Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 6
22 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 Sport x>v Stríðsgæfan með Víkingum 100 mlnútna leikur Ejffil. DEILD KflRLA FH 7 5 2 0 18-7 17 Valur 7 5 1 1 18-7 16 Víkingur 7 3 3 1 12-11 12 Dalvík 7 3 2 2 14-9 11 KA 7 3 2 2 13-8 11 IR 7 3 2 2 10-9 11 Þróttur R. 7 2 2 3 8-13 8 Sindri 7 0 4 3 2-8 4 Skallagrímur7 1 0 6 5-20 3 Tindastóll 7 0 2 5 4-12 2 Markahæstir: Hörður Magnússon, FH............10 Sumarliði Ámason, Víkingi .......9 Arnór Guðjohnsen, Val............8 Pétur Bjöm Jónsson, KA ..........6 Atli Viðar Björnsson, Dalvík.....5 Jóhann Hreiðarsson, Dalvík.....5 Sindri skoraði loksins deildarmark en þegar Grétar Sigurðsson skoraði gegn KA höfðu Sindramenn ekki skoraö í fimm leikjum og í alls 587 mínútur í 1. deildinni eða frá því að Sindri Ragnarsson skoraði á 13. minútu gegn Tindastól í fyrsta leik. X&/2. PEILD KARLA HK-KVA ....................3-3 Þórður Guðmundsson, Villy Þór Ólafsson, Sigurgeir Kristjánsson - Marjan Cekic 3. KS-Leiknir R...............2-0 Ragnar Hauksson, Nökkvi Gunnarsson. KÍB-Víðir..................3-2 Nenad Cvetkovic, Halldór Eraclides, Guöbjartur Flosason - Antony Stissi, Gunnar Sveinsson. Staðan eftir sjö umferðir: Þór Ak. 7 7 0 0 23-5 21 KS 7 5 1 1 13-7 16 KÍB 7 5 0 2 15-10 15 Afturelding 7 3 2 2 12-9 11 Víðir 7 3 1 3 9-8 10 Seifoss 7 3 0 4 16-14 9 KVA 7 1 3 3 10-13 6 Leiknir R. 7 2 0 5 9-14 6 Léttir 7 1 1 5 6-23 4 HK 7 0 2 5 7-17 2 Markahæstir: - Orri Hjaltalín, Þór Ak............9 Ragnar Hauksson, KS...............6 Tómas Ellert Tómasson, Selfossi .. 5 Marjan Cekic, KVA.................5 -ÓÓJ 0-1 Valur Úlfarsson (50.). 0-2. Sumarliði Árnason (82., víti). 1-2. Sævar Borgarsson (88.). Leikur Tindastóls og Víkings á Króknum á fóstudagskvöldið var jafn en gestirnir þó heldur meira ráðandi og unnu loks, 1-2. Það var þó fremur stríðsgæfa Víkinga i leiknum en getumunur liðanna sem réð úrslitunum en sem fyrr voru Tindastólsmenn lánlausir. Það var Valur Úlfarsson sem kom Víkingunum yfir snemma í seinni hálfleik með þrumuskoti af vitateig eftir að boltinn hafði borist út eftir góða sókn gestanna. Mikil barátta var í leiknum allan tímann og mikið um miðjuþóf. Víkingar fengu dæmda vítaspyrnu seint í leiknum. Tindastólsmönnum tókst svo að minnka muninn undir lok- in, en of skammur tími reyndist tii að jafna. Talverður pirringur var við „búrin“ og þjálfarnir Sigurður Halldórsson og Luca Kostic voru oft háróma á hliðarlínunni. Hagur Víkinga vænkaðist við sigurinn en Tindastólsmenn vantar sigur til að komast á sporið. Hjá Víkingum var Zoran Milkovish grimmur í vörninni, Sumarliði ógnandi í framlínunni og Lárus Huldarsson fyrirliði kvikur á miðj- unni. Hjá Tindastóli voru varnar- mennirnir Gunnar Gestsson og Mark Franek bestir. Maður leiksins: Zoran Milkovish Víkingi. -ÞÁ 0-1 Grétar Sigurðarson (60.) 