Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2000
DV
13
Menning
Tónlist
Hljómlistarmennirnir sem léku og sungu í Hverageröiskirkju um helgina. Unnur Sveinbjarnardóttir, Guöný Guðmundsdóttir,
Peter Maté, Auður Hafsteinsdóttir, Kristinn Sigmundsson, Gunnar Kvaran, Georg Klutsch og Jónas Ingimundarson.
Hinir kos-
mísku víbrar
Tónlistarhátíðin Bjartar sumar-
nætur stóð yfir í Hveragerðis-
kirkju núna um helgina og mark-
aði hún upphaf sýningar á
nokkrum handritum Beethovens í
safnaðarheimili kirkjunnar. Sýn-
ingin, sem stendur fram eftir vik-
unni, er forvitnileg, en því miður
eru öll handritin eftirprentanir svo
maður getur ekki fundið „hina
kosmísku víbra sem óriginalamir
hljóta að radíera frá sér“, svo mað-
ur bregði fyrir sig nýaldarmáli.
Ýmislegt er þó gaman að sjá, eins
og bréfið fræga sem Beethoven
skrifaði með læknisskrift til „hinn-
ar ódauðlegu elsku“ en lengi vel
vissi enginn hver það var. Tónlist-
arfræðingurinn Maynard Solomon
setti fram sannfærandi tilgátu í
bók sem kom út árið 1977 um að
konan hefði verið greifafrú að
nafni Antonie Brentano og getur
það allt eins verið rétt. Sjálfsagt
muna margir eftir bréfmu úr kvik-
myndinni Immortal Beloved með
Gary Oldman en þar reynt var að
komast til botns á gátunni hver
ástkona Beethovens var, með til-
heyrandi Hollywood-tilþrifum en
engan veginn sannfærandi niður-
stöðu.
Ljóðræn og skáldleg túlkun
Fyrstu tónleikar hátiðarinnar
voru á föstudagskvöldið og hófust
að sjálfsögðu á verki eftir Beet-
hoven, píanókvartett nr. 3 í C-dúr.
Flytjendur voru þau Auður Haf-
steinsdóttir flðluleikari, Gunnar
Kvaran sellóleikari, Unnur Svein-
bjamardóttir vióluleikari og Peter
Maté pianóleikari. Fyrsti kaflinn
var glæsilega fluttur, hljóðfærin
vel samstillt og túlkunin þróttmik-
il. Sama má segja um síðasta þátt-
inn en miðkaflinn var heldur lak-
ari, píanóið var dálítið hlutlaust
þegar það var í aðalhlutverki en
fiðlan hins vegar aðeins of áber-
andi og örlítið gróf einstöku sinn-
um.
Næst á dagskrá var fantasía í f-
moll eftir Franz Schubert fyrir tvo
píanóleikara og eitt píanó og kom
Jónas Ingimundarson þar til liðs
við Peter Maté. Píanódúett er ekki
fyrir hvem sem er, þvi minnsta
ósamræmi píanóleikaranna er
mun meira áberandi en samleikur
strengjaleikara eða einvígi tenóra.
Menn þurfa að vera búnir að spila
sig saman í áratugi og oft eru bestu
píanódúettarnir þvi hjón, tvíburar
eða jafnvel simastvíburar. Ekkert
af þessu á við þá Peter og Jónas en
þrátt fyrir það var túlkun þeirra
ljóðræn og skáldleg, heildarhljóm-
urinn fallegur, þráðurinn slitnaði
aldrei og því skiptu smávægilegar
misfellur engu máli. Var þetta sér-
lega ánægjulegur flutningur á
einni fegurstu tónsmíð Schuberts.
Fuglar á þakglugga
Eftir hlé var komið að sónötu
fyrir flðlu og sembal eftir tónskáld-
ið og ballettdansarann Jean-Marie
Leclair. Auður lék á fiðluna og Pet-
er plokkaði strengi sembalsins en
fyrir þá sem ekki vita er semball-
inn nokkurskonar forfaðir píanós-
ins. Til gamans má geta að sumir
segja að semballinn hljómi eins og
fuglar að gogga fóður á þakglugga
en semballeikarar myndu sjálfsagt
ekki samþykkja þá fullyrðingu.
