Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 14
* 14 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 19 Utgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjornarformaour og útgafustjori: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aostooarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjori: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgrei&sla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiolunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyrl: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Fllmu- og plötugcrð: Isafoldarprensmibja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. La,usasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblab 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til ab birta absent efni blabsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greibir ekki vibmælendum fyrir vibtöl við þá eba fyrir myndbirtingar af þeim. Á rangri leið Geir H. Haarde fjármálaráðherra er á rangri leiö þegar hann reynir að gera lítið úr þeim hugmyndum að beita lækkun tolla og vörugjalda til að stuðla að verðstöðug- leika hér á landi samfara því að lofa gengi krónunnar að lækka. Viðskiptablaðið hefur varpað fram þeirri hugmynd að mögulegt sé að draga úr viðskiptahalla með því að leyfa krónunni að lækka. Veikari króna mun styrkja útflutn- ingsgreinarnar en til að vinna gegn hækkun verðlags er hægt að lækka tolla og aðflutningsgjöld á innfluttar vörur. Fjármálaráðherra er ekki hrifinn af þessum hugmyndum og í Kastljósi Sjónvarpsins á mánudag hélt hann því fram að tollar og aðflutningsgjöld skiptu litlu. Þetta er merkileg yfirlýsing í ljósi þess að fjárlög yfirstandandi árs gera ráð fyrir að gjöld á innfluttar vörur nemi samtals 24,5 millj- örðum króna. Hugmyndir Viðskiptablaðsins eru allar athyglisverðar og skynsamar. Mikill þrýstingur hefur verið á krónuna, enda viðskiptahallinn mikill. Verðbólga hefur á síðustu mánuðum verið langt yfir því sem ásættanlegt getur talist þó hluti skýringar á hækkun verðlags sé utanaðkomandi. DV hefur margsinnis bent á að helsta vandamál ís- lensks efnahagslífs er lausung í fjármálum opinberra að- ila - skiptir engu hvort litið er á ríkissjóð eða stærstu sveitarfélögin. Þessu er fjármálaráðherra ósammála og því þarf það ekki að koma á óvart að hann reyni að gera lítið úr tillögum Viðskiptablaðsins. Geir H. Haarde getur ekki leyft sér að sirja rólegur á meðan stöðugleikanum, sem íslendingar hafa fengið að njóta undanfarin ár, er ógnað. Viðbrögð fjármálaráðherra við skynsamlegum hugmyndum um leiðir út úr vandan- um vekja hins vegar ekki miklar vonir um að tekist verði á við vandann. Það er langt frá því að vera fráleitt að lofa krónunni að lækka og lækka opinberar álögur samhliða því að ryðja úr vegi ýmsum viðskiptahindrunum, sem öðru fremur halda uppi verðlagi hér á landi eins og dæmin sanna. Um leið gæti ráðherrann brett upp ermarnar og byrjað aftur á einkavæðingu ríkisfyrirtækja, allt frá bönkum til verk- takafyrirtækja. Siv gegn Guðna Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra virðast ekki eiga mikla samleið þó bæði séu þau þingmenn Framsóknarflokksins. Siv vill þjóðnýta náttúruperlur en Guðni sér ekkert athugavert við að einkaaðilar eigi þær og telur raunar nauðsynlegt að losa eignarhald ríkisins á jörðum og selja einstaklingum