Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Side 16
I 16 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Krlstjánsson og Óll Björn Kárason Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorstelnsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunár: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Allir eiga rétt til lífs Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. Þannig hljóðar upphaf mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna og á þeim grimni byggja mannréttindásamtökin Am- nesty International baráttu sína. Þau sanitök, auk fjölda annarra hópa og einstaklinga víða um heim, beina enn og aftur sjónum sínum að dauðarefsingum í Bandaríkjunum, villimannslegum refsingum sem fullnægt er af yfirvöldum í þessu forysturíki vestrænna lýðræðisþjóða. Ástæðan að þessu sinni er aftaka Garys Grahams í Texas en í því ríki Bandaríkjanna eru flestir fangar tekn- ir af lífi. Á þriðja hundrað fanga hafa verið líflátnir í rík- inu frá því að dauðarefsingar voru teknar þar upp að nýju fyrir átján árum. Meira en helmingur þessara fanga hafa mætt örlögum sínum með þessum ógeðfellda hætti undan- farin fimm ár á valdatíma George W. Bush ríkisstjóra. Bush keppir við A1 Gore, varaforseta Bandaríkjanna, í for- setakosningunum sem fram fara í nóvember. Ekkert réttlætir dráp fólks með þessum hætti. Nauðsyn- legt er að ríki refsi fyrir afbrot og leggi sitt af mörkum til þess að vemda þegnana fyrir glæpamönnum. Lífstíðar- fangelsi á rétt á sér fyrir alvarlegustu brot og þegar menn eru sannanlega hættulegir umhverfi sínu. Þau ríki sem fremst standa í mannréttindamálum hafa bannað dauða- refsingar. Bandaríkjamenn tóku hins vegar upp dauða- refsingar að nýju á áttunda áratugnum og kjósa að vera í hópi 34 ríkja sem slíkt heimila. Það er vondur félagsskap- ur en meðal ríkja í þeim hópi eru Kína, Sádi-Arabía, Kól- umbía, Tyrkland og Rússland. í þessum ríkjum eru mann- réttindi ekki hátt skrifuð og þvi sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt, að forysturíki vestrænna þjóða kjósi það kompaní. Gráu var síðan bætt ofan á svart þegar sýnt var fram á það í nýlegri skýrslu að dómsmorð væru tíð í Bandaríkj- unum. Margt bendir til þess að fjöldi saklausra manna hafi verið líflátinn. Víða, einkum í Suðurríkjunum, fá fangar sem sakaðir eru um alvarlega glæpi lélega lög- fræðiaðstoð. Það á ekki síst við ef um er að ræða fátæka blökkumenn. í hinu refsiglaða Texas, undir forystu for- setaframbjóðandans, hefur áreiðanleiki réttarfarsins ver- ið dreginn í efa. Svo var í máli fyrrgreinds Garys Gra- hams. Hann átti sér sögu ofbeldis og glæpa á unglingsár- um en dauðadómurinn yfir honum þótti vafasamur og var byggður á vitnisburði eins manns sem benti á hann í sak- bendingu. Engar áþreifanlegar sannanir fundust nokkurn tíma fyrir því að hann væri sekur um það morð sem hann var sakaður um og dæmdur fyrir. Önnur vitni, sem vakið höfðu efasemdir um sekt mannsins, voru ekki kölluð fyr- ir. -á. Dauðarefsing er endanleg og þárí.vefður e%i bætt fyrir mistök. Fælingarmáttur þessarar "villiinami^fegu refsing- ar virðist heldur ekki réttlæta hana því alvárlegir glæpir í þeim ríkjum sem hana leyfa eru ekki færri en annars staðar, nema síður sé. Þeim ríkjum í heiminum