Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Side 2
2 MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000 I>V Fréttir Hrottaleg meöferð á hundi: Með límband vafið um trýnið Erfiðleikar með GSM: Eölilegt ástand Margir áttu í erfiðleikum með að ná sambandi úr GSM-símum sínum í miðbænum á 17. júní og aðfaranótt 18. júní. Þetta átti bæði við um síma sem tengdir eru Símanum og Tali. Skýringuna segir Ólafur Stephen- sen upplýsingafulltrúi Símans vera þá aö GSM-kerfiö sé byggt upp af ákveðnum fjölda talrása í kringum hvern sendi. „Það koma alltaf topp- ar þar sem mjög margir, jafnvel tug- ir þúsunda eins og í þessu tilviki, eru staddir á mjög litlu svæði. Þá annar kerfið ekki eftirspum, ekki frekar en t.d bilastæðin í miöbæn- um á 17. júní. Þannig að þetta er eölilegt ástand.“ Að sögn Ölafs er ekki hægt að byggja upp GSM-kerfi þannig að þau anni ástandi eins og t.d. á 17. júní eða nýársnótt. GSM-símanotendur munu því áfram þurfa að sætta sig við að eiga í vandræðum með að nota síma sína á hátíðardögum. -ss Samband dýravemdunarfélaga hefur kært illa meðferð á hundi í Neskaupstað til lögreglunnar þar. Að sögn Sigríðar Ásgeirsdóttur, for- manns SDÍ, hafði maður samband við skrifstofu SDÍ vegna svart-hvíts hunds sem fundist hafði með rautt límband vafið um trýnið. Voru leifar af límbandi á afturfæti hans, sem „gaf til kynna að hann hefði verið bundinn á fótunum með sams konar límbandi," eins og segir í bréfi SDÍ tii lögreglunnar í Neskaupstað. Sigríður sagði fleiri en einn aðila hafa séð hundinn i þessu ástandi. Þegar málið hafði verið kært tU SDÍ setti það sig þegar í samband við lögregluna í Neskaupstað. Einnig hafði aðili sem sá hundinn í þessu ástandi samband við lögregluna. Varðstjóri lögreglunnar í Neskaup- stað sagði við DV að hann kannaðist ekki við að málið væri tU rannsókn- ar þar. Sigríður Ásgeirsdóttir sagði hins vegar að lögregluþjónn á staðnum hefði tjáð henni að hann myndi taka saman skýrslu um það. f vikunni var enn haft samband við SDÍ vegna umrædds hunds. Hann var þá aftur kominn til eigenda sinna. Þar væri hann við iUt atlæti, að sögn hringjanda, oftast bundinn úti en flakkaði þess á miUi um bæinn að sníkja mat. „Við munum fylgja þessu máli eftir af festu," sagði Sigríður Ás- geirsdóttir. „En það er gegnumsneitt mjög erfitt að fá yfirvöld tU að taka við sér í dýraverndunarmálum." -JSS Veitingastaður sýknaður af miskabótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði á dögunum reykvískan veitinga- stað af 300.000 króna miskabóta- kröfu manns sem veiktist af campylobactersýkingu eftir að hafa snætt þar hádegisverð. í febrúar á síðasta ári snæddi 22 ára gamaU maður, Snæbjörn Kon- ráðsson, hádegisverð af hlaðborði veitingahússins Lystauka ehf. á Grensásvegi í ReyKjavík. Daginn eft- ir fann hann fýrir óþægindum í maga. Er þau ágerðust leitaði hann tU læknis og var lagður inn á sjúkra- hús með campylobactersýkingu. AUs var Snæbjöm rúmliggjandi i níu daga vegna sýkingarinnar og auk þess sagðist hann hafa átt við vanlíð- an að stríða í mánuð á eftir. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf út skýrslu þar sem fram kom að fleiri en Snæbjörn veiktust af campylobactersýkingu á sama tíma. í dómsúrskurði Amgríms ísbergs héraðsdómara kemur fram að „við skoðun heUbrigðiseftirlitisins á eld- húsi veitingahússins hafi komið í ljós að þrifum var ábótavant í eld- húsinu, kjúklingar ekki afþýddir eins og tU væri ætlast og þeir með- höndlaðir á sama svæði og græn- meti væri tilreitt. Það var niður- staöa heUbrigðiseftirlitsins að krossmengun í eldhúsi væri líkleg- asta skýring sýkingarinnar þótt það yrði ekki sannað." Snæbjörn krafði tryggingafélag Lystauka um bætur og voru honum greiddar tæpar 90.000 krónur í þján- ingabætur, tímabundið atvinnutap og útlagðan kostnað auk innheimtu- þóknunar lögmanns. Lystauki neit- aði hins vegar að borga 300.000 í miskabætur. Dómarinn sagði að Lystauka bæri að borga þjáninga- bætumar, en miskabætur ættu ekki við í þessu tiffeUi. Málskostnaður var felldur niður. -SMK Hitað upp fyrir Kvennahlaupið TaliO er aö um 20 þúsund konur hafi hlaupiö Kvennahlaup í gær sem er nokkuö færra en í fyrra. Aö venju var hlaupiö fjölmennast í Garöab en þar munu 4 til 5 þúsund konur hafa hlaupiö í rigningu en mildu veöri. íslensk miðlun á Vestfjörðum í vanda: Verra en hjá Rauða hernum - segir starfsstúlka vestra - greitt verður úr málinu, segir stjórnarformaður Starfsfólk íslenskrar miðlunar á Vestfjörðum er farið að ókyrrast verulega vegna þess að það