og samtökum þeirra. „Það þarf ekki annað en að koma að Geysi í Haukadal til að sjá hverju einstaklingar geta áorkað," sagði Guðni Ágústsson í viðtali við DV síðastliðinn þriðjudag. „Forsenda þess að hægt sé að taka með viðeigandi hætti á þessu svæði er að ríkið eignist það," hefur Morgunblað- ið eftir Siv Friðleifsdóttur á blaðamannafundi á miðviku- dag um Geysissvæðið. Þannig er yngsti ráðherra ríkissrjórnarinnar talsmaður þjóðnýtingar en gamall varðmaður landbúnaðarkerfisins hefur tekið sér stöðu til varnar eignarrétti einstaklings- ins. Siv Friðleifsdóttir hefur rangt fyrir sér en Guðni Ágústsson er á réttri leið og í pólitík skiptir það mestu. Óli Björn Kárason I>V Skoðun Prestar og pólitík AUnokkur umræða hefur átt sér staö 1 fjölmiðlum um það hvort kirkjan eigi að blanda sér í þjóðmálaum- ræðuna. Það er þekkt úr sögunni að valdamenn vilja atkvæðalitla kirkju. Kirkj- an hefur fallið í þá gryfju á liðnum öldum að vera handbendi valdhafa, verk- færi til að slæva og jafnvel kúga. Hlminninn umfram jarölifiö Alkunn eru orð Marx um trúna sem ópíum fyrir fólkið. Þar átti hann líklega við boðskap kristinnar kirkju sem boðaði það sem kalla má glassúrtrú - trú sem lofar betra lífi eftir dauöann en lokar augunum fyr- ir vanda líðandi stundar. Slík sæta- brauðstrú er jafnan uppteknari af himninum en jarðlífinu. Hún er trú skýjaglópa sem fást lítið sem ekkert um kjör fólks. Joe HUl, sem var baráttumaður fyrir betri kjörum fólks snemma á síðustu öld, segir í einum söngtexta sinna: You'll get pie in the sky when you die sem útleggst eitthað á þessa Om Bárour Jónsson prestur leið: Þið fáið brauð á himn- um þegar þiö eruð dauð. í textanum sneiðir hann að kirkjunni, sakar hana um að vísa vandamálum heims- ins til lausnar á himnum. Hann var tekinn af lífi í Bandaríkjunum vegna skoðana sinna. Hápólitísk trú Þegar grannt er skoðað er kristin trú hápólitísk í þeim skilningi að hún lætur sig ™ varða mannlífið. Orðið póli- tík er komið af gríska orðinu polis sem merkir borg. Pólitík merkir þá málefni borgaranna. Sunnudagurinn 25. júní var fyrsti sunnudagur eftir þrenningarhátíð í kirkjunni. Kirkjan styðst við ákveðna textaröð í boðun sinni og þennan tiltekna dag var lexían úr 5. Mósebók 15. kafla (vers 7-8 og 10-11) þar sem fjallað er um umlíðun eða uppgjöf skulda. í pistli dagsins talar postulinn um að elska náungann og segir að ómögulegt sé að elska Guð nema elska náungann um leið (1. Jóhannesarbréf 4.16-21). Og loks er guðspjallið tekið úr 16. kafia Lúkasarguðspjalls þar sem „Að umrœðunni koma margir og þar eiga allir erindi í pontu, kirkjan, stjórnmálamenn, frœðimenn og aðrir þegnar þessa lands. Enginn einn segir állan sannleikann. Hvert innlegg í umræðuna er sjónarhorn sem máli skipt- ir." - Forseti íslands talar í Grafarvogskirkju. Jesús segir söguna af Lasarusi og ríka manninum (vers 19-31). í messu í einni af kirkjum höfuð- borgarinnar í vikunni sem fylgdi í kjölfar umrædds sunnudags lét presturinn nægja að láta þessa þrjá texta tala sínu máli um að kirkjan ætti erindi í þjóðfélagsumræðuna. Meira þurfti hann ekki að segja um það mál. Lesið sjálf þessa texta og sannfærist. PrédEkun er ekki fyrlrlestur Marga aðra texta mætti nefna sem Bíræfni tryggingafélaganna Tryggingafélógin vita að það er þeim útgjaldalaust að hækka bifreiðatryggingar reglubundiö