sem heimila dauðarefsingar fækkar smátt og smátt. Því er það öfugsnúið að Hæstirétt- ur Bandaríkjanna skyldi leyfa þær á ný eftir bann við þeim fyrr á öldinni. Gegn þessari villimennsku þjóðar, sem vill vera í forystu mannréttindamála og gagrýnir aðr- ar fyrir mannréttindabrot, á að berjast með öllum tiltæk- um ráðum. í þeirri baráttu fara fyrir alþjóðleg samtök eins og Amnesty. Þá baráttu geta einstaklingar, hvarvetna í heiminum, stutt með samstöðu gegn hinu grimmdarlega háttalagi. Jónas Haraldsson MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2000 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2000 DV ______33 Skoðun Illt gert verra „Hverjum eru þeir, sem neyta fíkniefna, að gera mein öðrum en sjálfum sér? Ef menn mega ékki gera sjálfum sér mein, þá ber auðvitað að setja lög gegn offitu og of- drykkju. “ - Beðið eftir brjóstbirtunni. Fyrir kemur, að hinn gamli Jónas Kristjánsson, sem var á sinni tíð beitt- asti penni í íslenskri rit- stjórastétt ásamt Indriða G. Þorsteinssyni, birtist aftur á síðum DV. Þá þor- ir hann að hafa aðra skoðun en þá sem viðtek- in er. Þá leiðir hann ein- föld rök að óvæntri niður- stöðu. Þetta gerðist laugar- daginn 27. maí síðastlið- inn þegar hann skrifar í leiðara gegn banni ríkis- ins við sölu og neyslu vægra fikni- efna eins og hass og maríjúana. Jónas tekur þar undir með breska tímaritinu Economist, George Shultz, fyrrverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Milton Friedman, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði 1976. Verra aö banna en leyfa Rök Jónasar eru hin sömu og Friedmans: Þótt hann sé andvígur sölu og neyslu slíkra fikniefna eru afleiðingarnar af því að banna þetta miklu verri en af því að leyfa það. Með slíku banni hverfur þörfin sem sumir finna hjá sér alls ekki úr sögunni held- ur verða til glæpafélög sem fullnægja þörfinni. Efni eins og hass og maríjúana eru samkvæmt vís- indalegum rannsóknum ekki hættulegri lífi manna og heilsu en til dæmis nikótín, alkóhól eða prozak, sem allt er leyfilegt á íslandi. Það gerði einmitt illt verra að banna sölu áfengis, eins og gert var á íslandi og í Banda- ríkjunum á sínum tima. Geta ekki einbeitt sér Hið algera bann, sem er við sölu og neyslu vægra fíkniefna eins og hass og marijúana og jafnvel e-taflna, veldur því líka, að laganna verðir fá ekki einbeitt sér að baráttu gegn sölu og neyslu miklu hættulegri efna eins og heróíns. í hugum áhrifagjarnra unglinga renna þessi efni öll saman í eitt. Fólk, sem hefur af rælni verið að prófa tiltölulega meinlítið efni eða fyrir einfeldni sakir eða hugsunar- leysis flutt slíkt efni til landsins, er skyndilega orðið að glæpalýð i aug- um laganna. Skrefið styttist úr neyslu vægs fikniefnis í hættulegt: Hvort tveggja varðar við lög. Hver eru fórnarlömbin? Við nytjarök þeirra Jónasar Krist- jánssonar, Miltons Friedmans og fleiri má síðan bæta réttlætisrökum: Hverj- um eru þeir, sem neyta fikniefna, að gera mein öðrum en sjálfum sér? Ef menn mega ekki gera sjálfum sér mein, þá ber auðvitað að setja lög gegn offitu og ofdrykkju. Ef menn mega ekki gera neitt það, sem er hættulegt, þá verður vitaskuld að Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor banna fólki að aka um á bílum. En eru þetta