Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 12
 vikuna 17.6-24.6 2000 24. vika Þar sem Sálin er ekki mjög sýnileg þessa dagana fer hún ekki lengur í taugarnar á tónlistarintelligensíunni (sem er kannski ekki intelligensía). Stebbi og félagar eru nýkomnir á lis- tann með lagið Sól ég hef sögu að segja í 24. sæti. Þeir spila á Tónlistarhátíðinni á morgun, í Höilinni kl.17.30 Topp 20 (OTJ The Ballad Of Chasey L. Bloodhound Gang (02) If 1 Told You Whitney H./George M. (03) Oops 1 Did Again Britney Spears 04; Freestyler Boomfunk MC's (05) Are You Still... Eagle Eye Cherry (06) Tell Me Einar Ágúst & Telma 07; Sól ég hef.. Sálin hans Jóns míns 08 Broadway Goo Goo Dolls (09) He Wasn't Man Enough Toni Braxton 10) Jammin' Bob Marley & MC Lyte 11, Hvort sem er Sóldögg (12) There You Go Pink (13) Hvar er ég? írafár 14 Mambo Italiano Shaft (T5) My Heart goes Boom French Affair 16 Riddle En Vogue (17) Thong Song Sisqo (18) Shackles (Praise You) Mary Mary (19) Endalausar nætur Buttercup (20) Eitthvað nýtt Land og synir I413I Sæt/'n 21 til 40 0 topplag vikunnar J hástökkvari 9 vikunnar nýtt á lístanum foí stendurístað yf. hækkar sig frá 1 stðistu viku JL tekkar sig frá s/ðistuviku ? falí vikunnar 21. If Only Hanson 3 22. Eina nótt með þér Greifarnir ' 4 1 23. Daily TQ X 3 24. Just Around The Hill Sash t 7 25. Life Story Angie Stone 11 2 26. Respect Yourself Selma X 1 27. Ennþá Skítamórall X 1 28. Razor Toungue DJ Mendez t 2 29. Bingo Bango Basement Jaxx | 4- 9 30. Dirty Water Made in London 4- 6 31. Mr. Bongo Housebuilders | 4> 4 32. Too much of Heaven Eiffel 65 X 1 33. Flowers Sweet Female Attitude j 4> 4 34. Everything Vertical Horizon 4- 5 35. Fill Me In Craig David j 4> 9 36. Sunshine Reggae Laid Back 4 8 37. Fool Again Westlife l Á 11 38. |t feels so good Sunique X 1 ■ 39- Vertu hjá mér Á móti sól S 4- 12 40. Nqw Or Never Tom Novy & Lima 4 5 ^ ifó k u s Ný plata New York-danstón listarmannsins Armands Van Htetdens~eT-sam-snó-a ólíkra jnluta. Eins og Tlrausli Júl Armand ekki verið jn.ei.ra sama, efl toppi vin, V ' V * * - $ JH e • - L f i [•J | 11 #1 rs íii jjL*#- -- r~“, i,ii ' r* jéiT I Armand Van Helden; áhugamaöur um heimabíó. Armand Van Helden var að senda frá sér nýja plötu. Hún heit- ir „Killing Puritans" og er ein af stóru pötunum á danstónlistarsen- unni í sumar. Fyrsta smáskífulagið af henni, „Koochy“, hefur veriö að gera það gott víða í Evrópu en þar samplar Armand hið ofurklassíska „Cars“ með Gary Newman á skemmtilegan hátt. En hver er þessi Armand? Seldi kókaín Armand Van Helden er fæddur í Boston en alinn upp hér og þar í heiminum (pabbi hans var í hem- um). Hann bjó m.a. í Tyrklandi, Ítalíu og Þýskalandi. Þegar hann var í háskóla í Boston seldi hann kókaín til að fjármagna námið en að því loknu vann hann sem lög- fræðingur á daginn og plötusnúður á kvöldin. Hann vakti fljótlega at- hygli fyrir mix-tilþrif sín og var innan skamms orðinn neðanjarðar- stjarna í dansheiminum á austur- strönd Bandaríkjanna. Hann gaf út eigin tónlist undir ýmsum nöfnum hjá nokkrum smáfyrirtækjum (t.d. Strictly Rhythm) en skaust upp á stjörnuhimininn þegar nýstárlegt remix hans á „Professional Widow" með Tori Amos kom henni á topp vinsældalista úti um allan heim. Remixkóngurinn Remixið hans á „Spin Spin Sug- ar“ með Sneaker Pimps var sömu- leiðis mjög nýstárlegt og hafði