Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 Fréttir r>v Hækkun ríkisjarðaleigu og afnám kaupskyldu ríkisins á framkvæmdum leiguliða undirbúin: Stillt upp við vegg - menn kaupa ekki ef þeir borga smápeninga í leigu, segir formaður landbúnaðarnefndar Hjálmar Jónsson, alþing- ismaður og formaður land- búnaðarnefndar Alþingis, segist taka undir hugmynd- ir Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra um að selja jarðir í eigu ríkisins. „Það er að segja að ríkis- jarðirnar verði seldar án þess að ofbjóða markaðnum því auðvitaö verður að fá ásættanlegt verð fyrir þær," segir hann. Hjálmar segir að með því að hrinda slikri hugmynd í framkvæmd væri í raun loks verið að uppfylla einn megintilgang þess samnings sem ríki og kirkja gerðu " árið 1907 um að ríkið tæki við forsjá fjölda kirkjujarða. Hann segir mikil- vægt að sú endurskoðun sem nú fer fram á jaröalögunum geri kleift að hrinda söluhugmyndum í fram- kvæmd, meðal annars með hækkun jarðaleigu og að ríkið verði leyst undan óeðlilegum skyldum um kaup á mannvirkjum og ræktun burthorfinna leiguliða sinna. Kaupskylda ríkis gengur ekkl „Ég hef loforö frá landbúnaðar- Eining „Guöni er kominn skemmtilega nærri okkur sjálf- stæöismönnum," segir Hjálmar Jónsson, formaö- ur landbúnaöar- nefndar Alþingis. ráðherra um það að hann muni leggja fram frumvarp á þessu ári. í jarðalögunum er margt gengið sér til húð- ar og það er mikilvægt að koma með nýjar og nútíma- legar reglur. Til dæmis um þá skyldu ríkisins að kaupa allar framkvæmdir leigu- liðans á jörðinni, hún geng- ur ekki upp. Það er ekki hægt að skuldbinda ríkið þannig af hálfu leiguliðans sem getur framkvæmt það sem hann vill og slðan er ríkið skyldugt að kaupa ef hann vill flytjast burt," seg- ir Hjálmar, en slík breyting myndi vitanlega aðeins eiga við um framkvæmdir sem ráð- ist yrði í eftir gildistöku slíkra laga. Leigan hækkar líklega Sú leiga sem ríkið fær fyrir jarðir sínar og eignir á þeim er ekki há. Ár- leg leiga miðast við 3% af fasteigna- mati en matið er yfirleitt býsna lágt og leigan þar með sömuleiðis. Þessu vill Hjálmar að verði breytt í því skyni að örva bændur, sem forkaups- rétt eiga, til að kaupa jarðirnar. „Það er langeðlilegast að þeir sem búa í sveit eigi sínar jarðir en eðli- lega vilja menn ekki kaupa ef þeir geta haft jörð á leigu fyrir smápen- inga," segir Hjálmar. Hann segist vona, og reyndar telja líklegt, að þessu verði breytt samfara þeirri end- urskoðun sem nú fer fram á lögunum. Sala á náttúruperlum ekkl útilokuð Hjálmar segir að viö sölu ríkis- jarða þurfi að taka sérstakt tillit til náttúruperlna og náttúruminja. „Að sjálfsögðu þarf að fara varlega í sölu á ýmsum náttúruperlum en ekki útiloka hana, enda eru lög í gildi sem vernda minjar," segir Hjálmar. Málmey í Skagafirði, sem er í kjör- dæmi Hjálmars, hefur verið á sölu- lista samgönguráðuneytisins. „Ég tel að varlega þurfi að fara í að selja Málmey einkaöaðilum. Ég vænti þess og tel það langeðlilegast að sveitarfélagið Skagafjörður eignist Málmey, eins og Drangey, verði vörsluaðili eyjarinnar. En það er að sjálfsögðu hægt að horfa til fleiri átta með eignarhald á Málmey," segir Hjálmar. Herðir Guðni á sniglinum? Hjálmar segir áðurnefhdan samn- ing ríkis og kirkju frá 1907 meðal annars hafa átt rót sína í þvl að margir bændur voru leiguliðar á jörðunum en að miklu eðlilegra hefði verið talið að þeir eignuðust þær. „Nú, nærri öld seinna, er það í fyrsta skipti sem ég veit til að land- búnaðarráðherra lýsir vilja til þess að uppfylla þessar fyrirætlanir. Þó að vísu megi segja að þarna sé hraði snigilsins lifandi kominn þá vil ég meina að Guðni sé þarna með rétta hugsun. Endurskoðun jarðalaganna er flókið verkefni en með nýjum vinnubrögðum tekst