Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Page 8
8 Keflavaltarar Dregnir eða sjálfkeyrandi. Nýir og notaðir BQMRG Slmi 568 1044 MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000 I Fréttir UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Breiðvangur 8, 0301, Hafnarfirði, þingl. eig. Agústa Hera Birgisdóttir og Haukur Már Sigurðsson, gerðarbeiðandi Búnað- arbanki Islands hf., föstudaginn 23. júní 2000 kl. 10.00. Hlíðarbraut 3, Hafnarfirði, þingl. eig. Haukur Sigtryggsson, gerðarbeiðendur Islandsbanki hf., útibú 545, og Sparisjóð- ur Hafnarfjarðar, föstudaginn 23. júní 2000 kl. 11.30.________________ Suðurhraun 2,0103, Garðabæ, þingl. eig. Ragnar Öm Þórðarson, gerðarbeiðendur Fjárfestingarbanki atvinnulífsins og Sparisjóður Hafnarfjarðar, föstudaginn 23. júní 2000 kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINN í HAFNARFIRÐl Glerverksmiðjan á Hellu: 100 tonn af gleri brotnuðu í mél Gífurlegt tjón varð í glerverk- smiðjunni Samverk ehf. á Hellu í jarðskjálftanum sem gekk yfir Suð- urlandið á laugardag. „Allt gler þarna inni brotnaði meira og minna i mél. Þetta voru um 100 tonn,“ sagði Ragnar Pálsson, framkvæmdastjóri þessarar elstu starfandi glerverksmiðju landsins. „Það þarf að farga þessu öllu. Ég er búinn að panta traktorsgröfur og vörubíla til þess að moka þessu út. Það er ekkert annað að gera en að moka bara út.“ Samverk var stofnað árið 1969 og sérhæFtr sig í einangrunargleri fyrir húsbyggingar ásamt öðru gleri sem notað er I húsum. Glerið sem brotn- aði var aðallega á hráefnislagernum en hluti af glerinu var fullunnið. Um 20 manns starfa hjá glerverk- smiðjunni og var einn maður inni i verksmiðjunni er skjálftinn hrein yfir. Starfsmaðurinn hafði ekki tíma til þess að koma sér út úr hús- inu, því glerið féll fyrir dyrnar og lokaði hann inni. „Það má segja að hann hafi bjarg- ast giftusamlega. Hann bjargaði sér upp á skurðarborðið sem var eini staðurinn sem hann gat farið á. Borðið hreyfðist um húsið og hann ofan á því og glerið féll allt um kring, en hann slapp alveg ómeidd- ur,“ sagði Ragnar. -SMK Kaffistelliö fariö Allt hrundi úr skápum og skúffum á bænum Stöðulfelli. Hérgefur að líta ábúandann, Hrafnhildi Ágústsdóttur, með hluta af leirtauinu sem skemmdist við hamfarirnar. DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR Jorðin rifin Hamfarirnar um helgina hafa skapað fjölmörg verkefni fyrir Vegagerö ríkisins. Eins og sjá má á þessari mynd hefur malbakið hreinlega rifnað i sundur þegar skjálftabylgjan gekk yfir Suöurlandið. Það fór betur en á horfðist þegar jarðskjálftinn reið yfir bæinn Stöðulfell í Gnúpverjahreppi á laug- ardag. Heimafólkið var, eins og svo margir sveitungar þeirra, við kaffi- drykkju í félagsheimilinu Ámesi. Þegar skjálftinn reið yfir svæðið fór hver til síns heima til þess að kanna skemmdir og huga að skepnum þar sem það átti við. Þegar komið var að bænum Stöðulfelli höfðu hestar sem vom við bæinn brotið sér leið út úr girðingu og kýr stukku um túnin í óttakasti. Mikið hafði hrun- ið úr klettum við bæinn sem hefur væntanlega átt sinn þátt i því að hræða skepnurnar. Húsakynni heimafólksins að Stöðulfelli sluppu ótrúlega vel, en bæir hvor sínum megin við Stöðul- fell voru gjörónýtir. Þrátt fyrir jarð- hræringamar er flest heimafólkið að Stöðulfelli hvergi bangið „nema yngsta dóttir mín,“ sagði Hrafnhild- ur Ágústsdóttir ábúandi. „Hún dvaldi hjá ættingjum að Skálholti nú í nótt og þegar ég