Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 6
Það er ekki ofsögum sagt að nokkrar af vinsælustu og lífseigustu kvikmyndum okkar íslendinga hafi
komið úr smiðju Þráins Bertelssonar. Kappinn hefur legið undir feldi undanfarin ár en er nú farinn að
hugsa sér til hreyfings á ný. Höskuldur Magnússon settist niður með Þráni sem sagði honum m.a. af
hverju íslenskar kvikmyndir munu aldrei ná sömu útbreiðslu og þær amerísku.
„Eins og Hrafn hefur sagt er
þetta smásaga eftir Davíð sem er
kveikjan að þessu og svo spinnur
Hrafn út frá henni. Mitt hlutverk
í samvinnunni með Hrafni er að
veita ráðgjöf við handritsgerðina.
Handritsráðgjöf felst í því að
skoða kvikmyndahandrit út frá
vissum forsendum og athuga
burðarþolið. Hrafn fékk þá hug-
mynd að leita til mín meö þetta
verkefni og ef ég get gert eitthvað
gagn þá er það bara skemmtilegt,"
segir Þráinn Bertelsson kvik-
myndagerðarmaður um nýtt verk-
efni Hrafns Gunnlaugssonar sem
unnið er upp úr smásögu eftir
Davíð Oddsson forsætisráðherra.
Þráinn hefur tekið á móti blaða-
manni á heimili sinu í miöbænum
við hinn fomfræga Skáldastíg og
er fyrst spurður út í þetta nýja
verkefni.
Hvernig finnst þér sagan?
„Sagan er fin. Hún kom út í
þessu smásagnasafni eftir Davíð
sem öll þjóðin hlýtur að hafa lesið
og er ein af bestu sögunum í því.
Hún er lipur og skýr og mér fmnst
vera í henni skemmtilegar pæling-
ar frá manni sem hefur unnið og
verið mikill áhrifavaldur í þessu
kerfi sem við búum við. Mér
finnst hann kommentera á það
kerfi með mjög skemmtilegum
hætti og með því sem Hrafn er að
prjóna út frá því held ég að þetta
handrit geti orðið mjög fint,“ seg-
ir Þráinn.
Ný mynd í framleiðslu
enir 1-2 ár
Hvað með þig sjálfan, er eitthvaö
annaö i bígerö á þessum síöustu og
verstu tímum?
„Ja, sumir segja nú síðustu og
bestu í kvikmyndagerðinni. Að-
staðan til kvikmyndagerðar hefur
náttúrlega breyst mikið á siðustu
ánnn. Bæði er komið fleira og
kunnáttusamara fólk til starfa í
greininni héma og svo hefur verið
að vakna skilningur á því að leggja
meiri peninga í kvikmyndagerðina.
Ég ákvað að taka mér frí fyrir
nokkrum árum frá kvikmynda-
gerðinni. Þetta er lítill heimur,
þessi kvikmyndagerðarheimur, og
ég þreyttist á því að hitta sömu að-
ilana dag eftir dag að ræða sömu
hlutina. Ég ákvað því að taka mér
smá hlé frá beinni þátttöku í kvik-
myndagerðinni en svo fer ég vænt-
anlega af stað aftur þegar áhuginn
er orðinn nógur. Ég hef verið að
undirbúa verkefni sem ég hef mik-
inn áhuga á og vonast til að fara
með það í framleiðslu eftir 1-2 ár.“
Það er þá vœntanlega eitthvaö
sem þú skrifar sjálfur?
„Já, ég stunda sjálfsþurftarbú-
skap með handritsgerðina."
Þú ert sem sagt búinn aö vera i
fríi síöan Einkalíf kom fyrir sjónir
almennings?
„Jú, þá var ég nýbúinn að gera
sjónvarpsseríuna Sigla himinfley
og svo Einkalíf og þá var ég að síga
á sextugsaldurinn sem á nú að vera
gjöfulasta skeiðið í þessu fagi
mínu, kvikmyndaleikstjóminni. Ég
var búinn að vera óhemjuafkasta-
mikill, haföi gert fleiri myndir en
allir aðrir, eða 7 bíómyndir, svo
mér fannst ég alveg verðskulda það
að fara í frí og sjá til hvort ég gæti
endumýjað sjálfan mig.“
Gott að geta eignað okk-
ur velgengni Dana
Hvaö stendur svo upp úr eftir 25
ára farsœlan feril í kvikmyndagerö
hér á landi?
