Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Síða 6
6
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000
Fréttir
I>V
Birtir upp í atvinnumálum Austfirðinga:
Sandkorn
8000 tonna laxeldi
í Mjóafirði
- allt að 50 ný störf
„Ef vel tekst til reiknum við með
að hafa 25-30 manns í vinnu við lax-
eldið og annar eins fjöldi gæti starfað
við þjónustu í kringum það,“ segir
Guðmundur Valur Stefánsson, fiski-
fræðingur og framkvæmdastjóri
Agva hf.
Agva er nýtt eignarhaldsfyrirtæki
sem stofnað er í kringum hugmynd-
ina um stórt laxeldi á íslandi en
ásamt Guðmundi er konan hans,
Anna Katrín Árnadóttir, og Norðmað-
urinn Ame Geiruiv eigendur og er
Ame jafnframt framkvæmdastjóri
Kirkenes Salmon sem er nyrsta lax-
eldisstöð i heimi.
Að sögn Guðmundar er málið á
byrjunarstigi og liggur nú fyrir um-
sókn um starfsleyfi hjá Hollustuvemd
ríkisins.
„Ef við fáum leyfið er gulltryggt að
við fáum fjármagn erlendis frá og ég
reikna með að það verði eitthvað í
kringum milljarð," segir hann.
Guðmundur segir það vera mikil-
vægt að koma sterkt inn í greinina
frá upphafi og skapa sér strax góöa
Lyftlstöng fyrir atvinnulífiö
Ef allt gengur upp gæti laxeldi hafist í Mjóafiröi fyrir austan strax
á næsta vori.
stöðu.
„Það gengur ekki að stofna lítið
fyrirtæki og standa síðan aleinn í
þessu. Ef stofnað er stórt fyrirtæki
sem gengur upp er aftur á móti lík-
legt að smærri laxeldisstöðvar geti
dafnað í kring,“ segir hann.
hér grundvöllur
Hugmynd-
in með laxeld-
inu í Mjóa-
firöi gerir ráð
fyrir að fisk-
inum verði
slátrað i Nes-
kaupstað og
hann fullunn-
inn í ná-
grenni Mjóa-
fjarðar en
með tímanum
gæti þarna
myndast vett-
vangur fyrir
50 störf.
„Ef okkur
gengur vel þá
hefur skapast
fyrir þessari at-
vinnugrein og fleiri geta fylgt í kjöl-
farið," segir Guðmundur.
Hann segir laxeldi eiga vaxandi
velgengni að fagna síðustu ár og hafa
markaðir í Evrópu og Bandaríkjun-
um verið að styrkjast.
„Það er laxeldi í Finnmörku og
víðar þar sem aðstæður eru svipaðar
og hér á landi og gengur mjög vel,“
segir hann.
Að sögn Guðmundar er reiknað
með að fiskeldið nái 8000 tónnum ef
það tekst að halda því í sátt við um-
hverfi sitt. Hann segir að ekki þurfi
að líða langur tími þar til laxeldið
geti hafist.
„Takist okkur að fá starfsleyfið hjá
Hollustuvemd getum við byrjað með
takmarkaða framleiðslu strax næsta
vor,“ segir Guðmundur. -jtr
Stórlækkaðverð
Plymouth Grand Voyager 3,0, árg. 1997.
Ekinn 137 þús.km, 5 g., 7 manna, dökkblár, ssk.,
rafdrifnar rúður og speglar, ABS, samlæs., litað
gler.hraðastillir, lengri gerð.
Verð 2.240.000 / NÚ 1.690.000
Dodge Caravan 2,4, árg. 1997.
Ekinn 93 þús.km, 7 manna, dökkgrænn, 150 ha.,
ssk., rafdr. speglar, ABS, samlæsingar, litað gler,
hraðastillir, loftkæling.
Verð 1.830.000 / NÚ 1.380.000
efMATTHÍASAR
MIKLATORGI VIÐ PERLUNA
Framhald stóra fíkniefnamálsins:
Lögmaður og
venslafólk ákært
Síðastliðinn fostudag voru ákærur
birtar í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir
12 manns vegna meints peningaþvott-
ar og eiturlyfjamisferlis i tengslum við
stóra fikniefnamálið svokallaða. Meðal
þessa fólks var lögmaður, tannlæknir
og tæplega sjötug kona. Flestir neituðu
alfarið sakargiftum.