ekki afbrot án fórnar- lamba? Niður með glæpafélögin í hugum upplýstra og siðaðra manna er sala og neysla fíkniefna, jafnvel hinna vægu, síður en svo æskileg. Að mínum dómi jafngildir fíkniefnaneysla raunar hægu andlegu og líkamlegu sjálfsmorði. En eins og Jónas skrifar: „Markmiðið er að ná tökum á mafíum heimsins og hindra þær í að grafa undan lögum og rétti með mútum og ógnunum, sem hafa áhrif á lögreglumenn, saksóknara, dómara, fréttamenn, stjórnmálamenn og aðra þá sem koma einna mest að rekstri þjóðskipulagsins." Jónas bendir á það, að hugleiðing- ar um að leyfa fikniefni hafa jafnan verið hrópaðar niður án nokkurra rökræðna. Það þarf því nokkurt hug- rekki til að skrifa eins og hann gerir í þessum leiðara, þar sem lokaorðin eru: „Því fyrr sem þjóðfélagið tekur lifibrauðið af mafiunum, þeim mun traustari verða homsteinar laga og réttar í landinu." Dr. Hannes Hóhnsteinn Gissurarson Fjárhættuspil með framtíðina Viðskiptahalli ársins vex miklu meira en spáð var, verðbólgan verð- ur 5,5% milli ára, skuldsetning þjóð- arinnar erlendis vex, vaxtagreiðslur af erlendum lánum aukast, fjárfest- ingar dragast saman, hagvöxtur snarminnkar, atvinnuleysi fer senn að skríða upp á við og forsendur ný- gerðra kjarasamninga eru i upp- námi. Þessar upplýsingar má lesa úr endurskoðaðri þjóðhagsspá sem unn- in var af sérfræðingum rikisstjórn- arinnar og birt 15. júni. Tveimur dögum síðar hélt svo for- sætisráðherrann sína hefðbundnu ræðu undir styttu Jóns forseta á Austurvelli. Meðal annars gerði hann efnahagsmál að umræðuefni. Þar tjáði leiötoginn sinni blessuðu þjóð að hún þyrfti vitaskuld ekki að hafa áhyggjur af neinu því efnahags- málin hefðu aldrei verið í betra lagi. Þetta var snyrti- leg útför á nýju þjóðhags- spánni. Hún lifði í tvo daga. Hegðun strútsins í þessum viðbrögðum birt- ist helsti veikleiki ríkis- stjðrnar Davíðs Oddssonar í efnahagsmálum. Hún neitar að trúa því sem vont er. Þeg- ar hennar eigin sérfræðing- ar birta vísbendingar um neikvæðar horfur býr hún sér til sinn gerviheim þar sem allt er alltaf í himna- lagi. En ríkisstjórn, sem gerir strút- inn að fyrirmynd sinni og stingur höfðinu í næsta sandpytt um leið og eitthvað bjátar á, er ekki hæf til að veita farsæla leiðsögn. Ossur Skarphéðinsson formaóur Samfylkingarinnar Þess vegna er ríkisstjórn Davíðs Oddssonar óhæf til að tryggja stöðugleikann i efnahagslífinu. Hún neitar að horfast í augu við veru- leikann. Þegar Seðlabank- inn, Þjóðhagsstofnun, OECD og hagdeildir ASÍ og Samtaka atvinnulífsins skjóta hverju viðvörunar- skotinu á fætur öðru troða ráðherrarnir bómull í eyr- un og dásama kyrrðina. Fullkomin afneitun ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar á augljósum vísbendingum um misvægi í efnahagsmálum, eins og hárri verðbólgu og vaxandi við- skiptahalla, er í dag orðin alvarleg ógnun við stöðugleikann í efnahags- málum og þar með áframhaldandi „Rikisstjóm Davíðs Oddssonar neitar að horfast í augu við veruleikann. - Þegar Seðlabankinn, Þjóðhagsstofnun, OECD og hagdeildir ASÍ og Samtaka atvinnulífsins skjóta hverju viðvörunarskotinu á fœtur öðru troða ráðherramir bómull í eyrun og dásama kyrrðina. “ velsæld. Áhættuspil - segir Þjóðhagsstofnun Þær aðgerðir, sem í dag eru nauð- synlegar