Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 21 DV Sport Geir Sveinsson var mættur ásamt syni sínum Arnari Steini og hér sjást þeir feðgar gæða sér á nesti ásamt hressum félögum og öðrum Valsmönnum í Eyjum þegar stund gafst til milli leikja. Vill frekar fótboltann ÍR-ingar áttu vaska fulltrúa á Shellmótinu um helgina og hér til vinstri eru fjórir hressir strákar, allir með það á hreinu hvað þeir ætluðu að gera á mótinu. Berjast sem einn. Ekki er mikið um raeiðsli á Shell- mótinu enda eru drengirnir mjög svo heiðarlegir og eru allt annaö en gróf- ir. Einn KR-ingur var þó svo óhepp- inn aö fótbrotna um helgina. Ekki fót- brotnaði hann þó í knattspyrnuleik, heldur við leik á föstudagskvöld. Annar Fjðlnismaður fékk þungt höf- uðhögg og var fluttur með sjúkrabíl á Heilsugæslustöð Vestmannaeyja enda var jafnvel haldið aö hann væri kinnbeinsbrotinn. En það er seigt í Fjölnismönnum og drengurinn var mættur með liði sinu í næsta leik, glóðarauganu ríkari. Ný regla var tekin upp á Shellmót- inu, nú mega varamenn ekki vera á hliðarlínu eins og hefur verið undan- farin ár heldur eiga þeir aö vera ásamt einum til tveimur aöstoðar- mönnum í varamannasvæði við endalínu vallarins. Þjálfari má þó áfram vera á hliðarlínu. Þetta er gert til þess að minnka álag- ið á völlum Vestmannaeyja enda hef- ur oft farið svo að á hliðarlínunum á mótunum tveimur hafa verið ógræð- andi sár sem hafa ekki gróið fyrr en árið eftir. Dómarar erufjölmargir á Shellmót- inu í ár og eru flestir þeirra búsettir í Eyjum. Þó slæðast alltaf aðkomu- menn með i störfm og sást til Krist- ins Jakobssonar alþjóðadómara við dómarastörf á mótinu. -jgi Texti Júlíus G. Ingason Myndir Ómar Garðarsson Geir Sveinsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, lét sig ekki vanta í Eyjum um helgina enda strákurinn hans að spila með Val. „Ég kom nú ekki hingað fyrr en á fóstudaginn þannig að fyrstu leikimir sem ég náði í rauninni vora ekki fyrr en á laugardeginum. En svo náði ég hins vegar innanhússmótinu þar sem við nældum okkur i brons.“ Og þú ert að sjálfsögðu að fylgjast með stráknum? „Já, já, ég kom hingað til að fylgjast með stráknum mínum Amari Sveini sem er að koma hingað í fyrsta skipti og þar af leiðandi ég líka. Okkur list alveg svakalega vel á þetta, glæsilega að þessu staðið, tímasetningar standast og umgjörðin er ótrúleg. Það er kannski ekkert óeðlilegt að þetta gangi svona vel enda eru Eyjamenn búnir að halda þetta svo oft þannig að ég held að Vestmannaeyingar geti verið mjög stoltir af þessu.“ Hvemig finnst svo fyrrverandi landsliðsfyrirliðanum í handknattleik að vera staddur á einu stærsta knattspymumóti hérlendis? „Mér fmnst það bara mjög ánægjulegt og eins og staðan er i dag vill drengurinn frekar vera í fótbolta en handbolta, það angrar mig bara ekki neitt því hann verður að ráða þessu sjálfur." Hvernig hefur gengi ykkar manna verið í mótinu? „Svona allt í lagi. Eigum við ekki að segja að það sé gamli Ólympíuandinn að vera með sem ráði. Nei, nei, þeir urðu i fjórða sæti í okkar riðli en náðu svo í brons í innanhússmótinu þannig að það ríkti mikil gleði eftir það því þá fara strákarnir ekki tómhentir heim.“ Strákarnir skotnir í stelpunni Á mótinu i ár eru meðal gestaliða ensku drengimir úr Elloughton Juniors. Með þeim spilar íslendingurinn Orri Gústafsson og einnig ein stelpa, Rachel Bedford. Við byrjuðum á því að spyrja Rachel hvernig henni líki á íslandi? „Bara ágætlega. Mér finnst að vísu stundum svolitið kalt héma en veðrið núna er alveg ágætt.“ En hvemig llst Orra á að vera kominn til íslands að spila fótbolta? „Bara mjög vel, ég kem oft á sumrin til íslands og spila stundum fótbolta þá.“ Segðu mér aðeins frá liðinu sem þú spilar með? „Liðið heitir Elloughton Juniors en Elloughton er rétt fyrir utan Hull. Við erum í öðru sæti í Hull Boys Leg. í Englandi en 30 lið keppa þar. Við erum nýbúin að fá nýja búninga sem eru hvítir á litinn en pabbi minn er þjálfari og Steve West er með honum en við æfum bara einu sinni í viku.“ Rachel, nú ert þú eina stelpan í liðinu, hvemig er það? „Það er allt í lagi því að ég er í skóla með mörgum strákunum og þekki þá því ágætlega." Hvernig finnst þér mótið hafa verið? „Þetta hefur verið frábært. Að vísu gekk okkur ekkert vel í innanhússmótinu af því að við eram ekki vön að spila innanhúss. En annars hefur okkur bara gengið vel.“ Og em strákarnir ekkert skotnir í þér? „Bara í öðrum liðum. Þeir gáfu mér kók og súkkulaði." -jgi Afmælistertan Að neðan er eitt gestaliða mótsins, ensku drengirnir og stúlkan Rachel Bedford úr Elloughton Juniors. í tilefni af tíunda afmæli Shellmótsins var risastór afmælisterta bökuð og hvert lið fékk sinn hluta. Hér að ofan sjást svangir KR-ingar dást að afmælistertunni rétt áöur en þeir fengu að bragða gómsætri tertunni. Fullt af foreldrum mætti til að horfa á sína menn og hér hægri má stuðningsfólk KR. Blcmd í poka Shellmótiö í Vestmannaeyjum um helgina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.