um nokkra tugi prósenta. Hefðbundið fjöl- miðlafár, mótmæli verklýðs- félaga, neytendasamtaka og almennings í nokkra daga. Svo fellur allt í dúnalogn og þeir fá óáreittir að blóð- mjólka bifreiðaeigendur. Mest gerist þetta þó fyrir sofanda- og aumingjahátt stjórnvalda gagnvart trygg- ingafélögunum. Að ein- hverju leyti líka fyrir manneklu og peningaleysi eftirlitsstofhana og Jóhanna Sigur&ardóttir alþingismaöur stundum linkind þeirra gagnvart tryggingafélög- unum. Þess vegna vita tryggingafélógin að þau geta verið bíræfin, því þau fá að leika lausum hala. Stjórnvöldum gefiö langt nef Það er ólíðandi ef trygg- ingafélögin eiga að komast upp með 70-80% hækkun á bifreiðatryggingum á einu ári, sem hvergi er nægilega rökstudd, án þess að srjórnvöld eða eftirlitsstom- anir grípi í taumana. Samráð, sam- „Tryggingafélögin hafa líka gefið Alþingi og ríkisstjórn langt nef, enda hafa þau komist upp með að neita ráðherrum og Alþingi um upplýsingar um forsendur gífurlegra hœkkana bifreiðatrygg- inga, sem sannarlega byggjast á hcepnum forsendum." trygging, fákeppni og einokun virö- ast líka vera einkenni hjá trygginga- og olíufélögunum, sem bitnar með fullum þunga á neytendum og heim- ilunum í landinu. Samkeppnisstofn- un er fjárhagslega svelt og getur ekki svo viðunandi sé sinnt hlutverki sínu, enda hefur hún ekki enn kveð- iö upp úr um hvort samkeppnislög hafi verið brotin þegar tryggingafé- lögin hækkuðu bifreiðatryggingarn- ar fyrir ári um 25-39%. Tryggingafélógin hafa líka gefið Alþingi og ríkisstjórn langt nef, enda hafa þau komist upp með að neita ráðherrum og Alþingi um upplýsing- ar um forsendur gífurlegra hækkana bifreiðatrygginga, sem sannar- lega byggjast á hæpnum forsend- um. Tryggingafélögin hunsa svo r^ármálaeftirlitið með því að fara ekki að ábendingiun þess, en eft- irlitið taldi sl. haust að vátrygg- ingafélögum bæri að taka for- sendur iðgjaldagrundvallar lög- boðinni ökutækjatrygginga til endurskoðunar. Því svara trygg- ingafélögin nú með 30-40% hækkun bifreiðatrygginga. Sterk staöa bótasjóða, fjárfestinga og innstæöna Á árinu 1996 hélt Vátrygginga- eftirlitið (nú Fjármálaeftirlitið) því fram að ekki væri þörf á neinni verulegri hækkun ið- gjalda vegna breytinga á skaða- bótalögunum og benti m.a. á aö 3-4 milljarðar væru í bótasjóðum tryggingafélaganna sem hægt væri að nýta til að mæta kostnaði sem hlytist af breytingu á skaða- bótalögunum. Frá þeim tíma hafa bótasjóðirnir vaxið um 4 milljarða og eru nú 18 milljarðar króna. í athugun Fjármál- eftirlitsins á iðgjaldahækkun trygg- ingafélaganna á sl. ári, sem birt var í sept. 1999, kemur fram, að fjárhags- staða flestra vátryggingafélaganna sé góð og hafi stöðugt farið batnandi. Fjármálaeftirlitið bendir á að fjárfest- ingar tryggingafélaganna, sjóður og bankainnistæður hafi vaxið hraðar en vátryggingarskuld og munar þar tæpum 2,4 miDjörðum króna 1996, 3,5 milljörðum árið 1997 og hvorki meira né minna en 5,6 milljörðum 1998. Eigiö fé óx um 42% Jafnframt bendir Fjármálaeftirlitð á sterka eiginfjárstöðu vátrygginga- félaganna en eigið fé þeirra sem bjóða lögboðnar ökutækjatryggingar óx um 42% yfir tímabilið 1996-1998. Bent er einnig á þá athyglisverðu staðreynd að i raun hafi vátrygg- ingafélögin aukið eigið fé sitt meira en fram kemur í bókum félaganna þegar litið er til þess að hlutabréf