs vísir. Það hefur mikið áunnist á skömmum tíma og framtíðinni eru engin takmörk sett.“ heimasíöa vikunnar www.whitedot.org Nú er komið að því. Frelsi þitt er handan við hornið. SmeUtu þér inn á www.whitedot.org og fáðu fagnaðarerindið beint í æð. Og hvaða erindi er mikUvægara en að losa þig undan kúgun imbans? Við erum öU þrælar sjónvarpsins. Rassgatið okkar er fast við sófann og nú er nóg komið. Samkvæmt nýrri rannsókn frá barnalæknafé- laginu bcindarískra, ógnar sjón- varp geðheilsu barna undir tveggja ára aldri. Það er beinlínis skaðlegt fyrir litlu greyin að horfa á sjónvarpið. Og þetta vita aUir þó enginn pæli neitt í því. Nú er líka að koma á markaðinn ný tegund af sjónvörpum. Svokölluð digital-sjónvörp og bæði framleiðendur og önnur tæknifrík keppast við að lofa kvikindið. Samt er vitað að með þessu nýja sjónvarpi er hægt að fylgjast nákvæmlega með því á hvað þú ert að horfa og hvenær. Og spurningin er: VUt þú að Jón Ólafsson, Markús Öm Antonsson og Árni Þór Vigfússon viti áUt um þína hagi? Ef ekki þá heim- sækir þú heimasíðu vikunnar, www.whitedot.org. Hættum að horfa á sjónvarpið. y Smáauglýsingar vantar þig félagsskap? 550 5000 BEKKPRESSUIllÓT Mótiö veröur haldið við verslunina ADONIS laugardaginn 24, iúni, Skráning í ADONIS Kringlunni Vegleg verölaun :S 1 m mm EAS • PERFECT • LEAN BODY • MLO 'TWINLAB • AST • LEPPIN • MUSCLETECH ILAUST mil ADOnic, CftSLUN M£Ð FPCCUBOTflRefNI K r i n g I u n n i • i n j J j 2 9 8 8 w ww.ado • s í 16. júní 2000 f Ó k U S 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.