Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Side 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað f DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MANUDAGUR 26. JUNI 2000 Bílslys: Þyrla sótti mikið slasaða konu Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi, austan við Lyng- háls, skömmu fyrir klukkan 17 á laugardag. Tveir bílar, báðir á leið í vestur, lentu saman með þeim afleið- ingum að fremri bíllinn endasentist út fyrir veginn þar sem haim fór eina veltu og hafnaði á toppnum. í bílnum voru kona og eins árs gamalt bam. Konan var fóst í bílnum og þurfti að kalla út tækjabíl Slökkvi- liðsins á Hvolsvelli. Meiðsl konunn- ar reyndust alvarleg og var þyrla Landhelgisgæslunnar köliuð út og var konan flutt á Sjúkrahúsið í Foss- vogi. Að sögn læknis á vakt á sjúkra- húsinu er konan mikið slösuð og er henni haldið sofandi í öndunarvél. Bamið slasaðist lítils háttar og var flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Ökumaður aftari bif- reiðarinnar slapp við meiri háttar meiðsl. Báðir bílarnir eru stór- skemmdir. Að sögn lögreglunnar eru tildrög slyssins enn ókunn og stendur rannsókn yfir. -aþ 1/4 Eyjafjörður: Tveir létu lífið í bílslysi Banaslys varð á sjötta tímanum í gærmorgun við bæinn Höfn 2 í Sval- barðsstrandarhreppi. Bifreið, sem ekið var í suðurátt, fór út af vegin- um með þeim afleiðingum að öku- maður og farþegi, báðir um tvítugt, létu líflð. Að sögn lögreglunnar á Akureyri tilkynnti vegfarandi um slysið skömmu fyrir háifsex á sunnudags- morgun. Svo virðist sem ökumaður- inn hafi misst stjóm á bílnum og við útafaksturinn hafi bæði öku- maður og farþegi kastast út úr bíln- um. Þeir voru báðir úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tildrög slyssins eru ókunn en talið er að piltarnir hafi ekki verið í bílbeltum. Rann- sókn málsins stendur yfir. Ekki er hægt að greina frá nöfnum hinna látnu að svo stöddu. -aþ Akranes: Alvarlega slasað- ur eftir bílveltu Alvarlegt umferðarslys varð við bæinn Bekansstaði, skammt utan við Akranes, á ijórða tímanum í gær. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíl var ekið aftan á sendibifreið með þeim afleiðingum að síðar- nefnda bifreiðin kastaðist út af veg- inum og hafnaði niðri i skurði. Þrennt var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi og að sögn lögreglu reyndist ökumaður sendibifreiðarinnar alvar- lega slasaður. Báðir bUarnir em mik- ið skemmdir eftir áreksturinn. -aþ VILJA ÞEIR LIKA FÁ KAUP? Eldsvoði í Dalasýslu: Misstu allt Ung hjón misstu allt sitt er glæ- nýtt íbúðarhús þeirra í Sælingsdals- tungu í Hvammssveit í Dalasýslu brann til grunna í fyrrinótt. Slökkvilið í Búðardal fékk tilkynn- ingu um eldinn klukkan fjögur í gærmorgun og var búið að ráða nið- urlögum eldsins um hálfáttaleytið. Að sögn lögreglunnar í Búðardal er húsið gjörónýtt. Þá brann allt innbúið en ungu hjónin höföu ný- lega flutt allar eigur sínar i nýja húsið. Það þykir mikil mildi að þau voru stödd í eldra húsi við hlið þess nýja þegar eldurinn kom upp. Tæknideild slökkviliðsins í Reykja- vík fór í Sælingsdalstungu í gær og er niðurstöðu þeirrar rannsóknar að vænta á næstunni. -aþ Gifting Þaö var falleg athöfn á Þingvöllum þegar Dofrí Jónsson og Kristrún Siguröardóttir létu gefa sig saman aö heiðnum siö á Sólstööublóti Ásatrúarmanna. Þau staðfestu heit sitt fyrir goöum, tengdust í gegnum hring allsherjargoöans, settu upp hringa sína og færöu síöan goöunum dreypifórn, helltu öli úr horni þeim til heilla. Fékk kafaraveiki Ungur sportkafari var fluttur alvar- lega veikur á Sjúkrahús Reykjavíkur frá Hjalteyri við Eyjafjörð á laugar- daginn. Maðurinn hafði verið við köf- un ásamt félögum sínum í svokallaðri hitastrýtu suðaustur af Hjalteyri en þar streymir heitt vatn upp. Talið er að maðurinn hafi kafað á allt að 70 metra dýpi og síðan veikst á leiðinni upp. Maðurinn var fluttur á Sjúkra- hús Reykjavíkur í Fossvogi. -aþ Óvissa um stöðu fólksflutningafyrirtækja vegna verkfalls Sleipnis: Verða gjaldþrota segir Ari Edwald hjá Samtökum atvinnulífsins Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í Sleipnisdeilunni eftir að slitnaði upp