talaði við hana í dag sagði hún einfaldlega „mamma, sæktu mig aldrei." -ÓRV Styrkleikamælingar Verkfræðistofnunar HÍ á húsum á Suðurlandi: Ekki gerðar opinber- ar nema að hluta - til að dæma ekki hús léleg og eyðileggja þar með söluverð þeirra Niðurstöður verkefnis sem Verk- fræðistofnun Háskóla íslands vann á árunum 1997-98 um m.a. ástand og styrkleika húsa á Suðurlandi með tilliti til hugsanlegra jarðskjálfta hefur ekki verið gerð opinber nema að hluta til, að sögn Bjama Bessa- Við erum best í því sem við erum aö gera - aö bæta kynlífiö. Opiö mán.-fös.10-18 laug.10-16 Fókafeni 9 • S. 553 1300 sonar verkfræðings, sem vann ásamt fleirum að könnuninni. At- hugunin náði til 30-40 húsa á hverj- um stað, þ.e. Selfossi, Hellu, Hvera- gerði auk fjölda bóndabæja í Ölfusi, Gnúpverjahreppi, Holtunum og víð- ar á Suðurlandi. Húsin voru flokkuð í timburhús, hlaðin hús og stein- steypt hús og úrtakið valið eftir mis- munandi byggingaraldri. Hlutfall húsgerða reyndist vera 28 prósent timburhús, 59 prósent steinsteypt hús og 10 prósent húsanna voru hlaðin. „Við skoðuðum hús sem valin voru af handahófi og sendum við- komandi húseigendum skýrslu um sitt hús,“ sagði Bjami. „Auk þess út- bjuggum við almennar leiðbeining- ar, s.s. ráðleggingar um frágang á innanstokksmunum sem dreift var í hvert einasta hús á Suðurlandi. Þær vom byggðar á þeim atriðum sem við höfðum séð að ábótavant var í þeim húsum sem við skoðuðum. T.d. var mjög stór hluti húseigenda með ótryggt innbú. Við höfum birt hluta niðurstaðna á a.m.k. einni erlendri ráðstefnu, en ég skal ekki segja um hvort um frekari birtingar verður að ræða. Hugsunin var alltaf sú að sértækar leiðbeiningar um einstök hús færu aldrei annað en til viðkom- andi húseiganda. Við vildum ekki dæma einhver hús léleg því þar með var búið að eyðileggja söluverð við- komandi húss. Eftir að hafa sent sér- tæku leiðbeiningarnar út hringdum við í hvern einasta húseiganda og fylgdum því eftir hvort viðkomandi hefði gert eitthvað af því sem við höfðum mælt með. Þá ræddum við við sveitarstjómir um niðurstöður rannsóknarinnar. “ Aðspurður um hvort ekki hefði verið æskilegra fyrir fólk að hafa vitneskju um hugsanlegan styrk- leika húsa sinna þegar skjálftinn reið yflr nú, sagði Bjami að flestir gerðu sér grein fyrir honum. Hins vegar væru húseigendur ekki til- búnir til að fá leiðbeiningar um að þeir þyrftu t.d. að setja jámagrind innan á veggi húsa þeirra og sprautasteypa þau. Þetta kostaði hundruð þúsunda. Það væri ekki einfalt mál að „skikka" fólk til að gera slíka hluti. Sumir hefðu t.d. einfaldlega ekki efni á slíkum fram- kvæmdum. „Ég held að það hefði ekki breytt neinu með ástand, þótt allar niður- stöður rannsóknarinnar hefðu verið birtar," sagði Bjarni. „Það þarf eitt- hvað að gerast, eins og skjáiftinn nú, til að fólk fari að leggja út í kostnað- arsamar styrkingar.“ Guðmundur I. Gunnlaugsson, sveitarstjóri á Hellu, sagði að niður- stöðumar hefðu fyrst og fremst ver- ið kynntar húseigendum en einnig sveitarstjómum. Hann sagði að mál- ið hefði verið lagt i hendur húseig- endum og þeir almennt hvattir til að lagfæra það sem væri ábótavant. Ábendingar Verkfræðistofnunar hefðu örugglega gert mikið gagn því margir hefðu farið að þeim einkum hvað varðaði aðgerðir innanhúss. -JSS Dóttirin vill ekki koma heim vegna hamfaranna: Mamma, sæktu mig aldrei - sagöi 11 ára stúlka viö móöur sína

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.