og skuldabréf sem félögin hafi fjárfest í séu í flestum tilvikum færð til eign- ar á framreiknuðu kaupverði en ekki markaðsvirði. í skýrslu Fjár- málaeftirlitsins er einnig dregið fram að öll þau ár sem voru til skoð- unar hjá eftirlitinu hafi verið hagn- aður af heildarstarfsemi félaganna. Það er því ekkert annað en hreinn aumingjaskapur ef ríkisstjórnin og eftirlitsstofnanir láta tryggingafélög- in eina ferðina enn komast upp með að níðast á bifreiðeigendum. Jóhanna Sigurðardóttir Með og á móti Tvímælalaust m Það er tví- j^^ mælalaust verið M | að eyðileggja Pr sandfjörur við Reykjavík. Við sem búum við sjóinn og fylgjumst með sjávarföllum og náttúru fjörunnar verð- um átakanlega vör við breytingar. Hér er ekki um að ræða venjulegar breytingar sem stafa af tilfærslu vegna brims og sjávarfalla heldur ógn- vænlegar breytingar þar sem sand- flákar hafa horfiö og upp úr stendur nú einungis stórgrýti og mór. H^HHHIHBBI^ön/mar við Reykjavík með efhistöku? Vísað til æðri máttarvalda Sigurður R. Heigason, framkvæmdastlóri Björgunar Ástæður eru ef til vill margar en áberandi er að þegar sanddæluskip hefur verið úti fyrir ströndinni eða réttara sagt nánast uppi í fjöru, þá hafa umtalsverð- ar breytinar fylgt í kjölfarið í næsta brimróti. Auðvitað verður að rann- saka orsakir þessa vandlega en það segir sig sjálft að þar sem sandur er tekinn úti fyrir að þangað rennur sandur við næsta brúnrót. ^m^_ Skráð saga fl | landbrots á höfuð- W^^^ borgarsvæðinu er y jafngömul íslands- byggð. Allir þekkja Seltjörnina sem ekki er lengur tjörn. Árni Magnús- son lýsir landbroti víða á Kjalarnesi árið 1703 og segir m.a. að bærinn Saltvík hafi þrisvar verið færður undan ágangi sjávar frá landnámi og fjórða færslan sé áformuð. Hvar var Björgun þá? Kirkjugarður- inn í Saurbæ er hálfur horfinn vegna landbrots án þess að efnistaka sé þar neins staðar nærri. Efnistaka Björgunar fer fram 115 Sigþór Magnússon, skólastjóri Klé- bergsskóla metra, hið minnsta, frá stór- straumsfjöruborði en yfirleitt mun lengra frá landi. Efn- istakan er á fáum og einangr- uðum stöðum á svæðinu. Þær rannsóknir sem fram- kvæmdar hafa verið á efnis- dælingu Björgunar hafa sýnt að námur Björgunar eru utan fjörutengdra setflutninga- leiða malar og sands og því án áhrifa á fjörur á þeim ör- fáu stöðum þar sem dælt er nálægt landi. í Ijósi þessara stað- reynda og sögu almenns landbrots á höfuðborgarsvæðinu er þeim sem áhyggjur hafa af landbroti vísað til æðri máttarvalda. Kjalnesingar hafa aö undanförnu gagnrýnt efnistöku Björgunar í Kollaflr&l og telja ao hún sé ao eyöileggja fjörurnar við Reykjavík. sýna að trúin varðar ekkert síður þetta líf en hið komandi. Spámanna- ritin eru yfirfljótandi af boðskap um þjóðfélagslegt réttlæti og orð Krists eru svo beitt að þau smjúga í geng- um merg og bein þjóðfélags, valda- manna og almennings - dæma og af- hjúpa allar gjörðir. Kirkjan gegnir mikilvægu hlutverki í umræðunni um lífið og tilveruna. Að umræðunni koma margir og þar eiga allir erindi í pontu, kirkjan, stjórnmálamenn, fræðimenn og aðrir þegnar þessa lands. Enginn einn seg- ir allan sannleikann. Hvert innlegg í umræðuna er sjónarhorn sem máli skiptir. Látið hefur verið að því liggja að prestar fjalli yfirborðslega um þjóðfé- lagsmál. í því sambandi er rétt að benda á að prédikun er ekki fræðileg- ur