til að leiðrétta alvarlega kompásskekkju ríkisstjómarinnar, eru miklu sársaukafyllri en þær sem hefðu dugað fyrir 2-3 misserum. í því felst herkostnaðurinn við mistök hennar í efnahagsmálum. Ríkis- stjórnin hefur ekki kjark í þessar að- gerðir. Hún þorir ekki, heldur ætlar að taka sjensinn í þeirri von að allt reddist. Það er þvi engu líkara en ríkisstjórnin sé meðvitað að spila fjárhættuspil með framtíð okkar. í nýlegu riti um horfur i þjóðarbú- skapnum segir Þjóðhagsstofnun efn- islega að með þessari háttsemi sé ríkisstjórnin í reynd að leggja nán- ustu framtíð okkar undir í fjárhættu- spili þar sem sérfræðingar sjá ekki vinningsleið: „Það er ef til vill freist- andi að hugsa sem svo að fyrst þensl- an, sem grafið hefur um sig í hag- kerfinu, hafi hingað til ekki leitt af sér meiri erfiðleika en raun ber vitni, hafi efnahagssérfræðingar hugsanlega gert of mikið úr hætt- unni. Þetta gæti auðvitað verið rétt, en ef svo er ekki gætu aíleiðingarnar orðið alvarlegar. Ef þenslan og misvægið ágerist frekar verður ólík- legra að markmiðið um „mjúka lend- ingu“ náist og að sama skapi aukast líkurnar á „harkalegri lendingu““. Dómgreindarleysi ríkisstjómar- innar er því líklegt til að kalla mikl- ar, óþarfa þrengingar fyrir þjóðina. Þurfum við slíka ríkisstjóm? Össur Skarphéðinsson Meö og á móti að gera kjötbollur úr Keikó? Best geymdur sem kjötbollur Hroki og kímnigáfa j „Eg hugsa að , í.. Keikó væri best |í geyindur sem kjötbollur - lík- legast væri það best fyrir alla. Þó kæmi það mér ekki á óvart að þeir væru búnir að eitra hann með einhverjum lyfjagjöfum og drasli. Ef Keikó verður sleppt er ég tilbúinn til þess að gera það sem ég get til þess að koma honum í nið- ursuðudós - ef til min væri leitað. Ég er að vísu ekki kokkur eða matreiðslumaður en ég gæti auð- veldlega gert að honum. Ég myndi Konráð Eggertsson Vill gera kjötbollur úr Keikó. líka leggja á mig siglinguna til Eyja af mikilli gleði. Ég væri tilbúinn til þess að smakka á Keikó. Ég er tilbúinn til þess að prófa allt einu sinni - og aft- ur ef mér þykir það gott. Það er fáránlegt að þessir menn skulu vera að ausa milljón- um í þennan bölvaða hval á meðan fólk úti um allan heim drepst úr hor og hungri." á ■', tu.s „Vaölinum úr g tapsárum hval- veiðimönnum eru r lítil takmörk sett. Að selja Keikó í kjötbollur er hroki og kímni- gáfa sem fáir kunna að meta. I það minnsta enginn sem kemur nálægt ferðamanna- iðnaði eða gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Menn, sem koma með tillögur á borð við þessa, eru búnir áð vera þjóð- arbúinu og gjaldeyrisöflun íslendinga dýrkeyptir í langan tíma. Að draga fram þessa fáránlegu „hvalveiðiþjóð- emisrembu" hér á landi í áratugi er öllum til stórtjóns, nema ef vera Magnús Skarphéðinsson Vill ekki gera kjöt- bollur úr Keikó. skyldi hluthöfum Hvals hf. Að hóta því i hinum glóru- lausa hrunadansi hvalaslátr- unarsinna að skjóta lang- þekktasta ibúa landsins, hval- inn Keikó og selja í kjötboll- ur, er hótfyndni og dónaskap- ur sem fáum er trúandi til. Enda ber allur málflutningur hvalveiðisinna merki þess- arra hortugheita og nei- kvæðni út í allt og alla. Þess- ir menn vilja bara lifa á því að drepa allt kvikt sem þeir koma auga á. Með vaðlinum í sér skjóta þeir sjálfa sig og þjóðarbúiö í löppina. Auðvitað á ekki að gera kjötbollur úr Keikó.