Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 18
í f ó k u s
Menningarborgin er í fókus
ásamt EM í fótbolta. Yfirleitt er
bölvað vesen fyrir kellingamar
að drösla köllumun sínum með
sér á keramiksýningar og enn þá
erfiðara fyrir kaliana að fá leyfi til
aö rölta á næsta bar til að fylgjast
með fótbolta. En í ár lenda þessar
tvær hátíðir saman. Menningar-
fylliríið og boltafylliríð. Ákveðið
jafnvægi skapast í hjónaböndum
landsins og því munu örugglega
færri skilja þetta árið. Það ætti að
gleðja bömin á ári hafsins. Þau fá
að vísu lítið að vera með foreldr-
unum en vita af þeim á öruggum
staö. Kallinn á bamum, konan í
galleríinu.
*
ú r f ó k u s
Auðvitað væri best ef fótbolta-
bullur mættu edrú á leiki en við
búum því miður ekki í fullkomnum
heimi. í útlöndum er selt brenni-
vín á þessum leikjum og það fer
illa i bullurnar. Þær kasta drasli
hver í aðra og oft eru morð og alls
konar óeirðir á leikjunum. En því
er ekki aö skipta á EM í Hollandi
og Belgíu. í fréttum Ríkisútvarps-
ins á miðvikudag kom það fram að
ástæðan fyrir friðnum væri frjáls-
leg kannabislöggjöf í Hollandi er.
En þar eru allar bullur hrikaiega
ánægðar með lífið og tilveruna og
hlæja bara þegar þeirra lið tapar.
Enda er talað um að þær drekki
minna þetta árið en að þeim mun
meiri reykjarmökkur líði um áhorf-
endastúkurnar. Og lögreglan í
Hollandi hefur staðfest að þeir telji
y ltannabisinn vera ástæðuna fyrir
því hversu vel keppnin hefur farið
fram til þessa. Það er því nokkuð
ljóst að brennivín er algerlega úr
fókus.
Nú er sumarið svo sannarlega komið
með öllu sem því fylgir og eins og ís-
lendinga er von og vísa taka þeir sér hitt
og þetta fyrir hendur. Eins og góðærið
hefur leikið við landann ættu ekki allir
að þurfa að vinna eins og brjálæðingar
til að eiga fyrir helgarferð í haust, eða
hvað? Fókus sló á þráðinn til nokkurra
ungra stúlkna og komst að því hvað
væri í alvöru að gerast í sumar.
Telma Ágústsdóttir Eurovisionfari:
Ætla að hafa
það gott með
fjölskyldunni
„Ég ætla bara að
vera með fjölskyld-
unni minni og hafa
það gott í sumar,“
segir Telma sem
segist ekki munu
ferðast til útlanda i
sumar. „Ég er nátt-
úrlega enn þá að
klára fæðingaror-
lofið mitt þannig
að þetta verður
bara rólegt hjá
mér en ég mun
auðvitað ferðast
eitthvað um Is-
land, fara í
tjaldútilegur og
upp í sumarbú-
stað.“ Telma hefur
undanfarið sungið
með hljómsveitum
og segir að hún
verði eitthvað að
vinna í tónlist í
sumar. „Ég er alla-
vega ekki byrjuð
enn og veit ekki al-
veg hvemig þetta
verður en ég vinn
eitthvað við tón-
listina," segir
Telma sem ætti að
geta dregið ófáa á
ball eftir frammi- Telma Ágústsdóttir Eurovislonfari ætlar að vera róleg í
stöðuna i Svíþjóð. sumar með fjölskyldunni enda enn að klára fæðingaror-
lofið sitt.
mar?
Maya á Skjá einum.
Ætla til London
„Ég verð bara að vinna í
sumar og ekki að gera neitt
merkilegt. En við erum að fara
til London í ágúst eða septem-
ber, ég og Robbi kærasti minn.