fyrirlestur. Hún er hugvekja, hvatning, áminning, spámannlegt orð, tiltal en ekki tæmandi umfjöllun. Rödd kirkjunnar er ein margra radda í kór þeirra sem standa vilja vörð um fagurt mannlíf, réttlæti og frið. Þar syngjum við saman, prestarnir og öll hin sem teJja -sig kölluð til þess að móta skoðanir og umræðu dagsins. Örn Bárður Jónsson Ummæli Heilsugæsla „Árangursríkar for- varnir og fyrirbyggj- andi heilsugæsla grundvallast á vitund almennings og al- mennum vilja fólks til þátttöku áður en sjúk- dómar gera vart við sig. Árangur verður betri heilbrigðis- þjónusta og betra heilsufar, aukin lífs- gæði. Hér er eindregið hvatt til þess að fyrirbyggjandi heilsugæsla verði stórum aukin.... Meðhöndlun sjúk- dóma á frumstigi verður miklu kostn- aðarminni og líklegri til árangurs en langt genginna sjúkdóma." Árni Ragnar Árnason alþm. í Mbl. 13. júll. Þekking eða blekking? „Kennt er að þekk- ing og tækni séu und- irstaða hagsældar og velferðar.... Samt er eins og að einhvers staðar sé pottur brot- inn og þekkingin og tækniframfarirnar duga ekki til að viðhalda þeim guðs- gjöfum sem gerðu ísland byggilegt allt fram að hugbúnaðaröld. Aldrei hefur legið fyrir eins mikil þekking á lífríki sjávar umhverfis landið og nú.... Samt sem áður minnkar sjávarafli jafht og þétt og öll fínustu tækin og upplýsing- arnar nýtast ekki nema að lltíu leyti, og kemur þekkingin á lífríkinu helst að gagni til að vara við, svo að tækni- þekkingin gangi ekki af því dauðu." Oddur Ólafsson blm. I Degi 13. júl!. Friðarbandalagið „Aðild íslands að Atlantshafsbanda- laginu hefur jafnan verið grundvölluð á þeirri hugsun, að til samstarfsins hafi verið efnt í því skyni að tryggja friöinn. íslendingar hafa ávallt litið á NATO sem friðarbandalag. Það mat hefur ekki breyst, enda hefur sagan síðustu 50 árin tekið af allan vafa um að ráðlegt er að viðhalda tengslum við slíkt bandalag." Úr forystugreinum Mbl. 13. júlí. Mærðin er meðfædd „Hér á landi eru allir dómar úrskurðaðir for- dómar og fordómar úr- skurðaðir hatur. Að hafa skoðun er því að hata. Enda þora fslend- ingar ekki að tala upp- hátt um framandi þjóð- ir og langt að komið fólk á Íslanai öðru- vísi en leggjast í mærðina. Segi einhver maður hug sinn allan leggja frægir kommúnistar og misskilin gæðablóð manninn í einelti svo hann hugsar sig tvisvar um áður en hann hefur skoðun á nokkrum sköpuðum hlut." Ásgeir Hannes Eirfksson ! pistli slnum, Umbúoalaust, I Degi 13. júlí. Umferðarbullur Vinur minn sem býr á Grímstaða- holtinu, ems og það hét í æsku minni, heimsótti mig um daginn, en það þýddi að hann varð að aka Reykjanesbrautina til aö komast útá Álftanes. Þessi vmur mmn taldi sig vart hafa komist í meiri lífsháska en að aka þessa leið og þarf hann þó oft að aka í sumarbústaðinn sinn austur á Stokkseyri. Sjálfur hef ég víst öðl- ast nokkurt ónæmi fyrir leiðinni eft- ir nær tveggja áratuga akstur dag- lega og stundum oftar. Flokkun gæti hjálpað Hér áður fyrr voru bílar merktir með upphafsbókstöfum staðanna þar sem þeir voru skráðir. Ekki kann ég rökin fyrir því hversvegna þessu var hætt en kosturinn við staðarmerking- arnar var að hægt var að gera sér nokkra hugmynd um hvaðan verstu bílstjórarnir komu. Gunnar heitinn Ólafsson sem stýrði læknavaktarbíln- um í fjolda ára var orðsnjall og sögu- maður góður. Því miður munu flestar