Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Page 30
42 Tilvera MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000 DV Heimilisfólkið að Leikskálum 2 á Hellu: Ætlaði aldrei að taka enda - lágum í gólfinu og biðum, sagði Helga Magnúsdóttir „Við vorum inni í borðstofu, ég og maðurinn minn, við vorum að borða síðbúinn hádegismat. Þá kom skjálft- inn svo hryllilega mikill. Maðurinn minn ætlaði að standa upp en datt og meiddi sig, ég ætlaði til hans en datt líka, svo að við lágum bæði í gólflnu meðan skjálftinn reið yfir. Mér fannst þetta aldrei ætla að taka enda. Þegar þeim fyrsta lauk fórum við að reyna að komast út þá kom annar en hann var mikið styttri," sagði Helga Magn- úsdóttir, sem býr að Leikskálum 2 á Hellu. Hús Helgu er stórskemmt ef ekki ónýtt eftir jarðskjálftann. Það er allt mikið spnmgið að utan sem inn- an og lítil von til að hægt verði að koma því í samt horf á ný. „Hávaðinn var ægilegur, svo hrundi allt dótið okkar í gólfið. Ég er héðan úr sýsl- unni og ég hef aldrei fundið neitt þessu líkt fyrr, þetta var yfirgengi- legt,“ sagði Helga. -NH Verslunin á vegamótum Landvegar: Allt hrundi úr hillum - afgreiðslumaður fékk sjónvarp yfir sig „Hér lék allt á reiðiskjálfi, ég var að afgreiða ófríska konu sem var með bam með sér þegar skjálftinn kom, við hlupum bara strax út úr búðinni með alla hlutina úr hillun- um hrynjandi allt í kringum okk- ur,“ sagði Andrea Pálsdóttir, af- greiðslukona í versluninni á vega- mótum Landvegar. Þaðan er örstutt að upptökum jarðskjálftans enda var skjálftinn fimasterkur þar. Allt var hrunið úr hillunum sem hrunið gat, ungur af- greiðslumaður í bensinafgreiðsl- unni var rétt búinn að fá allt yfir sig úr hillunum, þar á meðal sjónvarps- tæki. „Ég var á leiðinni út þegar sjónvarpstækið kom fljúgandi að mér, ég datt og náði að henda því af mér en lenti þá sjálfur á afgreiðslu- borðinu," sagði Kristinn Jónsson, afgreiðslumaður í versluninni á Vegamótum. -NH Apótekinu á Hellu var ekki vægt frekar en öðrum húsum. Þar var allt úti um allt, lyfjaglös og vörur úti um öll gólf. Að sögn Sigríðar Pálínu Am- ardóttur apótekara er enn ekki hægt að áætla hversu mikið tjónið er, en ljóst sé að það er mikið. -NH DV-MYND NH Sigríður Pálína Arnardóttir apótekari / apótekinu fóru lyf og vörur um öll gólf. Ur versluninni á Vegamótum Kristinn afgreiöslumaöur viö sjónvarpið sem hann fékk yfir sig. DV-MYND NH Snubbóttur endir a hatióaholdunum BergleifJoensen, veitingamaöur 1 félagsheimilinu Árnesi, hugar hér aö skemmdum sem uröu í jaröskjálftanum á laugardag. Ekki er óvarlegt að áætla aö hann hafi tapaö um 100 þúsund krónum vegna leirtaus og drykkja sem fóru í gólfið. Kristján X á Hellu: Bjarnheiöur Hauksdóttir, starfs- stúlka í félagsheimilinu Árnesi, hug- ar hér að kaffivél sem fór í gólfiö í jaröskjálftanum í gær. I veitingahúsinu Kristjáni X á Hellu var fjöldi fólks þegar ósköp- in dundu yfir. Kjartan Erlingsson veitingamaður var í eldhúsinu. „Þegar ég áttaði mig á hvað var að gerast stökk ég út í hom, það var eina leiðin til að komast undan diskum og öðra sem var á flugi um eldhúsið. Þegar þetta var riðið yfir fór ég héma fram og var allt úti um allt. Þá fór ég fram í sal til að gá að fólkinu, þar var enginn. Fólk- ið var allt komið út úr húsinu, allt meira og minna í sjokki yfir skjálftanum, tvær konur fengu taugaáfall og ein sneri sig þegar hún var að hlaupa út,“ sagði Kjart- an. í næsta húsi við Kristján X er gamla Hellubíó, þar var fjöldi fólks í skímarveislu þegar skjálftinn kom þar greip mikil hræðsla um sig og fólk þusti út. Heimilið í rúst Þrátt fyrir að skjálftinn hafi fært allt úr stað á Kristjáni X er húsið að sjá lítið skemmt. Sömu sögu er ekki að segja af heimili Kjartans Erlingssonar veitingamanns. Þar stórskemmdist húsið. Tveggja tommu sprunga myndaðist á milli húshluta og allt innanstokks fór til ferða. Víst er að hús Kjartans er eitt af þeim húsum á Hellu sem tæplega verða gerð upp að nýju eft- ir hamfarimar. -NH Hlaupió frá boröum Undirskálar undir bollum í félagsheimilinu Árnesi fylltust viö jaröhræringarnar f gær. Fólk sem eina stundina sat rólegt viö kaffidrykkju rauk út og fór til síns heima aö kanna skemmdir. Eftir stóöu kaffi og kræsingar óhreyföar. Apótekið á Hellu: Lyf Og vörur um öll Allt úti um allt Veitingastaðurinn og heimilið í rúst Helga Magnúsdóttir Húsiö var allt krosssprungið eftir landskjálftann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.