„Þegar ég kláraði kvikmynda-
nám voru þrír möguleikar í stöð-
unni. Það var að verða eftir í Svi-
þjóð og stunda huggulega kvik-
myndagerð við huggulegar aðstæð-
ur og gera sænskar kvikmyndir.
Nú, eða að fara til Ameríku með
góða menntun, eins og Evrópu-
menn hafa gert í hundraðatali í
gegnum tíðina, og fara að gera
myndir I Hollywood. Það er svona
álíka eðlilegt og ef maður ætlar að
fara að setja niður kartöflur að
gera það þá í Þykkvabænum en
ekki upp undir Heklurótum. Þriðji
möguleikinn var svo sá aö koma
hingað, þar sem ekkert var, engin
kvikmyndagerð, og skoða hvort
hægt væri að byggja eitthvað upp.
Þann kostinn tók ég og er mjög
ánægður með það. Ég vissi að visu
ekki þá hvað þetta yrði erfitt en
þetta hefur skilað miklu. Það er
komin upp kvikmyndagerð héma
núna og ég er stoltur af því að hafa
tekið þátt í því brautryðjendastarfi.
Þegar ég byrjaði var ég pæla
mikið í því á hvemig myndum við
þyrftiun helst að halda. Það sem ég
hef svo gert segir kannski hvaða
skoðun ég hafði á því. Ég byrjaði á
því að gera bamamynd því þar
fannst mér þörfin vera mest. Svo
fannst mér umfram allt að það
þyrfti að reyna að koma fólki til
þess að fara i bíó og venjast því að
sjá íslendinga uppi á hvíta tjaldinu,
sýna að við gætum gert kvikmynd-
ir eins og aðrar þjóðir og þess
vegna valdi ég gamanmyndir. Svo
hef ég gert smá tilbrigði við þetta
eins og Skammdegi og Magnús
þannig að ég hef aðeins verið að
þróa ýmsar greinar héma. En höf-
uðáherslan var á að reyna að
byggja upp eitthvað sem gæti heit-
ið íslensk kvikmyndagerð og núna
er alveg múgrn- og margmenni að
gera hverja myndina annarri
merkilegri. Allt eru þetta heims-
meistaraverk og á hverju vori
fáum við stórkostlegar fréttir frá
Cannes um meiri afrek en nokkru
sinni fyrr.“
Ja, þaö var nú góö uppskera í ár
ef marka máfjölmiöla
„Já, það eru náttúrlega hlunn-
indi að því fyrir íslendinga að við
getum eignað okkur velgengni
Dana þegar okkur hentar það. Ann-
ars hafa íslendingar alltaf slegið í
gegn á kvikmyndahátíðinni í Cann-
es ef marka má fréttir. Þegar fyrsta
myndin fór til Cannes fyrir mörg-
um árum lá við að munnvatns-
gusumar stæðu út úr útvarpstækj-
unum hérna heima yflr þeim stór-
kostlegu sigrum sem við áttum að
vera að vinna, það frussaðist út úr
mönnum. En það er auðvitað bara
gott og gaman að það skuli vera æs-
ingur í kringum þetta og menn
skuli vera fullir af eldmóði og hafi
trú á þessu.“
Lífvænleg atvinnugrein
En hvaö meö myndir Þráins á er-
lendum vettvangi?
„Ég held að þær hafi verið sýnd-
ar í yfir 50 löndum. Trúlega hefur
Magnús farið víðast og svo Jón
Oddur og Jón Bjami þannig að það
hefur gengið mjög vel að koma
þeim víða um veröldina. En ef út í
það er farið þá er til margs konar
dreifing sem kvikmyndir lenda í og
íslenskar myndir eiga ekki heima í
aðaldreifingunni. Það eru
Hollywood-myndimar og stóru al-
þjóðlegu myndimar sem fullnægja
þeim markaði og að ætla sér að
koma íslenskum myndum inn á
þann markað er eins og að setjast
upp í hestakerru og ætla að keppa
i Formúlu 1. Það er alveg sama
hvað maöur er flinkur á hesta-
kernmni, það er bara annar sam-
keppnisvettvangur. Það eru marg-
ar hliðar á þessum kvikmyndaiðn-
aði og íslendingum hefur vegnað
mjög vel, bæði Friðrik Þór og
Hrafn eru ágætlega þekktir í kvik-
myndagerðinni og óskarstilnefn-
6
16. júní 2000