mik- il áhrif. Sumir tala jafnvel um það sem upphaf Speed Garage-tónlistar- innar. Hann hefur síðan remixað tónlist með aragrúa af tónlistar- mönnum og var lengi vel einn sá allra dýrasti i þeim bransa. Rolling Stones, Ace of Base, Sash!, 2 Unlimited og Janet Jackson eru bara nokkrir þeirra sem voru til- búnir að borga of fjár til þess að reyna að endurtaka „Professional Widow“-afrekið. Það mundi ekki hvaða raftónlistarsnillingur sem er taka að sér að mixa svona tónlistar- menn, en Armand er alveg sama. Fýrsta stóra platan hans, „Enter the Meat Market“, kom út árið 1997. Hún var gefin út undir nafninu Armand Van Helden’s Sampleslaya. Þetta var hip hop-plata (Armand hefur aldrei farið leynt með dálæti sitt á hip hoppi) sem hlaut sæmileg- ar viðtökur. Næsta plata, „2 Future for U“, kom út i fyrra og hún fékk þrusudóma. Á henni var lagið „U Don’t Know Me“ sem Duane Harden söng og var einn aðalsmell- urinn i danstónlistinni árið 1999. Notar riff úr Scorpions-lagi Á nýju plötunni notar Armand enn og aftur efni úr ólikum áttum. „Koochy“, sem fjallar um eitt aðal- áhugamál, þegar konur fá úr henni („female ejaculation"), samplar semsagt „Cars“ hans Gazza New- man og „Little Black Spiders" not- ast við kafla úr laginu „Bad Boys Run Wild“ með þýsku metal- hljómsveitinni Scorpions! Platan er annars vægast sagt mjög fjöl- breytt. Armand blandar house, el- ektró, hip hop, rokki og jafnvel drum & bass saman og útkoman verður oft mjög flott. Líkt og Ba- sement Jaxx eða Daft Punk fer hann sínar eigin leiðir í house-inu, og þó að útkoman sé dálítið mis- jöfn þá er hún alltaf áhugaverð. Á meðal gestasöngvara á plöt- unni eru N’Dea Davenport, fyrr- verandi söngkona Brand New Hea- vies, Chicago-rappEirinn Common og sjálfur Junior Sanchez sem rappar i laginu „Hybrids". Mongólítagengið Armand van Helden er upphafs- maður Mongólítaklikunnar. Það er einhvers konar óformlegt leynifé- lag nokkurra frægustu house dj- anna í heiminum. Basement Jaxx, Daft Punk, DJ Sneak, Ian Pooley, Roger S og Junior Sanchez eru all- ir Mongólítar. Armand er núna að vinna að Mongólíta- plötu sem allir þessir og jafnvel fleiri taka þátt í að gera. Upphaflega var Mongolíta- nafnið eitt af alter egó-um Ar- mands sjálfs. Heima með músina En hvað skyldi Armand svo hafa gert við alla peningana sem hann hefur verið að hala inn með met- söluplötum undanfarinna ára? Ekki mikið. Hann býr enn á druslulegu lofti á Manhattan þar sem stúdíóið hans er líka til húsa. Hann á ekki bíl og eyðir sáralitlu. Hann fær t.d. öll fötin sín frítt frá Echo- merkinu. „Peningar eru bara einhverjar tölur í bankanum," seg- ir hann. Hann dj-ar reglulega og droppar þá gjaman rokklögiun inn í mitt house sett, svona mest til þess að svekkja púristana og sunnudagamir fara alltaf í að leita að athyglisverðum vínylplötum á mörkuðum og fomplötusölum New York, en utan þess er hann mikið heima við að grauta í músík eða að dunda sér með kæmstunni. Hann er mikill pornóisti, fer t.d. aldrei á Intemetið nema til þess að leita að klámi og svarar þegar hann er spurður hvort hann gæti sjálfur hugsað sér að leika í klámmynd: „Ég er örugglega þegar búinn að leika í einum 50, heimaklám þ.e.a.s." Svo sendir hann aðstoðar- manni sínum glott. Honum gæti ekki staðið meira á sama... 12 f Ó k U S 16. júní 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.