Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 9
Agli og fjölskyldu líöur vel ytra og var nýr meðlimur að bætast við fyrir 10 vik- um. Það er alltaf jafn- gaman þegar ein- hver okkar, þ.e. íslendingur, tekur sig til og sýnir út lendingunum hvar alvöruliðið býr. Egill Sveinbjörn Egilsson er einmitt nýbúinn að því. í síðustu viku vann hann hönnunarkeppni í Hollandi og fer í framhaldi af því sem fulltrúi Hollands í úrslitakeppni á Expo 2000. „Þetta er keppni sem haldin er í sex Evrópulöndum á vegum Evr- ópusamtaka plastiðnaðarins. Þetta er stærsta keppnin, held ég, sem Ihægt er að vinna hér í Hollandi. Síðan verður haldin lokakeppni í október á Expo 2000 í Hannover þar sem mér og hinum sigurvegur- um verður att saman,“ segir Egill Sveinbjörn Egilsson nemi við hönnunarskólann The Design Academy i Eindhoven, Hollandi. Hvert var svo verkiö? „Ég hannaði innkaupakerru úr plasti. Þetta er hugsað út frá þörf- um útigangsfólks en eins og flestir vita er það dálítið gjarnt á að ná sér í innkaupakerrur. Með þessum vagni getur það geymt dótið sitt, sest og legið. Þetta er svona hug- myndin, síðan er að sjá hvort hægt er að gera pening úr þessu.“ Tók fimm mínútur að ákveða að fara utan The Design Academy er með virtari hönnunarskólum í Evrópu og hallast hann dálítið að listrænni hönnun en hagnýtri og er mikiU meirihluti nemenda úr listaskól- um. Eða eins og Egill lýsir því hlæjandi: „Það koma oft mjög góö- ar hugmyndir héma sem síðan er unnið úr utan skólans." Með þetta i huga kemur það dálitið á óvart að Egill skyldi hefja nám þar. Hann er nefnilega lærður bifvélavirki, eitt- hvað sem sjálfsagt fæstir tengja við listræna hönmm. Hvað kom til að þú sóttir um? „Ég var búinn að spá í alls kon- ar hluti af því mig langaði í ein- hverja framhaldsmenntun. Einn daginn hitti ég strák sem er í þess- um skóla hér og hann fór að segja mér frá þessu námi. Ég held að samtalið hafi verið um það bil fimm mínútna gamalt þegar ég var búinn að ákveða að fara og konan mín var alveg sammála mér.“ Egill á tæknilega séð eftir eitt ár í útskrift. „Það er nú þannig að þetta nám er sagt vera 4 ár. Þetta er hins vegar rosalega erfiður skóli. Það klára yflrleitt ekki nema svona um 40 prósent af þeim sem byrja. Venjan er að fólk sé svona 5-6 ár að klára.“ Saknar stormsins Egill býr ytra ásamt eiginkonu sinni, Elisabetu Jónsdóttur, og tveim dætrum, Hönnu Lilju, 9 ára, og Emmu írenu, 10 vikna, og líður þeim vel þar. Þió eruð ekkert á leiðinni heim eftir útskrift? „Það er allt óráðið með það. Það verður bara að koma í ljós. Reynd- ar er mig farið að dauðlanga til að komast heim í smáheimsókn. Það er orðið ár síðan við komum síðast og ég er farinn að sakna fjallanna og sjávarins. Já, og líka snjósins og jafnvel smástorms í andlitið. Ég nefnilega er svolítill fjallakall í mér. Hér er náttúrlega allt flatt, bara múrsteinar í útsýni og engin orka. Það er frekar þreytandi til lengdar. Ég þarf eina helgi á ein- hverjum jöklinum heima og þá er ég fínn.“ Innkaupakerrur Egils hannaðar með þarfir útigangsfólks í huga. 2 h a Ý mur r Já, það fór þó einhver til Hríseyj- ar. Hallgrímur Helgason, rithöf- undur og myndlistarmaður, dvelur nú á eynni og er að skrifa bók. Eða svo segir sagan. Hann hefur örugg- lega vorkennt eyjarskeggjum og viljað peppa þá upp í mann- lífskreppunni. Svo var líka Hrísey eina vitið þar sem allt landið er þéttsetið túristum og erfitt að fá gistingu nema í tómum húsum brottfluttra eyjarskeggja. Nema þá ef Grimsarinn hefði farið til þeirra Hrafns Jökulssonar og Guðrún- ar Evu Mínervudóttur. Þau hafa dvalið í sumarbústað vikum skiptir og ætla ekki að koma út fyrr en samljóða- bókin þeirra er tilbúin. Það hefði auðvitað verið forvitni legt að sjá trekantsljóða- bók frá þeim Hall- grími, Hrafni Guðrúnu. En það er skemmtilegra að eiga von á bók frá Hallgrími Helgasyni, rit- aða í mann- lausri Hrísey. VIDEOHOL LIN BONUSVIDEO Leigan í þínu hverfi 16. júní 2000 f Ó k U S 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.