vonandi að ljúka henni þannig að Alþingi geti tekið málið til umfjöllunar í haust. Þannig komast jarðirnar í hendur bændum og öðrum sem vilja nýta þær. Ég er viss um að það mun ganga betur en að ríkið eigi þær og mér finnst Guðni þarna vera kom- inn skemmtilega nærri okkur sjálf- stæðismönnum," segir Hjálmar sem þó segist ekki vilja hleypa Guðna inn í Sjálfstæðisflokkinn að svo stöddu: „En það gæti hugsast ef það mætti treysta því að Guðni Ágústs- son hefði þessa hugsun á fieiri svið- um," svarar Hjálmar Jónsson. -GAR Hafa hjólað heim til Danmerkur frá ýmsum hornum Evrópu - eru nú á íslandi: Þrír „gamlir danskir" hjóla hringinn - finnst ótrúlegt að íslendingar aki á stórum jeppum á malbiki í stórum stíl „Viö lögðum af stað á hjólunum okkar frá Keflavík og ætlum að fara allan hringinn. Þetta er stórbrotið land - þetta reynir dálítið á okkur að hjóla hérna en okkur líkar vel við þessa grófgerðu náttúru," sagði Esben Kræn, 60 ára bifvélavirki frá Danmörku sem er aö ljúka við að fara hringinn og rúmlega það á reið- hjólum umhverfis ísland. Með hon- um er tannlæknirinn Torkild Fjordgard, 53 ára, og aldursforset- inn J^rgen Klemmensen, 62 ára, sem vinnur fyrir Dansk Naturgas í tengslum við borpalla í Norðursjón- um. Þremenningarnir eru Vestur-Jót- ar og búa allir i nágrenni við Esbjerg. „Við erum búnir að hjóla heim til Danmerkur frá mörgum hornum í Evrópu og upplifum þvi vel það sem er í kringum okkur," sagði Esben. „Við erum búnir að hjóla heim frá Spáni, Grikklandi og Norður-Finnlandi og höf- um einnig hjólað á ír- landi og Skotlandi. Þetta eru búnar að vera um 10 ferðir á um 15 árum. Þetta heldur manni í formi og er gott fyrir sál- ina," sagði Esben. Þremenningarnir hófu för sína i Keflavík en hjóluðu síðan austur, um Suðurland, Austur- land og Norðurland. Þeg- ar DV hitti þá i Húna- vatnssýslu sögðu þeir að fjórði félagi þeirra hefði þurft að hætta fremur snemma i ferðinni vegna vöðvatognunar í fæti. Af sérkennum íslend- inga sögðu Danirnir að þeim þætti með ólíkind- um hve margir stórir Hraustir Danir Esben Kræn, 60 ára, Torkild Fjordgard, 53 ára, og aldursforset- inn J0rgen Klemmensen, 62 ára, á leiö sinni hringinn.. jeppar, jafnvel á risa- stórum dekkjum, aka um malbikaða vegi landsins, ekki síst í byggð. Þremenningarn- ir hlógu mikið og gerðu að gamni sínu að dönsk- um hætti. Á leiðinni höfðu þeir félagar tvisvar hitt Sig- urð Tryggvason, 13 ára úr Rimaskóla, sem var að safna fé fyrir MS- sjúka. „Er hann bara 13 ára - þetta er gott fram- tak hjá þessum dreng," sögðu Danirnir. Þeir voru búnir að fá sér sopa og örlítinn bita, settust á hnakkana, nikkuðu höfðinu kankvíslega að dönsk- um hætti og sögðu: „Farvel". -Ótt DV-MYND DVÓ HJólar til styrktar MS-sjúklingum Heilbrigðisráðherra, bæjarstjórinn á Akranesi, Siggi og fleiri syngja Kátir voru karlar. Hjólaferðin frá Akureyri: Við erum stolt af þér, Siggi - segir ráðherra DV, LAXÁ: Það var mikið um dýrðir þegar 13 ára hjólreiðakappinn Sigurður Tryggvi Tryggvason, sem er að hjóla frá Akureyri til Reykjavikur til stuðnings MS-sjúklingum, hitti Ingi- björgu Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra og forráðamenn Akraneskaup- staðar við Laxá í Leirársveit. Ingi- björg sagðist stolt af honum, sérstak- lega af því hann væri Skagamaður, og færði honum smáupphæð í söfn- unina auk Akranesbókar. Þá færði Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, Sigga fé í söfnunina og einn af fimm fyrstu fánum sem gerðir voru í tilefni heimsóknar Stoke til Akra- ness auk ÍA-búningsins. Siggi þakk- aði fyrir og gaf þeim báðum bol. Síð- an sungu allir Kátir voru karlar en Fríða Sigurðardóttir, móðir Sigga, er frá Akranesi og því viðeigandi að syngja það. Siggi segist ekki þreyttur en ætlunin