Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Qupperneq 13
13
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000__________________________________________________________________
PV____________________ Útlönd
Milo Djukanovic
Forseti Svartfjallalands vandar
Milosevic ekki kveðjurnar.
Milosevic sakað-
ur um að flytja
út hryðjuverk
Milo Djukanovic, forseti Svart-
fjallalands, sakaði Slobodan Milos-
evic Júgóslavíuforseta í gær um að
flytja út hryðjuverkastarfsemi til að
grafa undan stjórnvöldum í Svart-
fjailalandi sem myndar Júgóslavíu
ásamt Serbíu. Djukanovic sagði að
öryggissveitir hefðu handtekið
menn sem grunaðir væru um aðild
að banatilræðinu við júgóslavneska
stjómarandstæðinginn Vuk Drasco-
vic í síðustu viku. Tilræðið var gert
í Svartfjallalandi.
Eþíópar og Erítreumenn undirrita friðarsamkomulag:
Auðveldar aðstoð
við milljónir í vanda
Friðarsamkomulagið sem Eþíóp-
ar og Erítreumenn undirrituðu í
gær mun auðvelda mjög alla aðstoð
við allt að fimmtán milljónir manna
sem eru í hættu vegna þurrka og
hungursneyðar. Tíu milljónir þeirra
eru í Eþíópíu.
Með samkomulaginu i gær var
bundinn endi á tveggja ára
landamæraerjur Eþíópíu og Erít-
reu.
Stjórnvöld landanna tveggja hétu
því að virða samkomulagið. Tugir
þúsunda hermanna hafa fallið í
átökunum og mikill fjöldi óbreyttra
borgara hefur flosnað upp frá heim-
ilum sínum.
Utanríkisráðherrar landanna tók-
ust í hendur þegar þeir höfðu undir-
ritað friðarsamninginn sem gerður
var fyrir milligöngu Einingarsam-
taka Afríkuríkja. Ráðherrarnir
höfðu ekki ræðst við vikum saman
á meðan óbeinar samningaviðræð-
ur fóru fram í Algeirsborg, höfuð-
Samkomulag undirritaö
Utanríkisráðherra Eþíópíu, Seyoum
Mesfin, undirritar friðarsamkomulagið
sem gert var við Erítreumenn í gær.
borg Alsírs. Þess í stað fluttu sátta-
semjarar boð á milli sendinefnda
landanna.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sagði að her-
sveitir SÞ ættu að taka sér stöðu
milli deiluaðila sem fyrst til að
renna stoðum undir samkomulagið.
Öryggisráð SÞ á eftir að fjalla um
beiðni um friðargæslusveitir sem er
hluti friðarsamningsins.
Bandaríkin og Evrópusambandið
styðja samkomulagið sem gert var í
Algeirsborg og voru sendimenn
þeirra viðstaddir undirritunina.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti lýsti
yfir ánægju sinni með það og sagöi
að sendimaður sinn, Anthony Lake,
myndi fara aftur til Algeirsborgar
til frekari viðræðna um endanlega
útfærslu samkomulagsins.
Bouteflika Alsirforseti fagnaði
undirrituninni og sagði þetta nýja
dögun friðar í Afriku.
Uppboð a
óskilahesti
Jarpur hestur, ca 7-8 vetra, verður boðinn
upp hjá Hestamannafélaginu Fáki, Víði-
völlum, Víðidal, Reykjavík, þriðjudaginn
27. júní nk. kl. 14.00. Hesturinn er
ómarkaður.
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftlrfarandi
eign verður háð á henni sjálfri
sem hér segir:
Hl. Kveldúlfsgötu 28, íbúð 2c, Borgar-
nesi, þingl. eig. Auðunn Eyþórsson, gerð-
arbeiðandi Islandsbanki hf., miðvikudag-
inn 21. júní 2000 kl. 10.
^ÝSLUMAÐURINNÚ30RGARNESI
Gijótháls 1
Sími 575 1200
SöludeUd 575 1220
Mégane Break Grand Comfort
Break státar ekki aðeins af stærra farangursrýxni en aðrir skutbílar
í sama flokki heldur hefúr hann allan þann öryggis- og þægindabúnað
sem hugurinn gimist. Mégane Break fæst nú í sérstakri Grand Comfort
útgáfu; enn betur búinn.
Komdu og prófaðu stærri og betur búinn bíl.
RENAULT