Við ætlum að reyna að fara á
heimsmeistarakeppni plötu-
snúða þar og það verður
ábyggilega mjög skemmtilegt.
í haust erum við siðan líka að
spá í fara til New York á tveir
fyrir einn tilboðinu. En í sum-
ar verð ég bara að vinna á
fullu og bíða fram á haust með
að taka sumarfríið.“
Maya ætlar að vinna eins og brjálæðingur í
allt sumar en tekur svo haustið með trompi
og utanlandsferðum.
Rósa Guðmundsdóttir, skemmtanastjóri
á Spotlight:
Vfinna og
aftur vinna
„Ég sé eiginlega
bara fram á vinnu í
allt sumar en þó
reyni ég að fara eitt-
hvað til útlanda,"
segir Rósa sem býst
við skemmtilegu
sumri þrátt fyrir
mikla vinnu. „Það er
fullt af projectum í
gangi hjá mér en þó
ætla ég að reyna að
ná mér í eitthvert
smáfrí. Ég býst við
að verða bæði i Evr-
ópu og í Bandaríkj-
unum í sumar en um
það er ekki mikið
hægt að segja,“ segir
Rósa sem í gegnum
tíðina hefur staöið
fyrir mörgum uppá-
komum á Spotlight.
„Annars verður
þetta bara vinna og
aftur vinna hjá mér i
sumar,“ segir Rósa
Guðmundsdóttir.
Rósa býst við að sumarið fari að mestu í vinnu en
vonast engu að síður eftir að geta nælt sér í smáfrí.
hverjir voru hvar
meira á. 1
www.visir.is
Boöið var upp á VlP-herbergi í Þróttaraheimilinu
á tónlistarháttöinni í Laugardal um síöustu
helgi. Fríi bjórinn kláraöist reyndar frekar fljótt
en þar sást meöal annars til allra drengjanna í
Skítamóral og Helgi Björnsson lét sig ekki
vanta, nýja pariö Heiöar í Botnleöju og Linda
GK spókuöu sig saman og Emlliiana Torrini
kenndi fólkinu að skemmta sér aö breskum
siö. Selma BJörns og Rúnar Freyr mættu meö
Gísla Marteini Kastljóssgúrú og nokkrir Qu-
arashi-liðar tylltu sér í spjallið. Mausverjarnir
Palll og Danni sátu sem fastast og Blrgir Örn
Stelnarsson sat á eintali viö Einar Báröarson
en þeir ræddu STEF-gjöldin fram og til baka. Á
tónleikasvæöinu sást einnig til þeirra Þórunnar
Lárusdóttur. Magnúsar Geirs Þóröarsonar,
Hrafns Gunnlaugssonar, sem skemmti sér vel
yfir Ray Davies, og Ara Kristinssonar.
Það var pakkaö alla helgina á Skugganum og
meðal þeirra sem skemmtu sér þar voru Emilí-
ana Torrlnl og Crew frá Bretlandi, Rósa
Spotlight gella, Kalli Lúöviks, FM-tappi, og
Óskar, þjðlfari í kvennakörfunni. Jazmine og
Anna Siguröar eru alltaf ógeðslega miklar
beibs, Dóra Takefusa sást í Gyllta salnum
ásamt Ragnhlldl Gísladóttur, hljómborösleik-
ara úr Grýlunum en ekkert sást í kærasta þar,
Díana Dúa ásamt hinum beibunum, lögfræöing-
arnir frá Logos-lögmannsstofu, Jóna Lár flug-
freyja en sögur segia aö hún hafi fundið upp
f Ó k U S 16. júní 2000
flugfreyjustarfiö. Einar Báröar, Hard Rock- og
Astró-maöur, Birta Björns massabeib og Þuri
Onyx-pæja létu sig heldur ekki vanta. Aldavinirn-
ir Siggi Kári SUS-ari, Gísli Marteinn Baldurs-
son ríkisstarfsmaöur og Rúnar Freyr Gísla leik-
ari sem eru kenndir við
handknattleiksfélagiö
HÖNDINA voru á svæðinu
og það voru tryll-
ingsboddlið MaggrVerog
frú ásamt Sæma há-
landatrölli einnig og ekki
má gleyma Siguröi Ragn-
arssyni FM-manni sem
lét sjá sig ásamt öllum
hinum fastagestunum.