sögur sem hann kunni og sagði af læknum vera gleymdar, en þær hefðu getað fyllt myndarlega bók. Einhvern tímann sagði hann þeg- ar við vorum á vakt saman: „Heyrðu Árni. Þegar þú mætir bíl, sem er merktur með G (en bilar af Suður- nesjum voru þá merktir G, eða H, sem þá einkenndi bíla úr Hafnar- firði), skaltu aka eins langt útí veg- kantinn og þú getur og stoppa, og það er ekki einu sinni víst að það sé nóg." Þótt nú sé langt um liðið síðan Gunnar mælti þessi skarplegu við- vörunarorð virðast þau í fullu gildi þótt nú sé ekki lengur hægt að stað- setja ökuníðmgana eftir skrásetningarstað og flokka þá þannig, sem er skaði, því flokkun gæti varpað á það ljósi hvar ökukennslu er mest afátt. Eftir aldri og tegund En það er er hægt að flokka ökuníðinga eftir bílategund- um og aldri ökumannanna. Það eru fyrst og fremst öku- menn „fínna" og kraftmikilla bíla, t.d. BMW og stórra jeppa, sem níðast á öðrum í umferð- inni. Svo eru það „börnin", 17-19 ára, sem virðast ekki hafa andlegan þroska til að stjórna ökutækjum og loks eru þeir sem „sofa" í umferðinni. Öllum er þessum „bílstjórum" sameiginlegt að þeim viröist ekki hafa verið kennt að nota stefnuljós eða ekki hafa haft andlega burði til að læra það. Margir aka eins og þeir séu að dansa fjörugan vals en aðrir ems og þeir séu á svigbraut en ekki akreinamerktum vegi. Hér verður ekki rætt um notkun bílasíma þó ég sé ekki viss um að bílstjóri, sem er að rífast í síma við konu sína á 90 km hraða, sé hótinu meinlausari í umferðinni en sá sem hefur fengið sér einn tvöfaldan. En eru þá einhver ráö til að minnka slysatíðni á þjóðvegum landsins? En umferðarslys eru nú skæðasta drepsótt með þjóðinni, því hún drepur og limlestir jafnt unga sem aldna. Fésektir hafa lítil áhrif á menn sem aka rándýrum bílum. Bætt umferðarmannvirki stuðla oftar en ekki að auknum ökuhraða og Arni Björnsson læknir umferðaeftirlit, sem vissu- lega mætti vera meira, virðist koma fyrir lítið (a.m.k. hef ég ekki, öll árin sem ég hef ekið milli Álfta- ness og Reykjavíkur, séð lögregluna stöðva bfl fyrir að nota ekki stefnuljós). Sérmerktir fyrir umferðarbullur Einn er sá hópur manna sem veldur nú hvað mest- ......... um áhyggjum meðal sið- menntaðra þjóöa en það eru sk. fót- boltabullur en þær ferðast land úr landi þar sem verið er að keppa í fót- bolta, að því er virðist eingöngu til að frenya skemmdarverk, limlesta og jafnvel drepa fólk í algjöru til- gangsleysi ef svo vill verkast. Ég hef látið mér detta í hug, hvort við ættum ekki að leggja niður orð ems og ökuníðingur og ökufantur og taka í stað þeirra upp orðið mnferð- arbulla. Þeir sem brjóta umferðaregl- ur eru, að því leyti, líkir þeirri manntegund því þeir meiöa og jafn- vel deyða saklaust fólk í algeru til- gangsleysi. Mér skilst að menn ávinni sér refsipunkta fyrir umferðarlagabrot. Hvernig væri að í stað þess að borga sekt eða missa ökuleyfi tímabundið væru bilar þessara ökumanna sér- merktir í bak og fyrir með borðum, sem á væri letrað VARÚD! UM- FERDARBULLA. - Það færi svo eftir eðli brotsins hve lengi þeir væru skyldaðir til að auðkenna ökutæki sín á þennan hátt. Árnl Björnsson „Bœtt umferðarmannvirki stuðlar oftar en ékki að auknum ökuhraða og umferðar- eftirlit, sem vissulega mætti vera meira, virðist koma fyrir lítið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.