var að hjóla í Mosfellsbæ því þar átti hópur fólks, frá MS-sjúk- lingum og fólki í rafmagnshjólastól- um, að fylgja honum seinasta spöl- inn. Fósturfaðir Sigga, Grétar Giss- urarson, og langafi hans, Guðmund- ur Ó. Guðmundsson, sem er 78 ára, hjóluðu með honum 20 km í fyrra- dag. Þá höfðu safnast 1,7 milljónir og allt vitlaust að gera að sögn stjórnar- manns í MS-samtökunum. -DVÓ Yfirlýsing: Treysta Hervari DV hefur borist yfirlýsing frá stjórn Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) þar sem stjórnin harmar það fjölmiðlafár sem varð í kringum afsögn fyrrverandi formanns VMSÍ. í yfirlýsingunni segir jafnframt að „vegna þeirra persónulegu árása sem formaður VLFA hefur mátt þola að undanförnu ... lýsir stjórn félagsins því yfir að hún ber fullt traust til Hervars Gunnarssonar." í yflrlýsingunni segir enn fremur að VLFA voni að viðræður á milli VMSÍ, Landssambands iðnverka- fólks og Þjónustusambands íslands skili því að þessi sambönd sameinist í eitt stórt á haustmánuðum. -ÓRV Veðrið í kvöld \ ÍM Ci v*5 (* •'+isÞ Sólargangur og sjávarföll I Veðriö á morgun REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 23.27 23.40 Sölarupprás á morgun 03.41 02.52 Síðdegisflób 17.36 22.09 Árdegisflód á morgun 05.49 10.21 3 Skýringar á veöurtáknum J^ViNDATT 10V-HIT1 v M feíí\ X3L ¦10! ¦VINÐSTYRKUR *v_ I nnrlram á gukímdli LÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ R1GNING SKÚRIR SKYJAÖ ALSKVJAÐ SLYDDA SNJÓKOMA w © Bongóblíöa Hæg breytíleg átt eða hafgola og víðast léttskýjaö. Hlýjast í uppsveitum suðvestanlands. ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- VEÐUR RENNINGUR ÞOKA Víöa vegavinna Helstu þjóðvegir eru nú greiöfærir. Víöa er unnið að vegagerö og eru vegfarendur beðnir aö sýna sérstaka tillitssemi og haga akstri eftir merkingum. Hálendisvegir eru nú færir fjallabílum. Þá er taliö fært fyrir alla bíla um Kjöl, f Landmannalaugar af Sigöldu og um Kaldadal. Vtglr i •kneBum wmbum mu lokaNr þ_- Ot wuwft HVÍIGT A Ifl't'IVSINÍ.UM ( KA VI OAf.f IíIj ÍÍIKIMN'. Þykknar upp Á morgun verður suðaustanátt, 13 til 18 m/s og rigning sunnan og vestan til en mun hægari vindur og þykknar upp á Norðausturlandi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. Hiti lO'tillS' Sunnan 8 tll 13 m/s. og skúrir e&a rignlng sunnan og vestantll en skýjao meo köflum nor&austanlands. Mlldast noroaustantll. irnmmrrmm HH18°tilU* ^~^ SV 5 tll 8 m/s. og skúrir sunnan og vestantll en léttskýjaö á Norour- og Austuriandl. Hitl 8 tll 18 stlg, hlýjast á Norfiausturiandl. Vindur V <r" ^"S 8-10 mfit-J \_/ HW8'tilur ^fw Vestan- og Subvcstanátt, nokkufi hvöss en sl&ar hægari. Smáskúrlr vestantll en léttskýjaö austantll. Hlýjast á austanlands. Veöriö W. 6 .'¦¦.'!«á AKUREYRI BERGSSTADIR B0LUNGARVÍK EGILSSTADIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK alskýjaö skýjaö léttskýjaö léttskýjað léttskýjaö 8 8 6 7 8 9 RAUFARH0FN súld léttskýjaö léttskýjaö léttskýjað skýjaö skýjaö 7 REYKJAVIK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN 7 9 10 13 13 ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN rigning súld skýjað 12 11 10 ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA rigning heiðskírt skúr hálfskýjaö 9 21 13 19 BERUN rigning. 13 CHICAGO DUBUN léttskýjaö skýjaö 23 14 HAUFAX alskýjað 17 FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN rigning þokumóöa skýjaö 14 14 5 LONDON LÚXEMBORG MALLORCA M0NTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK rigning rigning léttskýjaö léttskýjað skjjað skýjaö 13 12 18 19 9 22 ORLANDO PARÍS skýjað rigning 27 14 VlN WASHINGTON WINNIPEG skýjað léttskýjað léttskýjaö 14 19 16 ¦ A'WiiMlliJVtíl.'MII.1 ¦iir.vuuinu.i-iiuui.uiuai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.