Hvað um það, semballinn, eða
plokkharpan eins og hann er líka
kallaður, kom bara ágætlega út i
mikilli endurómun kirkjunnar.
Fiðluleikurinn var sömuleiðis afar
góður enda kallaði Auður fram
mikla danshrynjandi þegar við átti
og lék skýrt og áreynslulaust allt
til loka.
Síðasta verkið á tónleikunum
var konsert í a-moll fyrir fagott,
strengi og plokkhörpu eftir Vivaldi
og auk þeirra Unnar og Auðar
komu fram þau Guðný Guðmunds-
dóttir flðluleikari og Georg Klutsch
fagottleikari en Peter Maté var
plokkherpir sem fyrr. Konsertinn
var frábærlega vel fluttur, ekki síst
af fagottleikaranum, allar nótur
voru skýrar og túlkunin lífleg,
samspilið prýðilegt og styrkleika-
jafnvægi gottþ. Var þetta skemmti-
legur endir á fjölbreyttri dagskrá.
Jónas Sen
Bjama Viðars Magnússonar
verða eftirtalin fyrirtceki lokuð
mánudaginn 26. júní, frá kl. 12.00
ÍSLENSKA UMBOÐSSALAN HF
ICELANDIC SALES AGENCY LTD
VELAR&
ÞJéNUSTA hf
Þekktir fyrir þjónustu
'Hí/
ITITANI
ISreBderÉp
Dráttarbeisli
undir flestar
geröir jeppa
og fólksbíla.
BILASALA
AKURBYRAR HF
DAIAVEGUR I6B * KÓPAVOGl
SÍMI544 44S4
FREYJUNESl 2 • 603 AKOREYR?
SÍM! 461 2533 • FAX 461 2S43
Lágir, gildir,
háir, grannir...
... gaskútar fyrir grillin, prímusana og tjaldluktirnar.
Oliufélagið hf
www.esso.ls
Mercedes Benz 420E, 4 d., árg.
1992,steingr., ek. 142 þ. km, M/ÖLLU,
290 hö. V. 2.950 þ.
MMC Pajero 2800 DTI, 5 d., skr. 11
'98,st.grár, ek. 24 þ. km, ssk., 33“,
ABS, leður, sóll., o.fl. V. 3.200 þ.
Mercedes Benz 220E, 4 d., árg. MMC Galant V6 2500 stw, 5 d., skr.
1996,grænn, ek. 99 þ. km, ssk., 04.'97, blágrænn, ek. 35 þ. km, ssk.,
ABS, álf. sóll., o.fl. V. 2.200 þ. áhv. ABS, álf. o.fl. V. 1.850 þ.
1.750 þ.
MIKIÐ OG GOTT ÚRVAL BÍLA Á SKRÁ
OG Á STAÐNUMVANTAR TJALDVAGNA
OG FELLIHÝSI - MIKIL EFTIRSPURN
Pontiac Grand Prix 3800 turbo, 4
d., árg. 1998, svartur, ek. 4 þ. míi.,
ssk., leður, 16“. V. 3.800 þ.
_ _ ( BÍl ASAUNN
Möldur ehf.
OPIMUNARTiMI:
ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-18.
LAUGARDAGA FRÁ KL.13-16.
BÍLASALA
Tryggvabraut 14, 600 Akureyri
461 3020 - 461 3019
Jeep Wrangler 4000, 3 d., árg. 1991,
svartur, ek.127 þ. km, bsk., 33“ o.fl.
o.fl. V. 990 þ.
Toyota Landcr. 90 VX 3000 DT, 5 d.,
árg. 1997, hvítur, ek. 58 þ. km, ssk.,
33“ o.fl. V. 3.090 þ.