hefur ekki fengið laun sín greidd. Stjórn- arformaður fyrirtækisins segir vissulega þungt undir fæti en verið sé að vinna að lausn málsins. Starfsstúlka fyrirtækisins vestra sagöi í samtali við DV að enn væri ekki farið að greiða út laun vegna maímánaðar og fátt um svör frá for- svarsmönnum fyrirtækisins. „Það eina sem þeir segja er að það séu ekki til peningar. Þeir segja bara að þaö sé alltaf verið aö funda um mál- ið en ekkert gerist. Þegar Rauði her- inn hætti að geta borgað út á sínum tíma á föstudegi þá var tilkynnt um það á mánudegi. Þetta er enn verra hjá íslenskri miðlun, því nú er kom- inn hálfur mánuður og það væri þvi allt í lagi að fá eitthvað að heyra frá þeim.“ Verðurlagaö „Vandinn er aö það hafa ekki ver- ið næg verkefni yfir daginn þó nóg hafi verið aö gera við símaþjónust- una á kvöldin,“ sagði stjómarfor- maður fyrirtækisins á Vestfjörðum, Fritz Már Jörgensen. „Viö emm búnir að eyða griðarlegu fé í þjálfun starfsfólks og munum leita allra leiða til að halda þessum rekstri í gangi. Stjóm félagsins er að vinna á fullu að lausn þessa máls. Menn voru með miklar væntingar vestra um verkefni frá hinu opinbera sem hefur síðan algjörlega brugðist. Staðan er þó sú að ný og spennandi verkefni eru að skila sér inn og það er jákvætt og í takt við það sem gerst hefur annars staðar.“ íslensk miðlun á Vestfjörðum rekur starfsstöðvar í Bolungarvík, ísafirði, Suðureyri og á Þingeyri. Fyrirtækið er rekið sjálfstætt, í þriðjungseigu móðurfyrirtækisins í Reykjavík en að tveimur þriðju í eigu heimamanna. Sjö starfsmenn eru í Bolungarvík en tíu til tólf á hverjum hinna staðanna. Samtals em stöðugildin 37. Þá er starfsstöð tilbúin á Patreksfirði en verður ekki gangsett fyrr en verkefnastaða hefur verið tryggð. -HKr. Davíð bjartsýnn Davíð Oddsson for- sætisráðherra var bjartsýnn á efnahags- horfur í hátíðarræðu sinni á Austurvelli á laugardag. Hann sagði ekki útlit fyrir frekari veröhækkan- ir og umræðan um efnahagsmálin hefði verið frekar óá- byrg undanfarið og verðbólgan væri á undanhaldi. Stöð 2 greindi frá. 69% með veiðileyfagjaldi Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup eru 69% landsmanna fylgj- andi því að lagt verði veiðileyfa- gjald á þá sem hafa kvóta í fiskveiði- lögsögunni en tæplega 22% eru því andvíg. 49% svarenda í könnuninni voru ósammála úrskurði Hæstarétt- ar í Vatneyrarmálinu en 39% sam- mála. Mbl. greindi frá. Ríkið sýknað Hæstiréttur hefur sýknað ís- lenska ríkið og lögreglustjórann í Reykjavík af kröfum Háspennu ehf. um bætur vegna þeirrar ákvörðun- ar að loka beri Háspennu klukkan 23.30 á kvöldin. Vildi Háspenna meina að fyrirtækið hefði orðið af tekjum vegna ákvörðunarinnar sem ætti sér ekki stoð í lögreglusam- þykkt. Mbl. greindi frá. Flugleiðamönnum mútað? Kári Kárason, framkvæmdastjóri Flugleiðahótela hf., segir að reynt hafi verið að bera fé á starfsfólk gestamóttöku hótelsins til að fá það tU að mæla með ákveðnu fyrirtæki í ferðaþjónustu. Þetta er ástæða þess að starfsmönnum var tilkynni á fóstudag að þeim sem það gerðu yrði vikið úr starfi. RÚV greindi frá. Niðurstöður í haust Ekki er gert ráð fyrir því að niður- stöður gerðardóms í ágreiningsmáli öldr- unarheimilisins Grundar og heU- brigðis- og trygging- armálaráðuneytisins liggi fyrir fyrr en í haust. Dómendur komu í fyrsta skipti saman á fóstudag frá því að dómurinn var skipaður í vor. DeU- an snýst um greiðslu daggjalda til Grundar sem forsvarsmenn þess telja of lága. Mbl. greindi frá. Aukinn kvóti Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að auka rækjukvóta á Flæmingjagrunni úr 9.300 lestum í 10.100 lestir. Mbl. greindi frá. Enginn starfsmanna flytur Enginn starfsmanna á skrifstofu jafnréttismála hefur hug á að flytja út á land með nýrri Jafnréttisstofu en gert hefur verið ráð fyrir að skrif- stofan hafi aðsetur á landsbyggðinni. Elsa Þorkelsdóttir framkvæmda- stjóri segir starfsmennina hins vegar hafa orðið sammála um að beita sér ekki gegn flutningunum. Fálkaorðan veitt Prestar og stjóm- málamenn voru með- al þeirra einstaklinga sem forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, veitti fálkaorðuna fyrir störf sín í þágu lands og þjóðar. Herra Karl Sigurbjömsson biskup og Halldór Ásgrimsson utanrikisráðherra voru sæmdir stórriddarakrossi með stjömu. Meðal þeirra sem forsetinn veitti fálkaorðuna voru Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumála- ráðherra og Vilborg Dagbjartsdóttir skáld. Stöð 2 greindi frá. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.