Þessar fjórar ákærur tengjast stóra
fikniefhamálinu svokailaða. Alls hafa
32 verið ákærðir í tengslum við stór-
fellt fikniefhasmygl til íslands í gám-
um Samskipa sem upp komst um í
september í fyrra, en þrír hinna
ákærðu voru starfsmenn skipafélags-
ins.
í þessum hluta málsins bárust bönd-
in að miklum hluta til venslafólks
meintra höfuðpaura smyglsins. Egill
Ragnars Guðjohnsen og Geir Hlöðver
Ericsson eru ákærðir fyrir móttöku og
sölu á kókaíni, sem og peningaþvott.
Guðmundur Kristján Guðbjömsson er
ákærður fyrir peningaþvott, eignar-
hald á eiturlyfjum og hylmingu. Finn-
ur Sverrir Magnússon er ákærður fyr-
ir peningaþvott og að hafa haft milli-
göngu um kaup á fikniefhum. Sigurð-
ur Guðmundsson, Bergljót Karlsdóttir,
Ingibjörg Auður Finnsdóttir, Sigurður
Hólm Guðbjömsson, Sigurlaug Björk
Finnsdóttir, Sólveig Ósk Óskarsdóttir,
Bjarki Þór Hilmarsson og Einar Ingi
Marteinsson era ákærð fyrir peninga-
þvott.
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Sjá myndir á: www.billinn.is
Tannlæknir og
lögmaöur
Ákærur á hend-
ur Agli Ragnars
Guðjohnsen tann-
lækni og Sigurði
Guðmundsyni hér-
aðsdómslögmanni
hafa vakið athygli
í fjölmiðlum. Þeim,
ásamt Geir Hlöðveri Ericssyni, er gert
að sök að hafa stundað peningaþvætti
fyrir Sverri Þór Gunnarsson, meintan
höfuðpaur málsins. í byrjun september
1999 er Agli Ragnars gert að sök að
hafa á tannlæknastofu sinni tekið við
rúmum fjóram miiljónum króna frá
Sverri Þór og geymt peningana í
bankahólfi sínu. Sverrir Þór var hand-
tekinn hinn 11. september. Sigurður er
ásakaður um að hafa fimm dögum sið-
ar tekið að sér að gera málamynda-
kaupsaming á lögmannsstofu sinni á
milli Egils Ragnars og Sverris Þórs um
kaup þess síðamefnda á Rimax fyrir
þessar rúmar fjórar milljónir. Sigurði
í DÓMSALNUM
Sigrún María Kristinsdóttir
er svo gert að hafa tekið peningana í
sína vörslu með því að geyma lykil
bankahólfsins.
Komu undan 8,5 milljónum
Finnur Sverrir, Guðmundur Krist-
ján og Sólveig Ósk era ákærð fyrir að
hafa komið undan átta og háifri millj-
ón króna í reiðufé í íslenskum krónum
og holienskum gyllinum. Reiðuféð var
falið undir dýnu í hjónarúmi Ólafs
Ágústs Ægissonar, eins af meintum
höfuðpaurum í innflutningsmálinu, og
Sólveigar Óskar sambýliskonu hans.
Fólkinu er gert að sök að hafa notað
féð í eigin þágu eða ráðstafað því tii
annarra, en við rannsókn málsins
lagði lögreglan hald á 100.000 íslenskra
króna og 41.000 hol-
lensk gyliini af
þessum 8.5 milljón-
um.
Bjarki Þór er
ásakaður fyrir að
hafa samtals 66
sinnum skipt alis
rúmum 12 miiijón-
um íslenskra
króna á tveimur
------------------ árum í erlenda
skiptimynt fyrir ákærða, Sverri Þór
Gunnarsson, ágóða fíkniefnasölu sem
Sverri Þór er gert að sök að hafa keypt
meiri eiturlyf fyrir erlendis. í dómsal á
fóstudaginn sagði Bjarki Þór að ákær-
an á hendur honum hafi verið felld
niður í vetur. Saksóknara Helga Magn-
úsi Gunnarssyni var ekki kunnugt um
það og mun það mál aftur vera tekið
fyrir I næstu viku.