1-1 Pétur Björn Jónsson (90.) Leikur KA og Sindra var allt annað en skemmtun og leikurinn tók alls 100 mínútur með öllum töfum. Sindramenn voru sterkari í fyrri hálfleik en fyrsta skot KA-manna i leiknum kom á 35. mínútu og voru þau síðan ekki mikið fleiri í fyrri hálfleik. Leikurinn var jafnari í seinni hálfleik og Jóhann Traustason úr KA hefði getað jafnað þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum en Cardaklija náði að veija boltann. Cardaklija sparkaði boltanum svo út af þannig að hægt yrði að hlúa að meiddum leikmanni. KA fékk innkastið og var ekki háttvísisreglan höfð að leiðarljósi heldur var boltanum kastað inn í vítateig Sindramanna þar sem sóknarmenn KA voru en náðu hins vegar ekki að nýta sér innkastið. Cardaklija ákvað að skipta um skó þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Við þetta varð fjögurra mínútna töf á leiknum en það endaði þannig að Cardaklija fór í sömu skó og hann fór úr. Svo þegar komnar voru sjö mínútur fram yfir venjulegan leiktíma var brotið á Stefáni Gunnarssyni í vítateig Sindra og dæmt víti við mikil mótmæli Sindramanna. Pétur Björn skoraði úr vítinu og 90 sekúndum seinna flautaði dómarinn til leiksloka. Við það lentu Hreinn Hringsson, KA, og Nihad Hasselil, Sindra, í smáslagsmálum sem samherjar þeirra náðu svo að stöðva en svona hegðun á aUs ekki að sjást á knattspymuveUinum. Ekki er vitað hvort dómarinn gerir eitthvað í málinu. KA-menn höfðu fyrir tímabilið stefnt á að fara upp í úrvalsdeUd en ljóst er að eitthvað meira þarf að gera svo að þeir geti staðiö við það enda fóm þeir niður í fimmta sæti við þessi úrslit. Maður leiksins: Hajrudin Caraklija, Sindra. -JJ Valsmenn misstu niður tveggja marka forskot og efsta sætið: og spenna 1-0 Kristinn Lárusson (9.) 1- 1 Hermann Albertsson (19.) 2- 1 Amór Guðjohnsen (43.) 3- 1 Besim Haxhiajdini (51.) 3-2 Jóhann Hreiðarsson (67. víti) 3-3 Jóhann Hreiðarsson (87.) „Ég get ekki verið annað en sáttur við jafntefli hér á þessum velli en mér fannst við verðskulda það fyllilega. Það lýsir sterkum karakter hjá okkur að jafna eftir að hafa verið tveimur mörkum undir þegar svo lítið var eftir af leiknum, sérstaklega gegn eins sterku og góðu liði og Valsmenn eru. Svo virðist sem við náum upp mestri stemningu gegn sterkari liðunum í deildinni en síður gegn þeim lakari og þetta er í raun spurning um jafnvægi. En andinn í liðinu er góður og menn hafa gaman af þessu og það skiptir miklu máli,“ sagði Jónas Baldursson, þjálfari og leikmaður Dalvíkinga, eftir jafnteíli hans manna og Valsmanna að Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Valsmenn geta engum um kennt nema sjálfum sér fyrir að hafa glutrað niður tveggja marka forystu þegar langt var liðið á leikinn og þar með efsta sæti deildarinnar. Þeir voru mun meira með boltann og spd þeirra á köflum virkUega gott. í framhaldi af því fengu þeir mikið af færum en markvörður Dalvíkinga, Atli Már Rúnarsson, var þeim óþægur ljár í þúfu og má segja að hann hafi öðrum fremur tryggt þeim stigið. Reyndar fengu Dalvíkingar góða hjálp frá markverði Valsmanna, John Mills, en tvö síðustu mörk Dalvíkinga skrifast nánast alfarið á hann. Dalvíkingar fá hrós fyrir að hafa ekki gefist upp í vonlítUli stöðu og fyrir að hafa nýtt það litla sem þeir fengu úr aö moða en Valsmenn hafa sennilega sofið iUa nóttina eftir leikinn. Þeir sofnuðu á veröinum og hafa sennUega haldiö að björninn væri unninn eftir þriðja mark þeirra. Eftir það vantaði ákveðni og vilja til að bæta við þótt litlu munaði að þeir skoruðu á síðustu stundu. Því fór sem fór og annað sætið var staðreynd. Maður leiksins: Atli Már Rúnarsson. -SMS Dapurt I Kaplakrika - þegar FH sigraði ÍR, 2-1, á heimavelli og komst á toppinn 1- 0 Jónas Grani Garðarsson (68.) 