Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 4
Ætlaði að selja kókaín „Sko, ég bý í Hamraborginni hjá mömmu. Það eina sem ég ferðaðist var þegar ég tók strætó yfir í blokk- ina þar sem pabbi býr í Fellahverf- inu. Allt í einu fattaði ég að það er alls konar líf hinum megin við Kópavogslækinn. Ég hafði oft séð einhver hús út um gluggann í strætó á leiðinni yfir i Fellin en hugsaði ekkert út í það.“ I framhaldi af þessari uppgötvun fór Johnny að kynna sér málið enn frekar: „Ég komst að því að sums staðar býr fólk í einhverjum fjörð- um. Sumir rækta meira að segja fisk. Þá fékk ég þessa brjáluðu hug- mynd, að skoða heiminn og tala við fólk. Takmarkið með ferðinni er nefnilega að safna fyrir gulltanna- röð í munninn á mér. Það verður geðveikt. Ef vel gengur ætla ég líka að safna fyrir gulltönnum í köttinn minn, Murder-C. Ég hef áður reynt með ýmsum leiðum að safna mér fyrir gulltönnum en það gaf aldrei nógu mikið brauð. Ég stund- aði það meira að segja i þónokkum tíma að ráðast á dósasafnara og ræna dósunum þeirra. Þannig stóð ég frammi fyrir þvi að byrja að selja kókaín þangað til ég fékk þessa brjáluðu hugmynd,“ segir Johnny og byrjar svo að lýsa því hvemig gulltennur hann ætlar að fá sér: „Það á að standa Johnny í efri gómnum og Superstar í neðri. Johnny Superstar, skiluröu?" Kannabis úti á landi „Bara chilla, maður. Ég er bara með hamborgara í annarri hendi og pizzu í hinni,“ svarar Johnny þegar hann er spurður að því hvemig sé búið að ganga hjá hon- um að taka viðtöl fyrir þáttinn. Johnny er búinn að ferðast um landið í þónokkum tíma. „Búinn að fara út um allt. Tók viðtal við nokkra bæjarstjóra, fór í þétt- trompað kókainglens með Skímó og síðan talaði ég við ekkert eðli- lega eineygðan bónda sem ég ætla að hafa í sérþætti af íslenskri kjöt- súpu sem verður tribute til Stikla Ómars Ragnarssonar." Johnny segist líka vera búinn að tala við nokkra presta og hafa kom- ist að leyndarmáli um Guð: „Sko, prellamir eru alltaf að tala um hvað Guð sé ríkur. Þó þeir viður- kenni það kannski ekki þá er ég búinn að komast að því að ef hann er svona ríkur þá hlýtur hann að vera með gulltennur og pakka gull- byssu I buxnastrenginn. Auðvitað!" Auk þessara guðlegu uppgötvana er Johnny búinn að átta sig á ýmsu öðru, t.d. hvemig leysa má fólks- flóttann af landsbyggðinni. „Ef þessir gaurar myndu lögleiða kannabisefni úti á landi þá væri þetta ekkert mál. Þá myndi enginn flytja í bæinn. Að vísu yrði auðvit- að lika að lögleiða í Kópavoginum en bara ekki hjá þessum krakk- hausum í miðbænum.“ Johnny National situr og slurp- ar í sig kjötsúpu við annan mann í Staðarskála. Allt í einu æsist Johnny og byrjar að hamra á hon- um með lauk úr kjötsúpunni. Bændumir í kring fagna mjög þeg- ar Johnny dregur manninn út úr skálanum og hendir honum í skott- ið á trukknum sínum. Johnny neit- ar að tala um þetta atvik þar til í lok viðtalsins en vill ólmur byrja að segja frá sjálfum sér og hvemig hann endaði á hringveginum. Án gríns,“ segir Johnny sannfær- andi og heldur áfram að slurpa í sig kjötsúpunni. „Hún er ógeðslega góð. Ég hef að vísu smakkað svona áður en það var hamborgari. Þetta er samt öðruvísi." Johnny segist vera búinn að finna þjóðlegu rafmagnsgítar- strengina og byrjaður að slá á þá. „Bara að sitja einhvers staðar með Ís-Cola og blanda því við smá jöklakrap og þá er maður einn með landinu. Ég er ekki bara búinn að vera að skoða allan heiminn i þess- ari ferð minni. Ég er líka að upp- götva rætumar." Nú líður að lokum viðtalsins og því er Johnny inntur eftir því af hverju hann var að berja manninn með lauknum úr kjötsúpunni. „Ég tók þennan gaur upp i trukkinn af því hann var að húkka far. Hann er búinn að ræda með mér þónokkra vegalengd og svo komst ég að því að hann heitir Sveppi og er að þykjast labba hringinn i samvinnu við einhverja útvarpsstöð. Spáðu í því, er út- varpsstjama og rædar svo bara með mér í einhverju svindli! Sko, Reynir Pétur er ágætisvinur minn. Við erum báðir í Suðurland Massive Posse. Ég ætla meira að segja að chilla með honum seinna í þáttunum. Sveppi er bara óvirð- ing við allt það starf sem hann hef- ur unnið.“ í þessum töluðu orðum klárar Johnny National kjötsúpuna sína, hleypur út úr Staðarskála í trukk- inn sinn, tékkar á Sveppa i skott- inu og brunar af stað. Óvirðing við Reyni Pétur „Þú trúir því ekki sem ég er bú- inn að sjá héma úti á landi. Ég hef séð fullt af undarlegu fólki sem gengur á fjórum fótum. Sumir eru með permanent um allan líkamann og tala fáránlega en allir era bara að chilla. Þegar maður er að tala við furðulega fólkið verður maður að hlusta vel. Ég heyri það stund- um segja við mig: „Chilla með ham- borgara í annarri og pizzu í hinni. „Þú trúir því ekki sem ég er búlnn að sjá hérna úti á landi, fullt af undarlegu fólki sem gengur á fjórum fótum. Sumir eru með permanent um allan iíkamann og tala fáránlega en allir eru bara að chllla," segir Johnny National úr Hamraborginni. Eftir rúma viku, laugardaginn 24.6., hefur nýr þáttur göngu . sína á SkjáEinum. Hann lieitir íslensk kjötsúpa og er í um- sjón ungs manns, Johnny National, sem er annaö sjálf * 0 v Erps Þ. Eyvindarsonar sem gerir þáttinn ásamt Sindra \ J Kjartanssyni og Árna Sveinssyni.\/* í þættinum ferðast Johnny um landið og talar við alls konar fólk og lýsir því sem hann sér. Það sem gerirvB þáttinn sérstakan er að Johnny hefur\v aldrei áður komið út á land. Fókus náði í skottið á honum í Staðarskála í Hrútafirði. \ * % * « •’ V * * * n\' ** * •• . , t ' • 1 Guð er með tennur 4 f Ó k U S 16. júní 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.