Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2000, Side 31
43
MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 2000
I>v Tilvera
Hitalagnir slitnuðu og vatnsból lækkaði hjá Hitaveitu Rangæinga:
Tugmilljóna tjón
- segir hitaveitustjórinn
Hitaveitulagnir i nágrenni Hellu og
Hvolsvallar fóru viöa í sundur eftir
jarðskjálftann öfluga á laugardag og
er enn hitavatnslaust á Hvolsvelli og
hluta Hellu.
„Það er reiknað með að við náum
að koma heitu vatni á afla Hellu á
morgun, mánudag, en það er ómögu-
legt að segja til um hvenær við náum
að gera við lögnina til Hvolsvaflar,"
sagði Ingvar Baldursson, hitaveitu-
stjóri hjá Hitaveitu Rangæinga, í
samtali við DV i gærkvöld.
Hitavatnsuppspretta Rangæinga á
Laugalandi lækkaði um 130 metra eft-
ir skjálftann. Að sögn Ingvars er afar
erfítt að meta tjónið á þessu stigi þar
sem ekki er enn unnt að meta umfang
bilana.
„Ég treysti mér ekki til þess að
koma með nákvæmar tölur því það
fer eftir því hvort virkjunarsvæðin
jafna sig en ef ekki þá gætum við ver-
ið að tala um tugi mflljóna," sagði
Ingvar.
-jtr
Margir eiga um sárt að binda vegna Suðurlandsskjálfta:
Tjónið bæði tilfinninga-
legt og fjárhagslegt
- segir Sigurþór Árnason, íbúi á Hellu
Gæti hafa farið verr
Þaö var lán í óláni aö skjálftinn reiö yfir þegar fáir voru heima. Flestir voru staddir í íþróttahúsinu á Hellu þegar
hörmungarnar dundu yfir. Ef einhver heföi veriö sofandi í þessu rúmi þegar skjálftinn reiö yfir þá heföi eflaust fariö
verr. Þaö má líklega þakka veörinu, tímasetningu skjálftans og degi þeim sem hann bar upp á aö ekki fór verr en
raun ber vitni. Myndin er tekin heima hjá Ingvari Baldurssyni, hitaveitustjóra á Hellu.
Tilfinningalegt tjón
Allt lauslegt fór á fleygiferð heima hjá Ingvari Baldurssyni, hitaveitustjóra á
Hellu. Tilfmningalegt tjón er mikiö þar sem persónulegir munir hafa skemmst
mikiö svo ekki sé talaö um skemmdir á húsnæöi.
Byggingarfulltrúi V-Rangársýslu,
Sigbjöm Jónsson, kom ásamt iðnað-
armönnum til þess að kanna
skemmdir eftir að Suðurlandsskjálft-
inn hafði riðið yfir hús og híbýli íbúa
Suðurlandsundirlendisins.
„Við fyrstu sýn er óhætt að stað-
hæfa að fjölmörg hús eru ónýt. í
mörgum þeirra verður aldrei búið aft-
ur. Best er líklega að hirða það sem
hægt er að hirða úr sumum húsum og
keyra síðan bara með jarðýtu á það
sem eftir stendur.“
Iðnaðarmennimir sem með honum
voru samsinntu honum. Enginn
þeirra kannaðist við það að hafa
nokkurn tíma séð annað eins.
Sigurþór Árnason er 82 ára og hef-
ur búið á svæðinu alla sína ævi.
„Ég var að keyra héma ofan við
bæinn þegar skjálftinn reið yfir. Ég
hélt fyrst að það hefði hvellsprungið á
dekkinu hjá mér og fór út til þess að
athuga hvað væri í gangi. Þegar ég
hafði séð að ekkert var að dekkinu
hélt ég ferðhmi áfram og þá kom ann-
ar kippur. Ég var ekki viss um hvort
ég næði að halda bílnum á veginum -
svo sterkur var kippurinn,“ greindi
Sigurþór blaðamanni DV frá þar sem
hann stóð í bókahrúgu sem hafði fall-
ið úr hillusamstæðu í stofunni að
Freyvangi 9.
Alltaf gott veður?
„Ég man ekki til þess að nokkuð á
borð við þetta hafi gerst á svæðinu
áður. Þrátt fyrir smávægilega kippi
einstöku sinnum hefur aldrei áður
fallið úr hillum hjá manni. Þegar ég
var ungur sögðu foreldrar minir mér
sögur af því að árið 1896 hafi orðið
stór skjálfti sem m.a. varð hjónum á
„Ég held að það sé óhætt að segja
að tjónið sé meira tilfmningalegt
heldur en fjárhagslegt - þó allir mun-
imir kosti eitthvað. Þama átti ég
handmálað kínverskt bollastefl sem
brotnaði. Síðan fóm að sjálfsögðu
myndir af veggjum eins og sjá má og
bókahillur í gólf.“
Sigurþór kvaðst ekki kvíða því að
gista hús sitt einn komandi nótt.
Hann ætlaði að hreinsa lauslega
muni frá dívaninum þar sem hann
ætlaði að gista og á sunnudag átti
hann von á vinafólki úr Reykjavík
sem ætlaði að hjálpa honum að laga
til. Sigurþór benti blaðamanni á það
að hann hefði grennslast aðeins fyrir
um jarðskjálfta á íslandi og að hann
hefði tekið eftir einu.
„Það er eins og það sé alltaf gott
veður þegar jarðskjálftar ríða yfir
landið - logn og stilla. Þetta er nokk-
uð sem ég hef tekið eftir í gegnum tíð-
ina. íslendingasögurnar greina líka
frá því að veður hafi verið gott þegar
hamfarir áttu sér stað.“ -ÓRV
Mættur til starfa
Hitaveitustjórinn, Ingvar Baldursson, haföi ekki mikinn tíma til aö skoöa tjón
á húsi sínu. Hann var strax mættur tii vinnu svo aö heita vatniö kæmist aftur
á til bæjarbúa. Hann fylgist hérna meö vinnuflokki sem er aö leggja nýja
leiöslu í staö þeirrar sem fór / sundur.
DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR
Klukkan 15.41
Klukkan stöövaöist heima hjá hitaveitustjóranum, Ingvari Baldurssyni, þegar
skjálftinn reið yfir. Klukkan var 15.41 þegar jöröin hóf aö titra undir fótum og
skjálftinn á Suöurlandi reiö yfir.
Selfossi að bana og að einnig hafi lát-
ist kona sem var við bamsburð þegar
skjálftinn reið yfir,“ sagði Sigurþór.
Hann bætti því við að honum hefði
ekki verið bmgðið þegar hann gekk
inn um dymar hjá sér. Á leiðinni
heim hafði hann tekið eftir þvi að
mikið hafði fallið úr hillum í húsum
í grennd við hann, ásamt þvi sem
hann hafði orðið var við slæmt
ástand vegarins.
<