“ -ÓRV Það eru skiptar skoðanir á hvalnum og eru sumfr þeirrar skoðunar að hvalurinn væri best geymdur soðinn niður í dós. leiða hvalveiðar á þessu ári fengum við tvo þjóðkunna menn til þess að spá í hvort gera ætti kjötbollur úr Keikó. | tilefni þess að Alþingi hyggst lög- f Ráðleggur ekki Þingvallaferð „Mér finnst það mjög mikill ábyrgðarhluti að stefna fólki á einn staö á jarðskjálftasvæði þegar vissa er um að það verði fleiri skjálftar á næstu dögum eða vikum. Sjálf er ég ein af þeim sem mun neyðast til að vera á staðnum en ég mun ekki ráð- leggja neinum úr minni fiölskyldu að fylgja mér til Þingvalla ... Ég tel skyn- samlegast að fresta þessari hátíð.“ Margrét Frimannsdóttir alþm. í Degi 23. júní Refsing fyrir úrkast Ekki er ólíklegt, að opinberar umræður í kjölfar þeirra upplýsinga, sem nú liggja fyrir verði til þess að eitthvað dragi úr brottkasti á nýjan leik. Alla vega fer ekki á miili mála, að skipstjórar og útgerðir þeirra skipa, sem um er að ræða hijóta að leggja fram skýringar á þeim sérkenni- lega mun, sem er á aflasamsetningu eftir því, hvort eftirlitsmaður er um borð eða ekki... Það má vel vera, að það sé ekki hægt að koma í veg fyrir brottkast á fiski nema með hörðum refsingum á borð við þær, að svipta þá, sem að því eru staðnir leyfi til að veiða.“ Úr forystugrein Mbl. 23. júní Ferðaþ j ónustan „Menn eru að afpanta vegna hræðslu, fréttaflutn- ingur af náttúruhamforum er afar slæmur fyrir öll lönd, það segir sig sjálft. Fólk hefur litla þekkingu á íslandi og alhæfir kannski um landið frá einhverjum örfá- um fréttamyndum. Þessi fréttaflutningur sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum, þar sem sýnd var mynd frá Vestmannaeyja- gosinu með jarðskjálftafréttinni, veröur auövitað til þess að stórskaða íslenska ferðaþjónustu og það er mjög erfitt að leiðrétta svona frétt. Skaðinn er skeður." Erna Hauksdóttir, framkvstj. Samtaka ferðaþjónustunnar, í Degi 23. júní Rislág ákvörðun „Tillaga Hafró ber með sér að stofnunin heldur enn þá í trú sína á að- ferðafræðina, sem beitt hefur verið, en htlum og mestan part neikvæðum árangri hefur skilað nær tvo áratugi. Æðimargir, a.m.k. utan stofnunarinnar, hafa misst þá trú. Mbl. hefur haldið í hana lengur en margir. Nú hefur Hafró jafnvel gefið hana upp með nýgefinni blessun yfir þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að taka ekki mark á Hafró. Sú ákvörðun ráðherra er rislág, hvorki hrá né soðin.“ Jón Sigurðsson, fyrrv. framkvstj., i Mbl. 23. júní Betra að veifa röngu tré en öngu? Sjálfkjörinn postuli Miltons Friedmans á ís- landi og réttkjörinn hug- myndafræðingur Sjálf- stæðisflokksins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, tók sér fyrir hendur í kjallaragrein fyrir þremur vikum að leiða lesendur á allan sannleikann um inn- tak og blessun græðginnar vegna þeirra orða Karls Sigurbjörnssonar biskups, að enginn græði nema annar tapi. Þótti honum sú kenning bersýnilega röng, taldi enda að rekja mætti aukna velmegun alls almennings síðustu tvær aldir til þeirrar staðreyndar, að menn hefðu grætt hver á öðrum. Robbi rangskilinn Síðan tók postulinn „einfalt dæmi“ máli sínu til áréttingar og kaus