Héraðsdómari Hjördís Hákonardóttir
sagði að nauðsynlegt væri að bíða dóms
í fyrri hluta fikniefnamálsins, sem má
búast við að verði tilbúinn fyrir lok
júní, og var aðalmeðferðum þessara
ákæra frestað fram í september. -SMK
_______■■ Urnsjón:
Reynir Traustason
netfang: sandkorn@ff.is
KR á Meistaravelli
Höfuðstöðv-
ar KR hafa
svo lengi
sem elstu
menn muna
staðið við
Frostaskjól í
Reykjavík.
Þar hefur
verið byggður
upp myndarlegur húsakostur og nú
síðast nýtt og heljarstórt íþróttahús
fyrir ekki löngu síðan. í vangavelt-
um manna um stórveldisdrauma
KR-inga hefur nafnið Frostaskjól
komið inn í umræðuna. Þykir það
minna um of á napurt skjól fyrir
flækinga í stað þess að vísa á bú-
setu virtra knattspyrnusnillinga.
Hinu megin við KR-völiinn er
hins vegar önnur gata sem heitir
Meistaravellir sem þykir miklu
betur við hæfi. Segja gárungar að
vinna sé komin á fullt við að flytja
skráningu og lögheimilið austur
fyrir KR-völiinn...
Kolbrún og Vaka
Það er engin i
lognmolla yfir
stúdentapólitík-
inni í Háskóla
íslands þótt (
komið sé fram I
á sumar. Ný-1
lega var kosinn f
fulltrúi stúd-
enta í stjóm I
Félagsstofnun-'
ar stúdenta. Þurfti að kjósa um
fulltrúa því að venju var einn
kandídat frá hvorri fylkingu. Kom
furðusvipur á röskvufólk þegar Þór-
lindur Kjartansson, formaður
Vöku, tilkynnti að kandídat Vöku
væri Kolbrún
HaUdórsdóttir, alþingiskona
Vinstrigrænna. Þetta grín vakti þó
ekki almenna lukku og mun Eirík-
ur Jónsson, formaður SHÍ, hafa
talið það einkennfiegt að hafa eitt
valdamesta embætti sem stúdentar
skipa í flimtingum...
Gaui í Halló
Það er mikil
ferð á þeim félög-
um Halli HaUs-
syniog PáU
Þór Jónssyni í
viðskiptalífinu.
Þeir reka fjar-
skiptafyrirtækið
! Halló-Frjáls fjar-
skipti og hyggj-
---- ast stofna til 5
milljóna símanúmera á íslandi. Svo
er að sjá að hugmyndin sé góð ef
marka má viðbrögð fjárfesta. Nýverið
keypti galdrakarlinn í Oz, Guðjón
Már Guðjónsson, 6 prósenta hlut í
fyrirtækinu fyrir tugi milljóna. Þetta
er merkilegt fyrir þær sakir að Guð-
jón er einn aðalhugmyndafræðingur
Íslandssíma, samkeppnisaðila Halló,
og tO skamms tíma meðal stærstu
eigenda...
Blækurnar bíða
Flokksbræð-1
urnir Hjálmar
Jónsson alþing-
ismaður og
Ólafur Garðar [
Einarsson, I
fyrrum þingfor-
seti, starfa I
saman í nefhd í
sem hefur með
að gera mögu-1
legt samstarf Hjálparstofnunar
kirkjunnar og Þróunarsamvinnu-
stofnunar íslands. Ólafur Garðar er
stjómarformaður Hjálparstofhunar
og Seðlabankans að auki. Á fundi í
síöustu viku var mikið hringt í
GSM-síma Ólafs G. sem þungbúinn
brá sér afsfðis til að tala á meðan
aðrir biðu. Þá orti Hjálmar:
Ólafur önnum kafinn
oft um leiðsögn er krafinn.
Blœkurnar bíöa
í banka og kvíöa.
Skyldi heimskreppan vera hafin?