Fullt var af evrópskum kvikmyndarisum í borg-
inni um helgina og var nóg af veisluhöldum
þeim til heiöurs. Ingibjörg Sólrún hélt kokkteil-
boð í Höföa en sá sér ekki fært að mæta sjálf,
heldur sendi skósveininn Helga Hjörvar sem
hélt afskaplega sleazy en fyndna ræöu. Á
svæöinu voru m.a. Óskar Jónasson, Kári Stef-
ánsson, Frlörik Þór Friörlksson og Tinna Gunn-
laugsdóttir. Ríkisstarfsmennirnir sem mæta
alltaf þegar fríar veitingar eru I boði létu sig ekki
vanta, m.a. þau Óll Palli á Rás 2, Svanhildur
Konráös og Skúll Helgason menningarborgar-
maöur. Andrea Jónsdóttir, rokkmógúll og
Rauöa Ijóns-drottning, var á svæðinu og einnig
Þorgeir Ástvaldsson. Geir H. Haarde hélt enn
betra partí í Ráöherrabústaðnum um helgina
tyrir sama liö. Þar mættu Þrálnn Bertelsson,
Pétur Einarsson leikari og Þorfinnur Ómarsson.
Kári Stefáns mætti líka en þótti fullunglegur og
segir sagan aö alnafni hans hafi fengiö
boðskortiö og bara látið sig hafa þaö. Kvik-
myndasjóður var svo með partí í lönó og þar
sást meðal annars til Hallgríms Helga. Ingvars
E. Sigurössonar og Snorra Þórissonar framleið-
anda,
Á Kaffibarnum var
nokkuð af fólki á laug-
ardagskvöldiö.
Baltasar Kormákur
Ifaföi ýmsu aö fagna
enda roknagangur á
101, Robert Douglas
var í leikstjóragírnum
eftir góða helgi hjá
Hrafni og á svæöinu
voru einnig nokkrir út-
lendingar eins og
Lynne Ramsey og Simon Celian Jones sem
einnig höföu notið gestrisni Hrafns. Aggi leik-
arl lét sig heldur ekki vanta og Maggi, ex. Gus
Gus. var í góöum gír.
Klausturs-fólkiö fær greinilega aldrei nóg af
djamminu. Enn ein þriggja daga helgin var síð-
ast og fullt var út úr dyrum öll kvöldin. FM957-
gírinn Bjarki, Haraldur Daöl voru mættir ásamt
Eika „plögg", Kalla Lú. Jói Jó og Heiöar Aust-
man mættu án Rúnars Róberts sem var í
London. Carlos „Sólhofiö* mætti með
spænskumælandi vinum sínum sem tóku því-
líka salsasveiflu á dansgólfinu. Það var greini-
legt að sumarið er komið og að „stutt og
þröngt* sé málið því mikiö var af glæsilegum
gyðjum í salsa og r&b-sveiflu á dansgólfinu,
m.a. Díana Dúa Playboygella og vinkonur henn-
ar, Berglind Svavars fegurðardrottning. Phil-
ippe „Golden eye Guy* var á kantinum ásamt
frönskum BMW-félaga, Einnig mátti sjá til Jóns
Kára athafnamanns, Christine „allied
Domec*, Evu flugfreyju og vinkvenna. Þá lét
tískulöggan sjálf sig ekki vanta, Svavar Örn
tékkaði á því hvort mannskapurinn væri örugg-
lega búinn að galla sig upp fyrir sumarið.