úr viðræðum á laugardag. Ari Edwald hjá Samtök- um atvinnulífsins segir að ástandið sé slæmt og ásakar Sleipnismenn um að hafa ekki viljað semja fyrr en verkfall hafi verið skollið á. „Við teljum að verkfallsferlið hafi sýnt fram á það. Sleipnismenn héldu fram kröfu um 130 prósenta launahækkun allt frá því að samn- ingar voru lausir og þar til verkfall- ið var að hefjast. Hefði sú krafa ver- ið samþykkt hefði það þýtt að tekjur fyrirtækjanna hefðu verið minni en launakostnaður. Verði launagreið- endur við núverandi kröfum Sleipn- ismanna kallar það á 50 prósenta hækkun á launum strax við undir- ritun samninga og siðan meira en 10 prósent til viðbótar á samnings- tímabilinu. Núverandi kröfugerð felur í sér tvær leiðir til þess að leggja fyrirtækin niður - annars vegar að skrifa undir samningana á grundvelli þessarar kröfugerðar, og með því yrðu fyrirtækin óstarfhæf, eða hins vegar að láta verkfallið halda áfram. Það hefur þegar geng- ið mjög nærri fyrirtækjunum og er óhætt að segja að ég hef mjög mikl- ar áhyggjur af því. Sum þessara fyr- irtækja eru ekki mjög fjárhagslega Ari Edwald. Oskar Stefánsson. sterk og er algjörlega óvíst að þau nái sér nokkurn tíma.“ Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, segir Ara fara með fleipur. „Þessar tölur, sem þarna eru nefndar, eiga ekki við rök að styðj- ast. Kröfurnar sem við höfum verið með hljóða upp á 35 prósenta hækk- un. Sleipnismenn eru grjótharðir i þessari baráttu og munu standa ein- huga saman þar til samið verður." Óskar sagðist ekki kannast við það að fyrirtækin gætu farið á haus- inn sökum krafna félagsmanna Sleipnis. „Þessir útreikningar hafa ekki verið kynntir okkur en þeir eru þess eðlis að við myndum vilja sjá þá. Hins vegar hafa nokkur fyrir- tæki þegar samið við okkur á grundvelli okkar kröfugerðar og það hefur verið þeim fyrirtækjum að meinalausu. -ÓRV Sjúkraflutningamenn Pórshafnar vilja kjarabætur: Við eigum bara ekki meiri peninga - segir framkvæmdastjóri Heilbrigöisstofnunarinnar Enginn sjúkrabílstjóri hefur unn- ið á Þórshöfn í rúman mánuð vegna launadeilu við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. „Við sættum okkur ekki við að vera á öðrum bakvaktargreiðslum hér en þeir sem vinna sams konar starf á Húsavík. Málið snýst bara um það að við viljum vera á sömu kjörum hjá sama fyrirtæki," sagði Axel Gunnarsson, einn ijögurra sjúkraflutningamanna á Þórshöfn. Við sameiningu heilsugæslustöðva á svæðinu varö til Heilbrigðisstofn- un Þingeyinga. Fóru sjúkraflutn- ingamennirnir á Þórshöfn fram á að fá sama kaup á bakvöktum og starfsbræður þeirra á Húsavík sem fá um þrisvar sinnum hærra bak- vaktarkaup. Langvinnar launaum- ræður hafa engum árangri skilað og sögðu sjúkraflutningamennirnir fjórir upp störfum frá og með 15. maí. „Deilan strandar á því að við eigum bara ekki meiri peninga. Við gerðum saming við þá þannig að við borguðum þeim töluvert meira en þeir fengu í fyrra og teygðum okkur eins langt og við töldum möguleika á, en svo eru bara ekki meiri peningar til,“ sagði Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunar Þingeyinga. HeObrigðisráðuneytið stendur i samningmn við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna og bíður Heilbrigðsstofnun Þingeyinga þeirrar niðurstöðu áður en meira verður gert í sjúkraflutn- ingamálum á Þórshöfn. „Þetta var áður fyrr rekið af Rauða kross deildum landsins og menn voru í sjálfboðavinnu. Nú eru þessir menn allir orðnir ríkisstarfsmenn og það er ekki hægt að ætlast til þess að menn séu í þessu af hugsjóninni einni saman. Það þarf að borga fyrir þetta ef menn ætla að hafa þessa þjónustu," sagði Friðfinnur. Heilsugæslustöðin á Þórshöfn þjónar 620 manns. „Við erum í mjög slæmum málum ef slys verður," sagði Hjördís Gunnarsdóttir, eini hjúkrunarfræðingurinn á gæslustöðinni á Þórshöfn. heilsu- -SMK Gæði og glæsileiki smort Csólbaðsto f~D Grensásvegi 7, sími 533 3350. Sælurum m/ nuddi m - 07 cni 'Vcrö 1 Zomu * 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Engir sjúkrabílstjórar á vakt Sjúkrabílstjórar á Þórshöfn sögðu upp störfum hinn 15. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.