2- 0 Hörður Magnússon (90., víti) 2-1 Edilon Hreinsson (90.) Hann bauð ekki upp á mikU snUld- artUþrif leikur FH og ÍR í Kaplakrika á fóstudagskvöldið. FH-ingar gerðu þó nóg tU að hirða bæði stigin með 2-1 sigri og voru úrslitin sanngjöm því ÍR-ingar virtust aldrei liklegir tU stór- ræða í þessum leik. FH-ingar byrjuðu af töluverðum krafti og fyrri helming fyrri hálfleiks sóttu þeir nokkuð. Einkum var Jón Þ. Stefánsson hættulegur á hægri kant- inum og skapaði oft mikla hættu. Eft- ir þennan kafla datt leikurinn nokkuð niður og var markalaust í hálfieik. Síðari hálfleikur byrjaöi einnig með þungri FH-sókn og svo var Heið- ari Ómarssyni vikið af leikveUi þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Eftir það drógu ÍR-ingar sig tU baka og freistuðu þess að halda höfði en sú von brást á 68. minútu þegar Jónas Grani skoraði af stuttu færi eftir að Jón Þ. Stefánsson hafði sent tU hans. Jónas hafði þá aðeins verið inn á 1 fjórar mínútur. Aðeins 2 minútum síðar fengu FH- ingar vítaspyrnu þegar Ólafi Adolfs- syni var hrint í teignum en Hörður Magnússon skaut fram hjá. Það sem eftir lifði leiks fengu FH-ingar nokkur góð færi en boltinn vUdi ekki inn fyrr en þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá fengu FH- ingar aðra vítaspymu þegar Herði var skeUt og EgUl Skúli Þórólfsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir það brot. Að þessu sinni brást Herði ekki skotfimin. Niu ÍR-ingar náðu þó að koma inn marki fyrir leikslok. FH- ingar iéku ágætlega lengst af en mættu nýta betur þau færi sem þeir fá. Jón Þ. Stefánsson var mjög hættu- legur og Ólafur Adolfsson sterkur í vörninni. Hjá ÍR-ingum varði Tómas oft ágætiega og Edtion og Grétar Már Sveinsson áttu góða spretti auk þess sem Kristján HaUdórsson var traustur í vöminni. Maður leiksins: Jón Þor- grímur Stefánsson, FH. _HÍ Besim Haxhiajdini skorar hér þriöja mark Vaismanna gegn Dalvík á 51. mínútu og flestir héidu aö hann hefði tryggt Val hér sigur en svo var þó ekki. DV-mynd Hilmar Þór Lognmolla 1-0 Charles McCormick (69.) Þróttur sigraði SkaUagrím 1-0 í daufum leik á fóstudagskvöldið. Það var ekki burðug knattspyrna sem boðið var upp á á Valbjamar- veUinum i kvöldsólinni. Fyrri hálf- leikur einkenndist af spörkum fram og tU baka manna á mUli og liða á milli án þess að liðin næðu skotum á markið og áttu markverð- irnir því náðugan dag. í seinni hálf- leik virtist draga af SkaUagríms- mönnum og sókn Þróttara þyngdist tti muna og áttu þeir hverja stór- sóknina af annarri, en það sannað- ist sem áður hefur verið kveðið að einfóld knattspyrna skUar oft meiri árangri en flókin. Mark Þróttara lá því lengi í loftinu og það var ekkert smámark þegar það loks kom. McCormick smellhitti knöttinn eft- ir skot félaga síns utarlega í teign- um og setti hann í hægra homið, óverjandi fyrir annars ágætan markvörð SkaUagríms, Kjartan Þórarinsson. Eftir markið var eins og Þróttarar væru hættir, SkaUa- grimsmenn lágu í sókn og vom óheppnir að ná ekki að jafna leik- inn. McCormick stóð sig vel í liði Þróttar, var duglegur við að stríða varnarmönnum SkaUagrims. Hja SkaUagrími stóö hinn ungi Kjartan markvörður sig vel en einnig barð- ist Alexander Linta vel, stóð sig vel í vörninni og átti svo nokkur hættuleg færi í lokin. Maður leiksins: Charles McCormick, Þrótti. -RG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.