Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 12
28 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 Sport Rudi Völler, knattspyrnumaðurinn goðsagnakenndi sem lék með Þjóðverj- um á árum áður, hefur tekið tíma- bundið við stjóm þýska landsliðsins þar til staðgengill Erichs Ribbeck verður ráöinn, Völler er einnig fram- kvæmdastjóri Bayer Leverkusen. Aö ári liönu tekur Cristoph Daum við liðinu en hann vill klára að stjóma liði sinu, Bayer Leverkusen, á næsta tímabili áður en hann helgar sig algjörlega landsliðinu. David Beckham getur ekki ímyndað sér meiri heiður en að vera fyrirliði enska landsliðsins. Fráfarandi fyrir- liði, Alan Shearer, segir að Beckham sé rétti maðurinn í stöðuna, þó svo að menn eins og Tony Adams og Sol Campbell séu líklega á undan í gogg- unarröðinni. Sporting frá Lissabon hefur borist liðstyrkur, nefnilega sóknarmanninn Joao Pinto. Hann hefur undanfarin átta ár leikið fyrir erkifjendur Sport- ing, Benflca. Hann skrifaði undir íjög- urra ára samning og fær rúmlega tvær milljónir króna í vikulaun. „Þetta mót minnti mig á EM 1984 - mikið um sóknarleik og baráttu í knattspyrnunni. Sjáið bara ítalina," sagði hinn brasilíski Pele í samtali við þýska netmiðilinn Berlinonline. Um þýska landsliðið hafði hann þetta að segja: „Ég spáði því áður en und- ankeppnin fyrir EM hófst að Þjóðverj- ar kæmust ekki upp úr riðlinum. Sama vandamálið hefur háð Þjóðverj- unum síðustu ár. Þeir eiga fáa sem enga unga efnilega knattspymumenn. Það á sér engin endumýjun stað. Strax á HM 1998 spiluöu Þjóðverjar illa og nú á EM 2000 vom Þjóðverjar slakastir stórþjóðanna." Pele sagði í viðtali við þýskan netmið- il að hann teldi Þjóðveija einhveija lé- legustu þjóðina sem spilaði á EM og að hann hefði ekki einu sinni búist við því að þeir gætu tryggt sér þátt- tökurétt á mótinu áður en und- ankeppnin hófst. Hann sagði einnig að engin uppbygging ætti sér stað og að fáir sem engir heimsklassaleikmenn kæmu frá Þýskalandi. Grisku meisturunum Olympiakos hefur borist liðstyrkur frá Urúgvæ en Gabriel Alvez, einnig þekktur sem hrægamurinn, hefur gengið til liðs við félagið. Alvez lék á síðasta tímabili fyrir Nacional Montevideo í úrúgvæsku deildinni og skoraði hann 33 mörk fyrir félagið. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Olympiakos. Nýjasti liósmaöur Madrídarklúbbs- ins Rayo Vallecano er hinn 33 ára Patxi Ferreira. Hann hefur síðustu þijú ár leikið fyrir Atletic Bilbao en er nú laus undan samningi. Hann gerði árssamning við Rayo, með þann möguleika að framlengja um eitt ár. Félagið keppir á næsta ári í Evrópu- keppni félagsliða og veitir ekki af öll- um þeim stuðningi sem berst. Rayo er fimmta félag Ferreira á 15 ára ferli hans í spænsku deildinni. Enska liöiö Arsenal hefur lýst yfir áhuga á að fá brasilíska miðvallarleik- manninn Flavio Conceicao úr röðum Deportivo Coruna, sigurvegara spænsku deildarinnar á síðasta keppnistimabili. -esá Nick Barmby vill til Liverpool Nick Barmby, leikmaður Ev- erton, hefur lýst því yfir við Walter Smith, stjóra félags- ins, aö hann vilji leika fyr- ir Liverpool, erkifjendur þeirra Ev- ertonmanna. Þrátt fyrir að Barmby þéni um 3,1 milijón króna á viku hjá Everton segist hann vilja spila á Anfield. Smith varð viö ósk hans og setti hann á sölu- lista og um leið 8 milljón punda verðmiða á hann. Liverpool seg- ist aðeins vilja greiða 4 milljónir fyrir leikmann sem hvort eð er veröur laus undan samningi eft- ir eitt ár. Smith bauð Barmby aukamilljón á viku fyrir aö vera áfram hjá Everton en leikmaöur- inn neitaði. -esá Þeir hefðu betur þagað, portú- gölsku landsliðsmennirnir, eftir að dómari leiks Portúgals og Frakklands, undanúrslitaleiks EM sem fór fram á fimmtudaginn, dæmdi umdeilda vita- spyrnu Frökkum í hag. Vítaspymudómurinn kom í fram- lengingu, nánár tiltekið á 27. mínútu hennar. Þar sem gulhnarksreglan var í gildi þýddi það að ef Frakkar skor- uðu úr vítinu ynnu þeir leikinn án þess að 30 mínútna framlengingin yrði kláruð. Abel Xavier, vamarmað- ur Portúgala, hafði handleikið bolt- ann á lúmskan hátt og var því ekki sáttur þegar Gúnter Benkö, dómari leiksins, flautaði og dæmdi víta- spyrnu eftir að hafa ráðfært sig við Igor Sramka, aðstoðarmann sinn á línunni. Zinedine Zidane skoraði úr spymunni fyrir Frakka og tryggði sínum mönnum sæti í úrslitaleiknum. En Xavier og félagar hans létu ekki við það sitja að mótmæla dómnum áð- ur en vítið var tekið. Þeir héldu áfram að mótmæla dómnum við Benkö og Sramka löngu eftir að leiknum lauk og gengu sumir svo langt að ýta við honum og kalla ýmis ókvæðisorð að honum. Aganefnd Knattspymusam- bands Evrópu var ekki ánægð með hegðunina og dæmdi Xavier í 9 mán- aða bann frá allri þátttöku í leikjum á vegum sambandsins. Þeir Nuno Gomes (8 mánaða bann) og Paulo Bento (6 mánaða bann) fengu einnig að finna fyrir refsivendinum. Þetta þýðir að leikmennimir geta ekki tekið þátt í undankeppni HM á meðan á banninu stendur, sem og keppnum eins og Meistaradeildinni og Evrópukeppni félagsliða. -esá Hér aö ofan er Guömundur Sveinsson í miöri sveifiu á Opna GR-mótinu um helgina enda viröist hann einkar einbeittur. Á litlu myndinni ræöa þeir saman Ragnar Gunnarsson, Jón Pétur Jónsson mótsstjóri og Haraldur Þórðarson um hvort umræddur bolti sé löglegur. DV-mynd Hilmar Þór Opna GR-mótiö: Betri bolti Opna GR-mótið var haldið um helgina og var það með fyrir- komulagi sem kallað er betri bolti. Þar keppa tveir kylfingar saman og spila þeir báðir eins og þeir væru einir, en eftir hverja holu er tekið betra skorið hjá öðrum kylfinganna og það notað á sameiginlegt skorkort. Úrslit mótsins voru: 1. Guðmundur Ó. Hauksson, GR, og Haraldur Þórðars., GR . . 93 punktar 2. Björn S. Árnason, GR, og Jóhannes Eiríksson, GR .92 punktar 3. Hannes Ríkharðsson, GR, og Víðir Bragason, GR.92 punktar -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.