að láta samskipti skipbrots- mannsins Róbinsons Krúsós og Frjá- dags (sem hann nefndi raunar Föstu- dag) skýra muninn á jöfnuði, sem leiddi til stöðnunar, og misrétti, sem leiddi til auðsældar. Gallinn á rök- færslunni var bara sá, að hann rang- túlkaði efni og erindi hinnar frægu og vinsælu skáldsögu Daniels Defoes (1660-1731). Árangurinn af skynsam- legri verkaskiptingu þeirra félaga varð ekki rakinn til samkeppni, heldur samvinnu. Hefðu þeir farið að bítast eða berjast um takmörkuð hlunnindi eyðieyjarinnar, má alveg sjá fyrir sér hvernig farið hefði. Það eru ævagömul sann- indi, miklu eldri en Adam Smith, að afköst manna auk- ist, þegar þeir skipta með sér verkum, og heildarútkoman verði meiri afrakstur. Og væntanlega neitar enginn því að frjáls viðskipti geti verið hagkvæm. Það skildu Föník- ar og Grikkir til forna, og það höfðu framkvöðlar sam- vinnuhugsjónarinnar að leið- arljósi á 18du og 19du öld, þeir Claude Henri Saint-Simon (1760- 1825), Charles Fourier (1772-1837) og Robert Owen (1771-1858). Hjá Saint- Simon snerist allt um tvö skaut, vinnuna og samstöðuna. Vinnan veitti manninum mesta hamingu. Samstaðan væri öllu öðru dýrmæt- ari, meðþví enginn fengi lifað einn, án liðsinnis bræðra sinna og systra. Fourier vildi efla skilning á því, að eftir tímaskeið villimennskunnar og samkeppninnar, sem iðnbyltingin leiddi af sér, hlyti að renna upp tími öryggis og trygginga, sem ala mundi af sér nýtt framfaraskeið í mannlegu samfélagi, þegar tími samstillingar og samstöðu rynni upp. Róttækar skoðanir Öwens í félags- og uppeldismálum gengu þvert á hagsmuni kapítalista, verksmiðju- eigenda og annarra máttarstólpa bresks samfélags, en hann hefur ver- iö kallaður fyrsti talsmaður algers lýðræðis á Vesturlöndum, enda var hann frumherji verkalýðshreyfingar og samvinnuhreyfingar. Samvinnu- hreyfingin gegndi í öndverðu stór- ^ merku og afarmikilvægu hlutverki í þróun islensks atvinnu- og efnahags- lífs, alit þartil hún tók að semja sig að háttum hins hersskáa og mann- fjandsamlega auðvaldsskipulags. Glýja gullsins Biskupinn benti réttilega á að gæðum jarðar væri misskipt, og þar verður Guði almáttugum ekki um kennt, heldur því að rándýrseöli mannsins hefur verið gefið æ meira svigrúm með afleiðingum sem eng- inn sér fyrir. Sú staðreynd segir hrikalega sögu, að 250 einstaklingar eiga helminginn af öllum auðæfum jarðarinnar og gætu, með því að láta 1% af auði sínum ganga til mennta- mála, tryggt öllum börnum veraldar ♦ skólagöngu og skárri lífskjör, en láta það ógert. Flestar ef ekki allar þjóðir heims eiga sér arfsagnir um bölvun gullsins, allt frá gullkálfi Arons í Biblíunni, gullreyfi Jasons í grískum goðsögnum til gullsins á Gnitaheiði í sögnunum um Sigurð Fáfnisbana. Frá alda öðli hefur það verið bölvun mannsins að láta glepjast af glýju gullsins, og verður ekki lát á, saman- ber verðbréfabraskið nú um stundir. Sértrúarsöfnuður Friedmans getur því haldið áfram að hlakka yfir væn- legum horfum misréttis í mannlegu samfélagi. Sigurður A. Magnússon „Frá alda öðli hefur það verið bölvun mannsins að láta glepjast afglýju gullsins, og verður ékki lát á, samanber verðbréfabraskið nú um stundir. “ - Vasast í verðbréfunum. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.